Morgunblaðið - 05.07.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.07.1960, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. júlí 1960 Sigmundur Lýðsson Einfætingsgili - FYRIR 82 árum fluttu að Skrið- nesenni við Bitrufjörð frá Stað í Hrútafirði hjónin Anna Magn- úsdóttir og Lýður Jónsson, þá rúmlega þrítug að aldri, ásamt 4 ungum bömum sinum. í>ar höfðu ættfeður Lýðs búið um - Minningarorð árabil og síðast tvö systkini hans, Matthías og Guðrún, gift Þorsteini Jónssyni Magnússonar á Broddanesi. En þau drukknuðu 1. des. 1879, í Ennisslysinu. Þann 8. júlí 1880, nokkru eftir komu þeirra að Enni, fæddist þeim Atvinna Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa í sér- verzlun yfir sumarleyfi. Til greina gæti komið áfram- haldandi vinna í 2—3 tíma á dag.. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag. 7. þ.m. merkt: „Sérverzlun — 3671“. Nýir bílar til sölu ZODIAC CONSUL ANGLIA RENAULT Dauphine OPEL CARAVAN OPEL REKORD TAUNUS STATION FIAT 1800 STATION FIAT 1100 FIAT 600 MOSKWITCH CHEVROLET Impala FORD Allir þessir bílar eru nýir og sumir óskráð- ir. — í mörgum tilfellum eru skipti mögu- leg á eldri bíl. Aðal BÍLASALAIM Ingólfsstræti 11 — Símar: 15-0-14 og 2-31-36 Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Væntanlegir nemendur 3. bekkjar (almenn gagn- fræðadeild, landsprófsdeild, Verknámsdeild) þurfa að hafa sótt um skólavist fyrir 8. júlí n.k. Eftir þann tíma verður ekki hægt að tryggja nemendum skóla- vist. Tekið verður á móti umsóknum í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti (1. kennslustofu) dagan 4.—8. júlí n.k. kl. 13—17. Nemendur, sem fylltu út umsóknarspjald í skólun- um (2. bekk) í vor, þurfa ekki að endurnýja um- sóknir sínar. Fræðsluskrifstofa Rcykjavíkur. Vinnustofur S.I.B.S. framleiða nýjustu tegundir af rafsoðnum hlífðarfatnaði, með fullkomnustu tækjum sinnar tegundar hér á landL Söluumboð ílcÍA^Ón 0 (iLlfiAnn F i sonur, er hlaut nafn langafa síns Sigmundar Halldórssonar, Gilsfjarðarmúla. Þau Ennishjón eignuðust 12 börn öll myndarleg og dugmikil. Hafa þar verið að verki sterk ættareinkenni, þreks og áhuga, svo og uppeldisáhrif. Á bernsku- og þroskaárum þeirra Ennissyst- kina voru ein hin mestu harð- inda tímabil er sögur fara af á seinni öldum, langir vetur stutt sumur. Varð því unglingurinn, þegar hann gat, að vinna hörð- um höndum. Þegar litið er yfir æviferil Sig mundar Lýðssonar á Einfætisgili hefur hans starfsdagur byrjað sfrax og kraftar leyfðu. Skrið- nesenni hefir nytjar til lands og sjávar — skammt á fiskimið, einkum færafiskur og hrogn- kelsaveiðar á vorin og viðarreki. Heyskap varð að sækja til fjalls. Til þess að afla sér þessa varð að vera árvökull og sjálfum sér óhlífinn. Sigmundur var góð skytta, er veitti smáhöpp, en langar og erfiðar göngur fylgdu því og óblíðar og kaldar vöku- nætur. Um tvítugsaldur fór Sigmund- ur til smíðanáms til Reykjavík- ur, þar sem hann lærði gull-, silfur- og járnsmíði hjá Ólafi Sveinssyni gullsmið. Að námi loknu kom hann heim með meiri þekkingu, aukinn áhuga og ýms verkfæri, sem nauðsynleg voru í starfinu. Þá voru ýms ný bús- áhöld að koma í notkun hjá bændum, svo sem kerrur, (hest- vagnar), skilvindur og þá skammt undan mótorvélar í fiskibáta, er oft biluðu. Var Sigmundur sá eini hér um sveitir, er gjörði við vélarnar, enda sótt til hans víðsvegar að, og þótti gott til hans að leita, fljót og góð afgreiðsla. Sigmund ur hóf búskap á Skriðnesenni ár ið 1910 en árið 1914 flutti hann að Einfætingsgili, þar sem hann bjó til 1957, er tveir af sonum hans tóku við jörðinni. Einfætingsgil er dalajörð, land rými mikið, útengjaheyskapur langsóttur, vetur langir og fanna samt, sumur oft stutt og úr- komusöm. Er Sigmundur kom að Einfæt- isgili var jörðin með ummerkj- um iiðinna alda. Öll hús komin að níðurfalli, svo þegar varð að hefjast handa um endurbygging þeirra, ein lítil hlaða