Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. ágúst 1960 MORCV1SBL4Ð1Ð A mörkum kalda stríösins -jAr eftir Arnold Toynbee 1 AUGUM sumra Vesturlanda- manna kann Afghanistan að vera líkust afskekktu eiraangruðu landi. Raunverulega er það aðal- braut alþjóðiegra sambanda og það hefur gegnt því hlutverki í næstum öll hin 5000 ár skráðrar mannkynssögu. Búddatrúin fór yfir Afghanistan á leið sinni frá Indlandi til Kína og Múhameðs- trúarbrögðin á leið sinnj frá Vestur-Asíu til Indlands. Það var aðeins á hinni nýliðnu út- hafsöld, sem Afghanistan var „út úr“ um stundarsakir. Hin nýja flugvéla- og vagna- ðld hefur nú aftur gert Afghan- istan að þeim miðpúnkti, sem landið var á asna- og úlfalda öldinni. Jafnvel á 19. öldinni gerði bygging járnbrauta í Ind- landi og Rússlandi Afghanistan að miðdepli samkeppninnar milli brezka stórveldisins og þess rúss- neska. Þessi samkeppni heldur áfram enn í dag með Bandaríkin í stað Bretlands. Afghanistan og nálægir hlutar Suður-Asíu eru einn af aðal víg- völlum kalda stríðsins.. Nokkrar hugmyndir úr ferð um Afghan- istan, Vestur-Pakistan og Norð- vestur-Indland kunna því að hafa meira en staðarlega þýð- ingu. Aðal áhugamál og viðfangsefni stjórnanna og þjóðanna í öllum þessum þremur löndum, er að bæta lífskjör hins mikla íbúa- fjölda. í van-þróuðum löndum táknar það, að sjá fyrir grund- vallarlegri opinberri þjónustu: vegum, vatnsveitum, sjúkrahús- um, skólum. Þörfin fyrir þess háttar þjónustu er svo mikil í þessum löndum, að þau gætu með ábata varið allri sinni orku og getu til þess að koma henni í framkvæmd. En til allrar ó- hamingju hefur þeim að nokkru leyti verið snúið frá þessu mikil- væga verkefni með truflunum og flækjum. Þau verða með tilraunum og yfirsjónum að læra að stjórna sjálfum sér. Þau hafa sýkzt af veiru vestrænnar þjóðrækni. Þau geta ekki bætt lífskjör sín án erlendrar aðstoðar. Og erlend aðstoð vinnur að því, ásamt stað- arlegri þjóðrækni, að flækja þessi Suður-Asíulönd inn í bar- áttuna um heimsyfirráð milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Á leið sinni til sjálfsstjómar eru þessi þrjú ríki í dag á ólík- um stigum. Indland hefur náð merkilegum árangri í myndun vestræns þinglegs lýðræðis. Af- ghanistan er enn á hinu gamla einræðisstigi. Pakistan hefur reynt vestrænt þingræði, án árangurs í fyrstu tilraun og lýtur nú herstjóm sem hefur hafið til- raun með „grundvallar lýðræði". Það er sú stefnuskrá, að mennta stjórnmálalega óreynda íbúa með því að veita þeim pólitísk völd og ábyrgð. Það er engin trygg- ing fyrir því að þessi tilraun muni heppnast, en það er held- ur ekki sannað, að upphafsmað- ur hennar, Ayub forseti, sé ekki einlægur í kröfum sínum, þegar hann heldur því fram, að gera stjórnarfyrirkomulagi sínu mögu legt að koma í staðinn, að lok- um. Þjóðrækni, eða þjóðernisstefna, er kannske mesta einstaka hætt- an fyrir framtíðarhorfur allra landanna þriggja. Það er mun- aður, sem ekkert þeirra getur veitt sér, og í augum vestrænna áhorfenda, er það dapurlegt að sjá evrópskan sjúkleika breið- ast út í Asíu. Aðskilið Kashmír er Vilna