Alþýðublaðið - 19.11.1929, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 19.11.1929, Qupperneq 2
2 A L Þ, Ý Ð U B L A & IÐ Sambandspingið. Fundur hófst í gær kl. 1 é. h. ! alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Rætt var um blaðakost verklýðs- samtakanna og samvinnu milli bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. Var samþykt að efna til fundar með bæjarfulltrúum flokksins til þess að ákveða sameiginlega stefnu í bæjarstjórnarmálefnum. Kjðrbréf þessara fulltrúa voru sajnþykt: Otto Jörgensens þíermanns Einarssonar Gunnars Jóhannssonar Þórodds Sigurðþsonar. Þrír hinir fyrstu eru fulltrúar fyrir Verkamannafélag Siglufjarðr ar, en hinn fjórði fyrir Sjómanna- félag Siglfirðinga. Síðan hófust umræður um kaupgjaldsmál. Flutti Sigurjón Á. Ólafsson einkar fróðlega skýrslu um kaupgjald vfðs vegar á land- inu. Sýndi hún og sannaði, að kaupgjaldið fer að mestu eftir Þ.ví, hversu öflug verklýðssam- tökin eru á hverjum stað. Þá sýndi hann og fram á, hversu ríkisstjórnin hefir beitt kaup- kúgun við verkamenn við vega- og brúargerðjr og neytt þá með því til þess að vinna 12—14 stundir á dag til þess að geta unnið fyrir brýnustu lífsnauðsynj- um sínum og sinna. Með þessu móti gengur ríkisstjörnin fram fyrir skjöldu ósvifnustu atvinnu- rekenda, hjálpar þeim til þess að lækka kaup og lengja vinnutíma verkafólksins. Eftir nokkrar umræður var samþ. að kjósa 5 manna nefnd til þess að taka kaupgjaldsmálin til athugunar og leggja tillögur fyrir þingið. Þessir voru kosnir í nefndina: Sigurjón Ólafsson, Sveinbjöni Oddsson, Akranesi, Otto Jörgensen, Siglufirði, Guðm. Jónsson frá Narfeyri og Björn Blöndal Jónsson. Síðan hófust umræður um skattamál og stóðu þær til kl. 2 eftir miðnætti. Var þá fundi slitið. í dag hófst fundur í Templara- húsinu kl. 1 e. h. Á dagskrá eru skipulagsmál og ýms alþingismál, þar á meðal verkamannabústaðir, veðlánasjóð- ur fiskimanna, lánadeild smábýla og mörg önnur, einnig afstaðan til borgaralegu flokkanna. Lausn frá embætti hefir séra Einar Jónsson að Hofi í Vopnafirði fengið sam- kvæmt ósk sinni frá 1. þ. m. að telja. Síðasta alþingi veitti stjórn- inni heimild til að greiða honuro full prestslaun þegar hann létí af embætti, gegn því, að rit hans,- „Ættir Austfirðinga", verði að honum látnum eign Landsbóka- safnsins. Félasi röttæfera síiíðeota stofnað. íhaldið hefir til þessa ráðið svo að segja öllu í Stúdentafélagi Reykjavíkur, enda hefir félagið verið dauft og fátt markvert látið til sín taka. Svo vissir þótt- ust íhaldsmenn um að hafa tögj og hagldir í félaginu, að þeir töldu það sitt allra tryggasta vígi. Þaðan átti að gera höfuð- árásina gegn Pálma Hannessyni, hinum nýsetta rektor Mentaskól- ans. — Sú herför fór eins og allir vita. — Þegar svo Pálmj fékk meira en þriðjung atkvæða við formannskosningu í félaginu fyltist íhaldið ógn og skelfingu. Sjálft höfuðvígið var að bila. „Vörður“ og „MorgunbIaðið“ hnoðuðu saman öllum þeim klúr- ustu ókvæðisorðum, sem rit- menni þeirra gátu munað, um Pálma og þá stúdenta, sero greiddu honum atkvæði. Rudda- skapurinn og heimskulætin voru svo afskapleg, að jafnvel sann- trúuðum íhaldssálum ofbauð. Rótið, sem varð í Stúdentafé- laginu út af formannskosning- unni, hefir orðið til þess, að frjálslyndir menn innan vébanda þess hafa nú stofnað sérstakt stúdentafélag, sem skipað er í- haldsandstæðingum. Var stofn- fimdur þess haldinn í gærkveldi. Stofnendur eru 60. Margir, sem ætla að ganga í félagið, gátu ekki mætt á stofnfundi. f laganefnd voru þessir kosnir: Héðinn Valdi- marsson, Pálmi Hannesson, Jó- hann Skaftason, formaður Stúd- entafélags háskólans, Tryggvi Þórhallsson og Helgi P. Briem skattstjóri. „Fleygar stundir“. Ein af skemtilegustu bókunum, sem Islendingum hafa bæzt á þessu hausti, er „Fleygar stundir". Það eru 5 sögur eftir Jakob Thor- arensen, sem löngu er orðinn þjóðkunnur af ljóðum sínum. Margró höfðu haft ánægju af að lesa nokkrar smásögur, sem birzt höfðu i tímaritum undir dulnefninu „Jón jöklari", en fáir vissu hver var höfundur þeirra, þar til nú, að Jakob hefir gengist við þeim. I sumar flutti „Iðunn“ eina af sögum „Jóns jöklara“. „Jarðabætur“, og hafa þannig 6 sögur eftir Jakob birzt síðasta sumar. Það fer saman, að allar eru sögurnar skrifaðar á fögru og þróttmiklu máli og að þær eru flestallar gæddar því lífsafli, að þorri þeirra, sem lesa þær með athygli, mun lengi síðan minnast einhvers þess, er þeir sáu undir handarkrika skáldsins. I sögunum eru sijndir vioburdir, sem koma eðlilega fram, en kafna