Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 2
2 MORGBNBLAÐ1Ð Látigardáguí 20. ágúst 1960 Eyskens játar mistök — en heldur velli BRÍÍSSEL, 18. ágúst (Reuter) — Við umræSur í þingi í dag um stefnu ríkisstjórnar Belg- íu í Kongó-málunum, játaSi Eyskens, forsætisráðherra, að mikill misbrestur hefði verið á því, að Kongómönnum hefði verið gert kleift að mennta sig nægilega áður en þeim var veitt sjálfstæði. — ★ — „Það er ljóst, að við verð- um að játa það, þegar við lítum hlutlaust á málin, að ýmis mistök hafa orðið“, sagði forsætisráðherrann. — Benti hann í þessu sambandi á, að ekki hefði komið til neinna vandræða í þeim nýlendum Frakka, sem undanfarið hafa fengið sjálfsíæð’’, sem staf- aði af því, að þær hefðu ver- ið betur undirbúnar en Kon- gómenn. — ★ — Seint í kvöld fór fram at. kvæðagreisla um traust á rík isstjómina, og hélt hún velli með talsverðum atkvæðamun eins og búizt hafði verið við. n Pravda gagnrýnir rúss- neskan iðnaðarvarning Moskvuútvarpið segir-Rússa stórtapa á lélegri framleiðslu „Drottningin siglir inn í Reykjavíkurhöfn (Ljósm.: Svo. Þorm.) Síðasto ierðin — um sinn LONDON, 19. ágúst (Reuter) — Rússar viðurkenndu í dag, að þeir væru komnir í miklar ó- göngur í keppni sinni við Banda- ríkin um framleiðslu iðnaðar- varnings. Moskvuútvarpið sagði í dag frá grein, sem birzt hafði í Pravda, þar sem segir: „enn eru framleiddar margs konar slæm- ar vörur, sem tæknilega stand- ast engan samanburð við þarfir nútímans" Segir útvarpið, að Rússar hafi tapað um það bii 3.300 milljónum rúblna árið 1959 á lélegri iðnaðarfram- leiðslu. Á lista yfir vörur, sem taldar eru sérlega slæmar, eru meðal annars, ýmiss konar verkfæri, saumavélar skófatnaður, út- varps- og sjónvarpstæki. myr.da vélar og verksmiðjuframieiddir hlutar íbúðarhúsa. Útvarpið hafði á dagskrá sinni fyrir tæplega ári á- ætlun um iðnaðarframleiðslu, og var þar sagt, að framleiðslan yrði um áramót 1961 orðin 40% vandaðri en hún var 1958. Óréttlætanlega léleg ending Aðstoðarutanríkisráðh. Banda- ríkjanna, Douglas Dillon, sagði fyrir skömmu, að iðnaður Rússa hefði aukizt um 8% á árinu, en iðnaðarframleiðsla Bandaríkj- anha um 4 '/2 %, en gæði rúss- neskrar iðnaðarframleiðslu hafa hiins vegar, samkvæmt Pravda, ekki verið að sama skapi. í Pravda sagði til dæmis, að það væri algerlega óréttlætan- legt hve ending útvarps- og sjónvarpstækja væri léleg, og daglega væri fólk að flytjast i nýjar íbúðir, en það yrði fyrir sífelldum vonbrigðum vegna galla, sem iðulega kæmu fram á verksmiðjuframleiddum hlutum. Skófatnaður, sem fólkið yrði að hota væri bæði lélegur og og langt aftur úr tízku nútímans. Að lokum spurði Pravda: „Hvað er mikið magr, af léleg- um vefnaðarvarningi og slæm um gamaldags fatnaði í hi'ium verzlana okkar?“ SL. fimmtudag kom Drottningin til Reykjayíkur, í sína síðustu ferð, a.m.k. um sinn, því ákveð- ið hefur verið að annað skip, vöru flutningaskip, annist reglulegar siglingar í hennar stað til ís- lands fram að áramótum. Drottningin er búin að sigla til’ íslands síðan 1928, er hún var býggð fyrir íslandssiglingar. Hún hefur komið 5 ferðir hingað á þessu ári og fer héðan til Fær- eyja og Kaupmannahafnar. — Heyrzt hefur að nú séu dagar skipsins taldir og að það verði rifið, en á skrifstofu Sameinaða Ungverjar réðust að Vestmannaeyingum og veittu þeim glóðarauga og hnífstungu ÍTIL átaka kom í Vestmanna- eyjum í fyrradag með þeim hætti að língverjar, sem þar búa, réðust að Vestmannaey- jngum, sem gert hafði verið áð rífa húskofa þann, sem