Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 23. sept. 1960 in. Hér eru nokkrir stórir vél bátsr og einnig 2.500 iesta tóg arar, en höfnin hér er svo illa varin, að ef veður spilíast verða skipin að fara héðan og leita hafnar annars staðar þá oftast á Akureyri. Þetta er mjög bagalegt, og hefir auk þess mikil óþægindi og kostn- að í för með sér. Nú stendur þetta til bóta, því hér er nú hafin mikil hafn- argerð. Nú í haust hófum við byggingu nýs hafnargarðs. Sá garður liggur hér fram úr miðju þorpinu, og vísar í átt- ina að gamla garðinum. Þessi nýi garður á að verða 330 um, sem við höfum hér nú, og eru í eigu vitamálastjornarinn ar, en án þessara véla hefði kostnaðurinn orðið tvöfaldur. Hvað um efnið í garðinn, hvar er það fengið? Efnið er að sjálfsögðu grjót, stórgrýti tekið úr klöpp í Brimnesgljúfri hér fyrir ofan þorpið. Þar er hin öfluga grafa, sem lyftir grjótinu á mjög öfluga vagna, sem aka þvi síðan í garðinn, einnig notum við nokkra venjulega vörubíla. Áætlað er að um 40 þúsund ten.metrar af grjóti fari í garðinn. Þið eruð með fleira en höfn- ið hús, og var raunar mikil nauðsyn, að koma upp nýrri kirkju, því gamla Upsa kirkj- an, var orðin gömul, byggð rétt eftir aldamótin. Og næsta verkefni? Ja verkefnin eru mörg, margt kallar að í ört vaxandi þorpi, en ef þú kemur hér næsta sumar, þá sérðu eflaust eitbhvað nýtt. Kannske verð- um við þá byrjaðir á félags- heimili, hver veit? . . . Svo snarast Valdimar upp í jepp- ann, því í dag er réttadagur þeirra Dalvíkinga og sveitar- stjórinn á auðvitað nokkrar skjátur, eins og aðrir Dalvík- Nýja kirkjan á Dalvík til Dalvíkur DALVÍK stendur við Eyja- fjörð vestanverðan, nokkuð innan við Ólafsfjarðarmúla, svo til beint í austri blasir Hrísey við í um 5 km fjarlægð. Til suðurs opnast hinn fagri og grösugi Svarfaðardalur. íbúar Dalvíkur eru um 900 og aðal atvinnuvegur þeirra er bundinn við sjóinn, þó nokkr- ir hafi vinnu við iðnað og verzl un. Til skamms tíma var Svarf aðardalur og Dalvík einn hreppur, og mun þá hafa ver- ið einn fjölmennasti hreppur landsins. Nú er búið að skipta hreppnum í tvo hreppa Svarf- aðardalshrepp og Dalvíkur- hrepp. Dalvíkingar hafa sveit- arstjóra sem fer með vel flest þeirra veraldleg mál. Valdi- mar Óskarsson heitir hann .ættaður úr Sv.dal. ungur að árum, en glöggur vel, og hefir stýrt málum þeirra Dalvíkinga farsællega undanfarin ár. Um sl. helgi brá fréttamaður Morg unbiaðsins sér til Daivíkur og fregnaði nokkuð um hagi beirra Dalvíkinga. Aðal áhugamál okkar nú, segir sveitarstjórinn er höfn- metra langur, og verða þó um 60 metrar á milli garðendanna, en innan þeirra myndast 40 þúsund fermetra höfn, þar geta þá flest skip og oátar at- hafnað sig í flestum veðrum. Áætiaður kostnaður þessa nýja mannvirkis er 3 til 3,5 milljónir kr. og er þá miðað við að unnið verði með hinum öflugu og afkastamiklu vél-. Hafnarmynnið, nýi garðurinn til hægri. (Ljósm. Sh E. Sig.) Ur réttinni. ina í huga, hér er ný kirkja risin hjá ykkur. Já hún var vígð um sl. helgi, og bygging hennar tók um 5 ár, en þetta er veglegt og mik- ingar, eða eru það kannske minningarnar frá æskuárun- um sem draga hann að réttini, eins og marga aðra