Morgunblaðið - 26.10.1960, Page 2
2
MORGTJNJtLAÐlÐ
Miðvik'udagur 26. okt. 1960
Lambi bjargað úr
hólma í Þjórsá
j/W/ÍW/» 1 Sl/SOhnútor H SnjHomo f Oii *» \7 Skúrlr K Þrumur WZS, KuUaakit v' Hihskit Ha Hm$ I
Á FÖSTUDAGINN var björguðu
þrír menn lambhrúti úr hólma
ofarlega í Þjórsá, en þaðan var
honum ekki undankomu auðið af
eigin rammleik.
19. sept. sl. sá einn leitarmanna
Gnúpverja, Jón Ólafsson, Eystra-
Geldingaholti, að lamb var í
hólmanum. Hólmi þessi er
skammt fyrir ofan fossinn Dynk,
á móts við Krók innan við Gljúf
urleit á Gnúpverjaafrétti, rétt
fyrir sunnan þar sem Dalsá fell-
ur í Þjórsá, eða ínn við Fosstjald
stað á Holtamannaafrétii. Ekki
er vitað, hvernig lambið hefur
komizt út í hólmann, en líklegt
má telja, að það hafi fyrst lent
neðst í Dalsárkjaftinum, borizt
síðan niður í Þjórsá og skolazt
upp í hólmann. Þegar Jón sá
lambið, var ekki talið fært að
ná því, vegna þess hve mikið var
í ánni og leiðin út í hólmann al-
ófær. Minna vatn er í ánni aust-
an megin við hólmann, en botn-
inn stórgrýttur og illur yfirferð-
ar. Fossar áin þar fram í iðu-
strengjum milli stórgrýtisins, og
klettanybbur skaga upp úr á
milli.
— Algier
Frh. af bls. 1.
ynni nú að því að einangra
Frakkland. Áhrii Frakka í heims
málum færu síminnkandi og með
hverjum degi sem liði fækkaði
löndum lýðveldisins.
Einnig réðist Salan á það
áform de Gaulle að koma Frökk-
um upp kjarnorkuflugher, en
það sagði hann að yrði til þess
að einangra Frakka frá banda-
mönnum sínum.
Góður rómur var gerður að
máli Salans, en auk 6—700 frétta
manna voru þar nokkur hundruð
áheyrendur, m. a. fyrrverandi ut
anríkisráðherra, Georges Bid-
ault, og skattaandstæðingurinn
Pierre Poujade. Að ræðu sinni
lokinni hvarf Salan á brott áður
en fréttamenn fengju lagt fyrir
hann spumingar.
Mótmælafundur
1. nóvember nk. eru liðin sex
ár frá því að styrjöldin í Algier
hófst. Af því tilefni og einnig
sem svar við stefnu de Gaulle
í Algier-málinu og landvama-
málum Frakklands, svo og ræðu
Salans í dag hafa samtök kenn-
ara, stúdenta og verkamanna
ákveðið að halda mótmælafund
þann dag. Fyrr hafði verið ráð-
gert að efna til mótmælagöngu,
en er ríkisstjórnin tilkynnti
bann við slíkum göngum var
ákveðið að halda fund.
Dagskrá Alk>ingis
DAGSKRA Sameinaðs þings i dag:
1. Fyrirspurnir: a) Lántökur ríkisins
Ein. umr. b) Vörukaupalán í Banda-
ríkjunum. Ein umr. c) Rafstrengur til
Vestmannaeyja. d) Virkjunarrannsókn
ir, ein umr. 2. Fjárlög 1961, frh. 1. um-
ræðu. 3. Lán til veiðarfærakaupa, þál
till. Hvernig ræða skuli. 4. Skaðabóta-
ábyrgð ríkis og sveitarfélaga, þáltill.
Hvernig ræða skuli. 5. Síldariðnaður á
Austurlandi. þáltill. Hvernig ræða
skuli. 6. Sjálfvirk símstöð fyrir Aust-
urland, þáltill. Hvernig ræða skuli.
7. Slys við akstur dráttarvéla, þáitill.
Hvernig ræða skuli. 8. Utboð opin-
berra framkvæmda, þáltill. Hvemig
ræða skuli. 9. Lánsfé til Hvalfjarðar-
vegar, þáltill. Hvemig ræða skuli. 10.
Rafmagnsmál Snæfellinga, þáltill.
