Morgunblaðið - 03.09.1960, Qupperneq 2
2
MORCVTSBLAÐ1Ð
Laugardagur 3. sept. 196D
Undralax í
Skjálfanda
fljóti
HÚSAVÍK, 2. september. —
Óþekktur fiskur, afbrigði,
eða „villtur úr hafi“, veidd-
ist í Skjálfandafljóti í gær.
Hann veiddist í net frá
bænum Rauðuskriðu. Fisk-
urinn er 48 sm langur og
1300 gr þungur. Að útliti má
líkja honum við sambland ,
af laxi, silungi og rauð- J
maga.
Nánar má lýsa fiskinum
þannig: Hausinn er líkast-
ur laxi (hæng), frá haus og
aftur fyrir bakugga mynd-
ast bunga, sem virðist
brjóskkennd, líkast og á
rauðmaga, bolur og hreist-
urslag líkist einna helzt
vatnableikju, en hann virð-
ist annars hreisturslítill og
roðið hveljukennt, stirtla
og sporður líkast og á urr-
iða. Fiskurinn virðist kyn-
þroska svilfiskur.
í dag hafa margir skoðað
þennan fisk og jafnframt
lesið Fiskana eftir Bjarna
Sæmundsson, en ekki getað
fundið þar lýsingu, sem
kemur heim við þennan
imdrafisk, sem sumir telja
eitthvert afbrigði, en aðrir
að hann sé villtur úr hafi.
Fiskurinn er geymdur í
frysti og verður sendur
suður til rannsóknar.
— Fréttaritari.
Sól rí kasti
ágústmánuður
síðan mœlingar hófust
Afmælisgesturinn
Framh af bls 1
meðal annars að vestræn blöð
hafi haldið því fram að hann væri
til Finnlalnds kominn til leyni-
samninga við Kekikonen, en „ég
er kominn eingöngu til að óska
mínum góða vini herra Kekkonen
til hamingju mieð afmælið. Ek'k-
ert er eðlilegra meðal gamalla
vina og góðra nágranna".
Frítt föruneyti
f fylgd með Krúsjeff eru m.a.
Lunikov, yfirmaður Norðurlanda
deildar utanríkisráðuneytisins, G.
T. Shuisky ráðgjafi Krúsjeffs í
viðskiptamálum, O. A. Troyanov-
siky ráðuneytisstjóri og L. T. Lit-
ovtshenko ofursti.
HVAÐ sólskinsstundir snertir
varð ágúst metmánuður hér í
Reykjavík. Voru sólskinsstund-
irnar í mánuðinum 278, en hafa
ekki áður orðið fleiri en 273, árið
1929.' Þessar upplýsingar fékk
blaðið frá Öddu Báru Sigfusdótt-
ur, veðurfræðingi, í gær. Þess má
geta að skýrslur um sólskins-
stundir eru til síðan 1923.
Ágústmánuður var einnig
ákaflega þurr, rigndi 9.1 mm.
Ekki er það þó metþurrkur. Arið
1956 var rigningin 4.4 mm í Rvík,
árið 1907 0.9 mm og árið 1903
hefur metið. Þá rigndi 0.4 mm.
Regnmælingar eru til frá 1885—
1907 og Svo síðan 1920. Hitinn í
mánuðinum var 11,2 stig, heldur
meira en meðallag, sem er 10,6.
Lítið er komið til Veðurstof-
unnar af skýrslum utan af landi.
En samkvæmt veðurskeytum hef
ur ekki rignt á Akureyri nema
5 mm í ágústmánuði, sem er met
þar ef rétt er, en þar eru til
mælingar frá 1928. Sólskinsmæl-
ingar og endanlegar hitamæling-
ar hafa ekki borizt Veðurstof-
unni.
Æfingar hafnar í
Þjóðleikhúsinu
I DAG hefjast æfingar í Þjóð-
leikhúsinu á fyrsta leikritinu á
leikskránni. Það heitir á frum-
málinu „Look homewards, ang-
el“ og hefur ekki verið gefið
endanlegt nafn á íslenzku. Leik-
stjóri verður Baldvin Halldórs-
son, en þýðinguna gerði Jónas
Kristjánsson.
