Morgunblaðið - 11.08.1960, Side 15
Fimmtudagur 11. Sgfist 1960
MORGVNBLAÐIÐ
15
— Viðræður
við Breta
Frh. af bls. 1
eiga ótv'íræðan rétt að alþjóða-
lögum til þeirrar fiskveiðilögsögu,
sem ákveðin hefur verið.“
Ályktun Alþingis frá 5. maí
1959 sem getið er um í frétta-
tilkynningu ríkisstjórnarinnar er
svohljóðandi:
Alþingi, ályktar að mótmæla
harðlega brotum þeim á íslenzkri
fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórn
arvöld hafa efnt til með stöðug-
um ofbeldisaðgerðum brezkra her
skipa innan íslenzkrar fiskveiði-
landhelgi, nú nýlega hvað eftir
annað jafnvel innan fjögurra
mílna landhelginnar frá 1952. Þar
sem þvílíkar aðgerðir eru aug-
ljóslega ætlaðar til að knýja ís-
lendinga til undanhalds, lýsir Al-
þingi yfir, að það telur ísland
eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, að afla beri
viðurkenningar á rétti þess til
landgrunnsins alls, svo sem stefnt
var að með lögunum um vísinda-
lega verndun fiskimiða land-
grunnsins frá 1948, og að ekki
komi til mála minni fiskveiðiland
helgi en 12 mílur frá grunnlín-
um umhverfis landið.
— Björn Pálsson
Frarnh. af bls. 3
ar höfðu tekizt og ákvað að
senda Katalínubát norður.
Þá vildi Námufélagið leigja
Cessna-vélina og kemur hún nú
í stað litlu vélarinnar, sem fórst
í Meistaravík.
Lendir á jöklinum
Asmussen flaug í gær til
Meistaravíkur í fylgd með
danska katalínubátnum. Verður
það hlutverk Cessna-vélarinnar
að annast flutninga til dansks
rannsóknarleiðangurs, sem hefur
bækistöð á jöklinum um 40 km
frá Meistaravík. Á Asmussen að
fljúga þangað daglega og lenda
á skíðum hjá leiðangursmönn-
um, þegar þannig viðrar, en ekki
að fylgjast með skipaferðum.
Björn fer að fljúga nýju flug-
vélinni eftir nokkra daga, en
hann hefur líka aðgang að tveim
ur Cessna-vélum til að geta
annað öllum beiðnum um sjúkra
flug enda þótt hann hafi leigt
aðra flugvélina.
— Minningarorð
F ramh. af bls. 6.
mágs síns, Marinó, frá 12 ára
aldri. Áttu þau sitt heimili hér í
bæ. Á því heimili var oft gest-
kvæmt, þótt húsrými væri naumt.
Bjuggu þau í mörg ár að Berg-
staðastræti 13, Brennu. Það var
á kreppuárunum svonefndu. En
til Möggu frænku náði kreppan
aldrei. Hún átti einhvernveginn
alltaf svo mikið og gaf af þeirri
hjartans lyst, að enginn fann til
þótt þægi. í elli sinni naut hún
sinna góðu verka á heimili fóst-
ursonar síns og hans ágætu konu
Ástu Jónasdóttur hjúkrunarkonu.
Margrét var fríð sýnum, lág
vexti, snör í hreyfingum. Hún
var einörð í framkomu og bar
sérstakan persónuleika. Átti þægi
legt með að blanda geði við fólk.
Lundin var ætíð létt, svo öllum
leið einstaklega vel í návist henn-
ar. Söngur og músik var hennar
líf og yndi alla ævi. Hún var
fædd til að hjálpa og gleðja, hvar
sem hún var og hver sem í hlut
átti. Hún naut þess að lifa þá
tíma, er fátækt og vesaldómur
urðu að víkja fyrir batnandi kjör
um fólksins.
Aliir þeir, sem þekfctu hana
munu blessa hennar minningu.
Björn Helgason.
SYNDIÐ 200 METRANA
HúsnœHi
Til leigu í miðbænum tvö skrifstofuherbergi. Upp-
lýsingar í síma 1-2428 og 23699 eftir kl. 7.