Hvernig ræða skuli. 11. Umferðarör-
yggi á leiðinni Rvík—Hafnarfjörður,
þáltill. Hvemig ræða skuli. 12. Ferða-
maunaþjónusta, þáltill. Hvernig ræða
skuli. 13. Hlutleysi Islands, þáltill. —
Hvernig ræða skuli. 14. Fiskveiðar við
Vesturströnd Afríku, þáltill. Hvernig
ræða skuli. 15. Byggingarsamvinnu-
félög, þáltill. Hrernig ræða skuli. 16.
Hafnarframkvæmdir, þáltill. Ein umr.
17. Vemdun geitfjárstofnsins, þáltill.
Eín umr. 18. Virkii’-arskilyrði i
Fjarðará, þáltill. Ein umr
Brotizt út í hólmann
Föstudaginn 21. nóv. fóru þrír
Holtamenn að huga að lambinu.
Það voru þeir Steinn Þórðarson
á Ásmundarstöðum, Tyrfingur
Tyrfingsson í Lækjartúni og
Halldór Eyjólfsson á Rauðalæk.
Tókst þeim að vaða yfir hávað-
ana og út í hólmann austan fiá.
Studdust þeir við járnkarl og
járnstengur og voru rúman
stundarfjórðung á leiðinni. Þar,
sem strengurinn var dýpstur,
náði hann þeim rúmlega í mitt
læri.
Hafði gert sér bæli
Þegar út í hólmann var komið,
komu þeir auga á lambið, en
það stökk undan og í hvarf.
Fundu þeir það svo í bæli, sem
það hafði gert sér. Var það vel
á sig komið, enda er hólminn all-
stór um sig og hagi góður, víðir
og gras. Hins vegar hefði það
tæpast lifað veturinn af. Eyin er
há og berangur mikill, svo að
það hefði sennilega kalið úti. —
Þeir félagar óðu nú til lands aft-
ur og höfðu hrútlambið í köðlum
á milli sín. Eigandi þess er Guð-
rún í Sandvík í Flóa.
Hrútshólmi
Ekki er vitað til þess að kind-
ur hafi oft hrakizt út í þennan
hóíma. Á síðustu öld bjargaði þó
Bergur á Skriðufelli ásamt tveim
ur öðrum þremur lömbum úr
honum. Fóru þeir yfir á íshrönn,
éins og lesa má um í Göngum og
réttum. Þá mun og kind hafa
verið náð þaðan við illan leik
Um eða eftir 1925. Hólminn hef-
ur hingað til verið nafnlaus, en
nú hefur hann verið kenndur við
dorra og kallast Hrútshólmi.
Vað merkt.
Þá má og geta þess, að 1 þess-
ari sömu ferð könnuðu þeir fé-
lagar Tangavað á Tungnaá hjá
Sultartanga. Fóru þeir þar yfir á
stórum Dodge-vatnabíl. Vað
þetta hefur aldrei verið kannað
til fullnustu, en nú voru hentug-
ar aðstæður til þess, því að lítið
er í ánni. Merktu þeir vaðið
með vörðum.
Brezka þingið
kemur saman
LONDON, 25. okt. (Reuter, NTB) J
— Brezka þingið kom saman ít
dag eftir sumarleyfi þingmanna.
Er ætlunin að ljúka á næstu
þrem dögum störfum þessa
þings, en annað þing verður sett
með hásætisræðu Elisabetar II.
drottningar 1. nóvember nk.
Harold Macmillan svaraði í
dag fyrirspurnum í neðri mál-
stofunni varðandi samningana
um herstöðvar Bandaríkjamanna
á Bretlandi. Kvaðst Macmillan
vera hinn ánægðasti með endur-
skoðun samninganna, héðan í
frá gæti ekkert gerzt þar, án
vitneskju æðstu stjórnarva’.da í'
Bretlandi jafnt sem Bandaríkj-j
unum. Sagðist Macmillan hafa
rætt þetta mál persónulega við(
Eisenhower og væri niðurstaðan
þeim báðum í vil.