Leikrit þetta gerði Ketty
Frings eftir samnefndri skáld-
sögu Thomasar Wolfs, og eru
bæði sagan og leikritið heims-
þekkt .Aðalhlutverkin leika Guð
björg Þorbjarnardóttir, Robert
Hættuástond
á bílastæði
Á SJÖTTA tímanum í gær
safnaðist hópur vegfarenda að
Hótel íslands grunninum, þar
sém lögregluþjónn stóð á verði
og vísaði bílum frá stórum polli
á miðju bílastæðinu.
Hafði komið gat á benzíntank
bifreiðar, sem þar stóð, en hún
var me.l.t læknisnúmeri. Lak
benzínið smám saman niður á
bílastæðið, en lögreglan kom á
vettvang, til að koma í veg fyrir
að aðrar bifreiðar ækju yfir
pollinn eða að vegfarendur færu
óvarlega með eld þar í nánd,
þangað til slökkviliðið kom á
vettvang og skolaði benzíninu
burtu.
I 'SlNAIShnilar ? / SV50hnútar H Snjiioma 117 Skúrir 1 ’VMV/Rtgn- » ÚÍi I K Þrumur | '////tráhi KuUasHIXH HaS Hiitski! 1L Lagi |
1 i ik . . /•> / n/
FYRIR sunnan land er nærri
kyrrstæð lægð, sem veldur
A-átt hér á landi. Veðurhæð
er 8 vindstig á Stórhöfða, en
um norðanvert landið er enn
sem fyrr hægviðri eða alveg
logn. Önnur lægð er norðan
við Nýfundnaland og hreyfist
austur eftir.
Á Grænlandshafi er NA-átt
og hvassvirði og rigning syðst
á austurströnd Grænlands með
8 stiga hita. Hins vegar er
hæg NA-átt og 12 stiga hiti
á flugvellinum gegnt Bratta-
hlíð. í Reykjavík er 13 stiga
hiti, 14 í Glasgow, 16 í Kaup-
mannahöfn og London, 20 í
París og 23 í New York.
Veðurhorfur kl. 22 í gær-
kvöldi:
SV-mið: Allhvass austan,
úrkomulaust.
SV-land, Faxaflói og Faxa-
flóa-mið: Austan kaldi, skýj-
að með köflum.
Breiðafjörður tii Norður-
lands og Breiðaf. mið til norð-
ur miða: Hægviðri, víðast létt
skýjað.
NA-land til SA-lands og NA
mið og Austfjarðamið: Aust-
an gola eða kaldi, víðast skýj-
að.
SA-mið: Austan kaldi eða
stinningskaldi, skýjað en úr-
komulaust að mestu.
Arnfinnsson, Gunnar Eyjójfsson
og Jón Sigurbjörnsson.
Þjóðleikhúsið mun ennfremúr
áforma að sýna í vetúr éftirtálin
leikrit: Tvö á saltinu eftir
William Gibson, Nashyrningarn-
ir eftir Ionesco, Þjónar drottins
eftir Axel Kielland og Taste of
honey eftir Seelaney.
Um jólin verður flutt óperan
Don Pasquale eftir Donizetti und
ir stjórn Thyge Thygesen og
seinna óperettan Sígaunabarón-
inn eftir Strauss.
I GÆRKVOLDI var lokið
kcppni i 54 greinum íþrótta á
Olympíuleikunum og eru þeir
þar með rétt rúmlega hálfnað-
ir. Skipting á verðlaunapen-
ingum milli þjóðanna er sem
hér segir:
Gull Silfur Bronz
Rússland 14 5 9
Bandaríkin 13 11 9
Þýzkaland 5 12 4
Ítalía 5 2 2
Ástralía 4 4 3
Ungverjaland 3 5 2
Tyrkland 3 0 0
Nýja Sjáland 2 0 0
Bretland 12 5
Svíþjóð 1 2 1
Rúmenía 1* 1 3
Búlgaría 1 1 1
Danmörk jl 0 :i 1
Japan 0 3 1
Bclgía 0 2 0
Holland 0 13
Pólland 0 1 3
Tékkóslóvakía 0 11
Arabalýðveldið 0 10
Brazilía 0 0 1
Frakkland 0 0 1
Júgóslavía 0 0 1
Mexíkó 0 0 1
Persía 0 0 1
Vestur Indíur 0 0 1
ÖrvœntingaríuUur loka-
sprettur
NÝSJÁLENDINGURINN Murray
Halberg sigraði í 5000 m hl.
