Morgunblaðið - 26.06.1960, Blaðsíða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. júní 1960
Hver fjölskyldumeðlimur
heimsœkir ísland
Samfal við afkomanda Baldvins
Einarssonar
íslands
óhamingju
verður allt að vopni.
Eldur úr iðrum þess,
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða.
sagði Bjarni Thorarensen, er
hann hóf að yrkja erfiljóð eftir
Baldvin Einarsson, sem hann
lauk að vísu aldrei við. í>að var
vissulega óhamingja íslands, að
Baldvin Einarsson skyldi deyja
svo ungur, aðeins 33 ára að aldri.
Hafði hann verið hinn þarfasti
maður íslenzkuna málum á þess-
um stutta starfsferli, skrifað
m. a. nær einn fjóra árganga af
„Armanni á aiþingi“, og var mik-
ils af honum vænzt.
Baldvin lézt sem kunnugt er
af brunasárum í Kaupmannahöfn
á öndverðu ári 1833. Hafði kerta-
ljós kveikt í rúmtjöldum hans
snemma morguns. Náði hann að
rífa þau niður og slökkva eldinn,
en brenndist svo á höndum og
fótum, að hann lézt 8 vikum
síðar. Skiptust íslenzkir vinir
Baldvin Einarsson
hans á að sitja hjá honum með-
an hann lá banaleguna.
★
Þarna endar sagan um Bald-
vin Einarsson í vitund flestra Is-
lendinga. En afkomendur hans í
þriðja og fjórða lið búa enn
suður í Þýzkalandi og hafa alltaf
samband við land forföður síns
og ættingja hér á landi. — Það
hefur verið'siður í okkar ætt,
að hver fjölskyldumeðlimur fari
einu sinni til Islands og vitji ætt
lands Baldvins Einarssonar, og
nú er röðin komin að mér, sagði
ungur Ijóshærður maður,, er
hann kom inn á skrifstofu Mbl.
í gær. Þetta er dr. Jens Peder
Ribe, efnafræðingur hjá Henkel-
verksmiðjunum í Diisseldorf.
Hann sjálfur, Hans Einar bróð-
ir hans og móðir hans, Ingeborg
Einarsson Ribe, eru einu núlif-
andi afkomendur Baldvins. —
íslenzka nafnið Einarsson er því
miður að hverfa úr ætt okkar,
því amma átti engan bróður og
fékk ættarnafnið Ribe við gift-
ingu, sagði Jens Peter Ribe.
En til þess að átta okkur á ætt
þessa unga manna, verðum við
að víkja aftur að Baldvin Einars
syni. Hann var kvæntur danskri
konu, og átti tveggja ára gamlan
son, Einar Bessa, er hann lézt.
Nýfædd dóttir Baldvins, var
skírð á greftrunardegi hans og
gefið nafnið Baldvina, en hún
dó ársgömul. Ekkja Baldvins gift
Keramiksýningu Glits hf. í sýningarsal Ásmundar Sveinssonar
að Freyjugötu 41 lýkur í kvöld kl. 10. ASsókn að sýningunni
hefur verið mjög góð. Höfðu um 1000 manns séð hana á laugar-
dag og meir en helmingur keramikmunanna selzt, Margir sýn-
ingargesta hafa notað tækifærið og málað sjálfir diska o. fl. —
Ljósmyndari Mbl., Markús, tók þessa mynd af skrautvösum
á sýningunni. —
ist síðan aftur til Suður-Jótlands
og tók Einar Bessa með sér. Hann
vann í tollinum í Tönner og gift-
ist danskri konu. Arið 1864 var
þetta danska landsvæði samein-
að Prússlandi. — Kona Einars
Bessa lærði þó aldrei þýzku. Þau
bjuggu á elliárunum skammt frá
Hamborg, og þegar mamma heim
sótti þau,' talaði amma hennar
alltaf dönsku við hana, en
mamma svaraði á þýzku, segir
Jens Peder Ribe. Þær skildu mál
hvorrar annarrar, en gátu ekki
talað þau.
Sonur Einars Bessa var Bald-
vin Einarsson yngri. Hann vann
einnig í tollþjónustunni, en færð-
ist upp eftir metorðastiganum,
og afkomandi hans í 4. lið
dr. Hans Peder Ribe
fór fyrst til starfa í Hamborg og
fluttist síðan í viðkomandi ráðu-
neyti í Berlín. Dætur hans tvær,
Sigrid og Ingeborg. fóru þangað
með honum. Sigrid dó 26 ára
gömul, en Ingeborg giftist í Berl-
ín Hans Ribe lækni, og eignaðist
tvo syni. Annar sonur hennar er
dr. Jens Peder Ribe, sem nú er
hér staddur.
★
— Baldvin Einarsson vann auð-
vitað fyrst og fremst íslenzkum
málum. Er afkomendum hans í
Þýzkalandi kunnugt um það
merkis starf, sem hann vann?
spyrjum við.
— Mamma veit mikið um þetta
og talar stundum um það,. Afi
fræddi hana um þessi mál og
auk þess hefur þessi ættleggur
alltaf verið í sambandi við til-
svarandi ættlið frændfóiksins á
Islandi. Baldvin Einarsson mun
hafa skrifazt á við bróður sinn,
Guðmundur held ég að hann hafi
heitið, og Einar Bessi sonur hans
skrifaðist á við Einar son Guð-
mundar og kom hingað til Is-
lands árið 1908, held ég. Heima
er til mynd af honum og Einari
GuðmunUssyni á íslenzkum hest-
um. Afi minn hafði svo alltaf sam
band við Pál Einarsson, hæsta-
réttardómara og heimsótti hann
einu sinni, og mamma hefur síð-
an skrifast á við ekkju Páls og
börn hennar. Hún og pabbi komu
hingað árið 1938.
Ættingjar okkar héðan hafa
líka oft komið til okkar í Þýzka-
landi. Dóttir Páls Einarssonar
giftist þar og önnur börn hans
hafa stundað þar nám.
Mamma fylgist vel með því
sem gerist á Islandi og talar oft
um það og við erum auðvitað
ótal sinnum búin að sjá kvik-
myndina, sem þau pabbi og
mamma tóku hér 1938 og sem
bróðir minn bætti við, er hann
kom hingað fyrir 6 árum. Nú
ætla ég að reyna að bæta enn við
þessa fjölskyldukvikmynd, ef
veður verður sæmilegt.
★
— Er nokkuð af munum úr
eigu Baldvins Einarssonar enn í
ættinni?
— Það sem til er, hlýtur að
vera hjá mömmu, því við erum
einustu afkomendurnir. Ég man
ekki eftir öðru en einni íslenzkri
bók, sem Baldvin mun hafa átt,
og nokkrum bréfum. Gamlar
myndir úr fjölskyldunni eru límd
ar inn í albúm, en hvort nokkr-
ar þeirra eru úr hans eigu, þori
ég ekki að fara með.
— Eigið þið eintak af Armanni
á alþingi?
—- Nei, það tímarit hefi ég
aldrei séð.
— Og hvað ætlarðu að sjá á
Islandi?
— Ég ætla að fara í Þórsmörk
á morgun og norður til Akur-
eyrar eftir helgina. Þaðan með
bát til Siglufjarðar og með bil
um Fljótin þar sem ég get séð
Moldastaði, þar sem Baldvin Ein-
arsson fæddist og ólst upp.
— E. Pá.
Fyrsta langa
sumarleyfisferðin
í sumar
• Bjartar nætur
Lengsta nótt ársins er liðin
Og brátt fer að skyggja á lág-
nættinu. Það er eins og maður
finni allt í einu hvað sum-
arið er stutt, þegar nóttina fer
að stytta á nýjan leik. En
björtu næturnar eru ekki all-
ar farnar hjá á þessu ári og
enn eiga menn þess kost að
„auka degi 1 æviþátt", með
bjartri næturvöku.
En þegar Jónsmessan er lið-
in fer hver að verða síðastur
að notfæra sér yndisleik nótt
leysisins á Islandi, sem skáld-
in hafa sagt svo margt fallegt
um. En það eru ekki aðeins
skáldin, sem hafa notið
bjartra nátta og eignazt um
þær ógleymanlegar minning-
ar. Bændur og sjómenn eiga
sér marga ógleymanlega vor-
næturstund við skyldustörf
sín að ógleymdum elskendun-
um, sem e. t. v. bezt allra
kunna að meta nóttleysið.
• Símaskrárauki
í vikunni
við þau vandkvæði, sem eru
á því að hagnýta símaskrána,
jafnvel skömmu eftir útkomu.
Flutningar manna til og frá
í bænum eru miklir og eftir
að Grensásstöðin var tekin í
notkun flytja margir símnot-
endur milli símasvæða og
verða að fá nýtt númer á nýja
staðnum. Veldur þetta skjótt
ruglingi og margir eru í síma-
skránni skráðir fyrir allt öðr-
um númerum en þeir hafa í
raun og veru. Þá er oft engar
uppiýsingar um símanúmer
manns að hafa í því númeri,
sem stendur við nafn hans
í símaskránni.
Það má því gleðiefni telj-
ast, að nú í vikunni kemur
út viðauki við símaskárna, að
því er Velvakandi fékk upp-
lýst á skrifstofu símans á dög
unum. Verða í viðauka þessum
leiðréttingar við síðustu skrá
og hafa verið teknar með leið-
réttingar á símum, sem breytt
var fyrir u. þ. b. þremur vik-
um. Er að þessu hinn mesti
fengur og munu símnotend-
ur fagna útkomu símaskrár-
aukans.
Ný símaskrá kemur svo
væntanlega út um næstu ára-
mót.
* Gagnkvæmur
misskilningur
Afgreiðslukona á ísbarnum,
sem rætt var um í Velvakanda
í fyrradag, hefur hringt og
harmað atvikið. Bað hún þess
getið, að umræddum viðskipta
vini hefði verið boðin leið-
rétting, en þá hefði viðskipta
vininum verið runnið svo í
skap, að leiðréttingunni hefði
verið hafnað. Sannast hér hið
fomkveðna, að sjaldan veld-
ur einn, þá tveir deila.
FYRSTA langa sumarleyfisferð-
in, sem farin verður á vegum
ferðaskrifstofu Páls Arasonar á
þessu sumri verður um helgina
2. júlí. Verður þá farið í 14 daga
hringferð um ísland. Verður ekið
norður yfir Kjöl til Skagafjarðar
og komið við á ýmsum stöðum
norðanlands og austan, m. a. Ak-
ureyri, Mývatni, Hallormsstað og
Bæjarstaðaskógi. Ennfremur verð
ur farið út í Papey. Frá Fagur-
hólsmýri verður flogið til Reykja
víkur. Er þetta áttunda sumarið
sem slík ferð er farin.
Alls verða farnar 35 langar
sumarleyfisferðir á vegum skrif-
stofunnar í sumar. 22. júlí hefjast
ferðir á hestum um óbyggðir, t.d.
um Suðuröræfi og Sprengisands-
veg.
Ferðakostnaður í bílferðum er
áætlaður um 270 kr. á dag og
er þar innifalið matur og gist-
ing í tjöldum.
Allir Reykvíkingar kannast