Morgunblaðið - 05.07.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVlSniAÐIÐ ÞriSjudagur 5. júlí 1960 Dýrmæt efni unninúrþara Rannsoknir fara nu fram UNDANFARIÐ hafa farið fram þararannsóknir á vegum Raf- orkumálastjórnarinnar, en úr þara má vinna ýmis dýrmæt efni m. a. alginsýru, sem notuð . er í matvælaiðnaðinum og öðrum iðnaði, svo sem gúm-iðnaði og málningariðnaði. Að rannsókn- unum vinna tveir efnaverkfræð- ingar, þeir Sigurður Hallsson og Sigurður Rúnar Guðnason. Blaðið leitaði í gær upplýsinga um þessar rannsóknir hjá Sigurði Hallssyni. 'Sagði hann, að auk þess sem rannsóknir færu fram á þaranum sjálfum, væri unnið að undirbúningi að tilraunum til BíU íéll ofon á tvo menn KLUKKAN rúmlega þrjú í gærdag var sjúkrabifreið kölluð á vettavang að portinu hjá Kol & Salt til þess að flytja þaðan tvo slasaða menn. Menn þessir höfðu verið að vinna að viðgerð á bif- reið og hafði henni verið Iyft upp með stórri bifreiða- lyftu (hjólatjakk). Svo illa tókst til að bifreiðin féll niður af lyftunni og ofan á mennina. Mennirnir, sem fyrir slys- inu urðu, heita Helgi Sig- fússon og Marteinn Kratz. Helgi skarst illa á höfði, en Marteinn skaddaðist inn- vortis. Báðir voru mennirnir fluttir á slysavarðstofuna. Happdrætti DAS 1 GÆR var dregið í 3. fl. Happ- drættis DAS um 50 vinninga og féllu vinningar þannig: 2ja herb. íbúð, Hátúni 4, kom á nr. 56881. (Vesturver) Ekki náðist í eiganda miðans í gær. 2ja herb. íbúð, Kleppsveg 30, tilbúin undir tréverk kom á nr. 18666. (Vesturver). Eigandi Ósk- ar Jónsson, Vesturgötu 23. Volkswagen-fólksbifreið kom á nr. 18917. (Vesturyer) Eigandi Hallgrímur Hallgrímsson, Berg- staðastr. 50. Moskvitch-fólksbifreið kom á nr. 63799. (Vesturver). Eigandi Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Lang- holtsveg 44. að afla hans á Breiðafirði, en þari er alltaf undir sjó. Væri reiknað með að komast svo langt með þessar tilraunir í sumar að hægt verði að ganga frá tækjum til að afla þarans. Yrðu þau við Reykjanes, á norðanverðum Breiðafirði. Tvær verksmiðjur. Miðað er við að fá þaramjöl, sem heldur alginssýruinnihaldi sínu óskemmdu. En vonir standa til að þurrka megiþarannþannig á hagkvæman hátt við jarðhita. Jarðhiti er á Reykhólum og hugsa menn sér að þar verði komið upp. þaramjölsverksmiðju. Seinna meir yrði svo að fá aðra verk- smiðju nálægt stórri höfn til að vinna alginssýruna úr þaramjöl- inu. En þaramjölið má nota í fóðurbæti, meðan ekki er unnið úr því dýrmætara efni. Fyrst um sinn er leitazt við að fá hráefnið sjálft eins og það á að vera, sagði Sigurður. Þegar þaramjölið er komið, þá er kom- ið að tilraununum með að fram leiða sýruna úr því. Og tilraun- irnar miðast við að nota sem minnst af erlendu hráefni við framleiðsluna. Nú þegar er unn- ið að því að efnagreina þarann, en úr honum má nota 3—4 æði verðmæt efni auk alginssýrunn- ar, og því nauðsynlegt að vita hve mikið er af þeim á ýmsum tímum. Svend A. Hansson, formaður samtakanna. Bræla á miðunum — flotinn á Siglufirbi SIGLUFIRÐI, 4. júlí: — í dag er mcirihluti sildveiðiflotans hér inni vegna austanbrælu á miðun- um. Hefur stanzlaust verið Iand- að hér smálslöttum, sem skipin hafa. komið með að austan. Hefur nú alls verið landað hjá SR, Siglufirði 