Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 12
12
MORGVIS fíf. 4 ÐIÐ
Fimmtudagur 11. ágúst 1960
PATRICIA WENTWORTH
n .. 1
liamlor syndir | 41
þad, og það er heldur ekkert í
það varið með heilan mannsöfn
uð í kring um sig.
Þau gengu síðan gegn um setu
stofuna og út í garðinn. Maud
Silver kom fram og horfði á
þau fara. Carmona hafði tekið
aftur gleði sína.
I>au gengu áfram gegn um
þveran garðinn og út um hliðið
neðst í honum. Þegar það lok-
aðist á eftir þeim, fór Maud Sil-
ver inn og lokaði að sér.
Abbot fulltrúi var ekki í húsi
Anning-mæðgnanna.
Nei, hann var ekki i lögreglu
stöðinni.
Abbot fulltrúi? Afgreiðslumað
urinn í Hótel Georg skyldi að
gæta, hvort hann hann væri við.
Hún stóð kyrr við skrifborðið
i nokkrar langar mínútur og
loks heyrðist rödd Franks í sim
anum:
— Unfrú Silver?
— Já, Frank.
— Hvað er það?
— Ég er alls ekki róleg.
—'Hvað get ég gert fyrir þig?
— Ertu góður sundmaður?
— Jæja, neldur hef ég þótt
það . . .
— Þá ætla ég . . . Hún talaði
óðamáia í einar tvær minútur,
og hann tók við fyrirskipunum
hennar. Það var svo mikill á-
kafi í röddinni, að ekki kom til
mála annað en fara eftir þeim,
og reyndar var það ekkert erfitt
í svona góðu veðri. Hann hafði
verið svo forsjáll að vera við þvi
búinn að geta synt, og hótelið
var ekki nema snertuspöl frá
fjörunni, sem tilheyrði húsunum
á klettabrúninni.
Maud Silver lagði frá sér sím
ann, ofurlítið léttari í skapi,
greip síðan prjónana sína og
gekk áleiðis til fjörunnar, til að
hitta hitt fóikið.
XXXVII.
Frú Castleton og frú Field
voru á sínum venjulega stað. Á
þessum tíma dags var ekkert við
það unnið að vera rétt hjá bað
skúrnum, því að sól var svo
hátt á iofti, að heldur ekki þar
var neinn skugga að hafa, þess
vegna varð gamia konan hálf-
hissa, að þær skyldu ekki koma
sér fyrir dálítið lengra frá morð
staðnum. Og ekki minnkaði
undrun hennar, þegar hún
heyrði, að báðar konurnar ætl
uðu að hafa fataskipti inni í
skúrnum. Eitthvað hefur þessi
undrun hennar verið sýnileg á
yfirborðinu, því að Ester Field
sagði:
— Þér finnst það einkennilegt.
En er ekki ráðlegast að láta sem
minnst á neinu bera, ef ske
kynni, að það gæti dregið úr
kjaftasögunum? Þær eru fijótar
að koma upp, en ekki að sama
skapi fljótar að gleymast. Ein
vinkona mín komst að raun um
það, sér til lítillar ánægju. Það
bar svo til, að skyldmenni henn
ar framdi sjálfsmorð í húsinu
hennar. Henni var hálfilla við
að nota herbergið, og á skömm
um tíma komu upp sögur um, að
þar væri reimt og að enginn
vildi sofa þar Þetta var henm
til mikiila óþæginda að missa
þarna eitt herbergi, sem hún
þurfti á að halda, og ioks varð
hún að flýja úr sinu eigin svefn
herbergi og inn í það. En það
leið á löngu áður en söguburð
urinn hætti. Þessvegna fannst
okkur, að . . .
Maud Silver mældi framleist
inn á litla barnaskónum sínum.
— Já, það er rétt gert af ykk-
ur. Ekki sízt þar sem hr. Hard-
wick hefur víst í hyggju að
selja húsið.
Ester Field reisti við stóru sól-
hiífina, sem hún notaði til að
skýla sér. Hún hafði aldrei verið
hrifin af ofmikilli sól og því
orðið fegin þegar hún fann þessa
gömlu og úreltu sólhlíf i horni á
forstofunni, hjá göngustöfunum
hans Octaviusar heitins Hard-
wick. Henni fannst þessi sólhiíf
ágæt til sinna nota, þótt gömul
væri. En Adela Castleton sat ó-
varin fyrir sólinni og horfði á
geislabrotin í blikandi haffletin-
um.