Ungverjarnlr bjuggu í um stundarsakir. Meiddust Vest- mannaeyingarnir, annar særð ist af hnífsstungu, en hinn fékk glóðarauga. ■ Samkvæm,t upplýsingum, sem blaðið fékk hjá yfirlögregluþjón- inum í Vestmannaeyjum í gær, eru málsatvik þessi: Eldri hjón ungversk höfðu á- samt syni sínum og dóttur fengið inni í gömlu húsi, sem Vest- mannaeyjabær átti á Stakkagerð istúninu. Var þeim Ieyft að búa þarna til bráðabirgða. í vor seldi bærinn Guðmundj Böðvarssyni, trésmíðameistara, hús þetta til niðurrifs og átti hann að fjar- lægja það fyrir 17. júní. Fyrir nokkru byrjaði Guðmundur að rífa húsið og byrjaði á þeim hluta þess, sem ekki var búið í. Kvartaði heimilisfaðirinn yfir þessu og er Guðmundur kom öðru si-nni og hugðist halda '/* NA /5 hnútar / SV 50 hnútar X- Snjóícoma > Ú6i \7 S/cúrir fC Þrumur W/MiC KutíaM Hilaskil H Hm» L Lrnqi Káifafellskirkja endurvígð — Rirkjubæjarklaustri, 17. ágúst. NÆSTKOMANDI sunnudag mun herra biskupinn, Sigurbjörn Ein- óirsson, endurvígja kirkjuna á Kálfafelli í Fljótshverfi í Vestur- Skaftafellssýslu Kálfafellskirkja var upphaflega byggð sem ríkis- kirkja, skömmu fyrir síðustu alda mót, og var mjög farin að láta á sjá, en söfnuðurinn tók við henni fyrir fáum árum. Á sl. ári voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni, svo hún má nú kallast nýtt hús. Var steyptur undir hana grunnur, sett ir í hana nýir gluggar, byggð við 1 ia rúmgóð forkirkja með turni á þaki, og kirkjan innréttuð að öllu leyti. Verk þetta fram- kvæmdi Sveinn Björnsson, smið- ur, frá Fossi á Síðu. í sumar var kirkjan máluð af þeim hjónunum Grétu og Jóni Bjömssyni frá Reykjavík. Kirkjunni hafa bor- izt ýrnsir gripir, og munu þeir verða taldir upp síðar, þegar sagt verður frá vígslu kirkjunnar. Vígsluathöfnin hefst kl. 2 eh. verkinu áfram barði Ungverj- inn hann með spýtu svo hann fékk glóðarauga. Sonurinn í húsinu réðist þá að aðstoðar- manni Guðmundar, ísak Árna- syni, Seljalandi, og veitti hon- um áverka með hnífi. Guðmundur og ísak kærðu atvik þetta þegar til lögreglunn- ar. Var Isak sendur beina leið til læknis, þar sem tekin voru átta spor í hnífstungu á hendi hans og mun hann frá vinnu a. m.k. í 10 daga. Læknisvottorð um áverka mannanna beggja munu liggja fyrir á mánudag og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. gufuskipafélagsins fengust þær upplýsingar að ekkert hefði ver- ið ákveðið um þetta. Aðeins væri gengið frá áætlun fram að ára- mótum og gæti því Drottningin því alveg eins orðið sett á áætl- un næsta ár. Fangelsisprestur heimsækir Rvík Á SUNNUDAGINN kemur fær Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykja- vík góða heimsókn. Það er Harry C. Warwick frá Kaliforníu. Hann er á leið til Noregs og Svíþjóðar þar sem hann hyggst dvelja um tíma. Hr. Warwick hefir verið þjónandi fangelsisprestur hjá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum síðan árið 1944. í meira en fjöig- ur ár starfaði hann við San Quentin fangelsið, þar sem hann dvaldi oft tímum saman með dauðadæmdum föngum, síðustu stundir lífis þeirra. Þar sem hann starfar nú eru um það bil 3600 fangar, sem hafa brotið lögin á einhvern hátt. Um 600 þeirra eru æskumenn. Hr. Warwick mun tala á sam- komu í Fíladelfíu, Hverfisgötu 44, kl. 8,30 á sunnudagskvöldið. Allir eru velkomnir að heyra hvað þessi margreyndi maður hef ur að segja frá starfi sínu meðal hinna ógæfusömu manna. Þá mun hann tala í Fíladelfíu í Keflavík kl. 4 á sunnudaginn. Einnig þar eru allir velkomnir. (Frá Fíladelfíu). ENN liggur háþrýstisvæði