Morgunblaðið - 20.08.1960, Side 9

Morgunblaðið - 20.08.1960, Side 9
Laugardagur 20. ágúst 1960 MORr.rnrnT 4ðið Lögreglustöðin verð- ur við Hlemm Deilt um staðsetninguna í beéjarstiórn Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI sl. fimmtudag risu nokkrar deilur um staðsetningu væntanlegrar lögreglustöðvar. Fyrir nokkru samþykkti bæjarráð að gefa kost á leigulóð við Hlemim (gasstöðv- arlóð) fyrir lögreglustöð, eftir nánari útvísun síðar og með skil- yrði um að bæjarráð samþykkti sérstaklega uppdrætti að hagnýt- ingu svæðisins. Er þessi bæjarráðssamþykkt lá fyrir bæjarráðsfundi á fimmtu- dag, stóðu fulltrúar Alþýðubanda lagsins upp og mótmæltu sam- þykktinni. Ingi R. Helgason kvað alveg fráleitt að verja þessari lóð und- ir lögreglustöð. Til þess væri hún of dýrmæt. Bar hann fram tillögu og varatillögu í málinu. Guðmundur J. Guðmundsson lagði til að málinu yrði frestað. Geir Hallgrímsson, borgarsjóri, kvað það ekki vanzalaust fyrir borgina að sjá ekki væntaniegri lögreglustöð fyrir hagkvæmri lóð. Þessi lóð væri að vísu stór, enda ekki ætlazt til að væntaml. lög- reglustöð yrði aðeins fyrir lög- regluna, heldur gert ráð fyrir að þar yrðu skrifstofur sakadómara, borgardómara og borgarfógeta. Hefði það verið álit lögregluyfir- valda að lóðin við Hlemm væri mjög ákjósanleg fyrir væntan- lega lögreglustöð og umferðar- nefnd og skipulagsstjóri hefðu einnig samþykkt þessa staðsetn- ingu fyrir sitt leyti. Að umræðum loiknum var bæj- arráðsfundargerðin samiþykkt og væntanlegri lögreglustöð þar með valinn staður við Hlemm. Lýðháskólinn við Snoghöj í BLÖÐUM undanfarið hefur birzt auglýsing frá lýðháskólan- um við Snoghöj á Jótlandi. Vil ég með linum þessum vekja at- hygli Ungs fólks, sem hyggst á lýðskólanám erlendis, á skóla þessum. Ég átti þess kost síðast- liðinn vetur, að dvelja þarna um nokkurt skeið og tel þann skóla i röð beztu lýskóla danskra, þeirra, er ég kynntist á ferð minni. Snoghöjskólinn hefur nokkra sérstöðu meðal annara sambærilegra skóla. Vegna þeirr ar viðleitni skólans að fá kenn- ara og nemendur sem víðast af Norðurlöndum, verður skó'inn 75 ára í dag: Þorsteinn M. Jónsson 5 á fundi auk hindarboðenda ÞJÓÐVILJINN flytur næstum daglega fréttir af fundahöld- um svokallaðrar „Fram kvæmdanefndar Þingvallafund. ar“, en nokkrir menn á vegum hennar fiakka nú um landið til þess að boða til fundar í veitinga skálanum Valhöll í haust. Segir Þjóðviljinn á þriðjudaginn, að fundirnir séu „yíirleitt vel sótt- ir“, en það þýðir á máli kom- múnista, að þeir séu slælega sóttir, enda berast fréttir um það hvaðanæva af landinu. Almenn- ingur skopast hvarvetna að „framkvæmdanefndarmönnun- um“ og hefir engan áhuga á að sækja fundi þeirra. Á þriðjudaginn birtist í Þjóð- viljanum grein með yfirskrift- inni „Ágætir fundir . . og er þar fyrst sagt frá fundi á Flat- eyri í Önundarfirði. Sá ágæti fundur var setinn af fimm mönn um auk þriggja ræðumanna og fundarstjóra. í hópi þessarr. fimm manna var fréttamaður fra Morgunblaðinu. Fram