ekki í hugleiðingum höf- undarins sjálfs eða fimbulfambi. | Og það er hverri sögu megin- kostur. Skuldadagar, fyrsta sagan í „Fleygum stundum", er af athug- unarlitlum manni, sem langar til að berast mikið á, er svikull í viðskiftum, en kann þó ekki að braska, — kann ekki „að fela“, fær glýju í augun af stríðsgróða- skrauti og heldur að hann geti vanið steiktar gæsir á að flúga í munn sér, lætur svo reka á reiðanum, en rekur sig að von- um brátt harkalega á veruleik- ann. — í sögunni Hlátur sýnir skáldið i skuggsjá, hver feikna- munur er á hlátri, eftir því hvert hlátursefnið er, og hvernig hlátur getur stundum verið blandinD grimd og þaÖ jafnvel án þess, að grimdin sé þeim, sem hlær, vit- andi vits. — Helfró er snjöll lýs- ing á síðasta samtali hjóna, sem vita ekki á hverri stundu þau mæla. — Tvær síðustu sögurnar eru ástasögur og er hin síðari þeirra sérstaklega snildarlega samin. í einu vikublaðanna hef- ir verið gerð sú athugasemd við hana, að nafnið eigi ekki vel við: llmur vatríanna. Mér virðist hins vegar, að fyrirsögnin sé mein- fyndin og hitti naglann keipréftt á höfuðið. Það er „ilmur vatn- anna“ og duftburður, sem þama vélar mest um í öndverðu. Vonandi fáum viö margar fleiri sögur frá Jakobs hendi jafnsnjall- ar þessum eða jafnvel snjallari. Gudm. R. Ólafsson úr Grindavík. Erlend sfmskeyti. FB., 18. nóv. Hoover boðar, til fuudar. Frá Washington er simað: Hoover forseti hefir boðað full- trúa iðnaðarrekenda, verzlunar- rekenda og verkamanna á fund sinn í Hvita húsinu í þessari viku, til þess að semja tillögur, er miði að því að auka verzlun- ina í Bandaríkjunum og örva vöru-útflutninga. Fundarboðun þessi er talin standa í sambandi við afleið- ingar gengisfallsins í kauphöll- inni, þar eð ýmsum iðnaðargrein- um virðist hætta búin vegna gengistapsins. Aðalhlutverk fundarins verður sennilega að gera tilraun til þess að afstýra því, að gengisfapið valdi atvinnuleysi. NánBsbæknr, Það er bagalegt, að sumar íiámsbækur handa börnum skuli vanta þegar skólar byrja og jafnvel þó að liðið sé töluvert á annan mánuð af skólatimanum. Mannkynssöguágripið, sem ætlað er barnaskólum, hefir vantað í haust og vantar enn. Það mun ekki vera ætlun fræðslumála- stjórnarinnar að löggilda bækur, en skeyta svo ekki um, þó að þær vanti þegar á þeim þarf að halda. Vel gæti komið til mála, að ríkið hefði einkaleyfi á út- gáfu þeirra bóka, sem það lög- gildir til náms í skólum. Bæk- urnar gætu sjálfsagt orðið að mun ódýrari en nú og yrðu ekki látnar vanta vikum eða mánuðum saman eftir að skólar byrja, til óhagræðis fyrir nemendur og kennara. Ríkið ætti að selja bæk- urnar gegn fyrirframgreiðslu f heildsölu til skólanna eða ttl annara, sem hefðu aðstöðu að koma þeim út. Kertnari. 'Snndhallaraiálill* Íhaldíð svikst- um að hrinds málinu í frambvæmd. Óánægja ípróttamanna. í langan tíma hefir nú verið' rætt og ritað um Sundhallarmál- ið. Bæjarstjórnin hefir haft það •til umræðu á mörgum fundum, alt af er verið að breyta upp- drættinum og áætlununum. En ekkert er enn þá gert. Jafnaðar- menn i bæjarstjórn hafa gert alt, sem í þeirra valdi stendur til að fá málinu hrint í framkvæmd, en Knútur er Þrándur í götu. Það er engin furða þótt al- menningur i bænum, sem áhuga hefir fyrir heilbrigðis- og íþrótta- málum bæjarfélagsins, sé orðinn óánægður. „íþróttablaðið" síðasta t>er og glögg merki þeirrar óá« nægju. Það flytur eftir faraudi grein: „Enn þá er ekki farið að gera eitt handtak að sundhöllinni í Reykjavík, sem einu sinni var sagt, af manni sem völd hafði í þv£ máli, að farið væri að grafa fyrir. Málið er dregið á langinn, eins og ekkert liggi á. Og þó er þetta mesta áhugamál allra í- þróttavina í Reykjavik og viðar um land og stærsta málið, sem íslenzkir íþróttamenn hafa nokk- urn tíma barist fyrir. Undirbúningur málsins hefir ekki gengið vel. Því hefir verið> vísað frá Heródesi til Pílatusar, sitt á hvað. Teikningunum varð að breyta, kostnaðaráætlanirnar stóðu ekki í pallinn og annað þvx um líkt. Loks komst þó sátt á um tilhögun sundhallarinnar og form- lega hliðin er útkljáð fyrir nær fjórum mánuðum. Samt er ekkert farið að gera enn. Þegar ekki var hafist handa um verkið, héldu menn að þetta væri af því, að ilt væri! að fá rnenn í vinnu um mesta annatím- ann, en að tekið yrði til óspiltra málanna undir haustið. En haust- ið leið og nú er kominn vetur — og ekkert farið að gera. Vonirnar um, að sundhöllin gæti orðið bæjarprýði og þjóðar- sómi sumarið 1930 eru farnar að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.