Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.08.1960, Qupperneq 6
6 MORGUffBLAÐIÐ Laugardagur 20. ágúst 1960 Fegursti skrúbgar&ur Reykja- víkur 1960 við Njörvasund 12 ‘/jHc&é HltUiÁAHS: í fyrradag, á afmælisdégi Rvíkur, var tilkynnt hver heffti vcrið valinn fegursti skrúðgarður Reykjavíkur 1960. Fyrir valinu varð skrúð- garðurinn við Njörvasund 12 í Langholtssókn. — Eigendur þessa garðs eru hjónin Sig- ríður Gestsdóttir og Guð- brandur Bjarnason og Lárus Lýðsson. Dómnefnd Fegrunarfélagsins hefur unnið að vali fegurstu garð anna í bænum að undanfömu. Hana skipa garðyrkjumennimir Björn Kristófersson, formaður Garðyrkj ufeiags íslands, Sigurð- ur Albert Jónsson og Niels Busk. Auk fyrrnefnds garðs, sem hlýt- ur sérstök heiðursverðlaun og afhent verða síðar, hljóta eftir- taldir garðar heiðursskjöl: Feg- ursti skrúðgarður Dómkirkju- sóknar að Smáragötu 13, fegursti skrúðgarður Hallgrímssóknar að Skeggjagötu 25, fegursti skrúð- garður Háteigssóknar að Drápu- hlíð 18, fegursti skrúðgarður Bú- staðasóknar að Langagerði 90, fegursti skrúðgarður Laugames- sóknar að Otrategi 3 og fegursti skrúðgarður Nessóknar að Kvist- haga 23. Allir áður þekktir Allir þessir skrúðgarðar eru bæjarbúum að góðu kunnir fyr- ir fegurð sína, og hafa áður hlot- ið viðurkenningu Fegrunarfé- lagsins. Það er álit dómnefndar að fjöl- margir skrúðgarðar standi jafn- fætis þessum görðum í smekk- legu skipulagi og ræktun, en skorti á við þá í blómskrúði og hirðingu. Þá vekur dómnefndin athygli á vanhirðu margra fyrir- tækja um fegrun lóða sinna, en nefnir sem undantekningar fyr- irtækið „Nesti“, sem gæti verið öðrum góð fyrirmynd, einnig nokkrar bensínafgreiðslustöðvar og verksmiðjulóð við Rauðarár- stíg. Sumarið hefur verið mjög hag- stætt fyrir alla garðræktendur. Blómaskrúð er yfirleitt mikið og fagurt í görðum og trjávöxtur mikill. Mjög víða hefur verið unnið að ræktun húsalóða í sum- ar og margir fallegir garðar virðast vera í uppsiglingu, en því miður eru þó enn til of margir húsráðendur sem láta sér það sæma að búa árum saman í íull- byggðum og glæsilegum húsum, án þess að hirða um fegrun um- hverfisins. Mikil vanhirða Hákon Guðmundsson, formað- ur Fegrunarfélagsins* skýrði blaðamönnum frá því í' gær að mikið vantaði á að ýmis fyrir- tæki héldu lóðum sínum snyrti- legum og hefði stjóm félagsins í athugun Pvaða leiðir væru til úrbóta í því efni. Þá kvað hann mikið skorta á að lóðir við ný- byggð hús væru lagfærðar og stæðu þær oft í óhirðu mörg ár eftir að lokið væri byggingu hússins. Hann benti á að garðar Reykjavíkurbæjar væru allir fallegir og snyrtilegir og bærinn verði miklu fé til fegrunar, og því væri það raun hve margir borgaranna sinntu lítt umbótum á lóðum sínum og görðum. Glasgow, 17. ágúst: — Einn af aðalleiðtogum Verkamannaflokks ins brezka, hinn 58 ára gamli Morgan Phillips, sem óttazt var um í gær, eftir að hann fékk slag, var sagður mun hressari í dag. • Mikil blaðaskrif Sumir kunna að telja feg- urðarsamkeppni lítt til stór- tíðinda. Hvað sem um það má segja. hefi ég aldrei séð eins mikið af erlendum blöðum með „Iceland" í aðalfyrirsögn, eins og þeim sem nú berast hingað. Meira að segja lýsir eitt blað á Formósu fegurð Sigríðar Geirsdóttur á forsíðu sinni. íslendingur einn, Bjarni Jónsson, sem staddur veir á Langasandi, þegar fegurðar- samkeppnin fór fram, lýsir henni þannig í bréfi heim: •JMikið^iIstancI^ „Hér er nýlokið fegurðar- samkeppninni og er það eitt- hvert mesta tilstand, sem ég hefi séð. Ég var viðstaddur opnunina, sem fram fór á Laugardalsvellinum hér á Long Beach. Var ansi gaman að því; hornablástur og dans, flugeldasýning, allar gyðj- urnar, 52 eins og spilin, nema hvað þetta eru allt drottn- ingar. Það var ekið einni og einni 1 einu í opnum bílum, með fána hverrar þjóðar fyrir sig, og í þjóðbúningum. Sirrý var í ljósbláum þjóðbúningi, ■sem ég hefi ekki áður séð, og knnske er það föðurlands ást, að mér fannst hún bera af. Eítir að allar vom komn- ar á pallinn, gengu þær fyrir borgarstjórann og leystu hann út með gjöfum, og fengu lykil borgarinnar að launum. Ástr- alía gaf honum gæruskinn, og var ég þá hræddur um, að Ísland kæmi með gæru lika. Hollar.d gaf honum Genever. „Bara að Sirrý komi nú ekki með flösku af Svartadauða“, hugsaði ég. Svíþjóð gaf hon- um reykt svínslæri. Þá datt mér i hug rúllupylsa frá fs- landi. Svo kom Danmörk með styttu af hafmeyjunni í Köb- enbavn. Barasta að Sirrý komi nú ekki með sprengju- brot úr okkar hafmeyjú eða Vatnsberanum. Svo kom miss Iceland og ég sá, að hún hélt á þunnri bók. Hrökk ég þá við, því mér datt í hug, að hún -væri komin með restina af frimerkjunum frá Póst- málastjórninni. En ótti minn var ástæðulaus, því hún gaf ísland í myndum og lítið vík- ingaskip úr silfri. Hann fékk allt milli hirhins og jarðar þessi borgarstjóri; austur- lenzkan koparbakka, sem tek ur 300 kokteilglös og fleira og fleira. •^Lög^eftir^^ Daginn eftir komu þær fram í skrautvögnum og sum- um þjóðum fylgdu flokkar. Á undan fslandi komu þrjár telpur (dætur Erlendar heit- ins á Röðli), sem léku á har- moniku lög eftir 12. Septem- Ólík hjón ÞÚ VARST að tala um eiginmann þinn og sagðir við mig: „Eg held að það geti ekki enzt lengi. Ekki svo að skilja, að mér geðjist ákaflega illa að honum. Eg er jafnvel fús að viðurkenna kosti hans. En, við erum of ólík. Smekkur okkar er ekki sá sami. Hann vill alltaf vera stundvís; ég er óbætanlega sein. Hann segir alltaf að herbergið sé of heitt; það er aldrei of heitt fyrir mig. Hann elskar hreyfingu, útilíf; ég elska hvíld og ró. Hann er vansæll nema hann sé eitthvað að gera. Eg er ánægð, ef ég hefi ekkert að gera. Hann gerir áætlanir, lífsáform. Eg hata áætlanir og kann bezt við að láta heppnina ráða. Nei, það blessast aldrei.“ Eg er þér ekki sammála. Auðvitað er möguleiki á því, að hjónaband ykkar fari út um þúfur, en það er ekki óhjákvæmilegt. Eg þekki mörg hamingjusöm hjón, sem voru einu sinni eins ólík og þið tvö. Eg þekki jafnvel hjón, sem hafa verið gift í fjörutíu ár, sem voru ólík, héldu áfram að vera ólík og eru alls ekki ósamingjusöm. Þvert á móti. Þú munt segja: „Hvernig mátti það ske? Kraftaverk?