Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. sept. 1960 M O R C 11/V n r 4 fí IÐ 13 Á réttarvegg Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd SL. miðvikudag var tekin til afnota ný fjárrétt á Hval- fjarðarströnd í Borgarfjarðar- sýslu og hefur hún hlotið heitið Svarthamarsrétt. Er það skilarétt fyrir stórt svæði, bæði sunnan og ofan Botns- heiðar. Hefur réttinni verið valinn staður við þjóðveginn ofan og utan vert við Hrafna- björg. Byrjað var á byggingu rétt- arinnar 1959 og henni lokið á þessu sumri. Réttin er hringlaga, steypt á stöplum. Stærð réttarinnar, dilkar og almenningur, er að flatarmáli 3300 fermetrar. Dilkar eru 21 og rúma þeir 7000 fjár. Almenningur rúm- ar 2000 fjár. Stórt gerði er við réttina til geymslu á fjár- söfnum að næturlagi. Járnhurðir á hjörum eru fyrir dilkadyrum almennings megin, en skothurð úr tré fyr- ir dyrum hvers dilks á út- vegg. Þéttriðnu járnneti er kom- ið fyrir í öllum veggjum rétt- arinnar og stöplum þeim sem hún hvílir á, en þeir eru grafnir niður um einn og hálf- an meter. Útveggir eru hvít- málaðir. Allt er mannvirki þetta hið traustasta og sómir sér hið bezta. Kostnaður við réttarbygg- inguna mun nema 320 þús. kr. Er nokkuð var liðið á rétta- haldið var dráttur stöðv- aður og fé það sem ódregið var rekið út í gerðið. Söfnuð- ust réttargestir saman í eina hverfing í almenningnum framan við ræðupall, sem þar hafði verið reistur. — Kvaddi oddviti Hvalfjarðarstrandar- hrepps, Guðmundur Brynjólfs son á Hrafnabjörgum, sem staðið hefur fyrir byggingu réttarinnar, sér hljóðs og ávarpaði réttargesti. Skýrði hann frá aðdraganda og fram- kvæmd byggingarinnar, nefndi nöfn þeirra manna ýmissa er undirbúið höfðu framkvæmd þessa og unnið að byggingunni og færði þeim þakkir fyrir störf þeirra. Þá gat hann þess hve sauð- fjáreignin hefði jafnan verið mikilsverður þáttur í lífi Is- lendinga, bæði til fæðis og klæðis og svo mundi þetta lengi verða. Þá flutti Pétur Ottesen, fyrrv. alþingismaður, ræðu, sem prentuð er á öðrum stað í blaðinu. Pétur Þórarinsson, Kambs- hóli, minntist þessa atburðar í bundnu máli. Að þessu loknu var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“, við góðar undirtektir réttargesta. Allir fagna hinni nýju skilarétt og hyggja gott til starfa þar nú og í framtíð- inni. Var þá að svo búnu tekið aftur til óspiltra málanna við sundurdráttinn. um slóðum er svo máium komið nú ,til dæmis að taka, að eitt af stærstu og myndarlegustu fó- lagsheimilum á landinu hefir verið reTst í næsta nágrenm við þann stað, er vér nú stöndum á. Hin nýja Svarthamarsrétt, sem vér fylkjum iiði i dag, nú er hún í fyrsta skipti eftir að byggingu hennar er lokið, er tekin til notkunar, er reist við vegárkant einnar fjölförnuslu þjóðleiðar á landi voru. Petur Ottesen var efnt til mikillar skemmtun- ar, mikils mannfagnaðar. Á þeim árum var þetta eina skemmti- samkoma ársins, sem fó'.k úr ná- lægum byggðarlögum átti þá kost á að sækja. Þarna var farið í leiki og dansað alla nóttina við dunandi harmómku og rnunn- hörpumúsík þangað til að morgni leið og markljóst var orðið. Ég sé meða Iréttargesta hér í dag einn mann, sem af mikilli leikni spilaði oft á munnhörpu fyrir dansinum á þessum næturfagn- aði vorum. Þennan mann þekkj- um við öll ofur vel, það er hann Árni Böðvarsson frá Vogatungu, ljósmyndari og sparisjóðshald- ari á Akranesi. Hann er þúsund þjala smiður eins og allir vita. Brekkuréttar var avallt beðið af mikilli óþreyju á hverju hausti. Það var því uppi fótur og fit hjá