Morgunblaðið - 17.08.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. ágúst 1960
MORCVNBLAÐIÐ
3
STAKSIEINAR
ÚT af Austfjörðum stendur
stuðlabergsklettur upp úr haf-
inu, er nefnist Hvalsbakur.
Sker þetta er um 200 m frá
V til A og um 70 m frá N til
S, þar sem það er mest. Það er
staðsett um 20 sjómílur SA af
Kambanesi, og hefur mikil-
vægu hlutverki að gegna í bar
áttu okkar fyrir fiskveiðitak-
xnörkum, því það er einn af
grunnlínupunktum fiskveiði-
takmarkanna. Ná þau þar 32
sjómílur út frá landinu.
Þessum grunnlínupunkti
hafa þó fylgt annmarkar. Sam
kvæmt ákvörðun sjóréttarráð-
stefnunnar í Genf, geta engin
úthafssker talizt grunnlínu-
punktar, nema á þeim séu
byggð einhver mannvirki.
Hvalsbakur hefur verið
mörgum sjófaranda mikið á-
hyggjuefni, sökym þess hve
»illa hann sést, ef illt er
í sjóinn. Sögusagnir eru um
það fyrir Austfjörðum, að fiski
menn hafi séð skipsflök með
nokkurra ára millibili á sker-
inu. Nú síð-ast árið 1956. Ekki
er hægt að fullyrða, hvort þar
hafi verið um eitt og sama
skipsflakið að ræða, eða ný
og ný skipsflök, því þarna er
afar sjaldan hægt að ráðast til
uppgöngu, sökum þess hve sog
er mikið við skerið. Víst er urn
það, að þau skip, sem verða
fyrir því óláni að steyta á
skerinu, eiga engrar undan-
komu auðið og engir verða til
frásagnar. Hyldýpi er allt í
kringum það.
í miklum sjó sjést skerið
ekki í ratsjá, fyrr en komið er
alveg að því. Hvalsbakur hefur
valdið varðskipsmönnum
vanda við gæzlu fiskveiðitak-
markanna umhverfis, þar sem
ómögulegt er að mæla landið
í dimmviðrum með ratsjám,
því hann sést ekki meira en 5
sjómílur í góðu veðri.
Mikið máva- og kriulíf er á
skerinu, og úthafsselurinn
leikur sér í tugatali við það.
Þarna er sannarlega paradís
fugla og sela.
Fyrsta dag ágústmánaðar sl.
var friðhelgi íbúa Hvalsbaks
rofin, er skipverjar af varð-
Varðskipsmenn vinna að því að reisa radarmerkið. Fremst á myndinni er „sjótjörn“ á skerinu.
a
Hvalsbak
skipinu Albert réðust til upp-
göngu á skerið. Tilefni þess-
arar uppgöngu var það, að for
stjóri landhelgisgæzlunnar
'hafði ákveðið að nú skyldi lát-
ið til skarar skríða gegn þessu
vofulega skeri og reist þar
radarmerki og gera þar með
sjófarendum leiðina öruggari
framhjá skerinu.
Albert hafði verið valinn til
verksins og hafði lónað við
skerið í nokkra daga, með á-
höld og efni, en steypa átti á
skerinu meters háan fótstöpul
sem þriggja metra hár þri-
fótur átti að standa á, og rad-
armerki þar ofan á.
Var nú mótorbátur og
gúmmíbátur skipsins settur á
flot og selflutningur á efni haf
inn, alls um 4 tonn. Gekk ágæt
lega að koma mönnum og efni
á iand, þrátt fyrir talsvert sog
við skerið.
Sem dæmi um það, hve sog-
ið getur verið sterkt, má geta
þess, að eitt sinn gekk sjórinn
svo langt upp á skerið að menn
*og efni, sem áttu að vera í
öruggri fjarlægð, fóru á bóla-
Farið frá borði á Albert út í Hvalsbak.
kaf. Var mesta mildi að ekki
skyldi slys hljótast af.
