Morgunblaðið - 05.07.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.07.1960, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. júlí 1960 Glæsileg Varöarför Dm 400 manns tóku þátt í fórinni sl. sunnudag ÞAÐ var þungt í lofti og ekki út- lit fyrir sérlega gott veður, þeg- au: haldið var af stað í Varðar- ferðina 1960 á sunnudagsmorg- un. Alls tóku þátt í ferðinni um 400 manns og var farið í 11 stór- um áætlunarvögnum. En veður- guðirnir voru samt ferðafólkinu hliðhollir, því ekki var fyrr kom- ið inn fyrir Elliðaár, en sólin skein í heiði og þannig hélzt veðr ið mestan hluta ferðarinnar. Að þessu sinni var Varðar- íerðin farin um Landnám Skalla gríms. Var farið frá Sjálfstæðis- húsinu kl. 8 um morguninn og ekið, sem leið liggur til í>ing- valla þar sem var áð, litla stund, í glaða sólskini. Ferðalangar drukku morgunkaffið eða gengu um gjárnar. Síðan var haldið af stað og ekið upp vellina, inn fyr- ir Ármannsfell yfir Meyjarsæti, niður x Sandkluftir og upp á Kaldadalsveg. Skammt frá Brunn um er síðan beygt af og haldið upp á Uxahryggi en við Þverfell, sem gnæfir yfir á þessari leið er komið inn í hið upprunalega land nám Skallagríms. Siðan var ekið niður Lundar- reykjadal og haldið yfir Hvítár- brú og ekki áð fyrr en nokkru vestan við Borg á Mýrum, hið garma höfuðból Skallagríms og afkomenda hans. Þegar haldið hefur verið kyrru fyrir nokkra stund, er enn hald- ið af stað og ekið inn í Hítardal. Þegar komið er inn í Hítardal blasa við fjallakambar á báðar hliðar. Er náttúrufegurð mikil á þessum stað og nokkuð sérstæð þeim, sem koma þar í fyrta sinn. Norðan dalsins er fyrst Fagra- skógafjall en suðaustur úr því skagar móbergsfjall, veðurbar- íð með ótal strýtum. Efst í fjalli þessu hafðist Grettir við um skeið og er nefnt Grettisbæli. Numið var staðar nokkuð neð- an við túnið á Hítardal. Var þar framreiddur matur góður og mik- ill. Dreifðust menn um móana Mikil þdtttoka í fjórðungsmoti hestumunnu í Borgnrfirði HINN 16. og 17. þ. m. verður haldið fjórðungsmót á vegum Landsambands hestamannafélaga og Búnaðarfélags íslands að Faxaborg á Hvíárbökkum. Þetta mót verður hið lang- stærsta, sem haldið hefur verið á þessum stað. Sýningarsvæðið er frá Reykjanesi og vestur í Dali. Sýnd verða kynbótahross, bæði hryssur og stóðhestar, þá gæðingar frá 6 hestamannafé- lögum og auk þess verða kapp- reiðar. Þegar hafa verið skráðir til sýningar 18 ikynbótahestar, 63 hryssur, sem er hartnær eins margt og á landsmóti, og 29 gæð ingar auk kappreiðahrossanna. Hestamannafélagið Faxi í Borg arfirði annast framkvæmd móts- ins. Hópar manna munu koma ríðandi úr ýmsum landshlutum. Áð í Hítardal. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra heldur ræðu. og snæddu í glampandi sólskini og steikjandi hita. Þá tók til máls Þorvaldur Garð ar Kristjánsson, formaður Varðar og bauð fólk velkomið í förina. Kvað hann ferðir þessar vera orðnar fastan lið í félagslífinu og ættu þær sívaxandi vinsæld- um að fagna. Á sumrin lægi póli- tíkin í dvala en þess í stað væri efnt til skemmtiferðar, sem í rauninni einnig hefði nokkuð pólitískt gildi, því jafnan væri flutt ein pólitísk ræða 1 hverri ferð. Óskaði hann síðan þátttak- endum góðrar skemmtunar. Næstur tók til máls Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og flutti hann snjalla ræðu. Þá talaði Arni Óla rit- stjóri og flutti ferðalýsingu. Var hún glögg og greinargóð og hin skemmtilegasta. í Hítardal hefur um aldarraðir verið mikið menn- ingarsetur, þar hafa setið miklir fræðimenn og höfðingjar. í hérað inu í kring úir og grúir af ör- nefnum og