Morgunblaðið - 11.08.1960, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 11. ágúst 1960
unÞfafrifr
Utg.: H.í. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
UTAN UR HEIMI
ÞJÓÐVILJINN
T ÍKLEGA hefur það aldrei
komið fyrir, að Þjóðvilj-
inn hafi túlkað önnur sjónar-
mið en þau, sem á hverjum
tíma hafa verið yfirlýst stefna
Sovétstjórnarinnar. Og í
hvert skipti sem alþjóða-
kommúnisminn hefur framið
einhvem glæp, jafnvel svo
hryllilegan að heimurinn hef-
ur orðið furðu lostinn, þá hef-
ur Þjóðviljinn beðið nokkra
daga eftir skýringum frá
Moskvu og Peking og maga-
gleypt þær síðan af hjartans
lyst.
Þegar hreinsanirnar hafa
staðið sem hæst í Sovét, hef-
ur Þjóðviljinn alltaf leikið
hlutverk raggeitarinnar og
staðið með þeim, sem orðið
hefur ofan á hverju sinni.
Allir muna eftir viðbörgðum
hans, þegar Beria var skot-
inn eða Malenkoff settur af,
eða Zukoff, Bulganin eða
Kaganovits. Meðan Molotoff
túlkaði Stalinsstefnuna af
þeirri óbilgirni, sem þá heyrði
til, var hann dýrlingur í aug-
um Þjóðviljamanna. Nú er
aldrei á hann minnzt, hann er
úti í yztu myrkum. En ef
Stalinistarnir skyldu nú
verða ofan á aftur í Moskvu,
má eins vel búast við því að
Þjóðviljinn verði aftur ein
helzta málpípa gamla Molo-
toffs og yrði það eftir öðru.
Glæpurinn í Ungverja-
landi var dálítið erfiður biti
fyrir Þjóðviljann á sínum
tíma. Loks sagði Moskva að
fasistar hefðu gert uppreisn-
ina í Ungverjalandi og þá tók
Þjóðviljinn við sér. En hann
hefur aldrei komið jafngóður
úr þeim leik. Þjóðviljinn for-
dæmdi aldrei innrás Rússa í
Ungverjaland. Hann for-
dæmdi aldrei aftöku Nagys.
Jafnvel franska skáldið Jean-
Paul Sartre, sá sér ekki ann-
að fært en fordæma Rússa
með eftirfarandi orðum: — I
Ungverjalandi hafa þeir
drýgt synd allra synda — að
skjóta á verkamenn. En Þjóð-
viljinn lætur sér nægja að
stimpla þá menn fasista, sem
ekki kyngja „skýringum'*
húsbænda hans í Moskvu.
Þá muna allir eftir við-
brögðum Þjóðviljans við
verkamannauppreisninni í
Austur-Berlín. Og þeir hafa
ekki við að leggja blessun
sína yfir þjóðarmorðið á Tíb-
etum, sem nú stendur yfir
eins og kunnugt er.
Loks þarf ekki að minna á
Pasternaksmálið. Þar sýndu
kommúnistar sinn rétta hug
til skáldskapar og lista Þjóð-
viljinn fordæmi aldrei þetta
stórkostlegasta hneyksli bók-
menntasögunnar. Hann lagði
blessun sína yfir árásirnar á
skáldið og kallaði alla þá sem
gagnrýndu Rússa fasista —
orð sem kommúnistar gera nú
miklar gælur við til að leiða
athyglina frá sér og sínum at-
höfnum. Brezka skáldið
Stephen Spender hefur ný-
lega birt bréf frá Pasternak,
sem voru skrifuð sl. haust. I
einu þeirra sagði skáldið m.a.:
„Ástand mitt er verra, ó-
bærilegra og hættulegra en ég
get sagt eða hugsað um“.
En Þjóðviljinn þegir þunnu
hljóði.