kom tillaga um að kjósa „undirbúningsnefnd til að ganga frá stofnun héraðsnefndar“. Kos- in var þriggja manna nefnd með atkvæðum tveggja manna, — Gils Guðmundssonar og séra Sig urjóns Einarssonar, enda segir Þjóðviljinn, að nefndin hafi ver- ið „mynduð“. ÞORSTEINN M. Jónsson, íyrr- verandi skólastjóri er 75 ára í dag. Þorsteinn er fæddur á Út- nyrðingsstöðum á Völlum, en þar bjuggu foreldrar hans. Hanr. stundaði nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri og Kennara- skólanum og vann að kennsiu á Austurlandi næstu árin, en stundaði útgerð og búskap jafn- hliða kennslunni. Árið 1921 flutti Þorsteinn M. til Akureyrar. Kenndi í 9 ár við barnaskóla þar, en varð s.tóla- stjóri gagnfræðaskólans 193ó og gengdi því starfi i 20 ár. Á Akur eyri rak Þorsteinn einnig bóka- Hægt að poota ó eiaon stað STOPNAÐ hefur verið fyrirtæki hér í bæ, er nefnist „Viðskipta- þjónustan“. Hugmyndin er sú, að fyrirtæki úti á landi geti snúið sér á einn stað með vörupant- anir sínar, en þessi fyrirtæki hafa oft orðið að leita til margra staða í bænum til að fá þá vöru, sem kaupa þanf. ,„Viðskiptaþjónustan“ mun ekki taka neina þóknun af þeim, sem panta vöruna, þ. e. a. s. af við- takanda vörunnar. Hins vegar mun hún taka lág sölulaun hjá þeim heildsala, sem selur vöruna. Heildsalan mun einnig sjá um sendingu vörunnar og innheimta greiðslu fyrir hana ,án afskipta eða ábyrgðar „Viðskiptaþjónust- unnar“. Fyrirtæki úti á landi geta ráð- ið því hjá hvaða heildsala varan er keypt, eða hvort þau vilja láta LÍjCTAKSdRSKURBUR Hérmeð úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygginga- gjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast •áttu í janúar og júní sl., framlögum sveitarsjóð* til Tryggingastofnunar ríkisins og atvinnuleysistrygginga- sjóðs á árinu 1960 söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi 4. ársfjórðungs 1959 og 1. ársfjórðungs 1960, söluskatti 2. ársfjórðungs 1960 svo og öllum ógreiddum þinggjöld- um og tryggingagjöldum ársins 1959, tekjuskatti, eign- arskatti, námsbókagjaldi, slysatryggingaiðgjaldi, at- vinnuleysistryggingasjóðsiðgjaldi, kirkjugjaldi og kirkju garðsgjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Ennfremur bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingagjaldi ökumanna, en gjöld þessi féllu í gjald- daga 2. janúar sl., svo og skipulagsgjaldi af nýbygging- um, skipaskoðunargjaldi, rafstöðvagjaldi, vélaeftirlits- gjaldi svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningargjöld- um vegna lögskráðra sjómanna, auk drá,ttarvaxta og lög- takskostnaðar. , Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 16. ágúst 1960. Sigurgeir Jónsson kaupa hana annars staðar, ef hún fæst ekki hjá þeim heild- sala, sem þeir hafa skipti við. Vörupöntun þarf að vera skrif- leg, stimpluð og undirrituð af verzlunarstjóra, eiganda eða „prókúruhafa“. „Viðskiptaþjónustan er til húsa á Austurstræti 12. útgáfu og vann að fræðistö’-furo og þjóðsagnasöfnum. — Til Reykjavíkur