Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 2

Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 2
MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagui- 26. juní 1960 Alingismenn 1930 í AlþingishússgarSinum. — Sitjandi, talið frá v instri: 1. Lárus Helgason, þm. V-Sk. 2. Einar Árnason, 2. þm. Eyf. 3. Ingibjörg H. Bjarnason, 2. landskj. þm. 4. Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf. 5. Jón Jónsson, 6. landskj. þm. 6. Ingólfur Bjarnar- son, þm. S-Þing. 7. Benedikt Sveinsson, þm. N-Þing. 8. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn. 9. Guðmundur Ólafsson, þm. A-Hún. 10. Þorleifur Jónsson, þm. A-Sk. 11. Björn Kristjánsson, 1. þm. Gullbr.-Kj. 12. Haraldur Guðmundsson, þm. ísf. Standandi, fremri röð: 1. Páll Hermannsson, 2. þm. N-Múl. 2. Ingvar Pálmason, 2. þm. S-Múl. 3. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr. 4. Bernharð Stefánsson, 2. þm. Eyf. 5. Gunnar Sigurðsson, 2. þm. Kang. 6. Magnús Jónsson, 1. þm. Rvík, 7. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V-ísf. 8. Halidór Stefánsson, 1. þm. N-Múl. 9. Hannes Jónsson, þm. V-Húnv. Standandi, aftari röð: 1. Einar Jónsson, 1. þm. Rang. 2. Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf. 3. Pétur Ottesen, þm. Borgf. 4. Jón Þorláksson, 3. landskj. þm. 5. Ólafur Thors, 2. þm. Gullbr.-Kj. 6. Héðinn Valdimarsson, 2. þm. Reykv. 7. Jón Auðunn Jónsson, þm. N-ísf. 8. Sveinn Ólafsson, 1. þm. S-Múl. 9. Jón Ólafsson, 3. þm. Reykv. 10. Jónas Jónsson, þm. S-Þing. 11. Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagf. 12. Sigurður Eggerz, þm. Dal. 13. Jónas Kristjánsson, 5. Iandskj. þm. 14. Halldór Steinsen, þm. Snæf. 15. Jón Bald- ▼insson, 4. landskj. þm. 16. Erlingur Friðjónsson, þm. Ak. 17. Sigurjón Á. Ólafsson, 4. þm. Reykv. 18. Jóhann Þ. Jósefsson, þm. Vestm. 19. Hákon Kristófersson, þm. Barð. 20. Tryggvi Þórhallsstn, þm. Strand. Á myndina vantar Magnús Torfason, 2. þm. Árn. — Hinn eini þessara þingmanna, sem enn situr á þingi, er Ólafur Thors. Hann var þá 2. þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, en er nú 1. þingmaður Reykjaneskjördæmis. — Alþingishátiðin Frh. af bls. 1 kvöld í Mbl. 27. júní 1930, og verða hér birtar glefsur úr hon- um. „Þokusúld var í Reykjavík, þokusúld á Mosfellsheiði, þoku- súld á Þingvöllum, og eins dimmt og verið getur á þessum tíma árs. Var stórrigning í aðsigi? Átti 1000 ára hátíðin að drukkna í sunnlenzku regni? .... Þannig hugsaði hver íslenzkur blaða- fnaður í þessari ferð .... Uppi í Hvannagjá er tjaldborg stúdent- ánna .... Þar yar uppi fótur og fit. — Dönsku stúdentunum þótti loftslagið kalt. Þar var fröken Mogensen á allra vörum. Hún segir að sér verði kalt .... heimtar húsaskjól eða a. m. k. meira af værðarvoðum .... Hvar er nú Álafoss og Sigurjón? .... En kl. 7 kom Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra út á hlað og gáði til veðurs .... En í tjaldi 73 svaf maður á sínu græna eyra — svaf eins og sá, sem góða sam- vizku hefur. Það var Magnús Kjaran. „Góðan daginn Magnús bóndi“. Magnús reis upp skjótt. Hann hafði sofið í þrjá tíma og var það lengsti dúr, sem hann hafði lengi fengið .... Klukkan er að ganga 8. Fólksstraumurinn er byrjaður niður í Almannagjá sem strið og stöðug elfa, áfram og áfram óslítandi. Margir skunda upp á Leirur með pjönkur sínar, en mæta þá fólksstraumnum of- an að. Hátíðin er að byrja“. Fyrsti dagurinn Talið er, að rúmar þrjátíu þús- undir manna'hafi verið komnar til Þingvalla á fyrsta degi hátíð- arinnar eða um þriðjungurþjóðar innar. Kl. 9 var haldin guðsþjón- usta í Almannagjá, þar sem bisk- up, dr. Jón Helgason prédikaði. Síðan var gengið í mikilli skrúð- fylkingu til Lögbergs. Hver gekk undir merki sinnar sýslu, eða héraðafánum. Lúðrasveit fór í fararbroddi, en næstir gengu konungur, ríkisstjórn og forsetar Alþingis. Kl. hálfellefu hófst svo aðalhátíðin. Þingvallakórinn söng hátíðaljóðin, forsætisráðherra tal aði, en síðan setti konungur þing. Þar flutti forseti Sameinaðs Al- þingis, Ásgeir Ásgeirsson, hátíða- ræðu. Það óhapp varð, að er danski fulltrúinn sté í ræðustól- inn, var austurríski fáninn dreg- inn að hún í stað hins danska, en -5 fV.i ; • . Magnús Kjaran þau mistök voru fljótlega leið- rétt. Kl. 3 fluttu fulltrúar erlendra þinga kveðjur sínar, en síðan var samsöngur til skemmtunar. Kl. hálfníu hélt Alþingi 600 manna veizlu til heiðurs hinum tignu gestum. Seinna um kvöldið átti