Morgunblaðið - 05.07.1960, Síða 19

Morgunblaðið - 05.07.1960, Síða 19
Þriðjudagur 5. júlí 1960 MORCVNBLAÐIÐ 19 Andi og auðvald eftir Jón Leifs MORGUNBLAÐIÐ ræðst í gær með tveim ritstjórnargreinum gegn undirrituðum vegna við- tals í Þjóðviljanum. Um útúrsnúninga hinnar svo- kölluðu forystugreinar Morgun- Diaðsins vil ég ekki ræða í bili, en tii að útiloka misskiming vil ég taka það greinilega fram að sú skoðun mín, sem birtist í við- tali við Morgunblaðið í fyrra, er óbreytt, þ. e. að hin æðri list geti ekki þróast nema auðvald sé að baki: Fyrst var það auðvaid kirkj- unnar, sem gerði hina stórbrotnu list mögulega til forna. Síðan var það auðvald hinna verald- legu höfðingja, sem stóð að baki og hafði færi á að kosta leik- hús og tónleika, myndlist og húsa gerðarlist með ótakmörkúðum framlögum. Eftir fyrri heimsófriðinn hrundi veldi höfðingjanna og borgararn- ir tóku við. Þeir sviku í raun og veru listina, — því að nú átti hún að vera fjárgróðavegur. Austan „járntjaldsins“ er hins vegar til orðið nýtt auðvald, rík Minning Framh. af bls. 8 Bergrínu Jónsdóttur, ágætri konu og var hjónaband þeirra eins og bezt verður á kosið. Þau voru samhent og báru traust og virðingu hvort fyrir öðru. Þeim hjónum varð fjögurra dætra auð- ið. Eina dóttur misstu þau korn- unga, en hinar eru allar upp- komnar, giftar og búsettar á ísa- firði, en þær eru: Lára, gift Gunn laugi Jónassyni bóksala, Katrín, gift Halldóri Hermannssyni stýri manni og María, gift Birni Helgasyni málara. Þau Bergrín og Gísli voru hamingjufólk og áttu mikið barna lán. Dætur þeirra eru allar myndarkonur og giftar dugnar- og fyrirmyndar mönnum. Hvern dag, sem Gísli var í landi, var hann með barnabörn sín og ekkert var honum meiri ánægja og gleði en að hafa þau hjá sér. Þau áttu góðan afa og hafa mikið misst. A annan áratug vorum við Gísli samstarfsmenn og vinir. Á samstarf okkar og vináttu féll aldrei skuggi. Hann var jafn- framt heimilisvinur okkar góður. Fyrir vináttu hans og hlýhug við mig, konu mína og börn, þökkum við öll af hrærðu hjarta. Við höfum mikið misst. Sárastur er þó missir eiginkonunnar, dætra og tengdasona við hið skyndilega og óvænta fráfall þessa góða heimilisföður og trygga vinar, en minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Isafjörður hefur við fráfall hans orðið einum góðum borgara fátækari. Fólkið við Djúp sakn- ar síns góða Djúpbátsskipstjóra Og skipshöfnin á Fagranesi sér á bak öruggum stjórnanda og samstarfsmanni. Að endingu vil ég votta eigin- konu hans, dætrum, mökum þeirra, öldruðum föður, systkin- um og öðru vandafólki innilega samúð við fráfall þessa dreng- skaparmanns og harma það, vegna fjarveru í fjarlægu landi að geta ekki verið viðstaddur jarðaför hans. Kæri Gísli, hafðu hjartans- þakkir fyrir samfylgdina og Guð blessi þig í nýjum heimkynnum og gefi ástvinum þínum styrk og huggun í sorg þeirra. Matthías Bjarnason Sumkomur Fíladelfía. — Almenn sam- koma kl. 8,30. Fólk frá sumar- mótinu á Akureyri segir frá mót inu. Allir velkomnir. isvald, sem sparar ekkert þégar skal reisa við listir og vísindi. Árangurinn er að verða greini- legri með ári hverju. Sú skoðun mín er líka óbreytt, að hin æðsta list geti aldrei orð- ið alþýðleg í eiginlegustu merk- mgu. Til er saga um að Lenin hafi farið grátandi úr óperuleik- húsi við tilhugsunina um hve langan tíma það mundi taka þang að til verkamennirnir gætu metið slíka list. Það eru vonlausir draumórar að allir skilji allt, — en margt má gera til að brúa djúpið milli alþýðu og æðri list- ar, og slíkt er nú reynt þar eystra með ævaxandi árangri. Það er forkastanlegt að láta listina niðurlægja sig og skríða fyrir lægstu hvötum. Hver dóm bær maður getur hins vegar at- hugað og úrskurðað í hvaða lönd um slíkt muni helzt vera tízka Reykjavík, 4. júlí 1960 Jón Leifs ATHS.: Eftir er nú að vita hvort ríkis- auðvald kommúnismans lætur Jóni Leifs í té höll þá við Eystra- salt, sem „í athugun" er að út- vega honum samkvæmt frásögn hans sjálfs í Þjóðviljanum. Austin 8 sendiferðabíll, árgerð 1946. — Bíllinn lítur vel út og er í góðu lagi. Upplýsingar í síma 22480. — PILTAP, A' ef þií elqií unnttsfuna /f / p'ð ð éq hrihgana. / W/ tyrfð/i tís/m//’kssor}_i il? Félagslíl Farfuglar — Ferðafólk Ferð í Hítardal og að Hítar- vatni um næstu helgi, 9.