Morgunblaðið - 05.07.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 05.07.1960, Síða 11
Þriðjudagur 5. júlí 1960 MORcrnvnr 4 oi& 11 Á Hdlsfjöllum um sauðburð Afskekktasta byggð landsins í miðri þjóðbraut FJALLAHREPPUR er að líkindum sú sveit þessa lands, sem fjarst liggur öðrum byggðum. — Að líkindum er nafnið Hólsfjöll land- fleygast fyrir tengsl sín við hangikjöt. Svo var um langt árabil að t. d .hér í höfuð- staðnum þótti hangikjN: því aðeins veizlumatur að hægt væri að rtefna það Hólsfjalla- hangikjöt. Sagt var að um D--------------n □----------------------□ skeið hefði meir en helming- ur allrar hangikjötsfram- Ieiðslu landsmanna borið þetta heiti. Fór þá að sjálf- sögðu að dofna ljóminn yfir hinu raunverulega Hólsfjalla- hangikjöti. En það var ekki ætlunin með þessari grein að ræða um Hóls- fjallahangikjöt, heldur að segja frá vorheimsókn í Fjallahrepp í byrjun sauðburðar. Þótt nokkuð sé um liðið og aðrar ferðir hafi glapið ritum þessa greinarkorns, mó vera að einhver hafx gaman af að lesa um líf manna í þessari afskekktustu byggð í miðri þjóð- braut. Þessi ferð er farin svo snemma vors að vegir þangað eru að mestu ófærir nema hvað hægt er með lagni að komast á jeppa úr Mývatnssveit. Flogið austur á Fjöll Þar sem góður flugvöllur er á Grímsstöðum á Fjöllum- finnst okkur ekki úr vegi að bregða okk ur þangað með flugvél. Tryggvi Helgason, sjúkratflugmaður á Akureyri er strax til með að fljúga austur. Áður en klukku- tími er liðinn erum við orðnir fjórir farþegar í vélinni. Börn eru um þessar mundir að fara í sveitina og taka því fegins hendi að fljúga austur á rúmum hálf- tíma í stað þess að hossast meiri hluta dagsins í jeppabíl eftir vondum vegi. Þar sem ekki hef- ur verið lent á flugvellinum á Hólsfjöllum fyrr á þessu vori, fara Fjallamenn könnunarleið- angur á jeppum út á flugvöllinn til þess að athuga hvort hann sé ekki stinnur og þurr, þannig að hættulaust sé að lenda þar. Um hádegisbilið rennir flugvélin nið ur á flugvöllinn og allt reynist í hinu bezta lagi. Hópur Fjalla- búa er þar mættur til þess að taka á móti okkur. Rætt við Grímsstaðabræður Við bregðum okkur heim að Grímsstöðum og ræðum nokkra stund við þá Kristján og Benedikt Sigurðssyni, en Kristj- án er oddviti og hreppstjóri þeirra Fjallamanna, en Benedikt hefur verið forðagæzlumaður þar í hreppnum um 20 ára sKeið. A Hólsfjöllum eru 6 jarðir. Þar búa 10 bændur en auk þess eru 3 vinnumenn með nokkra fjár- eign, en sauðfjárrækt er nánast eini framleiðslu atvinnuvegur Fjallabænda. í fyrra voru 1713 fjár á fóðrum á Hólsfjöllum. Fjöldinn mun hafa verið eitt- hvað svipaður í ár. Eftir þennan bústofn fást 1850 lömb. Fram- leiðsla á dilkakjöti er um 30 tonn á 1300 fullorðnar ær og eru þá um 23 kg. af kjöti eftir kind- ina að meðaltali og mun það vera fremur lágt reiknað. Fóðurásetn- ingur yfir veturinn er 70 fóður- einingar á kind, eða tæpur einn og hálfur töðuhestur. Má af því ekki vera minna en 50 fóðurein- ingar af heyi. Aldrei heylausir Benedikt forðagæzlumaður seg ir, að þau 20 ár, sem hann hefur haft