Morgunblaðið - 11.08.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 11.08.1960, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 11. ágúst 1960 Myndlistarmenn halda sumarsýningu Opnuð i Listamannaskálanum i kvöld í KVÖLD kl. 8:30 opnar Félag íslenzkra myndlistarmanna sýn- ingu á málverkum og höggíiynd- um eftir félagsmenn í Listamanna skálanum í Reykjavík. Er það í fyrsta sinn sem tilraun er gerð til að halda slíka listsýningu að sumri til, en félagsmenn ætla nú að reyna hvort ferðafólki í bæn- um, erlendu og inlendu, þykir ekki fengur í að eiga þess kost að skoða myndir listamanna höf- uðstaðarins. Fréttamaður Mbl. leit inn í Listamannaskálann í gær. Þar voru nokkrir félagsmanna að ljúka við að koma myndum fyr- ir. Eru alls sýndar 65 myndir eft- ir 16 málara og 3 myndhöggvara, auk ofins veggteppis eftir Vigdísi Kristjánsdóttur. Hefur sex manna sýningarnefnd valið myndir til sýningar af þeim listaverkum sem bárust. Gamlar og nýjar myndir Sýningarmyndimar eru bæði gamlar og nýjar, flestar þó nýjar, margar frá þessu sumri, t.d. alveg nýjar myndir eftir Þorvald Skúla son, Kjartan Guðjónsson og Jó- hannes Jóhannesson. Margir list- málarar vinna aldrei meir en fyrri hluta sumars, þegar birta 2 hæsíu vinningar á fjórðungsmiða MIÐVIKUDAGINN 10. ágúst var dregið í 8. flokki Happdrættis Há skóla íslands. Dregnir voru 1,105 vinningar að fjárhæð 1,405,000 þúsund krónur. Hæsti vinningurinn, 100,000 krónur kom á fjórðungsmiða númer 24,672. Voru allir fjórð- ungarnir seldir í umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur og Jóns St. Arnórssonar, Bankastræti 11, í Reykjavík. 50,000 krónur komu einnig á fjórðungsmiða númer 23,475. Þrír fjórðungar voru seldir í umboði Arndísar Þorvaldsdóttur, Vestur- götu 10, Reykjavík, en einn fjórð- ungurinn hjá Valdimar Long í Hafnarfirði. 10,000 krónur: 7093 — 7345 — 8766 —- 15836 — 29498 — 42443 — 42868. 5,000 krónur: 1518 — 3185 — 3250 — 6375 — 13423 — 13974 — 16130 — 18080 — 22218 — 24671 — 24673 — 25708 — 37939 — 40044 — 40567 — 46450 — 47985 — 48054 — 49660 — 53755. (Birt án ábyrgðar). er goð allan sólarhringinn, en „hvort það er betri vinnubirta, um það má deila endalaust", sögðu þeir Jóhannes og Hjörleif- ur Sigurðsson, er fréttamaður spurði þá um það. Er inn í sýningarsalinn er kom- ið, blasir við á hálfum vegg stór mynd eftir Kristján Davíðsson. Landabréf af Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, dettur manni fyrst í hug, en myndin heitir eitthvað allt annað og á ekkert skylt við það landabréf. Á endaveggnuim eru 5 málverk eftir Snorra Arin- bjarnar, þar á meðal tvær af ®íð- ustu myndum hans, en Snorri lézt árið 1958 sem kunnugt er. Á hliðarveggjum hanga svo olíu- myndir eftir aðra málara, sem of langt yrði að telja upp hér og vátnslitamyndir í afgirtum krók. Á miðgólfinu eru höggmyndirn- af eftir þrjá myndhöggvara. Þar er m.a. ný mynd úr gipsi, kopar- þræði og viði, sem nefnist „Á batavegi“ og er eftir Sigurjón Óíafsson. Hefur hann unnið hana á Reykjarlundi, þar sem hann dvelzt nú, og einnig myndina „Staðarmerki", sem mun hugsuð til uppsetningar á reit*við Vífils- staði. Ekki verður farið lengra út í að telja upp einstakar myndir, en sýningin verður opnuð í lcvöld og opin næstu vikur. Tvö gömul hús hafa verið steinbæjanna gömlu, sem Annað þessara húsa er einn rifin að grunni á Óðinsgötu. hér voru byggðir í bænum skömmu fyrir síðustu alda- mót. Byggði bæinn maður að nafni Sveinn og var öku- maður. Bærinn hlaut nafnið Sveinsbær. Síðan var byggt járnvarið timburhús framan við bæinn, Óðinsgata 7. Gekk það lengi vel undir nafninu Sveinshús. Nú er búið að teikna húsið sem rísa á þarna. Verður það fjór lyft skrifstofu og verzlunar- hús.