íslendinga. St. E. Sig. Kvenfélagskaffi í Silfurtunglinn Úr Brinmesgljúfri, hér eru hinar storvirku vinnuvelar að verki. SVOHLJ ÓÐANDI tilkynning kom einu sinni í dönsku safn- aðarblaði: „San.koma í kvöld. Petersen trúboði talar um efn- ið“. Hvað eflir krútindómmn mest? Kaffi“. — Auðvitað þýddi þetta, að kaffi yrði drukkið á eftir erindi trúboðans, en gam- ansamir náungar hafa líka haft ánægju að lesa dálítið annað inn í tilkynninguna, sem sé að kaffið efldi kristindóminn meira en flest annað. Ef til vill er þetta ekki eins mikil fjarstæða og menn vilja vera láta. Margar samkomur kristinna manna hafa orðið á- nægjulegri fyrir það, að mer.n k'omu saman og dukku kaffi, og urðu glaðari og hressari fyrir bragðið. Sums staðar er meira að segja talað um kirkjukaffi sem sjálfsagða viðbót við sjálfa guðs þjónustu á helgum dögum. En svo kemur það fyrii að kaffið eflir kristindóminn með öðrum hætti, — þ. e. a. s. kaffi- sala kvenfélaganna gefur arð sem varið er til eflingar kirkju- legu og kristilegu Starfi. Það er slíkt kaffi, sem verður á boð- stólum í Silfurtunglinu á morg- un, laugardaginn, frá kl. 3—6.30 e. h. Konur í kvenfélagi Hall-, grímskirkju hafa bakað kaffi- brauð af mörgum tegundum, og selja kaffið til ágóða íyrir starl sitt. Eigandi Silfurtunglsins hef- ir sýnt þá vinsemd að láta veit- ingasal sinn í té. Og nú væntum vér þess, að Hallgrímssöfnuður og bæjarbúar yfirleitt láti ekki sitt eftir liggja að kaupa sér kaffisopa, til eflingar góðu mál- efni. Veggir Hallgrímsk:rkju í Reykjavík hækka smátt og smátt, og sú kemur tíðin, að hin fagra og veglega kirkja gnæfir yfir borgina, og þar getur fram farið allt það starf, sena nú skort ir ti. . :eri til að vinna í hinum stóra söfnuði. Sern má búast við því, að fjársöínunin hefjist að nýju með fullum krafti, en þes* er vert ad minnast, að einn er sá aðili, sem aldrei hefir lagt árar í bát og á hverju ári unnið vel og drengilega að því að safna fé til kirkjunnar, en það er kven félagið. Við þökkum því bezt með því að koma til móts við það, þegar það kallar, ekki sízt þegar við fáum góðan kaffisopa um leið — og sumir, sem ek»ci komast til að drekka kaffið, eru vanir að borga samt fyrir það kaffi, sem aðrir drukku í þeirra stað, og er það vel og drengilega gert. Jakob Jónsson. Útför Gísla á Kársstöðum STYKKISHÓLMI, 15. september; — Nýlátinn er hér Gísli Guð- mundsson bóndi að Kársstöðum I Helgafellssveit 85 ára að aldri. Hann var fæddur að Slitvinda- stöðum í Staðarsveit og þar ólst hann upp. Hann kvæntist árið 1910 Guðrúnu Magnúsdóttur frá Auðunnarstöðum í Víðidal og reistu þau bú í Hraunsfirði í Helgafellssveit. Þaðan fluttu þau til Bjarnarhafnar og í sömu sveit og næst til Ámýrar. Um 1924 fluttu þau svo að Örlygsstöðum og 1937 að Kársstöðum þar sem þau bjuggu æ síðan. Guðrúnu n.issti Gísli fyrir um það bil 8 árum. Þau hjón eignuðust 2 syni sem nú búa á Kársstöðum. Gísli var dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, raungóð- ur stilltur í fari og kom sér alls staðar vel Hann var jarðsunginn frá Narf- eyrarkinkju á Skógarströnd í gær að viðstöddu fjölmenni Séra Sig- urður M Pétursson Breiðabóis- stað jarðsöng — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.