Morgunblaðið - 03.09.1960, Síða 5
Laugardagur 3. sept. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
5
„SJÁLFBOÐIÐ er gróðum
gesti“, segir máltækið, en
ekki er víst, að Urho Kekkon-
en, forseti Finnlands, hafi það
í huga, þegar hann heldur
upp á sextugsafmæli sitt í
dag. Samkvæmt ósk hans átti
ekki að hafa neitt „tilstand“
vegna afmælisins, en allt í
einu tilkynnir Krúsjeff, að
hann ætli að heimsækja Kekk
onen á afmælisdaginn, „til
þess að óska honum til ham-
ingju“, eins og hann kemst að
orði. Kekkonen hefur miðað
stefnu sína við það síðan í
stríðslok, að halda verði góðu
sambandi við hinn volduga
nágranna í austri, sem hefur
sjálfstæði Finna í hendi sér,
og því mun hann taka kurteis
lega við sovézka einræðisherr-
anum. Finnum þykir heim-
sókn þessi móðgandi og telja,
að þeir séu nógu oft minntir
á það, hve háðir þeir eru Sov-
étríkjunum, þótt ekki bætist
atvik af þessu tagi við. Þetta
minni um of á liúsbónda, sem
vilji gleðja hjú sitt á tyllidegi
með því að líta inn í kotið, án
þess að gera boð á undan sér.
Þótt Krúsjeff láti í það skína,
að þetta sé óopinber heim-
sókn, og að ekkert þurfi að
hafa fyrir sér, vita Finnar, að
„gestur óboðinn byrði er“. —
Krúsjeff er ekki vanur að
skeyta um sjálfsögðustu um-
gengnisreglur og finnur Iík-
Iega ekki fyrir því, að hann
er álitinn boðflenna. Þó man
hann, að „þrínætur gestur
þykir verstur“, því að hann
ætlar ekki að níðast á al-
kuimri gestrisni Kekkonens
nema tvær nætur. Hitt er ó-
líklegt, að hann minnist orða
Hávamála nú frekar en fyrri
daginn:
Inn vari gestr,
er til verðar kemr,
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir o.s.frv.,
því að heimsóknir hans hafa
hingað til einkennzt af hávaða
mælgi og gauragangi.
Urho Kekkonen er annars
álitinn góður heim að sækja,
því að eins og fleiri frændur
hans kann hann vel að meta
flest lífsins gæði. Hann er
fæddur 3. sept. 1900 í smá-
hænum Lepikko í Pielavesi,
þ. e. a. s. á miðju vatnasvæð-
inu. Iiann er af gamalli og
merkri ætt, sem á uppruna
sinn að rekja til Savolaksa og
Kirjála og hefur búið á sömu
slóðum a. m. k. síðan á sex-
tándu öld. Hann varð stúdent
1919 og fékkst síðan við
blaðamennsku um nokkurra
ára skeið. 1928 lauk hann lög-
fræðiprófi og 1936 varði hann
doktorsritgerð við háskólann
i Helsingjafossi. Hann fékk
snemma áhuga á stjórnmálum
og lenti í Bændaflokknum,
sem hefur verið fremur tæki-
færissinnaður miðflolckur, en
Kekkonen liefur átt mikinn
þátt í bví að festa stefnu hans
á seinni árum. Hér er ekki
rúm til þess að rekja stjórn-
málaframa Kekkonens, en
mesta frægð hlaut hann eftir
vetrarstríðið svonefnda. Eins
og menn muna eflaust, sigaði
Stalín herjum sínum á smá-
þjóðina í vestri veturinn 1939
—1940. Eftir styrjöldina lögðu
Sovétríkin Kirjálaeiði og
fleiri finnsk Iandsvæði undir
sig og varð þá að koma um
hálfri milljón flóttamanna frá
þessum héruðum fyrir í land-
inu. Kekkonen var formaður
nefndarinnar, sem sá um að
koma fólkinu vestur, útvega
því jarðnæði og aðstoða það
við að komast yfir byrjunar-
örðugleikana.
Á árunum 1950—1956 mynd
aði Kekkonen fimm rikis-
stjórnir, en í febrúar 1956 var
hann kosinn forseti eftir
óvenju harðskeytta kosninga-
baráttu. Kekkonen gerir sér
Ijóst, að Finnar neyðast til að
halda góðu vinfengi við sov-
ézku stjórnina, og hefur reynt
að halda góðu sambandi í
auslurveg og gæta virðingar
sinnar og þjóðarinnar um leið,
en þetta tvennt hefur stund-
um verið erfitt að samræma.
Þess má geta til gamans,
vegna íþróttaáhuga almenn-
ings um þessar mundir, að
Kekkonen er frábær íþrótta-
maður, var um tíma Finn-
landsmeistari í hástökki og
setti einu sinni — óviðurkennt
að vísu — heimsmet í þrí-
stökki án atrennu.