Þjóðviljinn þykist bera
mikla umhyggju fyrir friði í
heiminum og auðvitað styður
hann eindregið tillögur Sovét-
ríkjanna um afvopnun. Fram
til ársins 1956 var það skoð-
un ráðamanna í Rússlandi, að
það yrði alþjóðakommúnism-
anum í hag, ef heimsstyrjöld
skylli á, því þá myndu þjóðir
hins frjálsa heims líða undir
lok. Jafnframt því sem Krús-
jeff hefur verið óspar á að
hóta öðrum þjóðum eld-
flaugaárásum, hefur hann nú
viðurkennt að stríð sé ekki
óumflýjanlegt. Ástæðan er
vafalaust sú að hann er far-
inn að átta sig á að kjarn-
orkusprengjur fara ekki í
manngreinarálit. Þær spyrja
ekki um, hvort fólk se
kommúnistar eða and-
kommúnistar. Til þess að
kommúnistar geti hafið vopn-
aða árás á lýðræðisríkin,
verða þau að afvopnast
og leggja niður varnarstöðv-
ar sínar. Að þessu hafa Rúss-
ar unnið markvisst síðustu
mánuði og Þjóðviljinn hamr-
að á hlutleysisstefnunni. í
baráttu sinni gegn varnar-
samstarfi Islands við lýðræð-
isþjóðimar hafa kommúnist-
ar undanfarið notið stuðnings
nokkurra framtróninga, sem
hafa ekki áður verið á þeirra
snærum. Hverjum með-
algreindum manni ætti þó
að vera orðið ljóst, að Þjóð-
viljinn er undirlægjublað og
hefur það eitt markmið að
glepja íslendinga til "fylgis
við ofbeldisstefnu. Baráttan
við kommúnismann hefur
sjaldan verið harðari en í dag.
Þessi barátta sker einnig úr
um sjálfstæði íslands. Ef hún
tapast getur orðið ástæða til
að halda Þingvallafund. Það
ættu þeir menn að íhuga, sem
í sakleysi sínu hugsa nú til
Þingvallaferðar í því skyni
einu að leggja blessun sína
yfir Moskvudekur Þjóðvilj-
ans og blóta kommúnisman-
um til sigurs.
Afrískir stúdentar / Moskvu
SOVJETRÍKIN eru nú einnig
farin að sýna áhuga á Afríku
og er það skiljanlegt. — En
hvernig sýna þau þennan á-
huga gagnvart afrískum nem-
endum í Moskvu? Það er svo
mikið talað um kynþáttaof-
sóknir í heiminum, hvernig er
það í rússnesku háskólunum?
Bandaríski vikuritið „U. S.
News & World Report“ legg-
ur þessar spurningar fyrir
stúdentinn S. Omir Okullo
frá Uganda sem var í tvö ár
við nám í Moskvu þar til hann
var rekinn úr landi af mjög
einkennilegum ástæðum. Hér
birtast nokkrar af spurning-
um blaðsins og svör Okullo.
— Herra Okullo, þér hafið
skrifað Krúsjeff forsætisráð-
herra og mótmaelt meðferð
afrískra stúdenta í Moskvu.
Hvers vegna?
— Við sögðum stjórn Sovét-
ríkjanna frá stúdent frá Somali-
landi, sem fjórir rússneskir stúd-
entar slógu í rot.
— Hvers vegna?
— Hann hafði dansað við
rússneska stúlku.
— Eru fleiri dæmi slíkra at-
burða?
„Api“
— Já, dag nokkurn dreifðu
rússneskir stúdentar fjölrituðu
flugriti þar sem sagt var að
afrískir stúdentar létu of mikið
á sér bera í Moskvu. Þeir héldu
því fram að við kæmum frá fá-
tækum heimilum en yrðum uppi
vöðslusamir og hefðum myndað
and-sovézkum félagsskap í
Moskvu. Einn dag var afrískur
stúdent kallaður „api“. Við bent-
um Krúsjeff einnig á það að
rússneskum stúdentum hafði ver
ið vísað úr skóla fyrir að um-
gangast afríska stúdenta. Við
kváðumst hafa komið til Sovét.
ríkjanna til að læra, en ekki sem
flóttamenn, og töldum því að
mönnum bæri að umgangast
okkur á mannúðlegri hátt.
— Hvern árangur báru mót-
mælin?
— í stað þess að stuðla að
bættri samvinnu, var afrískum
nemendum vísað úr landi.
— Urðuð þér varir við kyn-
þáttaofsóknir í Moskvu?
— Við urðum það að vissu
leyti. En ég held að það eigi eft-
ir að breytast þegar Rússar
finna að afrískir stúdentar vilja
ekki vinna með þeim ef þeir
ekki virða okkur sem menn.
Faeru ef þeir gætu
Aðspurður hve margir afrísk-
ir stúdentar væru nú í Rússlandi,
svaraði Okullo: Um það bil 600.
Þar af fóru 15 nýlega heim
og Arabíska Sambandslýðveldið
hefur kallað 300 heim. Margir
aðrir, ef til vill allir, færu, ef
þeir hefðu tækifæri til þess.