Radarmerkinu var valfnn
staður á vestanverðu skerinu,
þar sem ágangur sjávarins var
ekki mikill. Þangað var allt
efnið borið. Síðan var slegið
upp fyrir fótstöplinum og
steypt í mótin og púkkað í með
grjóti, og þrífóturinn settur
ofan á með radarmerkinu.
Radarmerkið sést nú 7 sjó-
mílur í ratsjá, en skerið sást
áður aðeins 5 sjómílur í góðu
skyggni.
Vonandi sjá fiskimenn fyrir
Austfjörðum ekki skipsflak á
skerinu framar.
Einn varðskipsmanna með járnbút, sem hann fann í skor-
uuni til vinstri á myndinni, en þar virðist skip hafa farizt.
Kaupstefna í Leipzig
íslendingar sýna niðursuðuvorur
'"’utir úr skipi, sem varðskipsmenn fundu, m. a. þjöl, flans
':ri, járn af öryggisloka, bútur úr byrðingi.
Á MANUDAGINN var frétta-
mönnum boðið til fundar við Karl
Hoimelin, formann austur-þýzku
verzlunarsendinefndarinnar I
Reykjavík í salarkynnum Menn-
ingartengsla fslands og Ráðstjórn
arríkjanna við Þingholtsst. Þeir
Holmelin og Haraid St Björns-
son skýrðu þar frá . haustkaup-
stefnunni í Leipzig, sem haldin
verður 4.—11. september.
Þarna munu sýna framleiðer.d-
ur úr 44 löndurn. Sýningin fer
fram í 15 sýningarbyggingum og
er íiatarmál hennar nær því ein
milljón ferfet, en sýningaraðilar
eru yfir 7000 að tölu. — Stærstu
sýningarsvæðin eru frá Sovét-
ríkjunum, Póllandi, Tékkóslóvak-
íu, Ungverjalandi, Rúmeníu,
Búlgaríu, Kína og Júgóslavíu, en
stærst þó frá Þýzka alþýðulýð-
veldinu.
Að undanteknum nokkrum smá
ríkjum, sýna þar einnig öll lönd
Vestur-Evrópu og eru sýningar
Frakklands og Austurríkis þar
myndarlegastar, en einnig frá
Belgíu, Dampörku og Ítalíu eru
stórar sýningar.
Langstærsta þátttakan utan A,-
Evrópulandanna er frá Vestur-
Þýzkalandi. Þaðan sýna fram-
leiðendur í öllum sýningarflokk-
um.
Frá íslandi er sýning á fisk-
niðursuðuvörum frá firmanu
Mars Trading Co. í samvinnu við
nokkrar niðursuðu-verksmiðjur
hér.
Frá löndum utan Evrópu er
sýning Indlands langstærst. Mörg
bandarísk og japönsk firmu hafa
sýningardeildir.
Dagana sem sýningin stendur
yfir eru haldnir tónleikar og leik
sýningar, þar sem heimsþekktir
listamenh frá mörgum löndum
koma fram.
Gert er ráð fyrir að sýningu
þessa muni sækja yfir 250 þúsund
manns. Eins og að venju munu
margir islenzkir káupsýslumenn
einnig nú fara þangað, en á haust
kaupstefnuna í fyrra fóru yfir
60 héðan. — íslenzka Vöruskipta
félagið s.f. sem hefur umsjón með
vöruskiptunum við Aus'tur-Þýzka
land, mun hafa opna skrifstofu í
Leipzig meðan á sýningunni
stendur og mun framkvæmda-
stjórinn Sigvaldi Þorsteinsson á-
rita pantanir innflytjenda héðan
um leið og kaupsamningar eru
gerðir.
Ferðir á kaupstefnuna eru nú
mjög hentugar eftir að beinar
flugferðir hófust með austur-
þýzka flugfélaginu „Interflug"
frá Kaupmannahöfn til Leipzig.
Umboðsmenn Kaupstefnunnar
Framhald á bls. 19.
