Morgunblaðið - 16.02.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1960, Blaðsíða 20
20 M O R C V N B L Á ÐIÐ Þriðjudagur 16. febr. 1960 <#um við það, að vingjarnleg rödd kallaði nálægt mér: „Ser- vus“. Ég leit ósjálfrátt yfir göt- una. Hver kallaði svona kumpán lega til mín? Hár maður, óein- kennisbúinn, í buxum, gráum jakka, með derhúfu á höfðinu. Ég bar engin kennsl á hann. — Þessi ókunnugi maður stóð hjá bifreið, sem tveir viðgerðarmenn í vinnufötum voru að fást við. Maðurinn, sem bersýnilega tók ekkert eftir hiki mínu, kom til mín. Þetta var Balinkay, sem ég hafði aldrei fyrr séð óeinkennis- búinn. „Garmurinn hefur víst fengið snert af kvefi, eins og fyrri dag- inn“, sagði hann hlæjandi og benti á bílinn. — „Hann fær það í hverri ferð“. Eg fékk ósjálfrátt samúð með þessum ókunnuga manni. Það var eitthvað svo mikið sjálfsöryggi í hverri hreyfingu hans og í augum hans var birta og hlýja hins létt- lynda og áhyggjulausa. Og naum ast hafði hin óvænta kveðja hans borizt mér til eyrna, þegar hugs- unin vaknaði hjá mér: Hér er einmitt maðurinn, sem ég get treyst. Hann er sinn eigin hús- bóndi og hefur sjálfur staðið í sömu sporum. Hann hjálpaði mági Ferencz og hefur bara gam- an af að hjálpa hverjum sem er. Hvers vegna skyldi hann þá ekki hjálpa mér líka? Eg herti upp hugann og gekk á móti honum. „Fyrirgefðu", sagði ég og undraðist mitt eigið hispursleysi „en mætti ég tefja þig í fimm mínútur?" Hann virtist verða örlítið hissa í fyrstu, en svo brosti hann glað- lega: „Með ánægju, kæ:ri Hoíf ... Hoff . . .“ „Hoffmiller", sagði ég. „Mín er ánægjan. — Það væri nú líka auma ástandið, ef maður hefði ekki tíma til að tala við kunningja sinn. Eigum við þá að skreppa inn í veitingastoíuna, eða viltu kannske koma upp í herbergið mitt?“ „Já, ég vildi það heldur, ef þér stendur á sama. Og ég skal ekki tefja þig lengur en fimm mín- útur“. „Eins lengi og þú vilt, gamli vinur. Það tekur líka a. m. k. hálfa klukkustund að gera við gamla skrjóðinn. En kompan mín er ekkert sérlega vistleg. Veit- ingamaðurinn vill alltaf láta mig fá bezta herbergið á neðstu hæð, en vegna þess að ég er dálítið viðkvæmur að eðlisfari, þá tek ég alltaf gamla herbergið mitt, þar sem ég einu sinni ... en við tölum ekki um það núna“. Við gengum upp og herbergið var vissulega helst til fátæklegt fyrir svo vel stæðan mann sem Balinkay .Þar inni var eitt rúm, engínn klæðaskápur, enginn hæg indastóll, ekkert nema tveir, slitn ir, tágastólar milli glugganna og rúmið. Balinkay rétti mér gull- vindlingaveskið sitt og bauð mér vindling. Svo gerði hann mér allt auðveldara fyrir, með því að snúa sér sjálfur beint að efninu: „Jæja, kæri Hoffmiller. Hvað get ég svo gert fyrir þig?“, spurði hann alúð lega. Nú er að hrökkva eða stökkva, hugsaði ég með mér og tók á allri þeirri karlmennsku, sem ég átti til. — „Mig langar til að biðja þig um ráð, Balinkay. Eg er að hugsa um að ganga úr hern- um og fara frá Austurríki. Vitið þér um nokkurt starf handa mér?“ Balinkay varð skyndilega al- varlegur á svipinn og kastaði frá sér vindlingnum. „Vitleysa — röskur strákur eins og þú. Hvers vegna dettur þér annað eins í hug?“ En ég varð gripinn skyndilegri þrjózku. Eg fann hvernig ákvörð- unin sem vaknað hafði fyrst til lífsins fyrir sjö mínútum, varð föst og ósveigjanleg í huga mín- um. — „Kæri Balinkay", sagði ég í hranalegum tón, sem úti- lokaði allar röksemdafærslur — „gerðu mér þann greiða að biðja ekki um neinar skýringar. Hver maður veit hvað hann vill og hvað hann verður að gera. Eng- inn skilur það betur en hann sjálf ur. Þú mátt trúa því, að ég verð að gera þetta". Balinkay horfði rannsakandi á mig. Hann hlýtur að hafa sann- færzt um það að mér var full alvara. „Jæja, auðvitað kemur mér þetta ekki við, en ég segi þér