Morgunblaðið - 17.08.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1960, Blaðsíða 18
18 MORCUl\HL 4 f> IÐ Miðvikudagur 17. ágúst 1960 Olympíumótið í gœr 16,41 m. í roki og miklum kulda Jón Pétursson nœrri 2,04 m. ÓLYMPÍl DAGURINN var í gærkvöldi með fjölbreyttum íþróttahátíðahöldum í Laug- ardal. En veður spillti kvöld- inu mjiig, svo það varð aðeins svipur hjá sjón af því sem vonir stóðu til. Þrátt fyrir norðanrok og mikið moldrok náðist góður árangur í ýms- um greinum — en aðrar varð að fella niður vegna veðurs. Vilhjálnvur Einarsson Heimsmet !★ 16.41 m. Flestra athygli beindist að þrístökkinu. Þar var Vilhjáim ur meðai keppenda. Fyrsta gilda stökk hans mældist 15.92 en í fjórðu tilraun náði hann 16.41 m. stökki. Það afrek hans við þær aðstæður sem voru í gærkvöldi er mjög gott. Mik- ill meðvindur j atrennunni gerði hana allt of hraða með þeim afleiðingum að fyrsta stökkið varð allt of iangt og eyðilegði allan ,rythma‘ í heild arstökkinu. Þetta endurtók sig stökk eftir stökk — og því má telja 16.41 m mjög gott afrek, og sýnir það vel í hve góðri þjálfun Vilhjálmur er. Keppnin hófst með keppni í handknattleik kvenna. Lék liðið sem sigraði Svia í sumar gegn úrvali annara stúlkna. Fyrr- nefnda liðið vann með 2 gegn 1. ★ 2.04 nærri! Um það bil sem stúlkurnar voru að ljúka keppni, var Jón Pétursson að fljúga yfir 1.93 og lét hækka í 2.04 metra. Fyrst felldi hann gróflega. En tvær síðari tilraunir hans voru mjög nærri því að takast. Og miðað við veðuraðstæður er ekki óvarlegt þó mjög líklegt sé talið að þessi hæð sé í Jóni og víst er um það að hann er nú á hátindi góðrar þjálfunar. Þá fór fram úrslitaleikur 2. fl. mótsins í knattspyrnu (íslands- mótið). Áttust við Valur og Akiur nesingar. Akurnesingar unnu með 2 gegn engu. Orslit annara greina: 100 m hlaup: Hilmar Þorbjörnsson Valbjörn Þorláksson Óifar Teitsson 110 m grindahlaup: Pétur Rögnvaldsson 400 m hlaup: Hörður Haraldsson Þórir Þorsteinsson 1500 m hlaup: Svavar Markússon 4.09.0 Guðmundur Þorsteinsson 4.11.6 j Agnar Leví 4,28.4 | 400 m grindahlaup: [ Sigurður Björnsson 59.6 ' Hjörleifur Bergsteinsson 62.5 Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson 16.41 Ingvar Þorvaldsson 14.04 Kristján Eyjólfsson 13.95 Hástökk: Jón Pétursson 1.93 Jón Ólafsson 1.80 Kúluvarp: Gunnar Huseby 15.70 Guðmundur Hermannsson 15.60 Friðrik Guðmundsson 14.54 EJliott maga- veikur SYDNEY, Astralíu, 16 ágúst: — Herb Elliott, ástralski millivega- lengdahlauparinn heimsfrægi, tapaði hér illilega í 800 m hlaup- inu í lokamóti ástralska frjáls- íiþróttasambandsins fyrir Olymp- iuleikana. Ástæðan er talin vera að Elliot er ekki búinn að ná sér fyllilega af magasjúkdóm er hann hefir þjáð. — Elliot kaus að taka þátt í 800 m hlaupinu, vegna þess að hann treysti sér ekki til að hlaupa 1500 m, en tapaði fyr- ir Dr. Tony Blue frá Drottningar- landi, sem vann hlaupið á 1.48.6 mín. Nieder fer fil Róm- neimsmer i \ \ «« r\/i kúiu kvenna or meö sino 20,06 TAMARA Press ein af stjörnum hins sterka kvennaliðs Rússa, sem senda á til Olympiuleikjanna, bætti heimsmetið í kúluvarpi kvenna (12 punda) sl. laugardag á iþróttamóti j Moskvu, er hún varpaði kúlunni 17.779 metra. Viðurkennda heimsmetið setti hún 26. apríl 1959, en það er 17.259 m., en í úrtökumótinu íyt- ir Olympíuleikana fyrir mánuði síðan varpaði hún kúlunni 17.424 metrar. BANDARISKI kúluvarpar- inn Bill Nieder hefur verið settur í Olympíulið Banda- ríkjanna, í stað Dave Davis, sem fer til Rómar sem vara- maður. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Bill Nieder setti heimsmetið 20.066 metra á dögunum. Við þessa ákvörðun Ólym- píunefndarinnar vaknaði sú Æflabi oð synda 400 m — en náði heims- metstíma í 800 í BANDARÍKJUNUM hefur það verið haft fyrir satt, að bandaríska siundstúlkan Christine Von Saltza mætti ekki stinga sér til sunds að hún setti ekki met. Christine er nú komin til Rómar og á fyrstu sundæfingunni þar, sannaði hún mönnum þar i landi að mikið er til í þess ari staðhæfingu. Hún hóf æf- ingu í 400 metra stundi, sem endaði með því að hún seí óstaðfest met í 800 metra sundi, en þar sem þetta var unnið við æfingu er ekki hægt að viðurkenna tímai. 10 min. 5.1 sek., sem nýtí heimsmet. Viðurkennda heims metið á þessari vegalengd á ástralska sundkonan Hsa Kon rads. Bandaríski þjálfarinn Ge- orge Haines, sagði að Christ- ine hafi upphaflega ætlað að synda aðeins 400 m bringu- sund, en er við sáum hve tími hennar var góður, en tími hennar eftir 400 metrana var 4.58.8 min., þá létum við hana halda áfram. Sigursœlir KR-ingar ÞESSIR ungu piltar eru í 4. fl. B í KR. Þeir hafa staðið sig sér í lagi vel í sumar, en þeir hafa unnið bæði miðsumarsmótið og Reykjavíkurmótið í sínum flokki. Þjálfari flokksins er Guð- björn Jónsson og honum til að- stoðar er Örn Jónsson. Um gengi þessa flokks í sumar er gleggst að gefa upplýsingar með að setja fram úrslit ieikjanna í mótunum: Reykjavikurmótið KR—Valur .... 11:0 KR—Víkingur ... .. 3:1 KR—Fram A .. .. 0:1 KR—Fram B .. .. 2:1 KR—Fram C .. .. 5:0 Samtals SKoraði því flokkurinn 21 mark í motinu gegn 3 mörk- um. —• M>ðsumarsmótið KR—Valur ....... 6:0 KR—Fram B ...... 2:0 KR—Fram C ...... 4:2 í þessu moti skoraði flokkurinn 12 mörk gegn 2 mörkum. Keflvíkingar unnu Færeyinga 6:3 spurning, hvort nefndin væri að brjóta settar reglur um val karla og kvenna í Ólympíu- liðið og svaraði formaður og framkvæmdastjóri amerísku nefndarinnar þeirri spurningu svohljóðandi: — Eftir að rannsókn hefur farið fram á öllum meðlimum Ólympiuliðsins, meðan það hefur verið í æfingum sl. þrjár vikur, var sú ákvörðun tekin að Dave Davis væri það slæmur í úlnlið að ekki væri hægt að vonast eftir að hann gæti náð sínu bezta í keppn- inni í Róm. Þessvegna var ákveðið að BiII Nieder kæmi inn í lióið í stað Dave Davis. ■ Sime \erður einnig með Einnig htlur verið ákveðið að Dave Sime komi í stað Paul Winder í 100 metra sveitina, en Sime hefur tvisvar jafnað heims- metið á þessari vegalengd í ár. Paul Winder mun í þess stað verða í 4x100 m boðslaupssveit- inni. í 100 metra hlaupinu keppa því fyrir i.-iandaríkin, Ray Nor- ton, FranK Budd og Sime, en í 4x100 metra boðhlaupssveitinni eru skráðir, Norton, Budd, Sime, Winder, Hayes Jones og Stone Jackson. Glenn Dnvis hefur verið bætt við 4x400 metra boðhlaupssveit- ina og verður sú sveit því skipuð eftirtöldum mönnum auk hans: Jack Yerman Earl Young, Otis Davis, Ted Wood og Jerry Sie- bert. FÆREYSKA knattspyrnulið- ið B-36 tapaði 1. leik sínum gegn Keiivíkingum með 6 mörkum gegn 3. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á grasvellinum í Njarðvík. Keflvíkingar unnu hlutkestið og kusu að leika undan sól, enda kom síðar í ljós að sólin gaf Keflvíkingum að minnsta kosti tvö ódýr mörk. ★ Forysta Keflvíkinga Leikurinn hófst með sókn B-36 upp hægri kantinn og þá leið fór knótturinn yfirleitt þeg- ar Færeyingum tókst að skapa sér tækifæri til að skora. Leik- urinn var framan af nokkuð þóf- kendur, en þó sýndi ÍBK tals- verða yfirburði í fyrri hálfleik. Lið ÍBK hefir verið endurskipu- lagt þannig að Högni Gunnlaugs- son leikur miðframvörð, en Skúli Skúlason miðframherja og þessi breyling tvímælalaust til bóta. Það var ekki fyrr en á 27. mín. að Páll Jónsson lék á hægri bakvörðinn og skoraði auðveld- lega framhjá markmanni sem virtist blindaður af sólinni. A 34. mín. skorar Guðmundur Guð- mundsson annað mark ÍBK af 30 metra færi, en markvörður virtist ekki sjá knöttinn sem auð- velt hefði verið að verja.. Þrem mín. síðar kom fallegasta mark leiksins. Hógni er með knöttinn á miðjunni, sér slæma vörn hjá B-36. Gefur knöttinn inn í eyð- unna og Páll kemur brunandi og skorar viðstöðulaust. Mínútu síð- ar skorar Skúli fjórða mark ÍBK, eftir að hafa fengið í ró og næði að leggja knöttinn fyrir vinstri fótinn. Hálfleiknum lauk með 4:0 fyrir ÍBK ★ Mórk á færibandi Þrátt fyrir burstið í fyrri hálf- leik var engan bilbug að finna á liði B-36. Færeyingar hófu strax sókn og á 5. mín. ver Heim- ir naumlega skot frá Jógvan Jac- obsen. B-36 pressar, þó nokkur upplausn vii ðist koma í lið ÍBK sem alls ekki bjóst við þessari mótspyrnu. Manni finnst að B-36 hljóti að skora, en það er Skúli sem skorar fyrsta markið í síð- ari hálfleik á 15. mín. Og nokkr- um mín. síðar skorar hann 3. mark sitt í leiknum, eftir að hafa einleikið í gegnum vörn B-36 og síðan leikið á markmanninn. —. Staðan er 6:0 en Færeyingarnir láta það ekki á sig fá. Á 24. mín. hljóp Þorsteinn Magnússon af sér bakvörðinn og skoraði hjá út- hlaupandi Heimi. Mínútu síðar leggur Þorsteinn knöttinn fyrir Niclasen sem skorar með föstu skoti og á 29 mín. skorar Samuel sen þriðja mark B-36. — Það sem eftir var hálfleiksins áttu bæði liðin nokkur góð tækifæri en fleiri mörk voru ekki skor- uð. — Fœreyingar unnu KFK 2:1 ANNAR leikur færeyska liðsins B-36 við Keflvíkinga fór fram á grasvellinum í Njarðvík á mánu- dagskvöld. Var þar lið KFK sem mætti Færeyingunum að þessu sinni, og voru í liðinu 6 Ieik- menn sem leika að jafnaði í 1. deildarliði ÍBK, en Páll Jónsson og Gunnar Albertsson léku ekki með vegna meiðsla. Veður var fremur leiðinlegt, norðan strekk ingur og kuldi. KFK lék undan vindi og sól í fyrri hálfleik og reyndi að pressa en tókst ekki að skora. Þó átti Skúli 2 stangarskot, en B-36 jafn aði þau met með því að brenna tvisvar af fyrir opnu marki. Lauk hálfleiknum án þess að mark væri skorað. í síðari hélfleik hófu Færeying ar mikla sókn, en það var ekki fyir en um miðjan hálfleikinn að þeím tókst að skora eina mark laiksins. Var það Paulsen sem skoraði af 20 m færi í bláhornið. Bæði liðin áttu þó marktæki- færi eftir þetta, sem ekki nýtt- ust og urðu úrslitin sanngjörn eft ir gangi leiksins. Hvorugt liðið sýndi góða knatt spyrnu. Mkið var um langar send ngar og hlaup eða þá að einstak- ir leikmenn einléku um of. Bezti maður á vellinum var Thorstein Magnussen h. úth. B-36. Síðasti leikur B436 hér á landi að þessu sinni verður við UMFK á miðvikudagskvöld. — B.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.