Alþýðublaðið - 18.11.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1929, Blaðsíða 2
ttfcÞVÐUBbAÐIB Háskólakennaíinn á undanhaldi. Magfnús Jónsson notarágizkanír fyrir rok. III. Næst er að athuga afrakstur átgerðarinnar og hvernig honum hefir verið varið. Þar stend ég jafnilla að vígi og Magnús Jónsson, að ég verð að byggja á ágizkun í sumum greinum og dæma eftir líkum. f þessum efnum er ekki hægt að taka munninn fullan fyr en rann- sókn á hag útgérðarinnar liggur fyrir. Ég hygg að pær Iíkur, sem ég nú ætla að benda á, mundu reynast réttar við rannsókn. Pess vegna hlýt ég að óska eftir slíkri rannsókn, eins og aðrir sósíal- istar hafa gert og gera, svo mál mitt sannist. Magnús Jónsson hyggur líka, að sínar líkur mundu sannast við rannsókn. Hann hefir að vísu barist á móti rannsókn áöur. En hér eftir mun hann varla gera pað, nema hann sé hræddur nm, að rannsóknin mundi ósanna tíkurnar, sem hann hefir bygt á gífuryrði sín í pessu merkilega máli. Otgeröarfyrirtæki hafa gefið af sér stórkostlegan afrakstur, og ó- hemjufé hafa pau látið til annars en eigin eflingar eða kauphækk- unar sjómanna. Þessu til sönnynar skal ég taka dæmi og leiða vitni, sem væntan- lega verður ekki véfengt sem hlutdrægt mér í vil. Síðast liðinn vetur var hér í bænum landsfundur Ihaldsflokks- ins. Við pað tækifæri fóru fund- armenn upp að Korpúlfsstöðum til pess að skoða mannvirkin par. Frá peirri för er skýrt í „Verði“, landsmálablaðinu, sem miðstjórn íhaldsflokksins gefur út. I pess- ari skýrslu segir ritstjóri „Varð- ar“, Árni Jónsson frá Múla: „Er pað ærið umhugsunar- efni peim, sern alt af eru að ala á rig milli útgerðarmanna og bænda, að liér hefir stærsti útgerðarmaðurinn á Islandi lagt i iangstærstu jarðræktar- framkvæmdir, sem hér hafa verið gerðar síðan land bygð- ist. Sami stórhugurinn, sem birtlst í pvi pegar Thor Jensen lagði hér fyrstur manna ut i togaraútgerð, hefir nú fenglð sér viðfangsefni við ræktun jarðarinnar. Fjandskapuí ú't- gerðarlnnar til iandbúnaðarins birtist á Korpúlfsstöðum í pví að hver eyrir af öiium peim hundruðum púsunda króna, sem par heflr verið varið til framkvæmda, liefir fengist af afrakstri útgerðarinnar.“ „Vörður" er ekki borinn fyrir pessu af pví, að hann viti petta einn. Þetta er og hefir verið á cdlra vitordi. Það er líka á allra vitorði, að pessi hundruð pús- unda erji ekki eini sýnilegi af- raksturinn. Veiðiár, jarðir og hú|: á Mýrum vestur eiga sömu upp- tök. Stórhýsi eigenda Kveldúlfs í Reykjavík, dýrindis innbú, bif- reiðar og handbært fé rekur til sömu róta. — Enn hundruð pús- unda. Alt er petta útgerðinni ýmisf alveg óviðkomandi eða snertir hana miklu minna en kaupgjald sjómanna. Nú má varla ætla Kveldúlfi pá óvarkárni, að hann hafi látið dll- an afrakstur sinn ganga til pessa. Hitt verður heldur að ætla, að hann sitji eftir með mörg hund- ruð púsunda sem varasjóð, til pess að mæta ófyrirséðum og óviðráðanlegum skakkaföllum. Af öllu pessu er Ijóst, að petta eina útgerðarfélag hefir grætt stórkostlega á rekstri sínum. Af pessu er Ijóst, að petta eina fyrir- tæki hefir varið óhemjufé af af- rakstri sínum til annars en efl- ingar sjálfu sér. Þetta er á allra vitorði, einnig Magnúsar Jónssonar háskóla- kennara. Þrátt fyrir pað segir hann um meðferð arðsins í „Morgunbl.