Margir Islendingar munu
minnast Kekkonens og Sylvi,
konu hans, frá heimsókn
þeirra hingað í ágúst 1957.
Einhleypur karlmaður getur fengið herb. til leigu. Uppl. á Ný lendugötu 27 kl. 18—19. Fullkomin reglusemi áskil in. 2 Universal bátavélar 24 ha. til sölu. Seljast ó- dýrt. Uppl. í sima 50726.
Til leigu er 3ja herb. íbúð í Skjól- unum, reglusemi og góð um gengni áskilin. Tilb. merkt: „1800 — 578“ sendist Mbl. fyrir 10. þ.m. íbúð Ung hjón með 2 börn óska eftir 2ja herb. íbúð 1. okt. Uppl. í síma 33599.
Saumakona óskast til að standa fyrir litlu verkstæði. Uppl. í síma 35919 frá kl. 1—8. Chevrolet 1952 fólksbifreið R 4186 er til sölu. Bifreiðin er til sýnis á Guðrúnargötu 4 i dag e.h.
Aðstoðarstúlka óskast til starfa á tannlækningar stofu minni frá 1. okt. Gunnar Skaftason. tannlæknir. Stúlka óskast í sælgætissölu nú þegar. Uppl. á staðnum milli kl. 2—4. Brauðbarinn Laugaveg 11.
4—7 tonna trilla óskast strax. Uppl. í síma 33343. Ný ískista til sölu, hentug fyrir verzl anir. Uppl. í dag frá kl. 1 að Njálsgötu 77. Sími 14834
íbúð óskast í Rvík. 2 herb. og eldhús eða að- gangur að eldhúsi. Hús- hjálp kemur til greina. Uppl. í síma 2057, Keflavík Ýtuskófla til leigu Uppl. í síma 15541.
Keflavík — Njarðvík Ameríkani óskar eftir 2ja til 2ja herb. íbúð strax. Uppl. í síma 2338. 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Ung hjón með 2 böm. Uppl. í síma 32587 á föstudag kl. 4—8 og laugardag frá kl. 2—8.
Keflavík - Ytri-Njarðvík 5 herb. íbúð eða einbýlis- hús óskast til leigu. Uppl. í síma 1881. Jarðýta til leigu Vélsmiðjan BJARG Höfðatúni 8. Sími 17184.
Til leigu 3ja herb. íbúð í nýlegu húsi í vesturb. Árs fyrir- framgr Tilb. ásamt fjöl- skyldustærð sendist Mbl. fyrir máund.kv. merkt: — „Hagar — 579" Vil kaupa 5—6 ferm. miðstöðvarketil (notaðan) ásamt olíufýr- ingu. Einnig gastæki, á- samt kútum og rafsuðuvél (transara) Tilb. merkt: „569“ sendist Mbl.
Stúlka óskast í vist á fámennt heimili í kaupstað ekki langt frá Rvík. Hátt kaup og mikil frí. Uppl. í síma 16088. Oldsmobile Vil skipta á Oldsmobile ’47 og á eldri bíl, vörubíl eða fólksbíl. Uppl. í síma 24521.
Sýning- á teikningum
Alfreðs Flóka
opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag.
klukkan 4.
. . . og það varð Ijós. Punktur.
Greinarskil. Stór stafur . . .
Hvernig stendur á að frænka
þín dvelur ekki lengur hjá ykk-
ur?
— Hún vildi endilega að hún
yrði tekin, sem ein af fjölskyld-
unni og þegar það var gert, fór
hún.
Eigmkonan: — Pétur, Pétur, ég
setti kökuna, sem ég var að baka
út í garðinn, og nú hefir hund-
urinn étið hana.
Eiginimaðurinn: — Það gerir
ekkert til, ég skal kaupa annan
hund handa þér.
— Af hverju ertu svona dauf-
ur? —
— Mér finnst það engin furða.
Ég verð að vinna baki brotnu frá
morgni til kvölds og fæ ekki
nema hálftíma frí til miðdegis-
verðar.
— Ertu búinn að þræla svona
lengi?_
— Ég byrja á morgun.
Ef ]>ú ert í vafa um hvað l>ú átt að
segja, segðu þá bara sannleikann.
— Mark Twain.
Sannleikurinn er dýrmætasti hlutur,
sem við eigum. Við skulum spara
hann.
— Mark Twain.
Gefðu hundi roð og liann mun fylgja
þér.
Betra er að ala hund en illan þræl.
Hundur er sínura herra líkur, köttur
^ sinni frú.
I Oft hafa hundar >að sem þeim ei er
1 ætlað.
Dauður hundur bítur ei svo blæði.
D U G L E G
unglingsstúlka
óskast til hótelstarfa um óákveðinn tíma.
Fæði og húsnæði á staðnum. Gott kaup.
Uppl. í síma 19 Borgarnesi.
Atvinna
2 stúlkur óskast. Upplýsingar frá kl. 2—3
í dag.
Prjónastofa Önnu Þórðardóttur h.f.
Grundarstíg 12.