yfir Reykjavík. í New York var 17 Grænlandi og skilur millj stiga hiti, þrumur og rigning. lægð á norðanverðu Atlants- hafi og við vesturströnd Nor- Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: 6?S ^n«rS 1ve°ar, °g lægðiar SV-land til Norðurlands og yfir Baffinsiandi hms vegar. SV mig m norðurmiða; Hæg. Allar veðurhreyfingar virð- y. víðast vigri ast hægfara og er yfirteit. ^ NA4and ftg NA_mið; Hæ,g. viðri, léttir til. hægvirði á öllu því svæði, sem 5 kortið nær yfir. Ekki er sér- S s ) lega hlýtt í veðri, mest 18 stig Austfirðir og Austfjarðámið: London og Stokkhólmi, 13 Norðan kaldi og dálitil súld í ( S stig voru í Hamborg og Reykja nótt en batnandi á morgun. S | vík, enda rignir á fyrrnefnda SA-land og SA-mið: Hæg- | ( staðnum, en sól skín í heiði í viðri, léttskýjað með köflum. ! Svíar veita sjúkum flóttamönnum landvist SVÍÞJÓÐ hefur enn einu sinni opnað landamæri sín fyrir hópi flóttamanna sem þjást af berklum eða öðrum alvarlegum sjúkdóm- um. Svíþjóð hefur lengi verið í fremstu röð þeirra landa, sem tekið hafa við berklaveikum flóttamönnum án þess að gera kröfur um tryggingu fyrir út- gjöldum sem hljótast af læknis- hjálp og menntun. Síðan 1953 hafa Svíar alls tekið við rúm- lega 600 slíkum f 1 óttamön num, en þegar fjölskyldur þeirra eru meðtaldar verður talan um 1400. Auk þess hafa þeir boðizt til að taka við 32 berklaveikum flótta- mönnum í sambandi við flótta- mannaárið, og 150 flóttamönn- um sem þjást af öðrum sjúkdóm- um . Rússar sam þykkja frestun GENF, 19. ágúst (Reuter-NTB): Fulltrúi Rússa á þríveldaréðstefn unni í Genf um kjarnorkuvopna- tilraunir, S. Tarapkin, til'k. í dag að Rússar féllust á að ráðstefn- unni yrði frestað. Sagðist hann að vísu óska eftir að fresturinn yrði ekki alveg jafn langur og Vesturveldin vilja, en þau hafa lagt til að hann verði einn mán- uður. Er þess vænzt að næsti fundur ráðstefnunnar verði á mánudag og það verði hinn síðasti um stundarsakir. ‘ — Powers Framh af bls 1 Powers hefði einlæglega játað og iðrast sektar sinnar, óskaði hann aðeins eftir 15 ára fangels- isdómi. Við þessi orð Rudenkos, brast eiginkona Powers í grát og laið yfir móður hans. Faðir hans lét ekki á sér sjá hvort honum lík- aði betur eða verr og þá ekki Powers sjálfur. • Dæmið mig ekki sem óvin Rússlands Er Rudenko hafði lokið máii sínu talaði verjandi Powers og bað dómendur minnast þess, að Powers hefði aðeins verið að framkvæma fyrirskipanir ann- arra manna, en aðeins hann einn stæði á sakborningabekk. Síðast fékk Powers að taka til máls. Bað hann dómendur að dæma sig sem einstakling, er gerði sér fullkomlega grein fyrir sekt sinni, en sem aldrei fyrr hefði staðið á sakborningabekk og iðr- aðist mjög verknaðarins. Bað hann dómendur að hafa 1 huga, að engar hernaðarupplýsingar hefðu komizt í hendur andstæð- inga Rússa. Einnig bað hann þá minnast þess, að hann bæri ekki hinn minnsta kala til rúss.iesku þjóðarinnar. • Þrír dómendur Powers talaði í þrjár mínúttir, en að máli hans ,loknu drógu dómendur sig í hlé. Eftir fjórar og hálfa klukkustund var rétt- urinn settur á ný og dómsúr- skurður lesinn. Lögfræðingur fjölskyldu Pow- ers, sagði fréttamönnum í dag, að dómurinn kæmi þeim ekki á óvart, þau hefðu vænzt fimm til fimmtán ára fangelsisdóms. Fjölskyldan fékk leyfi til. að dveljast með Powers í eina klukkustund, er réttarhöldin voru afstaðin. Moskvuútvarpið tilkynnti í kvöld, að dómnum yfir Powers hefði verið vel tekið hvarvetna í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.