“ 2. p. m.: „Að svo miklu leyti, sem.arðurinn af fyr- irtækjunum hefir ekki farið til aukningar fyrirtækjanna sjálfra, og til hans hefir meginporri hans farid*), hefir hann lent í bönkum, sem svo hafa lánað hann til ann- ara fyrirtækja. Sumt hefir ef til vill*) farið til húsabygginga og er pað ekki líka gagnlegt ?“(!!) „Einhver hluti hefir svo farið til óparfa eyðslu og jafnvel hún hleypir auknu fjöri í atvinnu- reksturinn, en er annars ekki bót mælandi.“ Og enn segir Magnús í sömu grein: „Verkamenn eiga að fá »em allra hæst kaup og peir eiga að beita sem ailra skynsamlegustum aðferðum til pess, að geta fengið gott kaup og haldið pví. Eitt af pvi er pað, að vernda fyrirtækin, — mjölkurkýmar —, sem peir lifa á. Það er bág ráðsmenska að svelta kúna eða ofreyna reið- hestinn, sein á að bera mann í langferð.“ Nú stóð svo á, pegar Varðar- greinin var skrifuð, sú sem áður er vitnað i, að nýlega var afstað- iö verkfall sjómanna út af kaup- kröfum. Kveldúlfur póttist ekki geta gengið að kröfum sjómanna. Þó hafði hann fengið nógan arð til pess, pað vita allir. En hann haföi varið arðinum til annars. Hann vildi ekki verja varasjóði sínum til pessa, — eða átti engan varasjóð. Skipin máttu Iiggja og sjómenn máttu ganga atvinnu- lausir hálfan annan til tvo mán- uði, pangað til útgerðarmenn gátu neytt ríkisstjórnina til pess, að veita sér hiunnindi — ívilnun í tekjuskatti, skatti af hreinum gróða — svo peir gæti greitt sjó- mönnum tœpan helming af kröf- *) Leturbr. mín. unni, sem um var deilt, eða uro 15«/» kauphækkun. Og pessi hlunnindi fá dð eins pau útgerð- arfélög, sem bezt eru stæð, sem grœða. Hin, sem ekki grœða og kgnnu að parfnast lijálpar, pau njóta einskis góðs af pessu. „Það er bág ráðsmenska að svelta kúna eða ofreyna hestinn," segir háskólakennarinn. Hér hefir nú verið tekið að eins eitt dæmi, Kveldúlfur. Og pað er ekkert vafamál, að hann hefir haft geysilegan afrakstur af útgerð sinni. , En Kveldúlfur er ekki eina út- gerðarfyrirtækið, sem hefir haft arð. Þau eru fleiri, og peirra á meðal má nefna félagið „Alli- ance“. Það er flestra mál, að pað félag hafi ekki grætt minna en Kveldúlfur. Nú er sjálfsagt að unna eig- endum Kveldúlfs pess sannmælis, að peir hafa ekki farið í felur með allan sinn gröða. Það sem hér hefir verið bent á er ekki falið í bönkum, hérlendum eða erlendum, pví er ekki eytt í svall eða hégóma. Korpúlfsstaðir eru dæmi' um sterkan vilja til pess að draga arð úr skauti náttúrunn- ar, einnig á landi, og djörfung til að leg’gja fenginn arð í nokkrg áhættu. Það er allrar xdrðingar vert. En pað skiftir ekki máli, pegar að eins er um hag sjálfrar útgerðarinnar að ræða. En hvað hefir Alliance gert við sinn afrakstur? Það mun mega fullyrða, að miklu af peim afrakstri hefir Al- liance varið sjálfu sér til eflingar og tryggingar, og er pað út af fyrir sig lofsverð ráðsmenska. Það er altalað, að um síðasta nýjár hafi pað félag ekki skuld- að neinum neitt. Þetta verður að vísu ekki sannað nema með rannsókn. Ég ætia pví að ganga út frá pessu sem sennilegri get- gátu, en ekk'i sönnun, — getgátu, sem væri félaginu fremur til vegs en vansæmdar, ef rétt reyndist, pvi pá var pað búið að búa svo í haginn, að pað gat greitt