Morgunblaðið - 03.09.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 03.09.1960, Síða 13
Laugardaeur 3 sept. 1960 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Jón Sigurðsson Sigrún Pálmadóttir Skagfirðingar heiðra hjónin á Reynistað SUNNUDAGINN 14. ágúst sl. var þeim hjónum frú Sigrúnu Pálmadóttur og Jóni Sigurðs- syni á Reynistað haldið sam- sæti í samkomuhúsinu Bifröst á Sauðárkróki. Var þar saman kominn 120 manna hópur vina og velunnara þeirra hjóna. Að- alefni þessarar samkomu var að afhenda Reynistaðahjónum mál verk. sem skagfirzir vinir þeirra höfðu fengið Sigurð Sigurðsson listmálara til að gera af þeim, og sem mun prýða stofur Reyni- staðar um langa framtíð. Stefán Vagnsson, hinn þekkti ljóðasmiður, Sauðárkróki, setti hófið og stjórnaði því. Eftir að hafa boðið gesti velkomna, skýrði Stefán frá því, að í til- efni 70 ára afmælis Jóns, hefði prófastur sr. Helgi Konráðsson beitt sér fyrir að Jóni yrði heið- ur sýndur sem þakklætisvottur Skagfirðinga fyrir framúrskar- andi á'huga og dugnað í sam- bandi við hin ýmsu menningar- mál héraðsins og mætti þ. m. a. nefna Sögufélag Skagfirðinga sem nú þegar nefur gefið út 8 bækur, Héraðsskjalasafnið á Sauðárkróki, sem óhætt væri að fullyrða að væri að mestu leyti Jóns verk; hinn virka þátt hans í stofnun og vexti Byggðasafns- ins í Glaumbæ, þar á meðal hið sérstæða mannamyndasafn, sem Jón hafði einn haft veg og vanda af o. m. fl. Stefán gat þess að þegar sr .Helga hafði loks tek- izt að fá samþykki Jóns til að þau hjónin sætu fyrir, var hafin fjársöfnun meðal vina þeirra í Skagafirði. Eftir fráfall sr. Helga, en hann lézt 30. júní 1959, tók Stefán Vagnsson við fjársöfnuninni ásamt þeim Birni Egilssyni, Sveinsstöðum og Gunnlaugi Bjömssyni, Brim- nesi. Gekk sú fjársöfnun svo vel að auk greiðslu fyrir myndina hafði Stefán lagt nokkra fjár- upphæð inn á sparisjóðsbók, sem han afhenti þeim hjónum, og þau skyldu ráðstafa. Að lokum afhenti Stefán hjónunum forkunnarfallega bók, gefna og gerða af Guðmundi Gíslasyni bókbindara í Reykja- vík, en hann er Skagfirðingur. Fremst í bókinni var skrautrit- að ávarp og síðan nöfn gefenda ásamt mynd af einhverjum merkisstað úr hverjum hreppi sýslunnar, gerðar af dóttursyni Stefáns Vagnssonar. Þegar Stefán nafði afhent hjón unum áður taldar gjafir fyrir hönd þeirra, sem að þeim stóðu árnaði hann þeim hjónum og af- komendum þeirra allrar bless- unar 1 framtíðinni. Þá fluttu þeir Gunnlaugur Björnsson og Björn Egilsson ræð ur og að þeim loknum þakkaði Jón með snjallri ræðu fyrir þann sóma, sem þeim hjónum hefði verið sýndur og minntist ýmissa þeirra manna, sem mest og bezt hefðu stutt sig í áður töldum málum og þó einkum sr. Helga Konráðsson. Auk fyrrgreindra ræðumanna fluttu ávörp og kveðjur próf. Richard Beck, Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður, séra Gunnar Gíslason, Hjörtur Bene diktsson safnvörður, Glaumbæ, Sig. P. Jónsson bæjarfulltrúi og Guðjón Sigurðsson, Sauðárkróki. Ræðumenn allir þökkuðu Jóni hið mikla og óeigingjarna starf hans í þágu menningar og fram faramála Skagfirðinga að ó- gleymdri hinni löngu setu hans á Alþingi, til hags fyrir hér- aðsbúa svo og þjóðina alla. Á milli ræðanna var sungið undir stjórn Jóns Björnssonar, söngstjóra, Hafsteinsstöðum. Afmœlis- skákmót í Hafnarfirði SUNNUDAGINN 11. september n.k. mun hefjast í Hafnarfirði hið árlega „Septembermót" Taflfé- lags Hafnarfjarðar, og er það að þessu sinni helgað 35 ára afmæli félagsins, en það er um þessar mundir. Skákmót þetta er með nokkuð nýju sniði hjá félaginu og er þátttaka heimil öllum skák- mönnum í hvaða flokki sem þeir eru. Keppnisfyrirkomulag verður þannig að allir tefla saman í ein- um fjokki eftir Monrad-kerfinu. Hver keppandi hefur til umráða 2 klst. á 40 leiki, en síðan skal skákinni lokið á V2 klst. fyrir hvorn keppanda. Með því er bægt frá öllum biðskákum. Þátttökugjaldiff verffur 50 kr. 1. verfflaun verða 1.500 kr., 2. verffjaun 800 