Morgunblaðið - 03.09.1960, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. sept. 1960
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
LÝST TRAUSTI
O mjög kveður orðið hér-
lendis að hvers kyns á-
lyktunum og yfirlýsingum
hinna og þessara félagasam-
taka og funda, þar sem Pétur
og Páll reyna að segja rétt-
um stjórnvöldum fyrir verk-
um, að það kemur eins og
frísk tilbreytni, er bæjar-
stjórn Reykjavíkur vísar í
fyrradag frá tillögum komm-
únista og Framsóknarmanna
um fyrirmæli til ríkisstjórnar
Islands í sambandi við fyrir-
hugaðar viðræður við Breta
út af landhelgismálinu.
í frávísunartillögu bæjar-
stjórnarinnar er lýst fullu
trausti á ríkisstjórnina, enda
er það í hennar verkahring að
gæta hagsmuna og réttar Is-
lendinga í viðræðunum við
Breta. í ræðu á bæjarstjórn-
arfundinum komst Geir Hall-
grímsson borgarstjóri meðal
annars þannig að orði:
„Endalausar og endurtekn-
ar samþykktir í landhelgis-
málinu eru fremur til þess
fallnar að veikja málstað okk-
ar en styrkja. Út á við vekja
þessar eilífu samþykktir að-
eins grun um að við séum
ekki eins fastir fyrir í málinu
og ekki eins öruggir um rétt
okkar, eins og við höldum
fram“.
Aðfarir kommúnista og
Framsóknarmanna við til-
lagnaflutninginn í bæjar-
stjórn voru líka með þeim
hætti að engum gat dulizt að
tilgangurinn var að leitast við
að nota samþykktirnar í
flokkspólitískum tilgangi og
stofna til eins mikils ágrein-
ings um landhelgismálið og
unnt reyndist. Þannig undir-
bjuggu fjórir minnihluta-
menn tillögurnar, án þess að
hafa samband við nokkurn
hinna 11 bæjarfulltrúanna og
tillagan kom fram í fram-
haldi af nýjum svikabrigzlum
Þjóðviljans og Tímans í fyrra-
dag.
Hvað sem líður afstöðu
hvers og eins til viðræðnanna
við Breta, þá ætti að vera
ljóst, að þær eru í verkahring
ríkisstjómar íslands en ekki
bæjarstjórnar Reykjavíkur og
á hinn bóginn að tillöguflutn-
ingur, sem undirbúinn er
beinlínis í þeim tilgangi að
stofna til ágreinings, er sízt
lílegur til að styrkja málstað
okkar.
Hin einarða afstaða meiri
hluta bæjarstjórnar gegn slík-
um vinnubrögðum mælist því
vel fyrir og ekki ólíklegt að
hún geti stuðlað að því að
nokkuð dragi úr hinum leiðu
áróðurssamþykktum, þar sem
ekki er skeytt um annað en
flokkspólitíska hagsmuni og
hvenær sem er fórnað góðum
málefnum í von um stjórn-
málalegt stundargengi. Ef sá
árangur næðist, hafa stjómar-
andstæðingar vissulega unnið
þarft verk með bægslagangi
sínum í bæjarstjórninni í
fyrradag.
1950 KRÓNUR
TIEILD ARSÖLU SKATTAR
á meðalfjölskyldu með
■65—70 þús. kr. árslaun munu
nú nema tæpum 5000 króna.
Hins vegar er hækkun sölu-
skattsins vegna hinna nýju
•efnahagsráðstafana aðeins
1950 kr. á vísitölufjölksyldu,
vegna þess að áður voru
greiddir miklir söluskattar.
Meginmunur á beinum og
óbeinum sköttum er sá, að
beinu skattarnir eru teknir af
tekjum en óbeinu skattarnir
af eyðslu eða útgjöldum. Þeir
sem meiri tekjur hafa og geta
leyft sér að lifa vel, greiða
því miklu meiri óbeina skatta
en hinir, sem við lakari kjör
búa. Af þeim sökum er auð-
vitað út í bláinn að álykta
eins og Tíminn hefur gert að
undanförnu, að söluskattarn-
ir lendi jafnt á öllum fjöl-
skyldum. Þar er ekki hægt
•að koma við höfðatöluregl-
unni. Með því að hugleiða út-
gjöld sín, geta menn nokkurn
veginn séð, hve mikla sölu-
skatta þeir greiða vegna efna-
hagsráðstafananna. Þannig
greiða menn 3% söluskatt af
vörum og margháttaðri þjón-
ustu en hins vegar ekki af
öllum útgjöldum sínum, t. d.
ekki skattgreiðslu, sumri
þjónustu og húsaleigu. Auk
þess greiða menn svo nálægt
8% af verði erlendra vara,
sem þeir kaupa fram yfir það
sem þeir greiddu fyrir efna-
hagsráðstafanirnar.
Með því að gera slíka laus-
lega áætlun um útgjöld sín,
geta menn borið útgjalda-
aukninguna vegna nýju sölu-
skattanna saman við lækkun
þá, sem þeir hafa fengið á
beinum sköttum og fer þá
vart hjá því að flestir verði
ánægðir með þann saman-
burð.
