Morgunblaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. okt. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 11 Framtíðin getur ekki verið fólgin í hálfvilltum fjárhópum og áframhaldandi misnotkun beiti- Iandanna. Aðeins ræktun kemur til greina. — Hve margt af þessu fé skyldi svo gefa af sér 2. og 3. flokks kjöt? I Ámes- og Rangárvallasýslum var t. d. á síðastliðnu ári miklu meira um 2. og 3. flokks dilka heldur en 1. flokks og hafði það farið vaxandi frá því árinu áður. — Hvenær skyldu mjólkurhéruðin annars hætta við sauðfjárbúskap? Bfarni Helgason Fjárrækt á villigðtum GÖNGUR og réttir hafa stað- ið yfir að undanförnu og slátrun sauðfjár stendur nú sem hæst. En alls staðar að berast nokkuð svipaðar frétt- ir, og eru flestar eitthvað á þá leið, að „fé virðist nokkuð misjafnt, en bó sæmilegt". og stundum er það kallað í „sæmilegu meðallagi“. Eins og allir muna hefur í allt sumar verið einmuna góð tíð, þótt sunnanlands hafi e. t. v. orðið fullþurt fvrir jörð og gróður á tímabili. og er það víst einhver munur frá því, sem var á síðasiliðnu sumri. Og ekki hefur haustið verið verra í ár en í fyrra, nema síður sé. En það er nokkuð, sem lítið hefur breytzt, þrátt fyrir góðærið. T. d. bendir ýmislegt til, að lítið muni sauðfé koma betra af fjalli í ár heldur en það, sem kom í fyrra, samanber ofangreindar tilvitnanir, sem teknar eru beint úr frásögn- um fréttaritara blaðanna. I fyrra reyndu sumir fjár- ræktarmenn að kenna lélegu sumri eða jafnvel hausthreti um. hve margt fé kom rýrt af fjalli, og er það sama gamla skýringin og svo oft áður. Þó var féð í fyrra oftast talið í „sæmilegu meðallagi“ ef nokkuð mátti marka frétt- ir. En ef fréttirnar í ár eru bornar saman við fréttirnar frá fyrri árum. kemur í ljós að þær allar furðu keimlíkar: flest er „sæmilegt", ea fátt er ágætt. Spurningin er sú. hvort öllum fmnst það eðU- legt og sjálfsagt, eftir svo hagstætt tíðarfaT sem í sum- ar. að fé nú í haust skuli ekki vera nema rétt í „meðallagi'* og jafnvel lakara sums stað- ar, allt niður í þriðja flokks dilka. Finnst engum það furðu- legt. að svo gott sumar og þá sá góði gróður, sem því hefur verið samfara. skuli naumast gefa meira af sér, en svokall- að lélegt árferði. Satt að segja hlýtur hér að vera eitt- hvað, sem stórlega er athuga vert við, því að flest venju- legt fólk býst við meiru en „sæmilegu meðallagi" ef'.ir ó- venju hagstætt sumar fyrir þessa grein búskaparins sem aðrar. A þessu geta varla verið margar skýringar, og tæplega eru þetta hrekkir einir af náttúrunnar hálfu. Annað mál er það. hvort náttúran muni ekki vera orðin eitt- hvað minna gjöful en áður var, þannig að nú séu afleið- ingar slæmrar umgengni og illrar meðferðar að koma í Ijós. Staðreynd er það. að undan- farin ár hefur meðalfahþungi dilka víðast farið lækkandi, en ýmsu er kennt um. tíðar- fari, vetrarhirðingu eða þrengslum í haga. Sennilega getur tíðarfarið haft einhver áhrif frá ári til árs, en naum- ast dugir það langt til að skýra hinn árlega rýrnandi fallþunga. því að ekki verður með rétti kvartað undan si- felldum illviðrum og léJegu árferði. — Vetrarhirðingin er talin hafa allmikla þýðingu fyrir væntanlegan vænleik fjárins. Þess vegna getur ver- ið, meðan fátt var fé. að bet- ur hafi verið um það hugsað en nú, þegar fjárfjöldinn nálg ast eina milljon fjár á vetrar- fóðrun. En varla verður því trúað, að slæm vetrarlvrðing komi svo berlega í Ijós. að fé af þeim sökum rýrni á ári hverju, svo að ósennilegt er, að þessi