Asíu, Pakhtunistan — nafn sem gefið hefir verið ætt- flokka-landinu, sem Afghanistan vildi gjarnan sneiða út úr norð- vestur landamærahéraði Pakist- ans — er Sudetaland Asíu. Dur- and-línan, sem skilur Afghanist- an frá Pakistan og McMahon- línan er skilur Indland frá Tíbet, eru algerlega hliðstæður hinum umdeildu landamærum í Aust- ur-Evrópu. Suður-Asía sækist eftir örlögum Austur-Evrópu með því að taka þátt í heimilis- deilum um staðarleg landamæra- mál. Þessar ófrjóu og gagnslausu deilur um þjóðernisleg landa- merki vinna að því ásamt hin- um skapandi ákafa, að bæta lífs- kjörin. Saman ógna þessar tvær hreyfingar með því, að selja lönd Suður-Asíu í hendur hinna déil- andi stórveída. Þörfin fyrir er- lenda efnahagsaðstoð og óskin eftir erlendum stjórnmálastuðn- ingi eru að reka Afghanistan, Pakistan og Indland í faðm stór- veldanna. Pakistan hefur einungis þegið erlenda aðstoð frá Vesturveld- unum. Afghanistan og Indland hafa fengið hana bæði að aust- an og vestan. En þessi tilraun til að halda jafnvægi milli tveggja keppinauta sem velgerð- araðila, er erfiður leikur og hættulegur. í Afghanistan virðast Sovét- ríkin nú sem stendur meiga- sín betur en Bandaríkin. Þetta virð- ist þeim mun undarlegra, þar sem Sovétríkin eru bersýnilega S BREZKI sagnfræðingurinn, J dr. Arnoid Toynbee, mun s rita mánaðarlega grein fyr- I ir „The Observer.“ Hann ; mun væntanlega taka til S athugunar breiðara við- ■ horf. mannlegra málefna og ; hafa hciminn sem sókn sína. S Mbl. hefur einkarétt til birt- ■ ingar á greinum hans hér á s landi. S Dr. Toynbee ritar fyrstu ■ grein sína eftir heimkom- *^ una úr ferð um Afganistan, S Vestur-Pakistan og Norð- ■ vestur-Indland. ( «--------------------------- S Dr. Arnold Toynbee J hættulegri velgerðaraðilinn fyr- ir lítið land, sem er næsti ná- granni þeirra. Og reynslan hef- ur kennt íbúum Afghanistans að vera tortryggnir og varkárir. Hvers vegna ganga þeir þá svo langt í því að bindast Rússum? Vissulega ekki af blindnk Stjórn- endur Afghanistans eru dugandi menn, sem þekkja heiminn. Ef þeir leggja í einhverja pólitíska áhættu, þá hljóta þeir að gera það af ásettu ráði, til þess að fullnægja brýnum efnahagsleg- um þörfum. í Indlandi skyggir hinn langi skuggi af Kína á allt annað, jafn- vel Kashmír. I stað þess að vera jafningi og vinur, hefur Kína skyndilega orðið óvinveitt veldi, sem Indland má sin einskis á móti og hvers framtiðarstefna er ófyrirsjáanleg. Nýlega hefur Ayub forseti Pakistans lagt það til, að þau ættu að reyna að jafna deiluna um Kashmír, til þess að vinna saman að sameig- inlegum vörnum. Auðvitað myndi samþykkt sætt í Kashmir-deilunni óhjákvæmi- lega bera svip einhverrar mála- miðlunar, sem væri ógeðfelld fyrir báða aðila. En hinn kostur- ihn gæti orðið, fyrir bæði lönd- in, missir hins nýfengna sjálf- stæðis. Hinar staðarlegu deilur þeirra munu, ef þeim verður haldið áfram, verða þeim, og Afghanistan líka, æði dýrkeypt- ar. Tveir norðlægir risar hafa augun á þeim, yfir tinda Hima- laja og Hindu Kush. Lönd Suður-Asíu hafa verið aðvöruð. En hinn gagnkvæmi fjandskapur þeirra getur gert