UTAN IIR HEIMI
J
Merkur fornleifafundur i Danmörku:
Myndskreytt hjartar-
horn 8000 ára gamalt
Á STRÍÐSÁRUNUM fundust
merkar fomleifar í mýri við
Yiksö í Danmörku. Það var þó
ekki fyrr en um daginn, að gildi
þeirra var sannað að því er Berl-
ingur skýrir frá.
Er hér um að ræða einhverjar
^ elztu myndir af mönnum, sem
fundizt hafa. Myndirnar eru
| greyptar á hjartarhorn. Sérfræð-
, ingar á þjóðminjasafni Dana telja
þær frá eldri steinöld, eða frá
því 5000 til 6000 árum fyrir
Krists burð.
Það var áhugamanni um forn-
leifafræði H. Mosegaard, jarð-
ræktarráðunauti, að þakka að
þessi fundur varð opinber. Mose-
gaard ferðast um landið á vegum
embættis sins, en hefur augun
jafnframt opin fyrir hvers kyns
fornminjum.
Á MÁNUDAGINN munu
1500 safnað'armeðlimir í
Kaupmannahafnar stifti
koma saman til lokaðs fund-
ar til að velja eftirmann
Fuglsang-Damgaards, bisk-
ups í Kaupmannahöfn.
Enn er ekki vitað hver
1 Dalby fékk hann barnakenn
ara í lið með sér. Bað kennarinn
börnin að koma með alla þá hluti
í skólann, sem gætu veitt ein-
hvern fróðleik um forna sögu
Danmerkur.
Einn drengjanna kom með
'hjartarhornið í skólann. Faðir
drengsins hafði fundið það 1
mýri árið 1943 eða 1944 og geymt
það sem minjagrip. Nú hefur það
verið flutt á þjóðminjasafnið
danska og talið mjög verðmætt.
Mnn finnandinn fá greidda fyrir
það álitlega upphæð.
Áður hafa fundizt svipaðar
fornminjar, en ekki hefur tekizt
að greina aldur þeirra nákvæm-
lega. En forleifafræðingar á
þjóðminjasafninu danska telja
myndirnar á hjartarhorninu elztu
myndir af mönnum, sem fundizt
hafa í Danmörku.
fyrir valinu verður, en
dönsk blöð tilnefna þrjá lík-
lega, þá Westergaard Mad-
sen, Haldor Hald og Svend
Lerfeldt.
Horfur eru á að biskup
verði valinn þegar á þessum
fundi á mánudaginn.
Norræn menningnrmiðstöð
skommt fró Stobkhólmi
Kaupmannahafnarbisk-
up kjörinn á mánudag?
Önnur álma hallarinnar í Há sselby, sem ráðgert er að gera a ð norrænni menningarmiðstöð.
Höjlin var byggð á 17. öld.
argesti. í aðalbyggingunni verða j Gert er ráð fyrir að menning-
innréttaðar setustofur, bókasafn armiðstöð þessi taki til starfa á
og lestrarherbergi. næsta ári.
Ekkert hugmynda-
kerfi endanlegt
DANSKA blaðið Aktuelt skýrir
frá því nýlega, að senn muni
rísa samnorræn menningarmið-
stöð í Hásseiby höll um tíu kíló-
metra frá Stokkhólmi. Segir blað
ið að tiljaga um þetta muni lögð
fyrir bæjarstjórnir höfuðborga
landanna nú í haust, en menning
armiðstöð þessi er einkum ætluð
fyrir æskufólk höfuðborganna.
Áætlun að þessari menningar-
miðstöð var lögð fram á fundi
norrænna borgarstjóra í Helsing-
fors fyrir skömmu. Er gert ráð
fyrir menningarmiðstöð á breið-
um grundvelli í Hásselby höll.
Verða þar námskeið og þing um
þjóðfélagsmál, vísindi, tækni,
bókmenntir, listir, leiklist, blaða-
mennsku, þjóðmenningu og
íþróttir.
Þátttakendum er ætlað að búa
í höjlinni, sem er reisuleg aðal-
bygging með tveimur hliðarálm-
um. Verður þar rúm fyrir 40 dval
Nýju-Delhi, 31. ágúst (Reuter).
NEHRÚ, forsætisráðherra Ind-
lands, ræddi í dag um skoðana-
mismun þann, sem komið hefur
fram hjá Rússum og Kínverjurn
varðandi nauðsyn og ónauðsyn
styrjaldar við auðvaldsríkin.
Nehrú nefndi hvoruga þjóðina
beinlínis en sagði að „sumir
menn“ ihuguðu nú hver stefnan
væri réttari, friðsamleg samvinna
eða óhjákvæmileg styrjöld.
• Hinar alvarlegustu afleiðingar
Sagði hann um þennan skoðana
mismun, að það væri nrein fá- I
sinna að tala um afvopnun, ef
menn væru þeirrar skoðunar að
styrjöld væri óhjákvæmileg. Þau
tvö hugtök ættu enga samleið.
Það væri ljóst, að ekkert hug-
myndakerfi væri endanlegt, jafn-
vel ekki hugmyndakerfi komm-
únismans, sem þó væri talið mjög
fast mótað. Nýir atburðir hlytu
að breyta skoðunum manna og
hugmyndum.
Nehrú sagði, að ástand í heim-
inum yrði nú sífellt spenntara og
misheppnaðar tilraunir til að
leysa afvopnunarvandamálið
gætu haft hinar alvarlegustu af-
I leiðingar 1 för með sér.