kr. og 3. verðlaun 500 kr Verða þau afhent að móti loknu þar sem hverjum þátttak- anda í mótinu verður boðið í af- mælishóf félagsins. Teflt verður í Alþýðuhúsinu við Strandgötu, á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og hefst hver umferð kl. 8 s.d. nema á sunnudögum þá kl. 2 e.h. Skákstjóri verður Gísli ísleifs- son Þátttökutilkynningar skuju ber ast eigi síðar en n.k. föstudags- kvöld en þá verður dregið um keppnisröð og verður þá jafn- framt efnt til Hraðskáksmóts í Alþýðuhúsinu og hefst það kl. 8 s.d. Þátttökutilkynningum veita móttöku þeir Þórir Sæ- mundsson sími 50856 og Hilmar Ágústsson sími 19194 og veita þeir einnig allar upplýsingar. Núverandi stjórn Taflfélags Hafnarfjarðar skipa, formaður er Þórir Sæmundsson, varaform Haukur Sveinsson, ritari Sigur- geir Gíslason, gjaldkeri Stígur Herlufsen, meðstjórnandi Hilm- ar Ágústsson. Hentar einnig’ gömium saumavélum. Tveir um dragnót AKRANES, 1. sept.: — Dragnóta bátarnir þrír, sem héðan eru gerð ir út, fiskuðu vel í gær. — Trilla kom úr Reykjanessröst í gær- kveldi með 10 stórlúður. Tveir 24 tonna trillubátar eru að undir búa sig á dragnótaveiðar með sömu nótina. Ætla þeir að veiða í félagi. — Oddur. Saumavélamótor- inn ANF 789 er kostagripur. - 220 V, fyrir riðstraum eða jafnstraum 40 watta. Smekk- leg smíði. Lítill og öruggur. Þægileg og handhæg stilling. Auðveld sporskifting. Hljóðlítill gangur. Truflar ekki útvarp. Útflytjandi: Deutscher Innen- und Ausselhandel — Elektrotechnik — Kontor 11 DDR — Bcrlin C2 Liebknechtstrasse 14. VEB F.iektromaschinenbau Sachsenwerk, Dresden-Niedersedlitz. Nánari upplýsingar veittar þeim sem þess óska: Garðar Gísiason hf., Reykjavík, Hverfisgötu 4—6. Elangro Truding, Reykjavík, Austurstræti 12 a eða Verzlunarsendinefnd þýzka alþýðulýðveldisins, Reykjaflílv Austurstræti 10A II. ÖKUKENNAKAFELAG KEYKJAVIKUR heldur námskeið fyrir ökukennara, vegna nýrrar reglu- gerðar um ökukennslu og próf ökumanna. Námskeiðið hefst í Iðnskólanum í Reykjavík, mánudaginn 5. septem- ber kl. 20,30. Þá1 ttaka tilkynnist í síma 32742 og 23616 STJÓRNIN. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygginga- gjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og júní s.l., framlögum sveitarsjóðs til Tryggingastofnunar ríkisins og atvinnuleysistrygginga- sjóðs á árinu 1960, söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi 3. og 4. ársfjórouiigs 1959 og 1. ársfjórðungs 1960, sölu- skatti 2. ársfjórðungs 1960 svo og öllum ógreiddum þing- gjöldum og tryggingagjöldum ársins 1959, tekjuskatti, eignarskatti, hunáaskatti, sýsluvegasjóðsgjaldi, náms- bókagjaldi, slysatryggingaiðgjaldi, atvinnuleysistrygg- ingasjóðsiðgjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem gjaldfaliin eru á þessu ári. Ennfremur bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingagjaldi öku- manna, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. janúar s.l., svo og áföllnum ógreiddum skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvörutegundum, lesta- og vitagjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, skipaskoðunargialdi, vélaeftirlitsgjaldi af stöðvagjaldi svo og ógreiddum ið- gjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjó- manna. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar á.n frekari fyrirvara, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 27/8 1960. Björn Sveinbjörnsson settur. IMú er tækifærið ...eh Uutótí 'ðaÁ fru/ýýt? Ef ekki þá sendið oss neðangreida trygg- ingarbeiðni strax. Frestið ekki til morgns sem þér getið gert í dag. Ég undirritaður (uð) óska eftir að brunatryggja innbú mitt fynr kr....... □ Ný trygging. □ Hækkun á eldri tryggingu. nafn tryggingartaka dags. heimilisfang og sími. Umboðsmenn um land allt. Skrifstofur, Laugavegi 105 — Símar: 14915 16 og 17. BRIJIMABOTAFÉLAG ÍSLAIMDS Ath.: Beiðnin sendist skrifstofunni eða næsta um- boðsmanni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.