“ Má ég reyna að útskýra það. Máttur vanans er mikill og það veitir eiginkonu sérstaka ánægju að finna það, að hún þekkir maka sinn nægilega vel til að sjá allar hans andverkanir fyrir. Þú getur, jafnskjótt og þú kynnist nýju fólki, getið þér þess til, hvort eiginmanni þínum muni geðj- ast eða ekki geðjast að því. Þú veizt líka nákvæm- lega orsökina og þú hefur gaman af að sannfærast um það, að þú hafðir á réttu að standa. Að lokinni leik- eða kvikmyndasýningu getur þú þér til um það, hver skoðun hans verði. Hún verður andstæð þinni skoðun, en nákvæmni spádóms þíns verður þér til gleði. Svo mun þér smátt og smátt skiliast, að mismun- irnir bæta hvern annan upp. Hann er svo stundvís, að hann myndi án þín alltaf koma of snemma; þú ert svo óstundvís ,að þú myndir án hans missa af öll- um jámbrautarlestum, flugvélum og stefnumótum. Vegna þess að hann dáir útilífið neyðir hann þig til að ganga úti í sólskininu og það verður þér til góðs; vegna þess að þú nýtur þess að slæpast og lesa, getur þú kennt honum að rannsaka bækur og seinna að elska þær. Hjá eiginmanni og konu, sem líkjast hvort öðru of mikið, fara hin sameiginlegu éinkenni þeirra út í öfgar. Ef þau eru hins vegar ólík, verða þau hvort öðru til uppbótar. Þess vegna ráðlegg ég fyrst og fremst þolinmæði. 1 stað þess að reiðast vegna mismunar, þá skaltu reyna að færa þér hann vel í nyt. Fyrstu mánuðimir eða árin kunna að verða erfið. Seinna finnurðu það þér til undrunar að allt hefur gengið vel. Aldurinn verður líka til hjálpar. Eiginmaður þinn þreytir þig ekki lengur, vegna þess að hann er þreyttur sjálfur. Án þess að gera sér grein fyrir breytingunum, hef- ur hann öðlazt eitthvað af þínum smekk, þú eitt- hvað af hans. Það er betra að breyta því og laga það sem maður á nú þegar, en hlaupa eftir því, sem mað- ur á ekki og sem kann að reynast ónothæft. Vertu trúr þínu eigin vali, jafnvel þótt þú ímyndir þér, að það hafi ekki verið það bezta, sem þú gazt gert. Stað- festa í æsku stuðlar að hamingju á miðjum aldri. ber alíslenzk, en ekkert leik- ið eftir Jón Leifs. Hann getur þó rukkað Stefgjaldið fyrir Freymóð. Svo komu átta kon ur í þjóðbúningum og var þetba prýðilegt út af fyrir sig. „Miss Universe“ keppnia, sem hefur alltaf verið hér, fluttist til Florida út af ósam- komulagi milli borgarinnar óg Catalina Baðföt hf., sem átti nafnið, svo að Long Beaeh stofnaði til annarrar keppni, International Beauty Contest. Hefur þátttaka þjóðanna ver- ið meiri í henni, og það sem nýtt er við þessa keppni, er að útnefning drottningarinn- ar fer töluvert meira eftir „sjarma“ stúlkunnar; t. d. er gefið fyrir ræðusnilli, þjóð- búninga og kvöldkjóla, en ekki eingögnu farið eftir kyn ferðisilegum útlínum. Sirrý stóð sig eins og hetja; vann rlest verðlaun allra. Engin talaði fleiri tungumál en hún og endaði hún í 3. sæti, með 100 þúsund króna verðlaun, landi sínu til stórsóma. Stóð hún sig betur en margir af hinu kyninu, sem sendir hafa verið erlendis í nafni þjóðat- innar. — Báddi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.