i át - V <
( rimlakassa um 2 metra frá (
\ ENNÞÁ er sama blíðviðrið um jörðu. Hitamælar, sem ekki s
) land allt. Þó kólnar heldur, hefðu verið þannig varðir i
■ svo að frost verður talsvert gegn útgeislun, hefðu sýnt \
( að nóttunni, einkum inn til meira frost. \
i landsins, og því meira, sem Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: V
■ hærra dregur frá sjó. SV-land til NA-lands og \
s í fyrrinótt var kaldast í miðin: Hægviðri, víðast úr- s
i Möðrudal. Þar var frostið 14 komulaust og léttskýjað. Næt S
( stig, næstmest 11 stig á Gríms urfrost öllu meira en sl. nótt. |
S stöðum á Fjöllum, þá 7 stig á Austfirðir, Austfj.mið og (
) Akureyri. Á Nautabúi og SA-mið: NA gola eða kaldi,
\ Blönduósi 5 stig og 4 stig skýjað.
S á Eyrarbakka og Hellu. Þetta SA-land: NA gola, léttskýj-
) eru allt mælingar gerðar í að.
Pfaff-sýnikennsla
í Breiðfirðingabúð
Talsvert um rjúpu
Borgarfirði
i
BORGARNESI, 25. okt. — Um
hæstsíðustu helgi var leyft að
fara að skjóta rjúpur, og var þá
‘i Hljómleikar
í Camla Bíói
í kvöld
í KVÖLD kl. 7 efna Sigurveig
Hjaltested og Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir til söngskemmtun-
ar í Gamla Bíói, en við hljóð-
færið verður Ragnar Bjömsson.
Söngkonurnar eru báðar ný-
komnar frá námi við Mozarthe-
um tónlistaskólann í Salzburg.
Söngskrá tónleikanna er mjög
fjölbreytt. Sigurveig mun syngja
lög eftir Bjarna Böðvarsson og
jafnframt 4 andleg lög eftir
Brahms, en Snæbjörg syngur lög
eftir Pál ísólfsson og Wagner.
Öll íslenzku lögin á söng-
skránni eru lítið þekkt og Wagn-
erlögin hafa ekki verið sungin
hér áður opinberlega. Auk fram
angreindra laga munu söngkon-
urnar syngja ítalskar aríur c>
tvísöng úr óperum.
Ferg
uson
látinn
LONDON, 25. okt. (Reuter): —
Brezki auðjöfurinn Harry Fergu-
son lézt í dag að heimili sínu í
Glouestershire. Hann var 75 ára
að aldri. Ferguson var einkum
þekktur fyrir framleiðslu Fergu-
son jarðyrkjuvéla, en einnig sem
brautryðjandi í bifreiða- og flug-
vélaiðnaðinum.
þegar margt um manninn hjá
Gunnari í Fornahvammi, en
hann selur veiðileyfi. Skv. við-
tali við Gunnar voru þá þegar
30—40 byssur í gangi á heiðinni.
Veiðin hefur verið allsæmileg,
a.m.k miðað við það, sem var í
fyrra, og hafa skotmenn nú feng
ið um 900 rjúpur á Holtavörðu-
heiði Rjúpnagangan var erfið
viðureignar í fyrstunni, hélt sig
ofarlega og var stygg, en nú er
hún tekin að færa sig ofan eftir.
Kunnugir menn og veiðivanir
segja, að þar sé nú töluvert um
rjúpu og miklu meira en í fyrra.
f gær fréttist til veiðiþjófa frá
Akranesi, og bað Gunnar þá lög-
regluna þar að huga að þeim.
Var talað við þá, þegar þeir
komu til baka í kvöld, og féllust
þeir á að greiða tilskilið veiði-
leyfisgjald. — H.
Beint úr
kössunum
IIINIR glæsilegu happdrætt-
isbílar Sjálfstæðisflokksins,
Fólksvagnarnir tveir, standa
í Lækjargötu. Þeir standa á
vögnum og verður ekki ekið
svo mikið sem meter áður en
eigendur fá þá i hendur,
bcint úr kössunum. En það
verður ekki langt þar til bíl-
arnir verða teknir í notkun,
því þann 8. nóvember verður
dregið. Skammur tími til
stefnu Lítið á bílana og
tryggið yður miða í leiðinni.
I GÆR kl. 2 var opnuð í Breið-
firðingabúð sýning á heimilis- og
iðnaðarsaumavélum frá Pfaff-
verksmiðjunni - 1 Þýzkalandi.
Hingað er nú kominn tæknileg-
ur ráðunautur, sem mun leið-
beina fólki meðan sýning-
in stendur yfir, en það verð-
ur þessa viku frá kl. 2—7 dag-
lega fram á sunnudagskvöld.
Magnús Þorgeirsson forstjóri
Pfaff í Reykjavík opnaði sýning-
una að viðstöddum mörgum gest-
um. Hann skýrði frá því að verk
smiðjan hefði nú starfað í nær
100 ár og í henni væru framleidd
ar á annað hundrað saumavélar
á dag. Þar starfa um 9 þúsund
manns og er hún stærsta sinnar
tegundar í Evrópu.
Drengur verður
fyrir strætis-
vagni
LÍTILL drengur, Rúnar Pálmi
Sigurfinnsson, Réttarholtsvegi 53,
slasaðist á mánudaginn, um kl.
1,30 á biðstöð strætisvagnanna á
Sogavegi við Akurgerði.
Varð hann með fætur undir
hjóli strætisvagns. Það mun eng-
inn sjónarvottur hafa verið að
því er slysið varð, en skömmu
síðar kom fólk drengnum til
hjálpar, þar sem hann sat í göt-
unni, vegna þrauta í fótunum.
Hann mun vera ristarbrotinn á
öðrum fæti, en báðir eru mjög
bólgnir.
Drengnum var hjálpað upp í
strætisvagn og komst hann síðan
heim til sín, sárþjáður.
Rannsóknarlögreglan biður þá
er gætu gefið einhverjar upplýs-
ingar í máli þessu að koma til
viðtals hið fyrsta.
í Breiðfirðingabúð verður dag-
lega sýnikennsla í notkun Pfaff-
heimilissaumavéla. Þar verða og
vélar til fataiðnaðar, vinnufata-
gerðar, skó- og leðurgerðar,
skyrtugerðar og ýmsar fleiri
tegundir.
Mikil ölvun í gær
ALLMIKIÐ bar á ölvun í Reykja
vík í gær. Var svo komið kl. um
sjö í gærkvöldi, að ekki var nema
eitt rúm eftir laust í kjallaranum.
Þykir það fremur óvenjulegt á
þriðjudegi. Annars er >að svo,
að kjallarinn gæti verið fullur á
hverjum degi af drukknu fólki,
en vegna rúmleysis verður að
aka mörgum heim til sín, sem
ættu í rauninni að vera í umsjá
lögreglunnar.
íslendingar
unnu Dani
LEIPZIG, 25. okt.: — Island
vann Danmörku með 2(4 gegh
1(4 þar sem Freysteinn gerði
jafntefli í biðskák sinni. Staðah
í C-riðli eftir þá umferð er
þessi:
England 25, Tékkóslóvakía
24(4, Ungverjaland 24, Svíþjóð
22, Mongólía 14(4, Túnis 13,
ísland 13, Danmörk 12(4, GrikkL
land 6(4 og Bolivía 5.
— Allsherjarbingið
Frh. af bls. 1. '
til þess að koma efnahagslífi í
Kongó á réttan kjöl, né er þar
reiknað með útgjöldum vegna
kennslumála eða heilbrigðiá-
mála.
Hammarskjöld segir í skýrslu
sinni, að útgjöld þau, sem talin
eru í skýrslunni megi lækka með
því einu móti, að þjóðir þær, er
hafi lagt til sérfræðinga og flug-
vélar til flutninga herliðs til
Kongó, láti vera að krefjast
greiðslu fyrir.
★
Fulltrúar kommúnistaríkjanna
á allsherjarþinginu hafa haldið
því fram að hinn mikli kostnað-
ur stafi af því að skipulag
Hammarskjölds á framkvæmd-
um í Kongó hafi verið hið
versta. Knut Thommesen, full-
trúi Noregs í nefnd þeirri, sem
fjallar um fjármál og skipulags-
mál, mótmælti í dag þessum
ákærum kommúnistafulltrúanna.
Kvað hann skýrslu Hammar-
skjölds sýna það ljóslega hversu
víðtækt verksvið SÞ væri orðið
og hvers mætti af samtökunum
vænta. Þá kvaðst Thommesen
vera á móti því að skera í nokkru
niður áætlaða fjárþörf til að-
gerðanna í Kongó, því að nauð-
synlegt væri, að Hammarskjöld
gæti framkvæmt, svo sem hon-
um þætti bezt, það verkefni, sem
honum hefði verið falið.