satt, Hoffmiller, þú ert að gera vitleysu. Þú veizt ekki hvað þú ert að gera. Þú ert býst ég við, svona 25 til 26 ára og verður áð- ur en langt um líður gerður að yfirforingja og það er þó nokk- uð sem ekki er til að fyrirlíta. Hér í hernum ertu kominn til mannvirðingar, ert einstaklingur sem ekki verður gengið framhjá. En jafnskjótt og þú reynir að taka þér eitthvað annað og nýtt fyrir hendur og velja þér annað lífsstarf, verður hver aumasti slor dóni og hver lítilmótlegasta búð- arloka þér æðri, vegna þess að hann burðast ekki með alla okk- ar heimskulegu hleypidóma á herðum sér eins og hermanna- tösku. Trúðu mér, þegar við her- mennirnir afklæðumst hermanna búningnum, þá er ekki mikið eftir af því, sem við vorum áður og ég bið þig aðeins um eitt: Láttu það ekki blekkja þig, þótt mér tækist að komast upp úr skítnum aftur. Það var einungis tilviljun, mjög sjaldgæf tilvilj- un og ég vil helzt ekki hugsa um hvað varð hlutskipti allra hinna, sem guð var ekki eins góður við og mig“. Það var eitthvað sannfærandi við orð hans og hinn ákveðna talsmáta, en ég fann að ég mátti ekki láta undan síga. „Eg veit“, sagði ég — „að það er skref niður á við. En ég verð bara að fara héðan, um annað er ekki að ræða. Reyndu ekki að fá mig til að hætta við það. Eg veit að ég er ekki að neinu leyti óvenjulegur maður og ég er ekki gæddur neinum sérstökum hæfi- leikum, en ef þú vilt gefa mér meðmæli, þá heiti ég því, að ég skal ekki verða þér til skammar. Eg veit að ég er ekki sá íyrsti, sem þú hefur hjálpað. Þú út- vegaðir mági Ferencz vinnu". „Oh, Jónasi“. — Balinkay smellti fyrirlitlega með fingrun- um. — „En ég spyr, hvers konar náungi var hann? Lágtsettur em- bættismaður í héraðinu. Það er auðvelt að hjálpa svoleiðis manni. Maður þarf aðeins að flytja hann úr einum stól í annan betri og þá heldur hann sig vera guð almáttugan. Hvaða máli skiptir það fyrir hann, hvort hann slítur buxunum sínum á þessum stólnum eða hinum? — Hann hefur ekki þekkt neitt ann- að betra. En að útvega manni starf, sem einu sinni hefur borið stjörnu á kraganum, — það er dálítið önnur saga. Nei, kæri Hoff miller, efstu sætin eru nú þegar fullskipuð. Sá sem vill byrja í hinu borgaralega lífi, verður að byrja neðst, niðri í kjallaranum og það er sannarlega enginn rósa ilmur af slíku“. „Það skiptir mig engu máli“. Eg hlýt að hafa sagt þetta með helzt til miklum ákafa, því að Balinkay horfði á mig, fyrst með forvitni í svipnum, en svo með undarlega starandi augnaráði, eins og úr fjarska. Loks færði hann stólinn sinn nær mér og lagði hendina á öxlina á mér. „Sjáðu nú til, Hoffmiller. Eg er ekki verndari þinn eða forráða- maður, og það er ekki í mínum verkahring, að halda yfir þér neina refsiræðu. En þér er óhætt að trúa þeim manni, sem talar af persónulegri reynslu. Það skiptir þig einmitt máli, mjög miklu máli, ef þú steypist í einu kasti af efstu hæð ag niður í kjallarann, af liðsforingjahestin- um og niður í skítinn . . . og maðurinn, sem segir þetta við þig, sat einu sinni hérna í þessu skuggalega herbergi, frá nóni og allt til myrkurs, og sagði nákvæm lega þessi sömu orð við sjálfan sig: Það skiptir mig engu máli. Rétt fyrir klukkan hálf vúlf hafði ég tilkynnt ofurstanum brottíör mína. Ég vildi ekki setjast til borðs með félögum mínum fram- ar og ég vildi ekki heldúr sýna mig úti á götunni í borgaraíöt- um um hábjartan daginn og því kaus ég þetta litla herbergi og beið hér, þangað til dimmt var orðið, svo að enginn skyldi geta litið vorkunnaraugum á Bahnk- ay, þegar hann laumaðist í burlu, í tötralega, gráa frakkanum með ..... ............." ----" ..... Skáldið mamma litla 1) Við borðum bara graut í dag. Viltu skreppa út í búð og kaupa saft. 3) Þú átt að segja: „Mig lang- ar mikið í-Kóka kóla — en ekki: ÉG VIL FÁ! 