Skrifstofuhúsnœði
til leigu ca. 50 ferm. á góðum stað í miðbænum.
Lýsthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins
fyrir 14. þ. m. merkt: „Önnur hæð — 808“.
Nauðungaruppboð
sem fram átti að fara á hluta í eigninni Guðrúnar-
götu 8, hér í bænum, 5. ágúst 1960 og var frestað,
fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni
sjálfri föstuáaginn 12. ágúst 1960, kl. 3 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Verzlunarhúsnœði
Af sérstökum ástæðum er til leigu verzlunarhúsnæði
á góðum stað við miðbæinn. Tiiboð merkt: „Nú þegar
— 807“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir laugar-
dagskvöld n. k.
Opel Kapitan 1960
sem nýr til sölu, ennfremur Fíat 600
Multipla 1958.
EINAR SIGURÐSSON,HDL.,
Ingólfsstræti 4 — Sími 16767.
Frosted
M\\ FACTOR
varalitirnir
eru komnir.
Q.pv.
Sápuhúsið h.f.
Austurstræti 1.
Ljósmæðraskóli íslands
Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur
skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára.
Heilsuhraustir, heilbrigðisástand verður nánar athugað
í Landsspítalanun. Konur, sem lokið hafa héraðsskóla-
prófi eða gagnfræðaprófi ganga fyrir öðrum. Eiginhand-
arumsókn sendist forstöðumanni skólans í Landsspítalan-
um fyrir 25. ágúst. Umsókninni fylgi aldursvottorð, heil-
brigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er.
Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna
ljósmóðurumdæmi að loknu námi, skulu senda vottorð
um það frá viðkomandi oddvita.
Landsspítalanum, 9. ágúst 1960.
Pétur H. J. Jakobsson.
Ath: Umsækjendur ljósmæðraskólans eru beðnir að
skrifa á unisóknina greinilegt heimilsfang, og hver
sé næsta símstöð við heimili þeirra.
Ég þakka hjartanlega öllum, er sýndu mér vinsemd
með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 65 ára af-
mæli mínu 31. júli s.l. — Lifið heil.
Marta Eiríksdóttir,
Ásbúðartröð 3, Hafnarfirði.
Til sölu
Til sölu er íbuðarhúsið Sunnuhvoll við Háteigsveg,
Húsið selst til flutnings. Upplýsingar gefur
Málfliitningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9 — Sími 14400.
Sœngur
gæsadúns og hálfdúns, mjög ódýrar til sölu
Dun og fiðurhreinsunin
Kirkjuteig 29 — Sími 33301.
Dömur — Dömur
IJTSALA
Tækifæriskaup á smekklegum kvenfatnaði.
hjá BARU
Austurstræti 14.
Af atvöruverzlun
óskast til kaups, eða húsnæði fyrir slíka verzlun &
góðum stað. Tilboð merkt: „Verzlun — 716“ sendist
blaðinu fyrir 14. þ. m.
Konan mín
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIB
andaðist 9. ágúst.
Eyjólfur Vilhelmsson og aðrir vandameun.
Jarðarför dóttir okkar og unnustu minnar
ÞURÍDAR SIGURÐARDÓTTUR
Hrófá, Steingrímsfirði,
sem lézt 7. ágúst, fer fram laugardaginn 13. ágúst.
Jarðsett verður frá Kollafjarðarnesskirkju kl. 2 e. h.
Gnðrún Jónatansdóttir, Sigurður Helgason,
Birgir Kristjánsson.
Systir okkar
GUDRÚN HARALDSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna-
hreppi þriðjudaginn 9. ágúst. Jarðarförin ákveðin frá
Hruna laugardaginn 13. ágúst og hefst kl. 2 e. h.
Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 11 f. h.
Systkini hinnar látnu.
Sonur minn og faðir okkar
ÁRNI SIGURJÓNSSON
frá Hörgshóli í Vesturhópi,
sem andaðkst 1. ágúst, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstu laginn 12. ágúst kl. 10,30 f. h.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna.
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Nína Björk og Óli Þór.
Þökkum inmlega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
JÓNS GUNNARSSONAR
frá Fróðhúsum.
Vandamenn.