Islandsglíman að fara fram, en vegna stormbeljanda, kulda og rigningar varð að aflýsa henni. Leituðu menn þá til tjalda, og heyrðist þaðan söngur og glað- værð fram eftir nóttu. Annar dagurinn Um morguninn var komið bezta veður, sólskin og blíða. Kl. 10 flutti forseti neðri deildar, Benedikt Sveinsson, minni ís- lands að Lögbergi. Laust fyrir há degi var undirritaður gerðar- dómssamningur milli Norður- landanna þess efnis, að deilumál um milli þeirra skyldi án undan- tekningar skotið til gerðardóms, og þeim dómi hlítt án vopnavið- skipta. Um svipað leyti var efnt til kappreiða og hestaats í Bola- bás. Mun það hafa verið í síðasta sinn, sem hestaat hefur opinber- lega verið haft til skemmtunar á fslandi. Kl. 3 var Vestur-íslend- ingum fagnað með ræðúhöldum, en að því loknu hófst söguleg sýning á Lögbergi, sem nefndist „Lögsögumannskjör á Alþingi 930“. Þann þátt höfðu þeir pró- fessor orarnir Ólafur Lárusson og Sigurður Nordal samið, en Haraldur Björnsson stýrði leikn- um. Tryggvi Magnússon dró upp gervi og búninga, en að sjálf- sögðu skrýddust þátttakendur fommannabúningum. Þessi sýn- ing vakti mikla athygli. Þá fór fram samsöngur og bjargsig í Al- mannagjá. Um kvöldið fór ýmis- legt fram, svo sem Íslandsglíman, þar sem Sigurður Thorarensen varð sigurvegari, alls konar íþróttasýningar og vikivakar. Um nóttina vöktu flestir ef ekki allir þátttakendur. Dansað var á palli miklum, þröng og gestagangur I tjöldum, en söngur og ræðuhöld hljómuðu um allt. Þessa nótt var stofað til margra trúlofana. Ekki svo fá hjón, sem nú eru um fimmtugt, kynntust i fyrsta skipti þessa nótt og voru kölluð „Alþingishátíðarpör“ á sínum tíma. Þriðji dagurinn Um morguninn skein sólin glatt og þá fluttu fjölmargir erlendir og innlendir fulltrúar ávörp og færðu gjafir, en þær bárust-marg ar og veglegar úr öllum heims- hornum. Þá var þingi slitið, en síðan hófst leikfimisýning. Þá fór fram samsöngur allra karlakóra, sem á hátíðinni voru. Kl. 8 var hátíðinni svo formlega slitið, og eins og Magnús Jónsson segir í bók sinni um hana: „Það var eins og öllum létti, þegar hátíðinni var slitið. Það hafði tekizt að halda þessa hátíð — og tekizt vel — hér á Þingvöllum, undir beru lofti. Það var tókst“. teflt djarft, en það Norðlendingar vilja ...... iuhm opnun ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norð- fjarðar hefur sent Sjávarútvegs- málaráðuneytinu, Davíð Ólafs- syni, fiskimálastjóra og þingmöntt unum Eysteini Jónssyni, Lúðvík Jósefssyni og Einari Sigurðssyni eftirfarandi ályktun í sambundi við dragnótamálið: „Fundur haldinn í Utvegs- mannafélagi Norðfjarðar 24. júnSÍ 1960 telur alveg óverjandi að opna ekki einhvern hluta af veiði svæðinu frá Langanesi til Ing- ólfshöfða fyrir dragnótaveiðar, þar sem margir bátar á Austf fjörðum hafa búið sig á dragnóta veiðar og byggja afkomu sína á þeim. Getur fundurinn alls ekki ílaliizt á að mismuna útvegsf mönnum, sjómönnum og vinnslu7 stöðvunum svo freklega að veita einni verstöð einkaleyfi á stórU veiðisvæði, en fyrirmuna með öllu stórum landshluta eins og Austfjörðum allar bjargir við þessar veiðar. Gerir fundurinn þa sjálfsögðu kröfu til hins háa Sjáv arútvegsmálaráðuneytis, að nægi lega stór veiðisvæði, sem oft hef7 ur verið bent á og koma ekki í bága við aðrar fiskveiðar, verði opnuð fyrir dragnótaveiðar nú þegar fyrir Austfjarðabáta". Z*' NA /5 hnúiar / 5 V 50 hnútar ¥: Snjókoma t 06i æ** V Skúrir K Þrumur mas Kutíaski! Hituskif /y Hd Lag! LÆGÐIN yfri Grænlandshafi morgun. var að grynnast í gær, en önn- ur var í uppsiglingu ASA af Nýfundnalandi, og er von á henni í lok helgarinnar hingað til lands. En þangað til ætti Veðurhorfur á hádegi í gær: SV-land til V-fjarða og SV- mið til Vestfj.miða: S kaldi, skúrir, léttir til. Nland og N- mið: SV átt, kaldi og skúrir veðrið að vera bjartara í bili, V til, en hægviðri og léttskýj- milli lægða. — Enn eru sömu hlýindin og sunnan blíða á Austurlandi, 15 stig á Raufar- að A til. NA-land, A-firðir NA-land og Austfj.mið: SV gola, bjartviðri. SAland og SA höfn og í Fagradal kl. 9 í gær- mið: SV gola, skúrir, léttir til. ■ \ s V s s s s s s s s s s s s Ásgeir Ásgeirsson, forseti Sameinaðs Alþingis, flytur hátðaræðuna 1930. Undir ræðustólnum sést forseti og skrifarar. Þingskrifarar við borð nokkru framar. M^rga binvtnenu má sjá á þingbekk, en sýslufánar bak við og mannf jöldinn. V'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.