Morgunblaðið - 26.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1960, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf er á bls. 18. BLEKKING eða veruleikL — SJá bls. 22. 142. tbl. — Sunnudagur 26. júní 1960 Mikil sild yið Rauðunúpa Fyrsta síldin til Raufarhafnar MIKIL síld var enn á stóru svæði djúpt út af Kolbeinsey sl. laugardagsnótt, sagði fréttaritari blaðsins á Siglu- j firði í Viðtali upp úr hádegi í gær, og komu alls 35 bátar með síld til Siglufjarðar frá kl. 10 á föstudagskvöld þar til 1 á hádegi á laugardag. Veður var gott á miðunum í gær- morgun og búizt við góðri I áframhaldandi veiði í gær- ' dag. Saltað var aðeins á einu plani, söltunarstöð Daníels Pórhallssonar, á Iaugardags- nótt, en allur afli þessara 35 báta var settur í bræðslu. I MIKIL SÍLD '\ • / Fréttaritari blaðsins á Rauf- arhöfn sagði um hádegi í gær, að tvö skip hefðu tilkynnt löndun á Raufarhöfn um morguninn og búizt við að fleiri skip lönduðu þar í gær. Verður það fyrsta síldin, sem berst til Raufarhafnar á ver- tíðinni. Þá fréttist einnig af mikilli síld djúpt út af svo- kölluðum Rauðunúpum, og voru bátar að kasta þar, er síðast fréttist. -- Eftirtaldir bátar lönduðu 500 \ málum og þar yfir á Siglufirði frá því á föstudagskvöld fram að I hádegi á laugardag: I Heimaskagi 500, Sigrún AK 700, Einar Hálfdáns 600, Hag- barður 700, Jón Jónsson 600, Hvanney 650, Freyja GK 700, Andri BA 700, Gullver 700, Guð- | rún Þorkelsdóttir 1000, Stefán Ben 600, Hafnarey 650, Mummi 630, Ásgeir RE 700, Hafrenning- ur 600, Guðbjörg 800, Heimir GK 800, Guðbjörg ÓF 550 og Ófeigur VE 600. Hinir bátamir voru með 400— 450 mál. Hafa bví alls um 18.000 mál borizt á land með þessum 35 bátum. Aðgöngumiöar seldust íyrir 1,3 miiijánii á listahátíðinni í Þjóðleikhúsinu Á LISTAHÁTÍÐ Þjóðleikhússins, sem lauk sl. miðvikudag, seldust aðgöngumiðar fyrir tæplega 1,3 millj. króna og sáu tæplega 10 þús. manns sýningarnar. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í viðtali við Guðlaug Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóra í gær. Listahátíðin stóð 3 vikur. Var Skáliholt sýnt einu sinni, Rigoletto 8 sinnum, þar af 4 aukasýningar, Selda brúðurin 5 sinnum og ballettinn Frk. Júlía 3 sinnum. Þjóðleikhússtjóri kvaðst mjög ánægður með útkomuna, bæði fjárhagslega séð og listrænt. Sýn ingarnar hefðu tekizt mjög vel, þrátt fyrir stuttan samæfingar- tíma og ýmsa erfiðleika, enda fengist a. m. k. 4 erlendir lista- menn, sem væru alveg á toppin- um hver á sínu sviði, Nieoíai Gedda tenórsöngvari, Stina Britta Melander sópransöngkona, Margaretha von Bahr sólódans- mær og Birgitt Cullberg ballett- höfundur. Fjárhagslega liti út fyrir að hátíðin mundi standa undir sér, þó ekki búið að ganga frá upp- gjöri enn. Að sýningunum unnu alls 220 manns, þar af 23 útlend- ir listamenn. Nýtt Laxnes leikrit var áformað Þjóðleikhússtjóri sagði, að hin raunverulega afmælissýning hefði verið sýningin á „I Skál- holti“. Staðið hefði til að sýna „Hjónaspil“ einnig á listasýning- unni, en það hefði orðið að hætta sýningum á því áður vegna ónógr ar aðsóknar. Upphaflega hefði verið búið að ræða um að Laxness kæmi með •nýtt leikrit á sýninguna, en það varð að falla niður, vegna þess að skáldið þurfti að ljúka skáldsögu sinni og hafði ekki tíma til að snúa sér að leikritinu. 'Vetrar- dagskrá leikhússins sagði þjóð leikhússtjóri að miðuð hefði ver- ið við að íslenzku leikararnir fengju góð hlutverk. Tilganginn með því að fá er- lendu listamennina kvað Þjóðleik hússtjóri hafa verið að gefa áhorf endum kost á að sjá eitthvað nýtt og gott, hérlendu listafólki kost á að kynnast starfsaðferðum frægra listamanna á sínu sviði og loks að vekja athygli á leikhúsi okkar og kynna það út á við. Hafði Gedda t. d. aflað sér upp- lýsinga um leikmennt hér, í þeim tilgangi til að geta gefið upplýs- ingar um hana á blaðamanna- fundi er hann kæmi vestur. Apríl kom í gœr HAFNARFIRÐI. — Á síðastliðnu vori keypti Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar togarann Vött og var kaupverð hans 4,3 milljónir króna. Hefir hann verið í „klöss- un“ í Englandi og farið fram á honum gagngerð endurbót, keypt ný siglinga- og fiskileitartæki, ný togvinda og ýmislegt annað. Breytt hefir verið um nafn a togaranum og heitir hann nú Apríl GK 122. Kom hann hingað til bæjarins í gær og mun hefja veiðar, einhvern næstu daga. Þetta er danska selveiði- skipið Miki, sem sökk við Grænland á fimmtudaginn. Miki var ekki stórt skip, en merkliegt að einu leyti: Það var fyrsta skipið, sem Danir og Grænlendingar gerðu út til selveiða — og fyrstu veiðiförina fór það í fyrra. Þá veiddust 263 sélir og kóp ar og flutti Miki þá tæp sjö tonn af kjöti og 45 tunnur af spiki til Angmagsaklik og næ&ði það þorpsbúum til mann- og hundaeldis í vetur. Og ekkert var íbúum Ang- magsaklik kærara en Miki og áhöfn hans, enda kom fregnin um skipstapann eins og reiðarslag yfir þorpið. Grænlendingar fá vart bætt tapið í sumar og horfir nú illa fyrir íbúum í Angmagsa lik með öflun selkjöts Borgariistas afn húsinu Höfði? r I Á FÖSTUDAGINN hélt bæjarráð fund sinn. I upphafi þess fundar Á þessu korti eru sýnd helztu síldarmiðin úti fyrir Norðurlandi. Öll eru nöfnin meira og minna kunn af fréttum blaðanna af síldveiðunum. Á þessari síldarvertíð eru það aðallega tvö veiðisvæði sem síldin hefur veiðzt á: Við Kolbeinsey og út af Mel- rakkasléttu norður af Sléttugrunni. Fyrsta síldin á vertíðinni veiddist 13 mílur norðaustur af Sel- skeri. brugðu bæjarráðsmenn sér í dá- lítinn leiðangur. Fyrir löngu síðan setti lista- verkanefnd bæjarins fram þá hugmynd við bæjaryfirvöldin, að í húsinu Höfði við Borgartún, verði komið fyrir Borgarlista- safni Reykjavíkur. Fóru bæjarráðsmenn til þess að skoða Höfða, með hliðsjón af þessum tillögum listaverkanefnd- arinnar og var Tómas skáld Guð- mundsson formaður þeirrar nefndar í fylgd með bæjarráðs- mönnum. Höfði er um 50 ára gamallt timburhús. Það byggði á sínum tíma franski ræðismaðurinn Brill ouin. Þar átti heima um skeið, og var eigandi hússins, Einar Benediktsson skáld. Þar bjó sið ar hinn kunni skurðlæknir Matt hías Einarsson, og enn síðar var þar bústaður brezka sendiherr- ans. Winston Churchill fyrr- 'um forsætisráðherra Breta er meðal þeirra mörgu gesta sem þangað hafa komið. Her- bergin í Höfða eru allrúm- góð og þar er> hátt til lofts. Er listaverkanefnd bæjarins þeirr- ar skoðunnar að Borgarlistasafn myndi sóma sér vel í þessu gamla húsi. Ekki hafði bæjaráð að lokinni heimsókninni í Höfða tekið af- stöðu til uppástungu listaverka- nefndarinnar. Fyrir nokkrum árum keypti bærinn Höfða af skipulags- ástæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.