á Olympíuleikunum í gær. Flestir
væntu þess fyrir fram að hann
myndi vinna, en það ætlaði að
veitast honum erfitt. Þjóðverjinn
Hans Grodotski var óðum að
draga á hann á lokasprettinum
og kom aðeins átta sekúnduhlut-
um á eftir honum í mark. En svo
tvísýn var keppnin, að þriðjil
keppandinn, Kazimierz Zimmy,
Póllandi var á lokasprettinum að
draga óðfluga á Grodotski og kom
aðeins tveimur sekúnduhlutum
síðar í mark. Eftir keppnina köst
Lítil fundarsókn
AKRANESI, 2. sept.: — Akur-
nesingar hafa aldrei verið neitt
sérlega ginkeyptir fyrir komm-
únistum.
Keflavíkurgöngu og Brúsastaða
fundarmennirnir héldu fund
hér í gærkvöldi í Bíóhöllinni. Kl.
rúmlega 9 var enginn kominn, en
úr því fór fólk að smátínast þang
að og urðu fundarmenn 30—40.
Stóðu þeir á göngunum, en fáir
einir tóku sér sæti. Ræður fluttu
Jónas Árnason, Páll Bergþórs-
son og Petra húsfreyja á Skarði
í Lundarreykjadal. — Oddur.
Brezkur togari
NORÐFIRÐI, 2. sept.: — Brezkur
togari kom hér inn í nótt með bil
aða vél. Er það St. Mark frá
Hull. Bjuggust skipverjar við að
þurfa að vera hér í 2—3 daga.
Sögðu þeir þetta vera í fyrsta
sinn sem þeir leituðu hafnar á
Islandi, eftir að fiskveiðideilan
hófst, en þeir hafa áður verið við
veiðar við Islandsstrendur.
— S. L.
ALGEIRSBORG, 25. ágúst. —
Frönsk yfirvöld hér gerðu í dag
upptækt hið óháða, franska
kvöldblað „Le Monde“, vegna
greinar um Alsír, sem birtist í
þvL
QQP
uðu þeir sér allir örmagna í gras-
ið.
Þegar hlaupið hófst tók Zimmy
frá Póllandi forustuna og hélt
henni fjóra hringi. Þá fór Power
frá Ástraliu framúr. Allir hlaup-
ararnir héldu sig í einum hnapp.
Þeir fóru fremur hratt og svo
virtist sem hjaupið yrði mjög
jafnt.
En þegar 1500 metrar voru eft-
ir, tók Halberg kipp og þeystist
15—20 m fram úr öllum keppi-
nautum sínum á einu augabragði.
Þjóðverjinn Grodotsky sá kipp-
inn of seint og má vera, að það
hafi kostað hann gullverðlaun.
En rétt á eftir tók hann líka
kipp og urðu lok hlaupsins ör-
væntingarfull keppni milli þess-
ara tveggja manna.
- Krúsjef
Frh. af bls. 1
forsætisráðherra muni bíða og
sjá hvað Eisenhower og de
Gaulle gera áður en hann ákveð-
ur hvort hann sitji þingið. Fari
Macmillan ekki, verður Home
lávarður formaður brezku nefnd
Mótmœli
ACCRA, Ghana, 2. sept. (Reuter)
— Mannfjöldi safnaðist í da.g
saman fyrir utan franska sendi-
ráðið í Accra í dag til að mót-
mæla fréttum þess efnis að Frakk
ar hafi í hyggju að gera tilraunir
með neðanjarðar kjarnoxku-
sprengingar á Sahara eyðknörk-
inni.
Hertruimibur voru barðar með-
an sendinefnd fór á fund sendi-
ráðsmanna með áskorun uim að
Frakkar hætti öllum kjarnorku-
tilraunum á Sahara.