fólkinu og miklar mannaferðir í héraði daginn fyrir aðfaranótt réttardagsins. Nágrannar okkar af strönd- inni hinum megin fjarðarins komu á bátum þegar gott var veður og fylktu liði í hinum glaða og gunnreifa hópi heima- manna og deildu þar gleði við okkur þessa nótt. Þarna var mik- ið líf og fjör. Fóikið velti a£ sér reiðingnum, deyfðinni og drung anum sem fylgdi dagleg^j önn, sliti og striti í harðri lífsbaráttu. ☆ Þessar samko.nur voru and- legur heilsubrunnur. Flest af- brigði skaphafnai ísiendingsins komu að sjálfsögðu í ljós að meira eða minna leyti á þessum vökunóttum, en gleðin og glað- værðin hafði þar æfinlega yfir- höndina og vér sem þarna vor- um, bjuggum lengi að þeirri glað !værð sem þar var va*in og flutt um heim með okkur góðar og hugstæðar endurminningar um þessar skemmtilegu samkomur, sem þarna voru háðar undir ber- um himni. — Með morgunsár- inu hélt allur skarinn heim á réttarbæina þar sem skíðlogaði undir kaltinum of faðmur hinn- ar íslenzu gestrisni stóð oss op- inn hjá því góða fólki. Þegar Brekkiuétt var lögð niður og ný rétt reis af grunni á Hrafneyri, lögðust þessar skemmtanir niður. Að svo fór var þó engan veginn bein af- leiðing af réttarfiutningnum, heldur lágu til þess þau rök að skemmtanalífið var þá smátt og smátt að færast á annar, vett- vang og hafnar nokkrar aðgerð- ir til þess að bæta í því efni að- stöðuna heima fyrir. Hér á þess- Réttin er héraðsprýði og glæsi legur vottur um manndóm, fram takssemi og stórhug þess fólks, sem að byggingu hennar stendur. Réttin er reist hér á traustum grunni. Henni er valinn þurr staður og þokkaiegur. Oss er annt um sauðkindina og hinn drifhvíta lagð hennar, þegar hún kemur til byggða et'tir sumar- gönguna á háfjöllununj, velkist ekki við sundurdráttinn. Sauð- kindin hefur fætt og klætt ís- lenzku þjóðina um ailar aidir, frá fyrstu byggð hennar í land- inu. Af réttarbyggingum sem þess-. ari má marka hve bóndinn tel- ur sauðfjárframleiðsluna nmkils verðan þátt í lífi sínu og starfi. Vér fögnum öllum afrekum, sem unnin eru í lar.di voru, hvort heldur á andlegu eða verk legu sviði. Þau eru oss hvöt og ögrun til dáðríkara starfa í hví- vetna. Þessi réttarbygging fell- ur vel inn í ramma annarra fram kvæmda í sveicabyggðum vorum utan Skarðsheiðar og sunnan Botnsheiðar og er crækt vitm um þann menningarbrag í búskap- arháttum sem hér er ríkjandi. Ég vil svo enda þessi orð mín með því að færa þeim sem borið hafa hita og þunga af fram- kvæmd þessa verks og þeim sem að því hafa unnið, þakkir okk- ar allra og veit ég að það er með góðu samþykki ykkar að ég tek mér þau þakkarorð á tungu. Heill og hammgja signi störí fólksins í hinum breiðu byggð- um lands vors, bæði í sveit og við sjó. Helgarferð í Hrafntiimusker NÚ er haust gengið í garð og helgarferðum í Oræfin senn að ljúka. Ekki er Guðmundur Jón- asson þó á því að gefast upp enn. Um næstu helgi efnir hann til ferðar í Hrafntinnuhraun og upp á Hrafntinnusker. Farið verður úr bænum kl. 14 á ’.aug- ardag, gist í sæluhúsinu við Land mannahelli, en farið þaðan snemma á sunnudagsmorgun upp í Hrafntinnuhraun og alia leið upp í Hrafntinnusker, sem er um 1128 m hátt. en hærra mun ekki annars staðar fært á bílurn hér- lendis. Landslag á þessum slóð- um er mjög sérkennilegt og heill andi. Heim verður haldið á sunnudagskvöld. Sigurður Þór- arinsson, sem vinnur að athug- unum á eldstöðvum á þessum slóðum, verður með í förinni og mun veita jarðfræðilega leiðsögn þeim, sem þess óska. „Ba?ntmu vann AKRANESI, 21. sept. — Dr. Jón Vestdal, verkfræðingur, hefur gefið Akurnesingum ljómandi fagran bikar til að keppa um í knattspyrnu milli einstakra starfsmannahópa. Nú hafa starfsmenn Sements- verksmiðjunnar og bæjarins þreytt með sér keppni í tveimur leikjum. Varð fyrri leikurinn jafntefli, en í síðari leiknum vann bærinn með tveimur mörk- um gegn einu. Bærinn keppti svo til úrslita við starfsmenn Vélsmiðju Þor- geirs og Ellerts. Vann bærinn járnsmiðina og þar með Vestdals bikarinn i ár. — Oddur. Ávarp Péturs Ottesens við Svarthamarsrétt s.l. miðvikud. 1 Góðir réttargestir! Velkomnir til starfs í hinni nýju-skilarétt vorri. Því er líkt farið með gróand- ann í náttúrunni og þjóðlífsgróð- urinn. Kjarngróður þrífst að- eins í góðum jarðvegi og á and- legu og verklegu sviði tekst því aðeins að beita framtakinu til farsælla og raunhæfra starfa, vinna afrek. að hugur og hönd efli samtakamáttinn og að ein- ing og samhugur ríki. ☆ Svarthamarsrétt hin nýja, sem vér erum nú stödd í er reist á þokkasælum stað. Héðan er víð- sýni mikið. Vér rennum augum vorum til Hvalfjarðar sem túlk- ar öll vetrarb'rigði, er ýmist Spegilsléttur og ládauðut eða rismikill og hamramur. Þessi langi og fallegi fjörður „Hin djúpa röst, sem deilir lönd í da- semd fyrir mér er þönd“, eins og Steingrímur segir. Kvingd- ur á báðar hliðar lágum fjöllum hið efra en grcðursælli byggð hið neðra, klýfur byggðina frá yztu ósum til innstu voga. Þessi svipmikla byggð breið- ir hér faðminn á móti okkur öll- um. íbúar þessa byggðarlags hafa tekið þeim faðmlögum vel og goldið því .Torfalögin. Þeir hafa reist frá grunni fallegar og notasælar byggingar á jörð- um sínum. Þeir hafa hrundið í framkvæmd stórfelldri ræktun á sviði jarðargróðans og með því að plægja akur felagslegrar siarf semi hafa þeir glætt samstarfs- vijann, vakið bjartsýni og stór- hug og trú á vaxandi gvóanda í þjóðlífi voru. Þetta nýja, trausta og fellega mannvirki sem vígt er til nota í dag er ávöxtur gró- andans og gróskunnar í félagslífi voru og á rætur að rekja til allra þeirra sem hér eiga hlut að máli nær og fjær. Hér er margt manna saman komið. — Allir hyggjum vér gott til starfa í hinni nýju skilarétt. Vér látum um stund hugann hvarfla til liðins tíma á þessum slóðum. Af þeim, sem hér eru saman komnir í dag erum vér sem höfum þá sögo að segja að hafa verið við fjárdrátt i þremur skilaréttum á þessu svæði, hverri fratn af annarri, Brekkurétt, Hrafnseyrarétt og svo í hinni nýju Svarthamarsrétt áreiðanlega í miklum mlnni hluta. ☆ Tíminn líður fljótt, eins og straumþungt fljót út?í hinn stóva útsæ. Árin líða hveit af öðru í aldanna skaut, kynslóðir hverfa og aðrar nýjar koma í þeirra stað. Þessa viðburðanna rás fær ekkert stöðvað. Og allra fæstir erum vér ljósast í þessum hópi, sem munum eftir Brekkurétt, sem hlaðin var úr grjóti í hail- anum norðan í Brekkuhöfðanum. En það er fleira en fjárdráttur- inn einn í þessari rétt, sem leiðir huga okkar eldri mann- anna að Brekkukotsrétt, er vér látum meðvitund okkar reika í heimi fornra mmninga og rifj- um upp fyrir okkur það líf og fjör, sem árlega var tengt við réttarhaldið þar. Kvöldið fyrir réttarhaldið í fyrstu rétt, safnaðist saman mik- ill mannfjöldi, eldri og yngri, konur og karlar á Brekkueyrum vestanvert við Höfðann, þar sem vakað var yfir safningu. Til armarrar handar er þarna há, grasi gróin brekka og er svæði | þetta ekki ólíkt erlendu fjöl'eika I húsi undir berum himni. Þarna Þessi mynd er tekin við Svart hamarsrétt sl. miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.