169,286 málum. Á sama tíma í fyrra hafði verið landað 33.615 málum. SR, Rauf- arhöfn hefur tekið á móti 41.918 málum en engu á sama tíma í fyrra. Rauðka hefur tekið á móti 24.070 málum en á sama tíma í fyrra hafði hún tekið á móti 3100 ★ Saltað víða Hér var saltað á öllum plön- um í gær og fyrrinótt. Hafði sú síld veiðzt við Kolbeinsey og var prýðisgóð. Saltað hefur verið á söltunarstöðvunum sem hér segir: Ásgeirsstöð 460 tunnur, Njörður 641; Nöf 134; Sunna 223; Reykjanes 1024; Haraldur Böðvarsson 500; Óli Hinrikssen 236; Gunnar Hall- Fundur norrœnu sölu- tœknisamtakanna hér UM helgina var haldinn hér fundur framkvæmdanefndar nor- rænu sölutæknisamtakanna. — I gær var ýmsum framámönnum á þessu sviði boðið til málsverð- ar í Lídó og greindi sænski verk- fræðingurinn Svend A. Hans- son, formaður samtakanna, frá sögu þeirra og starfsemi. Sagði m. a., að samtökin væru ekki Albert" enskum Á SUNNUDAGINN var birtist í Kaupmannahafnarblaði svohljóð- andi frétt frá Grimsby: „Togarinn „Thuringia“ frá Grimsby hefur lent í alvarlegum skærum við íslenzka fallbyssu- bátinn „Albert“. Eftir því, sem skipstjórinn á „Thuringia“ sagði í gær, á fallbyssubáturinn að hafa skotið föstum skotum fyrir framan stefni togarans. Þegar togarinn kom til hafnar í Grimsby í gær, skýrði skip- stjórinn frá sinni útgáfu á þess- um nýja og alvarlega atburði í brezk-íslenzka þorskastríðinu um fiksveiðilögsöguna. Hann gerðist fyrir 10 dögum á þeim tíma, þeg- ar togarinn — samkvæmt full- yrðingu Bretanna — var alveg örugglega fyrir utan tólf mílna mörkin, sem ísland gerir kröfu til, en Bretland viðurkennir ekki. „Albert“ sat fyrir „Thuringia" skýtur oð togara... og skaut þremur lausum skotum að togaranum. Þegar á eftir skaut fallbyssubáturinn sjö föstum sprengjuskotum, sem lentu fyrir stafni togarans. Eitt skotanna lenti þrjá metra frá honum, en síðan lagði hann á flótta“. Var uppi í landsteinum Morgunblaðið átti í gærkvöldi viðtal við Landhelgisgæzluna, sem veitti þessar upplýsingar: Fyrir skömmu varð „Albert“ var við togara á ferð nálægt Grímsey. Þar eð togarinn, sem reyndist vera „Thuringia“ frá Grimsby, var með toghlera utan- borðs og veiðarfæri óbúlkuð, gerði varðskipið tilraun til þess að stöðva togarann með því að skjóta nokkrum lausum og föst- um skotum að honum. Togarinn sinnti þessu ekki, og var eftir- förinni hætt, þegar hann var kominn vel út fyrir fiskveiðatak- mörkin. viðamikil stofnun, heldur aðeins samband, sem stofnað hefði verið til, því það auðveldaði forystu- mönnum þessara mála á Norður- löndum að hittast, ræða sameig- inleg áhugamál og læra af reynslu hvers annars. Því næst tóku til máls Paul Fabricius forstjóri frá Dan- mörku og Leif Holbæk Hansen prófessor frá Bergen. Ræddu þeir um sölutækni á heimsmarkaði og möguleika íslendinga á sviði iðn- aðar og móttöku ferðmanna hér- lendis. Verður ræðna þeirra get- ið síðar. dórsson 248 og Þóroddur Guð- mundsson 101. Sama dag i fyrra hafði verið saltað hér í 715 tunnur. — Guðjón. Castro Framh af bls 1 Kúbu, verður nú sett til hreins* unar í Esso- og Shell-stöðvunum, sem stjórn Castros tók eignar- námi á dögunum, en hann treyst- ir nú einkum á Rússa um útveg- un nægrar hráolíu. Hins vegar er talinn mikill vafi á því, að Rússar geti útvegað nægan skipa flota til að flytja til Kúbu það magn, sem þarf. Shell og Esso munu leggja sig í líma til að hindra, að olíuskipaeigendur leigi skip sín til flutninga þang- að — og vitað er nú þegar, að ,,kóngarnir“ Niarchos og Onassis hafa neitað að leigja skip til þeirra flutninga, en talið er að til þeirra þurfi 20—25 skip um 25 þúsund lestir að stærð. Á Bretar mótmæla. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins upplýsti í gær, að brezka stjórnin mundi brátt fela sendiherra sínum á Kúbu að bera fram harðorð mótmæli við stjórn Castrós vegna eignarnámsins á Shell-olíuhreinsunarstöðvunum. Á Stöðva Bandaríkin sykurkaup frá Kúbu? Bandaríkjaþing hefur nú sam- þykkt að veita Bandaríkjaforseta heimild til þess að minnka eða taka alveg fyrir sykurkaup, frá Kúbu fram til 1. marz nk., og er þetta vegna eignarnámsins á olíu stöðvunum og margs konar fjand skapar, sem Castro-stjórnin hefir sýnt Bandaríkjunum undanfarið. Er þetta talið geta haft hina al- varlegustu efnahagsörðugleika i för með sér fyrir Kúbu. (2 NA /5 hnútar SV 50 hnútar X Snjókoma * OSi V Skúrir K Þrumur 'WS& Kutdaskit Hitaski/ H Ha» L - Lagi Á kortinu í gær bar mest á lægðinni suður af Vestmanna- eyjum. Regnsvæði hennar lá um Suðvesturland, og var þar A og SA-strekkingur. Náði Flugvélin ófundin BODÖ, Noregi, 4. júlí. Reuter: Þrátt fyrir víðtæka íeit, hefir ekki fundizt tangur né tetur af bandarísku könnunarflug- vélinni, sem hvarf sl. föstudag yfir Barentshafi — og í kvöld þykknaði mjög í lofti, svo að ekki sá til sólar, en ætlunin var að nota miðnætursólina til frekari leitar með flugvél- um í nótt. — ★ — í gær kváðust Rússar hafa sent skip til þess að taka þátt í leitinni, cn þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir, heiir ekki tek- izt að hafa radíósamband við Rússann enn sem komið er. — Norskur talsmaður kvaðst í dag ekkert vita um fregnir, sem borizt höfðu af því, að loftskeytastöðvar í Skotlandi og Niðurlöndum hefðu heyrt neyðarmerki frá fleka á norð- anverðu Atlantshafi. Meðfylgjandl myjia synir flugvél af gerðinni RB-47 („Stratojet"), en hin týnda flugvél mun hafa verið af þeirri gerð, sérstaklega útbúin til könnunarflugs. RB-47 get- ur flogið með ca. 1000 km. hraða á klst. — og i yfir 40 þúsund feta hæð. — ★ — þessi vindstrengur einnig til miðanna út af Norðaustur- landi og austanverðu Norður- landi, en vestar var hægviðri. Rigningin á Suðausturlandi var geysimikil, einkum á Fag. urhólsmýri. Þar mældust í fyrrinótt 96,4 mm, en alls 118 mm yfir sólarhringinn, sem endaði kl. 9 í gærmorgun. Kl. 15 í gær var þar enn vatns- veður. Mesta úrkoma, sem mælzt hefur á sólarhring hér á landi er 215,8 mm og var það á ann- an í jólum 1926 í Vík í Mýr- dal. Veðurspálin kl. 10 í gær- kvöldi: Sv-mið: Allhvass austan, þokusúld. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: Austan kaldi, skúrir. Breiðafjörður til NA-lands, Breiðafj.mið og Vestfjarða- mið: SA-kaldi, skýjað. Norðurmið: SA-átt, stinn- ingskaldi austan til, en hæg- ari vestan til, skýjað. NA-mið: SA-stinningskaldi, dálítil rigning. Austfirðir, SA-land, Austfj. mið og suðausturmið: Austan og SA-stinningskaldi, rigning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.