fluttist Þorstexnn fyrir fáum árum. Þorsteinn M. var kjörinn þing- maður Norðmýlinga árið 1916 og sat á þingi til 1923. Átti haan sæti í sambandslaganefndinni, sem gekk frá sambandslögum íslands og Danmerkur 1918. Fjöl mörgum öðrum trúnaðarstórfum hefur hann gengt, m. a. átt sæti í bæjarstjórn Akureyrar á ann- an áratug. Þorsteinn er mikill bókamað- ur og mun bókasafn hans eitt- hvert hxð allramesta í einstaisl- ingseign á landi hér. Er haun ó- þreytandi að auka það og bæta og hefur öll spjót úti til að kom ast yfir fáséðar og eigutegar bækur. Þorsteinn M. er skemmtilegur í viðmóti. fróður með afbrigðurri, víðsýnn og hleypidómalaus í skoðunum. Munu margir vinir og velunnarar hugsa hlýtt til hans og konu hans, frú Sigur- jónu Jakobsdóttur á þessum tímamótum. — j. h. a. samnorrænni í sniðum og því á ýmsan hátt girmlegri til nams- dvalar fyrir íslendinga en aðrir d„i.-Ivir lýðskólar, sem taka meira tillit til danskra staðhátta. Nám er þarna jölbreytt og margt um að velja af hagnýtum sérgreinum. Kennaraliðið er úr- valsfólk og sérlega vinveitt ís- lendingum. Skólastjórinn, Poul Engberg, lögfræðingur að mennt un, var áður kennari í Askov og því mörgum íslendingum kunnur. Aðbúnaður aiiur er ágætur og umhverfi skólans, rétt við Litlabeltisbrúna, er eitt hið allra fegursta. Námskostnaði virtist mér í hóf stillt og sagði skólastjórinn mér að Norrænafélagið hefði s-yrkt þarna íslenzkt namsfólk og eins hefði Rótarýklúbbur Fredericiu borgar, sem er þarna skammt frá styrkt íslendinga, sem verið hefðu í skólanum. Mér væri mjög ljúft að gefa frekari upplýsingar um skóla þennan, ef um væri spurt, svo og aðra þá dönsku lýðskóla, sem ég kynntist á ferð minni um Danmörku, sem ég tel alla hinar gagnmerkustu menntastofnanir. Eiðum í ágúst 1960. Vórarinn Þórarinsson, Ferðir um Suðurnes í DAG verður hin vinsæla fOf um Suðurnes farin, sennilega í síðasta sinn á þessu sumri. Farið verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 1.30 e.h og komáð við á öllusn merkustu stöðum á Suðurnesjum. Síðasti viðkomustaður verður Bessastaðir. Fararstjóri verður eins og venjulega Gisli Guð- munidsson. HENTUGUR PENNI Á HÓFLEGU VERÐI Parker SUPER ”21” Penni Skólapenni Lögun og gerb meb séreinkennum Parker Mjög mjúkur raffægður oddur .... Endingargóöur og sveigjanlegur fyllir Sterkt skapt og skel-laga......... Gljáfægð hetta, ryðgar ekki....... .. .%S.-.sÁ..%X....N....VÍ)5í4Wlkt.WN V VNVÍ.wNfcv«VÍl. . . íwÍ Á ÞESSU VERÐI FÁIÐ ÞÉR HVERGI BETRI PENNA. Ekkert annað mei’ki getur jafnast . . . að útliti, gæðum og gerð . . . og þó Parker SUPER ,,21“ seldur á ótrúlega lágu verði! Mörg útlitseinKenni, sem notuð eru af dýrari Parker pennum eru sameinuð í endingargóðu efni og nákvæmri gerð. Hann er framleiddur til að endast árum saman, með áferðar fagurri skrift og mesta styrkleika gegn brothættu og leka. Fæst nú með fínum oddbreiddum og fjórum fögrum skapt- litum. FRAMLEIÐSLA m THE PARKER PEN COMPANY 9 2121

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.