- Sá hængur er sagður á, að ekki er búið að gera fram tíðarskipulag á þessu götu- horni. Virðist því allt í óvissu um það hvenær hægt muni að byrja á stórhýsinu. Skákeinvígið; Friðrik á betra í GÆRKVELDI hófst skákeinvígi þeirra Friðriks Ólafssonar, stór- meistara og Freysteins Þorbergs- sonar, íslandsmeistara, um rétt- inn til að taka þátt í svæðamót- inu, sem fram á að fara í Hollandi á hausti komandi. Svæðakeppni þessi er svipuð kéþpninni, sem fór fram í Wag- eningen, en þar var Friðrik annar á eftir Sabo. — Fyrir þá fvammistöðu var Friðrik sæmdur órmeistaratitlinum. k Freysteinn nær betra tafli í skákinni í gær tefldu Frið- rik og Freysteinn Rubenstein- afbrigðið svonefnda, en í 8. leik brá Freysteinn fram ný- brigði, sem ekki hefir sézt eða þekkzt hér áður, og vissu for- ustumenn keppninnar ekki hvort Freysteinn er höfundur af þessu nýbrigði ,eða að hann hafi lært það í Moskvu. Frey- steinn virtist öruggur og náði betri stöðu snemma í skákinni. En nokkrum leikjum síðar hrókeraði Freysteinn, og eft- ir það var Friðrik með betra tafl. Skákin fór í bið kl. 0:30. >á hafði Friðrik peð yfir og mikla vinningsmöguleika. Einvígið heldur áfram í kvöld op hefst kl. 8,30 í Sjálfstæðisihús- inu. Sjálfsfœðisfélag Vestur- Húnvetninga stofnað Tala stofnenda nær 100 SL. sunnudag var haldinn að Laugarbakka í Vestur-Húna- vatnssýslu stofnfundur Sjálf- stæðisfélags Vestur Húnvetninga. Fund þennan sótti allmargt manna en alls gengu í félagið við stofnun þess tæplega 100 manns. Fundinn setti Benedikt Guð- mundsson, Staðarbakka og var hann jafnframt fundarstjóri. Fundarritari var Jóhannes Guð- mundsson, Auðunarstöðum. Þá tók til máls Birgir ísl. Gunnars- son, stud. jur., en hann hefur undirbúið stofnun félagsins. Lýsti hann aðdragandanum að stofnun þess og lagði fram frum- varp að lögum fyrir félagið. Er félaginu hafði verið sett lög fór fram stjórnarkjör, Formaður var kjörinn Benedikt Guðmundsson frá Staðarbakka. Meðstjórnend- ur voru kosnir þeir Sigurður Tryggvason, Hvammstanga, Jó- hannes Guðmundsson, Auðunn- arstöðum, Þórarinn Þorvaldsson, Þóroddsstöðum og Óskar Levy, Ósi. í varastjórn hlutu kosningu: Guðmundur Jóhanness. Fremri- Fitjum cg Magnús Guðmunds- son, Staðarbakka. Endurskoðend ur voru kjörnir Björn Lárusson, Flugmálafulltrúa í Moskvu vísað úr landi Auðunnarstöðum og Guðmundur Jóhannesson, Þorgrímsstöðum. Þá fór fram kosning fulltrúaráðs. Að kosningum loknum tóku til máls Guðjón Jósefsson og Bene- dikt Guðmundsson. Á fundinu'.u ríkti mikill áhugi um að efla fylgi Sjálfstæðismanna í sýsl- unni og þótti hin háa tala stofn- enda félagsins benda til þess, að vegur flokksins færi vaxandi í sýslunni. Síðar um daginn fór fram hér- aðsmót á vegum Sjálfstæðis- manna. Þar héldu ræður þeir Óskar Levy bóndi, Guðjón Jós- efsson bóndi og Einar Ingimund- arson alþingismaður. Skemmti- atriði önnuðust Gunnar Eyjólfs- son, Ómar Ragnarsson, Ární Jónsson og Hafliði Jónsson. Mót- inu stjórnaði Benedikt Guð- mundsson og var það fjölmennt og fór hið bezta fram. Kongó y NA 15 hnútar / V 50 hnúior $k Snjókoma » 06 i X/ Skvrir K Þrumur 'WZ& Kutíaskil Hitatkit H Ha» L Lagi YFIR Grænlandshafi og fs- landi er háþrýstisvæði, um og yfir 1020 mb. Hins vegar er lægð yfir Labradorskaga (995 mb) og veldur hún SA átt og rigningu á Davíðssundi og á suðvesturströnd Grænlands. Lægðin þokast austur eftir. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi Veðurhorfur, Suðvestur- land til Breiðafjarðar og miðin: Hægviðri, léttskýjað. Vesfirðir til Austfjarða og miðin: Hægviðri, víða skýjað, en þurrt veður. Suðausturland og miðin: Hæg austan átt. sums staðar súld. Moskvu, 10 ágúst. —■ (Reuter) FLUGMÁLAFULLTRUA bandaríska sendiráðsins hér, E. M. Kirton, höfuðsmanni, var vísað úr landi í dag, að- eins nokkrum klukkustund- um eftir að hann kom úr ferðalagi um nyrztu héruð Sovétríkjanna. Gagnráðstöfun Rússa Sovézka fréttastofan Tass sagði, að Kirton hefði tekið ljós- myndir af hemaðarmannvirkj- um og bæri ábyrgð á njósnum sinnar deildar í bandaríska sendi ráðinu. Atburður þessi er talinn vera gagnráðstöfun vegna brottvísun- ar eins sovézka sendiráðsfulltrú- ans í Washington, Petr Ezhov, sem sakaður var um meinta þátt- töku í njósnum í Bandaríkjun- um. — Kirton og aðstoðarflugmála- fulltrúi sendiráðsins, Irving T. Macdonald, höfuðsmaður, komu síðdegis í dag úr ferð um norður- héruð Sovétríkjanna. Báðir hugðust þeir vera við- staddir réttarhöldin ýfir Powers flugmanni af U-2 þotunni víð- kunnu, en þau eiga að hefjast 17. þ. m. Kirton skoðaði á sínum tíma flat þotunnar, sem skotin var niður hinn 1. maí, og það var hann, sem sá um heimsendingu á líki flugmannsins af RB-47 þot- unni, sem Rússar skutu niðuf yfir Barentshafi þann 1. júlí sl. Utanríkisráðherra r tu Israel GUÐM. 1. Guðmundsson utan- ríkisráðherra er á förum í opin- bera heimsókn til Israels í boði ríkisstjórnar þess. 1 för með ráð- herranum verSur Hendrjk Sv. Bjömsson ráðuneytisstjóri. Á heimleiðinni til Islands munu þeir sitja utanríkisráð- hemafund Norðurlanda, sem haldinn verður í Osló í ágústlok. Leiðrétting 1 FRÁSÖGN af uppboði á hross- um í Skagafirði í blaðinu í gær varð sú prentvilla að stóðhestar voru kallaðir góðhestar. Það voru að sjálfsögðu stóðhestar, sem sóttir voru fram á Eyvindarstaða- heiði og settir á uppboð. Frh. af bls. 1 sinni, að stjórnmálásamband við Belgíu væri hægt að taka upp jafnskjótt og síðustu belgísku herflokkarnir væru á brott úr bækistöðvum sínum í Kongó og komnir út fyrir landamæri ríkis- ins. 1 Tshombe vill frið f Elísabetville sögðu frétta- menn, að svar Tshombe til Hammarskjölds virtist bera það með sér, að hann væri tregur til að lýsa fyrirfram yfir stuðningi við liðsflutninga S. þ. inn í Kat- anga, en samt hafi hann tekið fram, að hann væri „ætíð reiðu- búinn til að stuðla að friðsam- legri lausn málsins." Ástandið í Elísabetville virð- ist nú rórra. Hermenn Katanga- stjórnar eru dreifðir um héraðið, sem er álíka stórt og Spánn. Haft er eftir belgískum liðsforingja, að varðliðið sé á um 40 stöðum í landinu, en í her Katanga eru aðeins um 1000 menn og 200 belg ískir liðsforingjar. Yfirstjórn- andi Belgana, D’Aspromont Lynden, lét svo ummælt í út- varpsávarpi, að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyr ir að neinn yfirgæfi varðstað sinn. SÍÐARI FRÉTTIR Lumumba forsætisráðhr. varð í kvöld fyrir barðinu á óeirða- seggjum í Leopoldville. Sagði lög reglumaður, að Lumumba hefði meiðst í munni, þegar hópurinn umkringdi bifreið hans og kast- aði í hana grjóti. Sjónarvottar sögðu að forsætisráðherrann hefði lagzt á gólfið í bifreiðinni, sem skemmdist mikið. Fréttarit- ari belgíska ríkisútvarpsins sagði að Lumumba hefði „særzt alvar- lega“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.