—10. júlí. Farmiðar seldir á skrifstofunni Lindargötu 50, sem er opin á miðviku-, fimmtu- og föstudags kvöld, kl. 8,30—10, sími 15937. — íþróttir Framhald af bls. 18 að mótið yrði haldið á íslandi 1964. Þessi tillaga fékk heldur litlar úndirtektir í fyrstu, en strax eftir. fyrsta leikinn, er ísland sigraði Svíþjóð breytt- ist hljóðið í fulltrúunum og er mótinu lauk var það ákvcðið að mótið skyldi haldið á ís- landi 1964. • Árnaðaróskir ÍSf. Benedikt G. Waage var mættur í kaffisamkvæminu og flutti stúlk unum sínar beztu þakkir fyrir frábæran árangur. Sagði hann allt starf þeirra, æfingarnar fyrir utanförina fjáröflunin og svo sam heldnin og viljinn til að vinna er út var komið, verða til etir- breytni öðrum íþróttaflokkum. Ef stúlkurnar héldu áfram á sömu braut væri hann ekki hræddur um árangur þeirra á komandi Heimsmeistarakeppni [ 1962 og Norðurlandamótinu 1964 I lok hófsins kvöddu Rúnar Bjarnason sér hljóðs, en hann var annar fararstjóri fararinnar. Þakkaði hann Axel Einarssyni fyrir hans frábæra þátt í öllum undirbúningi fararinnar, því ef hans hefði ekki notið við, sagði Rúnar er vafasamt að ferðin hefði verið farinn með jafn góðum ár- angri. Frá frjálsiþróttaráði. — Aðalhluti meistaramóts Reykjavíkur verð- ur haldinn 11., 12. og 13. júlí n.k. Keppnisgreinar samkvæmt reglu gerð mótsins. Nánara í íþróttasíð um dagblaðanna. Þátttökutilkynn ingar skulu hafa borizt fyrir kl. 20 þann 6. júlí.til formanns frjáls íþróttadeilda félaganna eða for- manns frj álsíþróttaráðs. iit# IN SIEKKIfi PtSILEBI# rffn SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8, — Sími 11643. 34-3-33 Þungavinnuvélar JHtfrguttÞInfcife óskar eftir unglingum til blaðburðar í eftirtalin hverfi Hringbraut II Herskálahverfi Vandafólki og vinum, sem minntust mín 75 ára 27. júni sl. og vjtjað hafa mín sjúkrar, votta ég alúðar þakkir. Bið ykkur öllum blessunar Guðs. Ölafía Jónsdóttir, Hátúni 4. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum á 80 ára afmæli mínu hinn 8. júní sl. Bið ég Guð að blessa ykkur öll. Sigríður Guðinundsdóttir, Skólastíg 24, Stykkishólmi. Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐLAUG SIGRÍÐUR MAGNtJSDÓTTIR Grjótagötu 12 lézt á Landspítalanum 3. þessa mánaðar Ölafur Jónsson, börn og tei gdasonnr Móðir mín * JÓHANNA FINNSDÓTTIR andaðist að heimili sínu 3. þ.m. Anna S. Guðjónsdóttir Faðir minn ÁRNI SIGURÐSSON sjómaður andaðist sunnudaginn 3. júlí að Hrafnistu Fyrir mína hönd og fjarstaddra systur minnar, Ingibjörg Árnadóttir Eiginmaður minn og faðir okkar EINAR SÖDERHOLM GÚSTAVSSON Þvervegi 2 E, andaðist föstudaginn 1. júlí. — Jarðarförin fer fram frá ‘Fossvogskirkju, miðvikudaginn 6. júlí kl. 3,30 síðdegis. Blóm afþökkuð. Helga Daníelsdóttir og börn Maðurinn minn og faðir SIGURÐUR SIGURÐSSON Ásvallagötu 57, andaðist 20. j.úní á Landakotsspítala. — Jarðarförin hef- ur þegar farið fram. Þakklæti til þeirra er sýndu honum vináttu og hlýhug í margra ára veikindum. Helga Þóranna Helgadóttir, Guðriður E. Sigurðardóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma VALGERÐUR A. GUÐNADÓTTIR frá Breiðholti er andaðist þ. 26. júní sl. verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni miðvikudaginn 6. júlí kl. 2. Guðni Ólafsson, Magnea Magnúsdóttir Páll Ólafsson, Ásgerður Jakobsdóttir og synir Móðir okkar og tengdamóðir SIGRlÐUR JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 5. júlí kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Magdalena Guðjónsdóttir Kristjón Ólafsson, Guðrún Guðjónsdóttir Magnús Gíslason, Svanhvít Guðmundsdóttir Ottó Guðjónsson Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför konu minnar og móður okkar ÁGÚSTU MAGNÚSDÓTTUR Háteigsvegi 54 Böðvar Jónsson og börn Innilegt þakkla.ti til allra bæði nær og fjær er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför elsku- lega sonar okkar HILMARS BENÓNÝSSONAR Heiðargerði 74 Sigurbjörg Runólfsdóttir, Benóný Kristjánsson Einlægar þakkir til þeirra fjölmörgu íslendinga, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlá,t og jarðar- för sonar okkar >>g bróður IGNACIO DE LA CALLE Y DE LA CALLE Fyrir hönd fjöiskyldu og vina hins látna. Doiores og Ignacio de la Calle y Garcia, José de la Calle Tusumán 14. Alicante . Snáni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.