sjó- mönnum hátt kaup. Hér er sem sé um allmikinn auð að ræða. Fjögur hafskip á félagið, lágt virt með öllum búnaði á 1200 púsund krónur. Þá eru verkunarstöðVar og önnur mannvirki á landi. Mundi pað of hátt metið á 300 púsund? Og eitthvað hafa hlut- hafarnir fengið til eigin umráða. Þeir búa sumir í skrauthýsum og höllum — pað vita menn, og peir hafa sumir ekki aðrar mjólk- urkýr haft en Ailiance. Þannig virðist pá hagur pessa félags vera daginn sem pað stöðvar útgerðina með neitun unj lítils háttar kauphækkun handa sjómönnum. Þannig virðist hagur pess standa daginn sem pað neyðir ríkisstjórnina til pess að gefa sér hlunnindi, svo pað geti orðið við nokkrum hluta af kröf- um sjómanna. Hvað ætli hagur útgerðarfélags pyrfti að verða góður, að skoðu* Magnúsar Jónssonar, til pess a6 af pví mætti krefjast sæmilegs kaups handa verkafólki, úr pví hann kallar pað „svikráð við all- an hinn vinnandi iýð“ að styðja Jsjómenn í kröfum um kauphækk- un hjá svona félagi, og kallar pá mestu ólánsmenn pjóðarinnar, sem slíkt gera? En geram svo ráð fyrir að get- gáta mín sé ekki rétt, félagið eigi miklu minni eignir en að framan er talið. Hvað hefir pá orðið af afrakstrinum? Því pað mun eng- inn vefengja, að afrakstur pess félags frá upphafi skiftir milljón- run króna. Hér skulu ekki talin fleiri dæmi, pó vitanlegt sé um suro önnur útgerðarfélög, að pau hafa ausið út arði sínum til hluthafa og farið síðan á höfuðið, pegar eitthvað bjátaði á, eða fengið hundruð púsunda króna eftirgefin af skuldum í bönkunum. Verkamenn eiga að vernda at- vinnufyrirtækin, segir Magnús Jónsson. En hann getur ekkert um pað, sá góði maður, að at- vinnufyrirtækin eigi að vernda. verkalýðinn frá böli fátæktarinn- ar. Það lítur út fyrir að hann vilji láta 'dWinmifyrirtœkin hafa allan arðinn, pangað til hann er orðinn svo mikill, að pau geta ekki komið honum' í lóg á annan hátt en pann, að kasta honum af náð sinni í verkalýðinn. En hvað má telja arð af at- vinnufyrrrtæki? Ég get ekki fariði út í að svara peirri spurningu í pessari grein. En svo mikið verö ég að segja, að pað sem alment er kallaður arður af fyrirtæki, er að miklum hluta innieign verkalýðsins, sem hefir fengið of lítið kaup, — innieign, sem stjórnendur fyrirtækjanna hafa engan siðferðiiegan rétt til að fara með sem sína eign, heldur verða að standa skil á í aukmr kaupgjaltdi, eða sem tryggingarfé verkalýðsins í fyrirtækinu. Magnús Jónsson fer með gífur- yrði um sósíalista fyrir pað, að peir hafi eggjað verkamenn tíi að gera of háar kaupkröfur. Ég fullyrði, að sjómenn hafa ekki gert of háar kaupkröfur, og geta ekki gert svo lengi sem út- gerðarfyrirtækin hafa afrakstur. sem varið er tU annars en efl- ingar útgerðinni. Það er að eins ein leið til að sanna hvor okkar hefir réttara fyrir sér í pessu máli: Opinber rannsókn á hag útgerðarfyrir- tækjamm. Sósíalistar hafa krafist slíkrar rannsóknar og munu halda áfranj að krefjast hennar. Magnús Jóns- son verður að fylgja okkur í peirri kröfu, ef hann vill sanna sitt mál. Leggist hann móti slíkrj rannsókn, pá leggur hann sín eig- in orð undir pann dóm, að pau séu verri en marklaust hjal, og verður fyrir pau sjálfum sér og mentastofnun peirri, sem hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.