Maud Silver hóstaði ofuriitið,
svo sem í formáia stað, og tók
að minnast á þetta. Sjáifri of-
bauð henni ekkert sólskinið enda
er enska sumarið sízt of iangt né
of heitt, og því rétt að nota sér
það eftir föngum — en hún var
samt ekkert mótfallin því að nota
gamla svarta regnhlíf, sem ann-
LINCOLN /956
Þessi glæsilegi bill er til sölu.
Billinn er litið keyrður (aðains
27 þús. km.) og mjög vel farinn.
EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F.
ars væri frekar til þess að verjast
regni. Hún sagði:
—Finnst yður ekki ofheitt í
sólinni, frú Castleton?
— Seisei, nei.
Það var eins og hún yrði hissa
á spurningunni, og ekki sízt því,
að hún skyldi koma frá ungfrú
Silver. Það lá í rauninni ekkert
umtalsefni fyrir, en gamia kon-
an hélt engu að síður samtalinu
áfram:
— Þér fáið ekki höfuðverk
af því?
— Ails ekki.
Maud Silver hélt áfram að
prjóna. — Frú Hardwick var eitt
hvað að tala um, að þér hefðuð
verið með höfuðverk, svo að mér
datt í hug, hvort það væri hyggi-
legt af yður að vera svona óvarin
í sólinni,
Adela Castleton leit út yfir
sandinn og skínandi sjávarflöt-
inn. Sandurinn smáhvarf, eftir
því sem að féll. Svartiklettur sást
nú eins og fjarlægur depill. Án
þess að látast heyra orð gömlu
konunnar eða líta í áttina til
hennar stóð hún nú upp. — Jæja,
ætli ég vprði ekki að fá mér
dýfu, sagði hún og gekk áleið-
is til skúrsins. — Kemur þú með,
Ester? James og Carmona eru
þarna út frá, en ég held ekki, að
hún ætii að synda. Það er leiðin
legt, að þú skyldi aldrei láta
hana læra það almennilega.
Hún hækkaðí röddina á síðustu
orðunuro um leið og hún kom að
skúrnum og fór inn. Dyrnar
stóðu opnar fyrir sól og golu.
Gólfið hafði verið þvegið vand-
lega, og motturenningur lagður
yfir það þvert. En undir honum
var óafmáanlegur blóðblettur úr
Mki Alans Field.
Maud Silver horfði á hana og
gat ekki merkt neitt hik eða und
anhald. Frú Castieton steig yfir
þröskuldinn með jöfnum skref-
um og iokaði síðan fyrir sólinni.
Þegar hún ieit við aftur, sá
hún að Ester var að brjóta saman
saumana sina og vefja þá i gaml-
an, mjúkan klút.
— Mig langar nú ekkert að
ganga al]a þessa leið yfir fjör-
una en Adela hefur nú aldrei
þolinmæði til að bíða. Þegar hún
vill fá eitthvað, verður það að
koma tafarlaust. En þannig er ég
ekki. Mér er sama, hvað lengi ég
þarf að bíða, eftir því, sem mér
finnst einhvers virði.
Hún gekk nú yfir fjöruna, og
einnig var fylgzt með ferðum
hennar. En hún hikaði heldur
ekki neitt við lokaðar skúrdyrnar.
Hún lyfti hendinni og barði að
dyrum. Síðan tók hún í lásinn
og opnaði.
Frú Castleton varð fyrri til að
koma út — í svörtum baðfötum,
sem fóru fögru vaxtarlagi hennar
sérlega vel, og með svartan og
rauðan klút vandlega bundinn
um hárið, en með Ijósgrænan bað
slopp á handleggnum. Hún gekk
niður eftir fjörunni án þess að
líta við, fór fram hjá Maud Sil-
ver, án þess að líta eða yrða á
hana, og alla leið niður í flæðar-
málið, þar sem hún fór að tala
við James og Carmonu.
Ester Field fór á eftir henni.
Hún var einnig í óbrotnum,
svörtum baðfötum, en meðvit-
andi þess, að vaxtarlag hennar
var ekki lengur unglegt, hélt hún
að sér baðsloppnum með báðum
höndum, og rétti hann svo til
Carmonu, en ekki fyrr en hún
var komin alveg niður í flæðar-
mál.
Carmona kom til baka með
sloppinn á handleggnum. Það var
alveg eins og fargi hefði lé'tt af
henni. tíún fór ! kápu utan yfir
sig og hneppti henni að sér. Sið-
an settist hún niður og horfði á
þau þrjú, sem syntu áleiðis að
klettinum. Það var mollulegt leti
veður.