það starf á hendi hér á Fjöllum, hafi aldrei verið hey- laust. Harða vorið 1949 voru hér eftir réttir 40 hestar af heyi um vorið. Vorið 1951, þegar hey voru flutt víða um Norð-Austurland reyndist heymagn Hólsfjalla- bænda nægilegt. Þiátt fyrir þetta er heyöflun. talsvert erfið- ari á Hólsfjöllum heldur en í öll- um lágsveitum landsins. Sláttur getur þar að öllum jafnaði ekki hafizt fyrr, en þrem vikum til mánuði síðar en annars staðar. Flugvélin á flugvellinum á Hólsfjöllum. Kal er þar heldur ekki óalgengt í túnum og koma þar til vor- kuldar, sem oft eru all miklir. Sauðgróður kemur snemma Sauðgróður 'kemur þó snemma á Hólsfjöllum. Þar er,sem kunn- ugt er, víða mjög sendið en strax er sólargeislarnir taka á vorin að verma sandinn, skýtur upp ofur- lítilli gróðurnál, sem er kjarn- mikill og góður sauðgróður. Hóls fjöllin hafa jafnan verið orðlögð fyrir hve gott sauðland þau eru. Fé gengur vel flest ár sjálfala fram um eða yfir áramót, og það kemur oftar fyrir en hitt að mik- 1893 var hreppnum skipt, og hlaut þá efri hluti hans nafnið Fjallahreppur en hinn neðri hluti Axarfjarðarihreppur. Þess má til fróðleiks geta að aldrei frá því að sjálfstæður hreppur var stofn aður á Hólsfjöllum, hetfur verið þar ómagi á hreppsframfæri nema það sem fylgdi við hreppa skiptin. Fyrsti oddviti Fjalla- hrepps var séra Hannes Þor- steinsson á Víðihóli. Sigurður á Grímsstöðum, faðir þeirra Kristj- áns og Benedikts tók við odd- vitastöðunni árið 1907, Kristján tók svo við að fullu eftir hann 1958, er Sigurður lézt. bændur tilkomu brúarinnar því að á þeim hvíldi áður fyrr sú kvöð að ferja menn fram og aft- ur vfir Jökulsá. Var það ekki ailtaf þægilegt verk né fyrir- höfn sú, er við það var höfð, goldin eins og vera bar. Lengi var ferjutollurin* þrjár krónur. Fyrsta gerbyltingin til bættra lífshátta fólksins, sem Hólsfjöll- in byggði, var með tilkomu sím- ans árið 1906. Margt hefur á Hóls fjöllum breytzt til mikilla bóta á síðustu áratugum. Ræktun hef- ur stóraukizt og vissulega hafa samgöngur við sveitina batnað þótt enn séu slæmir bröskuldar þar á. Þeir Grímsstaðabræður Benedikt og Kristján Sigurðssynir. ill afgangur er ag heybirgðum bænda á hverju vori. Að öllu þessu athuguðu verður því ekki annað sagt, en framlag þessarar fámennu sveitar sé gott og er vafasamt að þjóðarbúið hefði af því hag að fólk það sem þarna býr flytti í það, sem sumir vilja kalla, byggilegri héruð, en Hóls- fjöllin legðust í auðn. Alls eru nú 38 íbúar í Fjalla- hreppi, þar af eru 14 börn innan 16 ára aldurs. Helmingur íbú- anna er því börn og gamalmenni. Sem fyrr segir eru þarna aðeins 6 jarðir í byggð og hefur svo ver- ið allt frá aldamótum. Upphaf- lega voru Hólsfjöll og Axarfjörð ur einn og sami hreppurinn og hét Skinnastaðahreppur. Árið Má ekki fækka Þótt þeir bræður, Kristján og Benedikt láti vel yfir búskap á Fjöllum og telji hann fyrir margra hluta sakir ákjósanlegan, segja þeir að ekkert megi fyrir koma svo að Fjallaihreppur sé ekki á takmörkum byggilegrar sveitar. Fólki má t.d. ekki fækka og engin jörð má fara þar í