Feimnisle£ur
Þjóðviljinn er dálítið feinm»
isiegur í gær, þegar hann játar
það, að Rússar hafi ekki einungis
rætt við Breta um mismunandi
skoðanir á víðátáu landhelginnar,
heldur beinlínis heimilað Bretum
veiðar innan 12 mílna landhelgi
sinnar. Þjóðviljinn segir á þessa
leið:
„í sambandi við skrif sín um
„ivilnanir“ víkur Morgunblaðið
að því, að Sovétríkin heimili
brezkum togurum veiðar á
nokkrum svæðum innan sovézkr
ar landhelgi, og má það teljast til
tðinda, þegar Morgunblaðið ákall
ar Sovétríkin sem fyrirmynd“.
I1 Siðan er vikið að því, hvernig
Bretar báru sig til við að ná þess
! um réttindum hjá Russum og
segir blaðið:
„Þeir fóru bónarveg að sovézk-
um stjórnarvöldum og viður-
kenndu þannig í verki alger yfir-
ráð Sovétríkjanna yfir 12 mílna
| landhelgi".
Krúsi svikari?
Þjóðviljanum finnst þannig hin
sjálfsagðasta kurteisi af Rússum
að leyfa Bretum að veiða innan
12 mílnanna, þegar þeir fara að
þeim bónarveg. Samkvæmt þeirri
kenningu ættum við að bregðast
þannig við kurteislegum orðsend-
ingum Breta að tilkynna þeim, að
þeim væri velkomið að fiská hér
upp í landsteina. Og ekki er ann-
að sýnna en að svikabrigslunum
þurfí nú að snúa við og ráðast
að Ólafi Thors fyrir það að haga
sér ekki á hinn kurteisa veg, sem
Krúsjeff hefur markað.
Ef þetta verðiur ekki gert í
framhaldi af nefndum yfirlýsing-
um Þjóðviljans, verður ekki bet-
ur séð en að blaðið stimpli Krúsa
sjálfan sem hinn argvítugasta
svikara við hagsm'uni þjóðar sinn
ar. —
„Ógildir samningar“
Tíminn í gær heldur áfram að
ræða um yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar um viðræður við Breta.
Segir blaðið á þessa leið:
„En þetta mál er hins vegar
mjög einfalt og augljóst. Færi
svo, að islenzk stjórnarvöld
semdu um einhver frávik frá 12
mílna fiskveiðilandhelginni,
hljóta slikir samningar að vera
með öllu ógildir, því að þeir yrðu
gerðir þvert ofan í einróma yfir-
lýsingu Alþingis um a? afsláttur
af 12 mílna fiskveiðilögsögu komi
alls ekki til greina“.
En hvers vegna allan þennan
bægslagang og upphrópanir um
að nú eigi að semja rétt af ís-
lendingum, ef slíkir samningar
væru ónýtt pappírsgagn? Er þá
ekki eitthvað meira saman við
óðagotið en einlæg ættjarðarást?
Þátttaka í fríverzlun
Alþýðublaðið ræðir í gær um
hin nýju fríverzlunarsvæði, sem
eru að þróast í Evrópu. Segir
blaðið á þessa leið:
„íslendingar verða að fylgjast
með þróun viðskiptamála í ná-
grenni sínu og geta ekki staðið
einir utan við þau samtök, sem
bera sýnileg merki framtiðarinn-
ar. Þátttaka í tollabandalögum
verður þó að byggjast á sérstöðu
okkar um ýmis atriði, svo sem
varðveizlu mikilsverðra markaða,
en engin ástæða er til að ætla að
það geti ekki samrýmzt samstarfi
við nágrann'3 okkar“.
Þetta mikilvæga mál mun
verð'a ofarlega á baugi á næstunni
og óhjákvæmilegt að við íslend-
ingar vindum bráðan bug að þvi
að verða virkir þátttakendur i
viðskiptasamstarfinu, enda er
grundvöllur lagður að þvi með
hinum nýju og frjálslyndu ei'na-
hagsráðstöfunum.