Frank Abbot var næstum feg-
inn erindinu, sem honum hafði
verið falið. Hann og Colt voru
alveg að stikna í hitanum, og
því meir sem þeir stiknuðu, því
meir urðu þeir ósammáia um
handtöku ungfrú Anning. Og nú
var hann kominn út í sjóinn, þar
sem enginn gat náð í hann. Árum
saman hafði hann talið Maud
Silver alveg einstaka í sinni röð,
en aldrei hafði hann verið eins
hrifinn af henni og nú, þegar
hún hafði losað hann við sam-
félag lögreglustjórans.
Þegar hann kom fyrir tang-
ann, blasti Svartiklettur við, en
lítill sýndist hann og fjarlægur.
Það myndi taka stundarfjórðung
að komast þangað, reiknaði hann
út. í gærmorgun hafði hann rétt
að segja komizt að honum og
hafði þá tekið eftir, að hann var
ein af þessum strýtum, sem stund
um standa upp úr sjó úti fyrir
nesoddum, sem eins konar fram-
hald af þeim. Landmegin reis
hann snarbrattur úr sjó, en sjáv
armegin þar sem öldurnar höfðu
sorfið hann, var hann hallandi
og í smáhillum, sem hægt var að
komast upp á og fá sér sólbað,
nema á mestu stórstraumsflóðum.
Þegar hann nálgaðist klettinn
stakk sér einhver ofan af honum
og synti áleiðis til lands. Þetta
var kona í svörtum sundbol. Hún
synti sterklega og leit ekki við.
Það var ekkert sem benti til þess,
að hún hefði séð hann.
Hann kom að klettinum Tand-
jpegin og synti fram með hon-
um, hægt og hægt. Kannske var
hann annaðhvort of fljótur eða
of seinn. Og kannske hefði engin
þörf verið á því, að hann kæmi.
Maud Silver hafði i rauninni ekki
aitítvarpiö
8.00
12.00
13.00
15.00
16.30
19.25
19.35
20.00
20.30
20.50
21.20
21.40
22.00
22.10
w
a
r
L
ú
ó
— Að Vroe1'erj.u að leita,
manni?
— Ég er að lerta að Tómasi
Ludlow. Býr hann hér?
— Hvað viltu honunf)?
— Ég vildi gjarnan fá hann
sem leiðsögumarm í ^eiðiferð um
vatnasvæðið.
— Hann er inni. Ég skal ná í
haiin.
23.05
8.00
12.00
13.15
13.25
16.30
19.25
19.30
20.00
20.30
21.05
21.30
22.00
22.10
22.30
1
( 23.00
Fimmtudagur 11. ágúst
—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir —
8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurír.).
Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
,,A frívaktinni", sjómannaþáttur
(Guðrún Erlendsdóttir).
Miðdegisútvarp.
(Fréttii kl. 15.00 og 16.00).
Veðurfregnir,
Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Fréttir.
Einsöngur: Stefán Islandi syngur
ítalskar óperuaríur.
Erindi: Hin hvíta borg, Helsinki
(Sr. Arelíus Níelsson).
Píanótónleikar: Alfred Cortot
eikur ,,Fiðrildi“ op. 2 eftir Schu-
mann og ..Hringinn" og Inv
promptu í Fis-dúr op. 36 eftir
Chopin.
Frásaga af hestinum Lúsa-Rauð
(Armann Halldórsson kennari á
Eiðum).
Fréttir og veðurfregnir.
Kvöldsagan: ,,Knittel“ eftir Hein
rich Spoerl, 1 þýðingu dr. Fríðu
Sigurðsson; XI. (Ævar R. Kvar-
an leikari).
Sinfónískir tónleikar:
Sinfónía í C-dúr eftir Kurt Att-
erberg (Fílharmoníusveit Berlin-
ar leikur undir stjórn höfundar).
Dagskrárlok.
FÖstudagur 12. ágúst
—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
Hádeglsútvarp.
Lesin dagskrá næstu viku.
Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn
ingjar“.
-16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
Veðurfregnir.
Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Fréttir.
Heyannir, — samfelld dagskrá úr
Svarfaðardal. — (Hjörtur Eldjárn
hreppstjóri á Tjörn tók sarnan).
Sönglög frá Japan, sungin af þar-
lendum listamönnum.
Utvarpssagan: „Djákninh í Sand
ey“ eftir Martin A. Hansen; XII.
(Séra Sveinn Vikingur þýðir og
les).
Fréttir og veðurfregnir.
Kvöldsagan: Knittel eftir Hein-
rich Spoerl í þýðingu dr. Fríðu
Sigurðsson; XII — sögulok —
(Ævar R. Kvaran leikari).
I léttum tón: Marlene 'Dietrich
kvikmyndaleikkona syngur í Café
de Paris í Lundúnum.
Dagskráríok.