— Hvers vegna líkar þeim
ekki í Moskvu, spyr blaðið. Ok-
ullo svarar því til að lifnaðar-
hættirnir séú þar mjög ófull-
nægjandi og ekki sé um neinn
samgang að ræða milli rúss-
neskra og afrískra stúdenta. Frá
rússneskra hálfu er þetta af
stjórnmálaástæðum, því þeir líta
á alla Afríkumenn sem kapítal-
ista. Sovétstjórnin er einnig á
þeirri skoðun að ef við fengjum
að umgangast rússnesku stúd-
entana án takmarkana hefði það
sennilega mikil áhrif á þá. Marg
ir þeirra eru nefnilega mjög
frumstæðir en við þroskaðri.
Hvað mér viðkemur var ég vara
formaður afríska stúdentasam-
Háskólinn í Moskvu.
bandsins sem ekki er pólitískt og
vildi ekki heldur láta nota sig
sem áróðurstæki þótt það hafi
verið reynt. Þeir sem kenndu
rússnesku reyndu til dæmis að
komast að stjórnmálaskoðunum
hvers nemanda og ef þeir fundu
að hann var hlutlaus var hann
álitinn hættulegur. Til dæmis
vorum við spurðir um skoðun
clkkar á U-2 málinu og var sá
ólánsamur, sem ekki strax tók
máli Rússa.
Aðspurður hvort margir afrísk
ir stúdentar hafi orðið fyrir á-
hrifum af rússneskum áróðri,
svaaði Okullo því til að flestir
þeirra — sennilega 95% — vilji
halda áfram að vera afrískir.
Hinir muhi engum áhrifum na
í heimalöndum sínum.
Dýrt aff lifa
f sambandi við lifnaðarhæt+i
benti hann á að fjórir stúdentar
væru um hyert herbergi og í fæst
um þeirra væri heitt vatn á vet-
urna, maturinn væri lélegur.
Hver stúdent fær frá ríkinu 900
rúblur á mánuði. Þar frá drag-
ast 36 rúblur í húsaleigu, afgang-
urinn á að nægja fyrir mat, ferða
kostnaði, bókum o. fl., sem er
mjög dýrt. Skór kosta til dæmis
300 rúblur parið. Stúdentinn fær
í eitt skipti fyrir öll 3000 rúbl-
ur til fatakaupa en .þegar frakk-
inn kostar 2000 rúblur verður
ekki mikið eftir. Áður en við
fórum þangað var okkur lofað
peningum til bókakaupa o. fl. en
þegar við töluðum um það við
fulltrúa menntamálaráðuneytis-
ins neitaði hann því að loforð
það, sem gefið var Sameinuðu
þjóðunum, hafi verið brotið.
Verða aðskildir
— Gengu afrísku stúdentarnir
í sama skóla og hinir rússnesku?
— Jlá, en í ár tók til starfa
„vináttuháskóli" fyrir afríska
stúdenta, sem þá verða aðskild-
ir frá þeim rússnesku. Því var
ég á móti.
Að lokum var Okullo apurður
að því hvað honum þætti eftir-
tektarverðast eftir dvölina. Hann
sagði að Rússar væru alit öðru
vísi en þeir gæfu í skyn í ræð-
um sínum um vináttu við þjóð-
ir Afríku .Þeir meintu ekkert
með því. En Afríka er nú orðin
jafnvægisafl í heiminum og
Rússar vita að ef þeir missa á
því tökin eru þeir búnir að vera,
sagði Okullo að lokum.
(úr Norges Handels og
Sjöfartstidende)
Eltur uf „U)úg-
ondi diski“
SAINT-Omer, Frakklandi. .—
Franskur bóndi, Daniel Hiot,
sem sagður er athugull ná-
ungi og ekki neinn skýjaglóp-
ur, hefir sagt frá því, hvernig
hann hafði næstum lent í
árekstri við — fljúgandi disk!
Það gerðist, er hann var að aka
heim til sín, ásamt konu sinni
snemma morguns núna á dög
unum.
Þau voru i heimsókn hjá föð
ur konunnar, og er þau óku af
stað heim, tók Hiot eftir und-
arlegum, rauðum bjarma á
himinum. Tengdafaðir hans sá
þetta einnig.
Skömmu eftir að Hiot lagði
af stað, sá hann furðulegan
„hlut“ fyrir framan sig, eins
og skífu í laginu, ca. 4 metra
á breidd og skínandi bjartan.
Hann varð að stíga á hemlana
til þess að rekast ekki á „disk-
inn“. Þegar hann héit áfram,
elti þetta furðulega farartæki
bílinn um kílómetra-leið. Það
sveif 2—3 metra yfir veginum
— var algerlega hljóðlaust og
sendi ekki neins konar reyk
frá sér.
Þegar Hiot ók inn í þorp
sitt, hvarf „diskurinn* loks.
Þess skal getið, að kona hans
staðfestir frásögnina.