þau daufdumb fyrir öllum að- vörunarröddum. Ef þjóðrækni þeirra sviftir þau frelsi og sjálf- stæði sínu, þá verður það ekki fyrsta tilfellið þeirrar tegundar í sögu mannkynsins. Norrœnt lögfrœ&inga- þing seft í Reykjavík í dag f DAG kl. 10 verður XXII. nor- ræna lögfræðingaþingið sett í Þjóðleikhúsinu í Reykjavik. Þetta er í fyrsta sinni, sem slíkt þing er haldið hér og jafnframt hið fjölmennasta norrænna þinga, sem hér hafa verið haldin. Þing- ið sækja um 380 lögfræðingar £rá Norðurlöndum auk röskra 130 ís- Ienzkra. Eiginkonur lögfræðinga geta sótt þingið með mönnum sin- um, og er sérstök dagskrá ætluð þeim. Margir þátttakenda eru í fylgd með eiginkonum sínum. — Hinir norrænu lögfræðingar komu hingað með Gullfossi, sein liggur nú fánum skrýddur í höfn- inni, en skipið var sérstaklega fengið til þess að flytja þá hing- að og búa margir þar um borð. Haldin frá 1872 Fyrsta norræna lögfræðinga- þingið var haldið í Kaupmanna- höfn 1872, og var tilætlunin að efna til slíkra þinga á þriggja ára fresti í framtíðinni, þótt ekki hafi reynzt unnt að framfylgja því. T.d. skyldi halda ellefta þingið 1905, en vegna deilna Norðmanna og Svía varð ekki af því þá, og fór svo, að það dróst fram yfir fyrri heimsstyrjöld fram til ársins 1919. Átjánda þingið átti að halda í Reykjavik 1940, en af því gat ekki orðið vegna ófrið- arins mikla. Var það loks haldið í Kaupmannahöfn 1948, en síðan hafa þinghöld verið á þriggja ára fresti. Finnar og íslendingar stóðu upphaflega utan þinganna. Þeg- ar þing það, sem nú er að hefjast, er um garð gengið, hafa Danir, Norðmenn og Svíar staðið fyrir þinghaldi sex sinnum hver, Finn- ar 3svar og íslendingar einu sinni. Gildi þinganna Gildi norrænu lögfræðingaþing anna er bæði fræðilegt og raun- hæft. Framsöguerindi og umræð- ur snúast oftast um mikilvæg at- riði í löggjöf landanna og hafa mikið fræðilegt gildi. Þar eru ýmiss konar nýmæli rædd, og má rekja samnorrænu lögin til þeirra umræðna að verulegu leyti. Þá gefst norrænum lögfræðingum einnig tækifæri til þess að hittast, kynnast og ræða lögfræðileg vandamál. Tilhögun þingsins Eins og á fyrri þingurn er fyrsta og síðasta degi hinna þriggja þingdaga varið til þess að halda allsherjarfundi, en annan daginn eru haldnir fundir samtímis í nokkrum deildum, svo að mönn- um veitist tækifæri til þess að hlýða á þau efni, sem þeir hafa áhuga á og vilja e. t. v. ræða um. Eins og áður er getið, verður þirag ið sett í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 10. Formaður íslandsdeildar nor- rænu lögfræðisamtakanna, Árni Tryggvason, hæstaréttardómari, heldur setningarræðu, en Karla- kór Reykjavíkur syngur á undan og eftir. Þá hefjast umræður um félagsmálefni, en að því loknu umræður um fyrsta fundarefnið, sem er „Friðhelgi einkalífs". Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, hefur þar aðalframsögu. Næstu daga fara fram umræð- ur í Hóskóla íslands um lögfræði leg efni: Er tímabært að endur- skoða norrænu kaupalögin? (þar hefur Vinding Kruse framsögu), Lögfræðilegt liðsinni við févana fólk, Sköttun og réttarvernd ein- staklinga (þar verður Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttarlögmað- ur, síðari framsögumaður, Heim,- kynnisreglan eða þjóðernisreglan, Ásetningur og lögvilla í refsi- rétti og Almenn löggjöf um skaða bætur. Kl. 14 á föstudag heldur Ólafur Lárusson prófessor fyr- irlestur um félagsmálalöggjöf hér á landi á þjóðveldistímanum. í kvöld verða þátttakendur gestir borgarstjórnarinnar í Reykjavík í Lido, annað kvöld er hinum erlendu gestum boðið heim til lögfræðinga ,sem bú- settir eru í Reykjavík og ná- grenni, en á laugardagskvöld býð ur íslandsdeild norrænu lögfræð ingasamtakanna til veizlu í Sjálf stæðishúsinu og á Hótel Borg. — Eiginkvennum lögfræðinga frá Norðurlöndum er boðið til ferða um Reykjavík og nágrenni, o. fl. er þeim gert til skemmtunar. Finnska og íslenzka þingmál? Blaðamenn hittu í gær að máli formenn deildanna á Norðurlönd um, áður en stjórnarfundur nor- rænu lögfæðingasamtakanna var settur í Alþingishúsinu, en þeir eru, auk Árna Tryggvasonar, dr. jur. Bernt Hjejle frá Danmörku, dr. jur. Carl Jacob Arnholm, pró- fessor, frá Noregi, Ragnar Berg- endal, prófessor, frá Svíþjóð og Olavi Honka, justitiekansier, frá Finnlandi. Aðspurðir, hvort einhverjar breyíingar væru fyrirhugaðar í framtíðinni á fyrirkomulagi mót anna, sögðu þeir, að rannsakað yrði, hvort ekki væri unnt að taka upp finnsku og íslenzku sem opinber mál á þingunum auk dönsku, m. :ku og sænsku. Þvl fylgir vitanlega mikill kosjur, að allir geti notað rr.óðurmál sitt í umræðunum, en v; ía sérstöðu tveggja fyrrgreindu málanna yrði að túlka þau jafnhi 5an. Um gildi þinganna sðgðj þeir, að á þeim kæmu oft fram f. 'u hugmyndirnar um samnorrær,i löggjöf á ýmsum sviðum, menr. þreifuðu fyrir sér um áhuga og undirtektir, en upp úr þeim um- ræðum sprytti svo oft samnor- ræn löggjöf. Hér á landi má nefna sem dæmi um slíka lög- gjöf ýmis lög um fjölskyldumál- efni, kaupalögin, víxillög o. fl. Formennirnir kváðu norræna skaðabótalöggjöf mikilvægasta verkefnið, sem fjallað yrði um á þessu þingi. Blaðamenn spurðu * þá, hver væru helztu nýmæli í löggjöf Norðurlanda. Olavi Honka sagði, að í Finnlandi væru ýmsar nýj- ungar á döfinni í sambandi við undirbúning lagasetningar og á sviði löggjafar um réttarfar. Ragnar Bergendal sagði unnið að nýjum erfðalögum í Svíþjóð, en dr. jur. Hjejle sagði ýmsar laga- breytingar í vændum í Dan- mörku vegna aðildar landsins að sjöveldabandalaginu. T. d. er unnið að breytingum á hlutafé- lagalögum og skattalöguni Mik- ill undirbúningur fer nú fram í Danmörku vegna þátttöku ríkis- ins í bandalaginu. ★ f undirbúningsnefnd XXII. norræna lögfræðingaþingsins eru Árni Tryggvason, hæstaréttar- dómari, Theodór Líndal, prófes- sor, og Ólafur Jóhannesson, pró- fessor. .Framkvæmdastjóri þings ins er Sigurður Líndal, cand. jur. et B. A. Bonn, 8. ágúst. — Harald von Bohlen und Halbach, yngri bróð- ir þýzka stóriðjuhöldsins og milljónarans Krupps, mun ganga í heilagt hjónaband með 26 ára gamalli læknastúdínu á fimmtu- daginn, — en þýzk blöð hafa oft orðað hann við Sorayu. fyrriuR drottningu af Iran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.