Morgunblaðið - 16.02.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. febr. 1960 m ott ctits nraðið 15 Rústirnar ad Svartagili. Svartagilsmáli lokið: Brœðurnir dœmdir ára fangelsi 2/o I GÆRDAG gekk í Hæsta- rétti dómur í brennumálinu í Svartagili, yfir bræðrun- um Reyni og Sveinbirni Hjaltasonum. — Ákæruvaldið höfðaði málið. Þau urðu úr- slit þess í Hæstarétti að dóm- urinn dæmdi bræðurna í 2 ára fangelsi hvorn, og þyngdi refsinguna verulega hvað við- víkur Reyni, en í undirrétti — Kafbáturirm Fram. at bls. 1. þrýstings frá djúpsprengjum Argentínumanna. — Yfirmenn argentínska flotans kveðast ekki hafa fregnir af þessu líki, en sé hún rétt, þá er hér um að ræða fyrsta óyggjandi sönnunargagn fyrir því, að kafbátur hafi verið í flóanum. Tíð sprengjuköst Argentínsku herskipin hafa nú verið tvær vikur á vakki yfir hinum dularfullu kafbátum í Nuevo-flóa. I dag voru skipin búin nýjum og fullkomnum djúp sprengjum og sást til þeirra frá bænum Puerto Madryn, þar sem þau sigldu um flóann og héldu uppi tíðu sprengjuvarpi. — Sprengjuflugvélar voru einnig á flugi yfir flóanum, en fjögur her- skip gættu fjarðarmynnisins. Sendiherra Rússa í Argentínu, Konstantin Kourine, lýsti því eindregið yfir í dag, að kafbát- arnir í Nuevo-flóa væru alls ekki rússneskir. Sagði hann að engin rússnesk herskip væru ná- lægt ströndum Suður-Ameríku. Kafbátur í Kariba-hafi Haag í Hollandi, 15. febr. — (Reuter) — Talsmaður hollenzka ílotans upplýsti í dag, að hol- lenzk flotadeild hefði fyrir nokkrum dögum orðið vör við ókennilegan kafbát er sigldi í kafi í Kariba-hafi. Flotadeildin var á siglingu um 25 mílur vest- ur af Willemstad í hollenzku Vestur-Indíum er hún varð kaf- bátsins vör í svonefnd Sónar- leitartæki. hafði hann verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Málavöxtum eru menn kunn- ugir. í forsendum eru þeir líka að nokkru raktir, en þar segir m. a. á þessa leið: Eftir að dómur gekk í héraði hafa framhaldspróf farið fram. Leitt hefur verið í ljós bæði í þeim prófum og fyrri rannsókn málsins að auk íbúðarhúss og útihúss í Svartagili, sem brunnu til kaldra kola fór forgörðum mikil verðmæti í lausafé, sem geymd voru í íbúðarhúsinu eða útihúsum þar á meðal allt það hey, sem aflað hafði verið um sumarið. Þáttur Reynis I sakadómi 5. nóv. 1957 lýsti ákærði Reynir því, að hann hefði fundið reykjarlykt, þegar hann fór út úr innri ganginum. í fram- haldsprófum 11. febrúar 1960 kvaðst hann muna, að hann hefði verið í reyk og svælu, eftir að bifreiðinni R-6977 var ekið frá Svartagili, en geri sér ekki ljósa atburði. Samkvæmt vætti Guðbjörns Einarssonar hreppstjóra var hús- ið á Svartagili alelda, þegar hann kom þangað, eins og rakið er í héraðsdómi, og var forstofan þá fallin. Styður það framburð á- kærða Sveinbjörns um, að eldur hafi verið kveiktur í forstofunni. Með framangreindum athuga- semdum og að öðru leyti með skirskotun til forsendna hins á- frýjaða dóms ber að staðfesta hann að því er varðar refsingu og réttindasviptingu ákærða Reynis Hjaltasonar. Þáttur Sveu>ojörns Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er ákærði Sveinbjörn Hjaltason sannur að sök um brot þau, er þar greinir, gegn ákærð- um 217., 231. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og á þjófnaðarbrotið einnig undir 255. gr. sömu laga. Svo sem rakið er í héraðsdómi, tóku báðir hinir ákærðu hús á Markúsi bónda á Svartagili, skeyttu ekki skipun hans um að hverfa á brott úr bænum, beittu hann ofríki og hrökktu hann burt af heimilinu. Eftir að ákærðu voru orðnir einir eftir í húsinu, bar ákærði Reynir eld að því. Samkvæmt skýrslu ákærða Svein björns hefur hann ekki gert við- hlítandi slökkviráðstafanir og hófst ekki handa um neinar virk- ar aðgerðir til björgunar verð- mætum, þótt hann hafi átt þess kost að bjarga skepnum og ýms- um búsmunum án þess að leggja sjálfan sig í hættu, enda var hann þaulkunnugur húsakosti á bæn- um og þeim verðmætum, sem hér voru í húfi. Brýn bjargskylda hvíldi á ákærða Sveinbirni vegna hættu ástands þess, sem hann hafði átt þátt í að skapa, og tengsla hans við brot þetta að öðru leyti. Samkvæmt þessu varð ar háttsemi hans við 2. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga og að sumu leyti við sama lagaákvæði sbr. 20. gr. nefndra laga. Refsing ákærða Sveinbjörns samkvæmt hegningarlagagrein- um þeim, sem til hefur verið vitn að, sbr. 77. gr. laga nr. 19/1940, þykir hæfilega ákveðin fangelsi 2 ár. Svo ber og að staðfesta ákvæði héraðsdóms um rrétt- indasviptingu hans og frádrátt gæzluhaldsvistar. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakar kostnaðar í héraði á að vera ó- raskað. Akærðu ber að greiða in solidum allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda í Hæstarétti, kr. 10.000.00. Akærði Reynir greiði málflutningslaun skipaðs verjanda síns í Hæsta- rétti, kr. 7500.00 og ákærði, Svein björn málflutningslaun skipaðs verjanda síns í Hæstarétti, kr. 7500.00. Sératkvæffi Svothljóðandi sératkvæði skil- uðu hæstaréttardómararnir Giz- ur Bergsteinsson og Jónatan Hall- varðsson: Svo sem lýst er í héraðsdómi, réðust ákærðu ölvaðir inn í bæ inn að Svartagili í Þingvallasveit hinn 24. okt. 1957, þar sem hús- ráðandinn, Markús bóndi Jóns- son var einn heima. Frömdu á- kærðu þar ofbeldisverk, hlýddu eigi boði húsráðanda um að hverfa á brott, af bænum. Síðan dvöldu ákærðu einir manna á bænum og við hann, ákærði Sveinbjörn yfir eina klukku- stund, en ákærði Reynir nokkru skemur. A þeim tíma kviknaði í bæ og útihúsum, er brunnu til kaldra kola. Ákærðu höfðu í verki verið samtaka um obeldisaðgérðir þær, sem leiddu til brottfarar húsráð- anda og þar með hins hættulega ástands, sem þá skapaðist á bæn- um vegna dvalar ákærðu þar, eins og þeir voru á sig komnir. Samkvæmt prófum málsins er víst, að í hefur kviknað a völd- um annars eða beggja, og ljóst er, að hvorugur þefirra hefur gert raunhæfa tilraun til að hefta eldinn eða afstýra afleiðingum eldsvoðans með öðrum hætti. Að svo vöxnu máli þykir eiga að færa háttsemi ákærðu beggja til 2. mgr. 257. gr. laga nr. 19/1940 auk 217. gr. sömu laga. Með þessum athugasemdum um forsendur stöndum við ásamt meiri hluta dómenða að dómi Hæstaréttar í máli þessu. — Skafa ekki Framh. af bls. 10 fátækt, það kann bara ekki a9 K'æða sig á viðeigandi hátt í borginni. Eru bandariskir bændur nokkuð öðru vísi?“ „Já,“ svaraði ég. „Banda- rískir bændur ganga þrifalega til fara.“ „Rússnesk menning er frá- brugðin menningu /kkar. Við erum ekki haldnir neinu þriín aðaræði. Bandaríkjamenn eru alltaf að snyrta á sér negiurn- ar. Vinnandi fólk, sem leggur vegi og ekur drattarvétum, getur ekki haldið nöglunum hreinum. Við erum brautryðj- endur. Brautryðjendur eru of önnum kafnir til að fást una smámuni. Ptjórnskipulag ykkar er 150 ára. Okkar er 42 ára. Gerðu konur Pílagrímanna ykkar sér áhyggjur af því á 18 öid- inni, hvort saumarnir á sokk- unum þeirra væru h-einir? Ef gerður er samanburður standa Rúss-ar nú á svipuðu stigi í þróun sinni. Við munum kynna okkur tízkuna, þegar við höfum lokið við þau verk, sem skipta máli. Svo kann að iara, að eftir 20 ár muni París og New York líta á Moskvu sem tízkumiðstöð. Veitið okk- ur frest.“ Hinn nýi fiskpökkunarsalur er stór og bjartur. Þar starfa um 100 stúlkur. Ljósm. Sigurg. Jónass. Nýr fiskpökkunar- salur í Eyjum Vestmannaeyjum, 15. febr. TEKINN hefir veriff í notkun nýr flökunar- og pökkunarsalur hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna- eyjum. t gær, sunnudag, buffu forráðamenn fyrirtækisins tíð- indamönnum blaffa og útvarps, ásamt nokkrum öðrum gestum, til aff ,koða vinnustaffinn. Salur- inn er 650 ferm. aff gólffleti og í honum 60 vinnuborff. Hann er klæddur sérstökum asbestplöt- um í lofti og vel bjartur, enda eru þar 60 ljósastæði meff fjór- um Ijósum hvert. Fiskurinn berst á færiböndum upp í salinn frá pökkunarvélum fyrir stærri og minni fisk. Ný verbúff Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, bauð gesti vel- komna og lýsti framkvæmdum. Allt húsnæði Vinnslustöðvarinn- ar er 51 þús. teningsm., og hef- ur fyrirtækið sjálft byggt 48 þús. þar af. Teikningar eru gerð ar af Ólafi Á. Kristjánssyni, en yfirsmiður var Hjörleifur Guðna son. Fyrirtækið hefur komið upp verbúðum fyrir verkamenn. Til- búin eru 30 fjögurra manna her- bergi og eru þau hin vistlegustu. Er þar fataskápur fyrir hvern mann, auk vinnufataskáps og handlaug með rennandi heitu og köldu vatni. Verkamenn eru mjög ánægðir með aðbúnaðinn þarna. Húsvörður er Jóhannes Helgason frá Borgarfirði eystra. Auk Sighvatar töluðu við þetta tækifæri Ársæll Sveinsson, for- seti bæjarstjórnar, og fyrir hönd iðnaðarmanna Svavar múrari. — Stjórn Vinnslustöðvarinnar h. f. skipa Sighvatur Bjarnason for- maður og framkvæmdastjóri, Jónas Jónsson, Haraldur Hannes- son, Sveinbjörn Hjartarson, Guð jón Jónsson og Júlíus Ingibergs- son. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.