eyði. Landsvæði það sem Fjallamenn nýta til beitar er geysi víðlent og mjög er erfitt að smala það fyrir ekki fleiri menn en þar eru búsettir. Það eru bæði smala- mennskan og fleiri verk, sem Fjallabændur verða að vinna að sameiginlega og til þess að þeir fái klotfið það má þeim ekki fækka. Hvorug leiðin fær Þykir þeim Fjallabændum að vonum nokkur furða að hvorug samgönguleiða þeirra, hvorki til Axarfjarðar né Mývatnssveitar, skuli fullgerð svo þeir geti not- ið sem lengst a. m. k. annarar þeirra. Á undanförnum árum hef- ur talsvert verið unnið að vega- gerð austur yfir Fjöllin, en flest í áföngum og vegabútum en ófær ur á milli. Auðvitað stendur þetta allt til bóta, og háir oss þarna fjárskorturinn eins og svo víða annars staðar. Hitt verður vissu lega að leggja áherzlu á, að meg- inþjóðleið landsins, eins og t. d. Austurlandsvegi, sé að fullu lokið svo fært geti talizt í sæmi- legu ári. Talið er að sl. vetur, hefði sárasjaldan verið ófært a. m. k. austur á Hólsfjöll og jafn- vel lengra ef vegurinn hefði ver- ið íullgerður alla leið. Það er þó aðgætandi að þetta er einn bezti vetur sem þar hefur komið um fjölda ára. Grímsstaðir eru enn viður- kenndur viðkomustaður og þjóð- kunnur, þar sem ferðamenn njóta jafnan góðs beina. Þýðing hans sem slíks hefur þó stórminkað á síðústu árum. Grímsstaðir voru gististaður áður fyrr á fyrstu dögum bifreiðasamgangna milli Norður- og Austurlands, þegar ekið var um Kelduhverfi og yfir brúna á Jökulsá í Axarfirði. Enn fyrr skiptu póstar leiðum á Grímsstöðum. Á þeim árum var gjama gestkvæmt þar og margt skemmtilegt bar við. Eiga þeir bræður góðar minningar frá þessum árum. Þótt fámennt sé á Hólsfjöllum, Vegasamband mesti vandinn Það hefur löngum verið og er raunar enn, að samgöngur eru eitt erfiðasta vandamál Fjalla- bænda. Aðal samgönguleið þeirra til viðskipta og aðdrátta liggur um Hólssand niður til Axarfjarð- ar og til Kópaskers, sem er þeirra verzlunarstaður. Leiðin yfir Hólssand er á vorin oft mjög slæm yfirferðar og ófær langt fram á vor. Nú er svo komið að leiðin inn í Mývatnssveit er jafn an fyrr fær en hin. Áður fyrr gekk póstur úr Axarfirði og upp á Fjöll. En nú er þetta breytt. Á síðustu þrem árum hefur hann gengið úr Mývatnssveit. Fjalla- bændur telja eitthvert mesta happ sem sveit þeirra hefur hlot- ið, vera byggingu Jökursarbrúar á Fjöllum. En síðan hiin var byggð er nú rúmur áratugur. Ekki hvað sízt lofa Grímsstaða- er þar haldið uppi talsverðu skemmtanalífi. Þar er ung- mennafélag, búnaðarfélag, fóð- urbirgðafélag og kirkjukór á sveitin. Á hverju sumri gengst ungmennafélagið fyrir myndar- legri skemmtun og sækir hana fólk víða að. Þar er jafnan mjög fjölmennt og glatt á hjalla. Við látum þessu stutta rabbi við þá Grímsstaðabræður nú lok ið, enda megum við ekki tefja þá lengur, því allir vita að annir sauðfjárbóndans eru miklar á þessum tíma ekki hvað sízt þeg- ar fátt eitt af fé hans er á húsi og hann verður að þeysa vítt og breitt um landareignina til að sinna lambfé sínu. Tig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.