4) Jæja, er það eitthvað ann- að, sem þig LANGAR MIKIÐ til að biðja mig að kaupa? a r l' lí ó EVERYBODV SCOUT AROUNP FOR GOLPENROP, WILLOW ANP BURPOCK f r THERES ONLV ONE WAV I CAN THINK OF, 6UE.. r1 we’p ^ BETTER GET BUSY... IT'LL SOON BE < PARKf /v I BUX MARK, HOW CAN YOU MAKE A YELLOW SIGNAL OUT HERE? 1 > WE'LL SOAK THIS STUFF ALL NIGHT, 1 ANP TOMORROW, WITH AN HOUR'S BOILING, WE SHOULP HAVE A t YELLOW DYE/ En Markús, hvernig getur þú útbúið gult neyðarmerki hérna? Það er aðeins ein leið hugsan- leg Súsanna. Farið öll og safnið gullgresi, pílviði og kaktusi. Það er betra að hafa hraðann á. Það fer að dimma. Seinna: Við látum þetta liggja í bleyti í nótt og sjóðum það svo á morg- un. Eftir klukkustundarsuðu á það að verða gult litarefni. harða hattinn á höfði. Eg stóð þarna við gluggann, einmitt þenn an glugga, og horfði í síðasta skipti út yfir mannfjöldann á göt- unni. Þarna voru þeir félagar mínir í einkennisbúningum sín- um, beinir og frjálsmannlegir, sérhver þeirra lítill guð almátt- ugur og sérhver þeirra vissi hver hann var og hvar hann átti heima. Það var þá, sem ég fann það í fyrsta skipti að ég var ekk- ert annað en rykkorn á yfirborði jarðar. Það var eins og ég hefði flett af mér húðinni um leið og ég fletti af mér einkennisfötun- um. Auðvitað heldur þú að þetta sá allt tóm vitleysa. Ein flíkin er blá, önnur svört og ein grá og það skiptir engu máli hvort mað- ur ber sverð eða regnhlíf. En það fer enn hrollur um mig, þegar ég minnist þess hvernig ég laumað- ist til stöðvarinnar og hvernig ég mætti tveimur úlönum á horn- inu og hvorugur þeirra heilsaði mér. Og hvernig ég bar sjálfur litla höfuðfatið mitt inn í.þriðja- farrýmis vagn og settist meðal sveittra sveitakvenna og verka- manna. Oh, já ég veit að þetta er allt bjánalegt, allt rangt og að þessi svokallaði stéttarheiður okk ar er orðið tómt — en þetta er í blóðinu, eftir margra ára herþjón ustu og fjögur ár í herskólanum. Fyrst er það líkast því sem mað- ur hafi misst handlegg eða fót, eða hafi graftarkýli á miðju and- litinu. Guð gefi að þú þurfir aldrei að lifa slíkt. Eg vildi ekki ajlltvarpiö Þriðjudagur 16. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og veðurfregnir). 15.00—16.30 Midegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Alexis ZorbaM eftir Nikos Kasantzakis í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar; V. lestur (Erlingur Gíslason leikari les). 21.00 „Musica sacra“: Frá orgeltón- leikum Arna Arinbjarnarsonar í Dómkirkjunni 1. þ.m. a) Fantasía 1 G-dúr eftir Bach. b) Prelúdía, sálmur og fúga eftir Jón Þórarinsson, — samið um gamalt íslenzkt stef. c) Sálmaforleikur eftir Jón Nor- dal. d) Introduktion og passacáglia í f-moll eftir Pál Isólfsson. 21.35 Starfsgeta vangefinna, — erindi (Kristinn Björnsson sálfræðing- ur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lestur Passíusálma hefst. (Les- ari: Séra Sigurður Pálsson á Sel- fossi. 22.20 Hæstaréttarmál. (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.40 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 17. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna**: Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Steíán Jónsson; VII. (Höfundur les). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga- dóttir). 21.00 Píanótónleikar: Wilhelm Back- haus leikur lög eftir Johannes Brahms. 21.20 Matvælaframleiðsla Islendinga, — erindi (Sigurður Pétursson gerla- fræðingur). 21.45 Kórlög úr óperum eftir Mascagni, Verdi o. fl. (Kór San Carlo óper- unnar 1 Napolí syngur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (2). 22.20 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.40 Tónaregn: Svavar Gests kynnir íslenzkar dægurlagasöngkonur. 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.