skýring sé mikið haldbetri en hin fyrri. En svo er briðja skýringin, en það er þrengsli í haga og offjölgun fjárstofnsins. Sam- kvæmt þeirri skýring er tal- ið víst. að núverandi gróður beitilandanna geti ekki gefið meira af sér á ári hverju en þegar er orðið. Og er óvenju margt sem styður þá skoðun, að heldur gangi á höfuðstól- inn en hitt, að nokkru sé við hann bætt. Það þarf ekki einu sinni að fara í óbyggðir til að sjá aíleiðingar misnot- kunarinnar. — Á móti þessu og sérstaklega þessari síðustu skýringu mæla svo einstaka I „snillingar" sem enn trúa á höfðatölu-regluna, og lýsa því jafnvel yfir, að á íslandi sé engin ofbeit, hafi aldrei verið og geti víst aldrei orð • ið. En sannleikurinn er sn, að slíka menn hefur dagað uppi í hirðingjahugsunarhætti fyrri alda. Samkvæmt svona „fræðimönnum" mundi lausn vandans vera fólgin í því: að hafa bara meira fé. því að fé mundi alltaf skilja eftir sig einhver merki. ef ekki mold- arbörð og deyjandi gróður, þá eina, kannski tvær eða / þrjár pínulitlar klessur, sem l kannski gætu orðið að nær- 1 ingu fyrir fáein grasstrá, sem i svo næsta kind á eftir gæti ; étið og þannig á það vist að j geta gengið koll af kolli, unz I komin væri heil hjörð af „fall í egum og feitum" kindum,gang 1 andi í halarófu og étandi strá- J in, sem næsta kind á utidan j var búin að bera á. Glæsileg draumsýn að tarna! — Nú. og svo gæti lfannski ein kindin úr hópnum lent í fönn, orðið sjálfdauð eða eitthvað annað gæti orðið henni að fjörtjóni, en það mundi áreiðanléga grænka vel í kringum hræið, svo að hálfhungraðar kindur sem eftir lifðu gætu fengið meira gras og nagað það alveg niður í rót. Sannleikurinn er sá, að þessi höfðatöi u-hugsunarhátt ur er fáránlegur og engum til sóma. þótt hann hafi einkennt eitt þróunaistig mannkynsins fyrir nokkrum þúsundum ára. Hér þarf því mikilla breyt- inga við, ekki aðeins í hugsun heldur líka í verki, annars stenzt þessi grein búskapariris ekki lágmarkskröfur nútím- ans. Hjarðmannabúskapur og ráfandi sauðfjárhópar heyra fortíðinni til, ræktun er fram- farasporið. Stórt verzlunarliúsnæði á götuhæð og skrifstofuhúsnæði á efri hæðum í nýju stórhýsi við eina af aðalgötum bæjarins til leigu. — Nánari uppl. gefur frá kl. 2—4 daglega. Mercedes Benz 220 ’53—’54 óskast. Góð út borgun. Tilb. í síma 24969, milli kl. 7 og 8 næstu daga. HIT.M4R GARÐARS hdl. Gamla Bíó — Sími 11477. Cunnor Jónsson Lögmaður við undirrétti o bæstarétt. ÞinghoitssUæu 8. — Simi 18259- Vélaverkfræðingur Samband íslenzkra samvinnufélaga óskar eftir að ráða vélaverkíræðing á Teiknistofu sína. — Æski- legt er að umsækjandi hafi sérþekkingu á kælitækni. Starfsmannahald SlS Börn — Fullorðnir hærið talmál ej'lendra Þjóða í fámennum flokkum. Innritun alla daga frá kl. 5—7 í Kennaraskólanum, sími 13271. — Næst síðasti innritunardagur. F rönskunámskeið Alliance Francaise hefst mánudaginn 10. okt. Kennt verður í fjórum fJokkum. — Innritun og allar nánari upplýsingar í Bókaverzlun Snæ* bjarnar Jónssonar & Co, Hafnarstræti 9. SYMIIMG OG SALA á málverkuin inínnm í verzluninni Ásbrú, Grettisgötu 54. Afar sérstæð niálverk. — Komið og sjáið. MARTEINN Trésmíðavél til sölu Sambyggð trésmíðavél er til sölu. — Uppl. í síma 6 og eftir vinnutíma í síma 01, Akranesi. Okkur vantar reglusaman meiraprófsbifreiðastjóra Bifreiðastóð Steindórs Sími 11588 KAUPMENN ! — KAUPFÉLÖG ! Silver fleece ilólullin er komin aftur. Ólafur R. BjÖrnsson & Co., Símar: 11713—11715

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.