Einnig var skorað á öil sjólf-
stæð ríki Afrítou að slíta stjórn-
mólasambandí við Fratotoland og
„frysta" eða gera upptækar all-
ar eignir Frafcka í viðkomandi
löndum ef haldið yrði áfram til-
raunum.
— Kongó
Frh. af bls. 1
flutninga á liði Lumumba er
hann leggur til atlögu við Kasai-
her.
Blaðamenn handteknir
Þrír brezkir blaðamenn komu
í dag til Bafcwanga, höfuðborgar
Námuríkisins í Kasáihéraði, og
voru handteknir við komuná að
því er segir í fréttum frá Luala-
borg. Voru þetta fréttaritarar.
Reuters, brezka útvarpsins og
Daily Express.
Undanfarna daga hafa geisað
harðir bardagar í Bakwanga, en
verið erfitt að fá áreiðanlegar
fréttir þaðan. Sagt er að hundruð
manna hafi fallið í bardögunum.
í fyrstu hafi hersveitum Lum-
umba tekizt að hrekja her Kal-
onjis, forseta Námuríkisins, burt
úr borginni, en síðan misst völd-
in aftur og verið sjálfir hraktir
úr sumum hlutum borgarinnar.
Bogar og örvar
Kalonji er sjálfur í Elisabeth-
ville, höfuðborg Katanga, en það-
an fóru í gær um 300 sjálfboða-
liðar til að berjast gegn Lum-
umba í Bakwanga. Voru sjálf-
boðaliðarnir margir hverjir
klæddir einkennisbúningum, en
allir voru þeir óvopnaðir. En tal-
ið er að flestir hermenn Kalonjis
séu aðeins- vopnaðir bogum og
örvum.
Drykkjuhlé
I frétt frá NTB segir að einn
af herflokkum Lumumba í landa
mæraborginni Luputa hafi náð á
sitt vald jámbrautarvagni full-
um af öli. Hafi lið SÞ reynt að
koma í veg fyrir æðislega
drykkju hermannanna, en mistek
izt. Hermenn Kalonjis hafi heyrt
sönginn og lætin og hafið skot-
hríð. Skiptust fiokkarnir á skot-
um um hríð, en hættu brátt og
settust saman að drykkju. Síð-
ustu fregnir herma að þar sé allt
í sátt og samlyndi.
Ólympíuleikar stjómmálanna
Parísarblaðið Combat sagði í
dag að ákvörðun Krúsjeffs um
að sitja þingið, breytti þinginu
í „Ólympíuleika" stjórnmálanna,
en án „reglunnar sem bannar að
slá fyrir neðan belti“.
Opinberir aðilar í London virt-
ust sammála um að ekki væri
rétt að halda „toppfund“ á Alls-
herjarþinginu, sem þannig yrði
snúið í áróðurskeppni austurs og
vesturs.
Talið er víst að flestir leiðtog-
ar kommúnistaríkjanna muni nú
hópast til New York, og að Eisen-
hower forseti muni sennilega
mæta á þinginu, þó ekki verði
nema til þess að flytja þarj
kveðjuræðu þar sem hann lætur (
brátt af forsetaembætti í Banda-
ríkjunum. 1
Utanríkis-
ráðherrafundur
Norðurlanda
Blaðinu barst í gær eftir-
farandi fréttatilkynning frá
utanríkisráðuneytinu.
EINS og skýrt hefur verið frá í
fréttum var hinn venjulegi haust
fundur utanríkisráðherra Norð-
urlanda haldinn í Osló 29. og 30.
ágúst. Á fundinum voru rædd
m. a. ýmis þau mál sem munu
verða á dagskrá allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna í haust.
Samkvæmt venju sendi utan-
ríkisráðuneytið á staðnum út
fréttatilkynningu um fundinn. f
henni var þetta sérstaklega tek-
ið fram:
Utanríkisráðherrarnir ítrekuðu
þá ákvörðun, sem tekin var á
fundinum í Helsingfors í apríl,
að styðja framboð fastafulltrúa
íslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, Thor Thors, ambassadors,
við kjör til forseta 15. allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna