Morgunblaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 5. okt. 1960 Kosningar í A. 5. B. Kjörskrá að Dagsbrunarsið — 100 stúlkur ekki á skrá ÞJÓÐVILJINN í gær er boru- brattur vegna úrslitanna í Alþýðusambandskosningunum i A.S.B., en þar hlaut listi komm- únista 98 atkvæði en listi lýð- ræðissinna 73. Sannleikurinn er þó sá, að kommúnistar óttast nu mjög um völd sín í félaginu og stendur stuggur af þvi mikla fylgi, sem lýðræðissinnar fengu þrátt fyrir það að kommúnista- stjórnin hagræddi kjörskrá á víta verðan hátt svo ekki sé meira sagt. Kjörskráin Þegar kjörskrá var lögð fram tveim dögum fyrir kosningar kom í ljós, að á henni voru að- eins nöfn 217 stúlkna í stað rúm- lega þrjú hundruð, sem sannan- lega eru starfandi í brauða og mjólkurbúðum og eiga því skv. félagslögum að vera í félaginu og á kjörskrá. Þegar krafizt var skýringu á þessu á félagsfundi svaraði formaður því til, að ýmsir atvinnurekendur væru tregir til að láta þær stúlkur, sem hjá þeim ynnu, ganga í félagið!! Heymjölsvinnsla í sambandi við S.R. í Höfðakaupstað ÞAB sem undanfarið nokkuð lengi, hefur verið á vegum þess opinbera til athugunar að koma upp heymjölsverksmiðju hér á landi skal, hér með bent á eftir- farandi: I Höfðakaupstað er stórt síldar verksmiðjumannvirki, sem lítið er notað, þar eð síldveiðar hafa brugðizt undanfarin ár, eða allt frá því að verksmiðjan var byggð. Þjóðarnauðsyn er ef hægt væri að nýta þetta mannvirki með því að koma upp heymjöls- vinnslu í sambandi við verk- smiðjuna. Eftir þeim lauslegu athugun- um, sem fram hafa farið á því að vinna heymjöl í verksmiðjunni, er talið að verksmiðjan þurfi til- tölulega lítilla breytinga við svo það sé framkvæmanlegt, þó svo færi að nokkurt magn af sild bærist verksmiðjunni samhliða. öflun heys til vinnslu er sér- siaklega góð á staðnum og ná- grenni hans. í Höfðakaupstað munu vera innan takmarka Höfðahrepps sem í eru 3 jarðir 350 til 400 hektarar af ræktuðu landi og nær því annað eins af uppþurrkuðu landi tilbúnu til ræktunar. í næsta nágrenni utan takmarka Höfðahrepps, er feikna mikið land með líðandi halla til sjávar, mjög þægilegt til rækt- unar. Er óhætt að fullyrða að allt þetta land yrði nýtt, ef mark aðsmöguleikar fengjust fyrir heyið. Afrétt hér þolir ekki meiri búpening en fyrir er á staðnum og heyöflun er orðin miklu meiri en þörf er fyrir. Með heymjölsvinnslu í verk- smiðjunni mundi skapast verk- efni handa þeim mannskap, sem nauðsynlegt er að hafa á kaup- tryggingu vegna væntanlegrar síldarmóttöku. Framleiðsla á I. fL fóðurbæti, sem sparar gjald- eyri. Nýting á milljóna mann- virki lítt notuðu, og síðast en ekki síðst stóraukið atvinnu- «ryggi á staðnum, sem undan- farin ár hefur byggzt að mestu leyti á sjávarafla er brugðizt hefur ár eftir ár. Samkvæmt framanrituðu er því hér með skorað að landbún- aðarráðuneytið sem hefur með höndum athuganir á möguleik- um til væntanlegar heymjöls- vinnslu hér á landi, að það láti rannsaka þá möguleika sem hér að framan er bent á, svo hægt væri á komandi sumri að gera tilraun með heymjölsvinnslu hér í sambandi við rekstur síldarverk smiðju ríkisins, sem allar líkur benda til að hægt væri áp mikils kostnaður, áður en lagt væri í að byggja nýja heymjöisverk- smiðju, sem mundi kosta margar milljónir. Þorfinnur Bjarnason, oddviti. Auk þess kom í ljós, að félags stjórnin hefur sett tugi stúlkna á aukameðlimaskrá og eru þær því algerlega réttindalausar. Er þó hvergi í lögum félagsins að finna heimild til þess að svipta starfandi félagskonur atkvæðis- rétti með þessum hætti. Sjálf við- urkennir félagsstjórnin þessi lög brot sín og vanrækslu, er hún fullyrðir að aðeins 44 af 72 starf- andi stúlkum, sem kröfðust alls- herjaratkvæðagreiðslu í félaginu séu fullgildir félagar, en hinar 34 ýmist ekki í félaginu eða á aukameðlimaskrá. Augljóst er, að þessar 34 stúlkur hefðu ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Hrósar því félagsstjórnin vafa- laust happi nú að hafa strikað þær út af kjörskrá. Ef allt væri með felldu um kjörskrá félagsins og félagatal, ætti félagið að senda þrjá full- trúa á Alþýðusambandsþing í stað tveggja nú. En félagsstjórn- in kýs heldur að svipta félagið einum fulltrúa á þinginu, heldur en að eiga á hættu að þrír full- trúar verði kosnir úr hópi and- stæðinga kommúnista, enda þótt stjórninni hljóti að vera ljóst, að það veikir félag, að einungis % stúlkna í þessari starfsgrein, skuli vera fullgildir félagar eftir kjörskrá félagsins að dæma. Samstarf Komma og Framsóknar Kommúnistar lögðu geysi- áherzlu á að vinna þessar kosn- ingar og settu alla sína flokksvé! í gang í þeim tilgangi. Mátti m. a. sjá fasteignasala, augnlækni, arkitekt, verkfræðing og aðra slíka úr hópi kommúnista grát- bæna afgreiðslustúlkur um að kjósa A-listann! Auk þess sá Framsóknarflokkurinn um, að ýmsir starfsmenn Mjólkursam- sölunnar hefðu „æskileg" áhrif á stúlkur, sem í mjólkurbúðum vinna. Þessa mynd nefnir Sveinn Björnsson: Látið þið tunglið vera, en hún er á sýningu hans í Listaftnannaskálanum. Sýningin hefur staðið í tíu daga, 700 manns hafa séð hana og 13 myndir seizt. Er hún opin daglega frá 13 til 22 og verður opin til sunnudagskvólds. (Ljósm. Gunnar Rúnar). Sýning Sveins Björnssonor HEIMUR versnandi fer. Þegar Sveinn Björnsson sýndi í fyrsta sinn, vakti sýning hans nokkra athygli, en er hann sýndi aftur tveim árum síðar, var sú sýning hvergi eins athyglisverð og sú fyrri. Nú hefur Sveinn efnt til þriðju sýningar sinnar í Lista- mannaskálanum. Verður því mið ur ekki annað sagt en að þessi sýning Sveins sé mun lakari en hinar fyrrnefndu. Tæpar áttatíu myndir eru nú til sýnis, og eru þær unnar í mis- munandi efni. Fyrirmyndirnar eru flestar frá Reykjanesskaga, nokkrar myndir eru á sýningunni frá lífi togarasjómanna og þá einnig hugdettur. Það er þungur og drungalegur blær yfir þessari sýningu, og Sveinn Björnsson virðist ekki hirða mi-kið um mynd byggingu, sem þó er eitt frum- atriði góðrar myndlistar, í hvaða stíl, sem unnið er. Honum tekst ekki að ná verulegu samspili í litina og vinnur þá ekki nægilega saman. Verkin eru losaraleg og verka ekki sannfærandi. Teikning í sjálfum verkunum er af skorn- um skammti og ekki til fyrir- myndar. Það er meira unnið af afli á þessari sýningu en list- rænni tilfinningu, og óneitanlega er vinnugleði Sveins meira áber- andi en listræn tilfinning hans. Það mætti margt og mikið til tína af því, sem miður fer á þess- ari sýningu Sveins Björnssonar, en ég læt þetta nægja. Það er ekki ánægjulegt að þurfa að skrifa þannig um sýningu. Annað get ég því miður, ekki sagt, fyrst ég skrifa nokkrar línur um þessa sýningu Sveins Björnssonar. Framhald á bls. 19. * Ekkert benzín um miðjai^jlaginn Kunningi Velvakanda ætl- aði um daginn að skreppa austur fyrir fjall á sunnudegi rétt fyrir hádegið. Er hann hugðist aka af stað, komst hann að raun um að allar benzínstöðvar eru lokaðar frá kl. 11.30 til kl. 1, jafnt benzínstöðvarnar í bænum sem utan hans. Hann ætlaði varla að trúa þessu, enda hitti hann nokkra menn fyrir við stöðvarnar og voru þeir allir gramir yfir að tefjast um meira en klukku- tíma. Fóru þeir nú að velta fyrir sér hvað ylli því að ekki væri hægt að fá benzín á pess um tíma. Heyrzt hefur að hættulegt sé að menn geti fengið vökvun um miðjan daginn og vínstúkur því lok- aðar, en að bílar mættu ekki á sig bæta, hafði enginn heyrt fyrr. Einhver kom með þá skýr- ingu að nú væri messutími, og sú myndi sennilega ástæð- an. En þó kirkjan banni í orði kveðnu að sölubúðir séu opnar og að menn stundi vinnu á helgidögum, þá eru bifreiðastöðvar þar undan- þegnar og þá varla hægt að banna mönnum að setja benz ín á bílinn sinn. Niðurstaðan af bollaleggingum þessum varð semsagt engin. Og nú væri gaman að fá upplýst, hvaða ástæður geta til þess legið að ekki er selt benzín um miðjan daginn á sunnu- dögum. * Jazzinum kennt um glæpi Þ. Ó. skrifar: „Oft hefur verið ráðist harkalega á „jazzinn" og honum hallmælt og höi'um við jazzunnendur oftast látið okkur þá þvæJu í léttu rúmi liggja og ekki svarað því En þegar farið er að Kenna jazz- inum um morð og aðra glæpi, eins og kom fram í útvarps- erindi fyrir skömmu, er nóg komið af slíku góðgæti og finnst mér að þessir þostuiar aettu að leita betri ástaðna fyrir þessum myrkraverkum. Sú hugmynd að jazz sé ein- hver ósköp af hávaða, og að hljómsveitarmenn eigi að keppast við að þeyta sinn lúð- ur sem mest og berja sína bumbu sem sterkast, er hrem fjarstæða.því ekki þarf nema einn gítar til að spila góðan jazz og framleiðir hann eng- in ósköp af hávaða. Og að jazzinn sé ieikinn í holum langt niðri i jörðinni innan um púka og aðrar slikar ó- verur .... Löngu viðurkennd tónlist Jazzinn er löngu búinn að fá viðurkenningu færustu manna, hann nefur verið tek- inn upp sem kennslugrein við marga þekkta músíkskóla tr- lendis og er óðum að afla sér viðurkenningar sem þroskuð listgrein. Vona ég svo að fólk hæt'i að skelfast er það heyrir jazz nefndan, leggi heldur við hlustirnar eða láti hann a. m. k. afskiptalausan, svo ég tali nú ekki um að bendla hann við morð og því uth likt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.