sögustöðum, þar sem merkir atburðir hafa gerzt og frægir menn riðið um héruð. Þegar hvílzt hafði verið í Hít- ardal langa stund var haldið af stað og ekið að Borg á Mýrum. Virtist þá um stund sem veður mundi skipast í lofti, en ekki varð úr því nema stutt skúr. Á Borg skoðuðu menn kirkjuna en íbúðarhúsið brann fyrir nokkru, sem kunnugt er og hefur ekki venð endurreist. Einnig hér flutti Árni Óla stutta ferðalýs- ingu ok kom víða við, skýrði frá sögustöðum og landslagi. Var þá enn haldið af stað og ekið í Hafnarskóg hjá Ölver og snæddur kvöldverður, sem auð- kenndist af sama höfðingsskapn- um og hin fyrri máltíð. Dvöld- ust menn um hrið í hinu fagra um hverfi og síðan var ekið til Reykjavíkur, með stuttri við- komu í Hvalfjarðarbotni, og kom ið í bæinn laust eftir kl. ellefu. Var auðheýrt á'ferðalöngum að þeir voru ánægðir með ferðina. Var þessi ferð hin ánægjulegasta í hvívetna og með miklum glæsi- brag. Aðbúnaður allur svo sem bezt verður kosinn og ferðastjórxi í öruggum höndum. • Að vilja föður síns? Velvakanda hefur borizt BLIK, ársrit Gagnfræðaskól- ans í Vestmannaeyjum, frá þessu ári. Hefst ritið á hug- vekju eftir Þorstein Víglunds- son, þar sem hann ræðir um m. a. um áfengisnautn ung- linga. Segir Þorsteinn sögu af pilti, sem starfaði með honum í stúku af miklum áhuga, en hætti m. a. vegna þess, hve faðir hans var andstæður allri bindindissarfsemi. Síðan segir Þorsteinn: „Ekki leið svo ýkjalangur tími, þar til ég fékk vissu fyrir því, að pilturinn var tekinn að neyta áfengis. Mundi hann ‘ekki í þeim efn- um tekinn að þjóna vilja föð- urins? .... . . . Nokkru síðar fékk þessi ungi maður góða stöðu hér í bænum. Um það bil giftist hann gæða- og myndarstúlku. Þessi ungu hjón þekkti ég bæði vel. Þau höfðu verið nem endur mínir. ♦ Gæfa og gengi Drykkjuskapur unga heim- ilisföðurins fór í vöxt. Síð- ast var hann svipur stöðunni sökum drykkjuskapar. Hjóna- bandið var líka að fara út um þúfur, þegar hann hrökklaðist héðan úr bænum. Engir líða nú meiri sálarkvalir sökum ógæfu hins unga heimilisföð- ur, en foreldrarnir, sem þó höfðu kallað þetta fjölskyldu böl yfir sig. Síðan hefur þessi ungi maður, sem nú er brátt miðaldra, aldrei borið barr sitt. Skyldi ekki saga fjölda ungra manna og kvenna í þessu landi, nú vera eitthvað áþekk sögu þessa Vestmanna- eyings, þar sem orð og gjörðir í sjálfu föðurtúninu, heimil- inu, virðast án efa eiga upp- tök að ógæfunni". Síðar í hugleiðingu sinni segir Þorsteinn: „Trúað gæti ég, að margir foreldrar gerðu sér of litla grein fyrir því, hve heimilin eru áhrifaríkur aðili til ills eða góðs, um allt uppeldi æsku lýðsins. Það er sanni næst, að uppalandinn gegni ábyrgðar- mestu stöðu þjóðfélagsins, hvort sem starf hans á sér stað innan veggja heimilisins eða annarra stofnana. Framtíð þjóðfélagsins veltur á því, hvernig honum tekst yfirleitt að inna það starf af hendi, Þar fer saman hin sanna gæfa og og hið sanna gengi uppaland- ans sjálfs og þjóðfélagsins". Uppþot í Genúa GENÚA, Ítalíu, 30. júnf. (Reuter). — Að minnsta kosti 30 manns særðust í óeirðum í Genúa í dag, er til mótmæla kom vegna vænt- anlegs þings nýfasista í borginni. frá minningarathöfn, em haldin var við minnismerki hermanna, er barizt höfðu gegn fasismanum á styrjaldarárunum, reyndi lög- reglan að dreifa mannfjöldánum. Notaði hún til þess táragas og vatnsslöngur, en mótmælamenn náðu í nokkrar táragassprengjur og köstuðu aftur að lögreglumönn unum. Verzlunum í borginni var lok- að og kom víða til verkfalla, svo að öll venjuleg starfsemi gekk úr skorðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.