sem hey- geymsla. Varð því að hlaða hey- inu í bólstra. Á fjórða búskapar ári sínu byggði hann bæinn. Meginhluti hins litla túns var kargaþýft. Tók hann þar djarf- lega til verka og fylgdi samtíð sinni í jarðrækt, svo nú er þar gott tún. Á síðari árum hefur hann byggt ásamt sonum sínum öll peningshús og heygeymslur úr steinsteypu og stórt íbúðarhús, þar sem rúmgott verkstæði er í kjallara þess. Um hæfileika Sigmundar við smíðar er að nokkru getið hér að framan, en þess ber þó ekki síður að minnast, hve fljótur hann hafði verið að átta sig á þeim mörgu og margbrotnu vélum, sem voru að koma í eigu fjöld- ans, nú á síðari árum. Var það oft haft við orð, hve fljótur hann hefði verið að finna, hvar bilað var og hverjar lagfæringar þyrfti. Við stækkun túnanna og auk- ið heymagn, var bændum mikil nauðsyn að fá hentug áhöld til heyflutninga í heygeymslur. Smíðaði Sigmundur fyrstur manna hjólasleða, þar sem 6—8 heyhestar voru á í einu. Voru þessi áhöld almennt hér um sveitir og þóttu til mikilla bóta. Þá smíðaði Sigmundur snún- ingsvél, sem hestar drógu. Voru afköst hennar miðuð við 3—4 manna starf. Mun Sigmundur hafa hugsað um margt fleira til að létta störf bóndans, en nútíminn, með sinni miklu vélamenningu, tók af eðli- legum ástæðum forystuna. Sigmundur giftist 13. maí 1907 eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Sigmundsdóttur Knudsen og konu hans Signýjar Indriðadótt- ur, bónda að Hvoli i Saurbæ, Gíslasonar sagnfræðings Konráðs sonar, mestu myndar- og gæða- konu, sem ávallt stóð með hon- um í starfi, byggði honum vist- legt og gott heimili, er var hlýtt og bjart handa æsku og elli, er mættust þar, og þeim er að garði komu, sem voru margir. Þau hjón áttu 4 börn, Signýju og 3 sonu, Lýð, Jón og Indriða, er öll halda uppi merki foreldra sinna. Á heimili Sigmundar og Jó- hönnu dvaldi Signý, móðir hans, sem nú er látin. Vann hún heim- ilinu af óeigingjörnum vilja, meðan vinnuþrek entist, en naut umhyggju og ástríkis fjölskyld- unnar til hinzta dægurs. Einnig dvaldi þar um árabil Efemía, móðursystir Jóhönnu og naut þar umhyggju og ástríkis sín síðustu ár. Sigmundur tók lítinn þátt í opinberum málum. Það var þó engan veginn af því að hann hefði ekki hæfileika til þess. En starfið við smiðamar tók vinnu- dag hans allan, en hann var ósinkur á fjárframlög til félags- starfa. Sigmundur var félags- lyndur og góður samvinnumað- ur, fylgdist vel með þeim mál- um sveitar sinnar og þjóðarinn- ar, er á dagskrá voru. Mörg dagsverkin vann Sig- mundur hjá nágrönnum sínum og margir komu heim til hans með bækluð og brotin áhöld og var það að orðtæki hans: „Ég veit ekki hvernig þetta gengur, en ég skal reyna það“. Og allt var það fært til betri vegar. Þess minnast allir hinir fjöl- mörgu vinir hans og nágrannar nú, er hann er genginn. — Sig- mundur andaðist í sjúkrahúsinu í Hólmavík 8. maí sl. og var hann þá búinn að vera sjúkling- ur um tveggja ára bil. Hann gekk undir mikinn uppskurð fyr- ir ári síðan. En hann fékk aðeins stundarfrest. Banamein hans var krabbamein. Með Sigmundi er genginn dug- mikill drengskaparmaður. Guðbrandur í Broddanesi. ÚTGERÐARMENN Er gangur bátsins ekki nægilegur? Er olíueyðslan of mikil? Er afgashiti vélarinnar of hár? Ef SVO ER ÞÁ LEYSIR OSTERMANN VANDANN Reynslan hér á landi hefir sannað, að með OSTERMANN skrúfum hefir afgashiti véla lækkað til muna og þar með tryggt lengri og betri endingu þeirra olíueyðsla samtimis minnkað um allt að 30% ganghraði bátanna aukist allur titringur horfið og bátamir mun betri í sjó. Rösklega 20 fiskibátar hér á landi auk nokkurra togara eru nú knúðir OSTERMANN skrúfum. ^ Fagþekking og reynsla tryggir viðskiptavinum beztu nýtingu vélaraflsina. ^ Einkaumboðsmenn á íslandi fyrir OSTERMANN & Co., Metallwerke, Köln. BJÖRN & HALLDÓR H.F. Vélaverkstæði — Síðumúla 9 — Sími 36030

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.