Morgunblaðið - 26.10.1960, Side 3
lHðviKuðagur 26. okf. 1960
MORCVNhLAÐlÐ
3
★
MÁNUDAGTJR við höfnina.
En það gseti verið sunnudag-
ur Hvers vegna? Vegna þess
að það er gott veður. Það var
alltaf gott veður á sunnudög-
um. Þegar við vorum strákar.
Þá gengum við niður á höfn
til að skoða skipin. Það var
sólskin og logn. Eins og núna.
Skipin lágu bundin við hafnar
bakkana. Þau voru að hvíla
sig. Áður en þau legðu yfir
hafið. Við stóðum með handur
í vösum. Himin og haf í aug-
um. Útþrá í brjóstum. En það
er mánudagur. Reykjafoss
liggur fyrir neðan Hafnarhús- ! ' “
ið. Það eir verið að skipa upp.
Bílar koma og fara. Tómir.
Hlaðnir. Samt er kyrrð yfir
öllu. Engin köll. Lúgumaður
biakar hendinnL Kassar og
kiósett. Karlarnir vinna þögul
Sunnudagur eða mánudagur
ir. Enginn ungur. Skólarnir
eru byrjaðir. Jú. Þarna er
einn. Hann hefur fengið svip
eyrarkarlsins. Lúgumaður
stöðvar höndina. Hann er eins
og sjónhverfingamaður. Kola
kranann ber við himin. Einu
sinni var hann lifandi.
Ófreskja úr járni. Akranes-
ferjan liggur fyrir neðan
hann. Það er verið að skipa
upp sementi. Óvirðing við
gamlan kolakrana. Stóru
strákarnir sögðu að hermaður
hefði klifrað upp í hann og
kastað sér í sjóinn. Dó hann?
spurðum við með ótta og
taka kúlur af netum. Græn-
ar. Eins og djúpið. Einhver
kerling spáði í svona kúlu.
Maðurinn þinn verður dökk-
hærður. Sjómaður? Karmski.
Trillubátur frá Akranesi kem
ur að landi. Eitt tonn af ýsu.
Namm. Þið voruð að fá hann?
Það er nóg af honum innan
við húfnina
Labbar heim til mömmu
með kolann.
undrun í augum. Hann blotn-
aði, sögðu þeir og glottu.
Akraborg siglir inn. Hvít eins
og Laxfoss. Hann fórst. Kann
ski fylgdi ógæfa nafninu. Hjá*
trú? Sjórin er sléttur. Hreinn
og gljáandi. Hann hefur góða
samvizku. Góð samvizka er
uppfinning andskotans, sagði
Schweitzer. Átti hann líka
við sjóinn? Hekla liggur við
Sprengisand. Bráðum siglir
hún kringum landið. Það er
eins og faðmiag. Höfnin eins
og koss. Rómantík? Nokkrir
fiskibátar liggja við tré-
þryggjurnar. Engin rómantík.
Fiskilykt. Net. Kaðlahankir.
Karlarnir eru í peysum. Einn
tekur í nefið. Annar reykir
sígarettu. Hún brennur upp á
milli vara hans. Hendurnar
við takmörk snurvoðarinnar.
Ekkert fyrir utan þau. Ojá.
Þeir eru að eyðileggja miðin.
Ojá. Strákur með þrjá kola.
Hvernig er veiðin? Léleg.
Hvers vegna? Veit það ekki.
Kannski veldur snurvoðin því
líka? Já. Ætli það ekki. Meiri
voðinn þessi snurvoð. Hann
labbar heim. Mamma hans
steikir koiana. Eftir tíu ár
finnst honum hafa verið
sunnudagur. Logn. Kyrrð.
Hvítir fuglar við landsteina.
Blátt fjall í norðri. Senn
munu því ofin hvít klæði.
i.e.s.
./ ,.1.1 \i V
Þeir voru að fá hann.
STAKSTEINAR
Útvarpsumræður
Engu er líkara en að þeir
Tímamenn hafi alís ekki vitað
, af því að útvarpsumræður voru
Ií fyrrakvöld. í blaðinu í gaer er
ekki eitt einasta orð um um.
ræðurnar. Að vísu má segja, að
það sé vel til fundið hjá rit-
stjórum blaðsins að hlífa les-
endum sinum við birtingu á um.
mælum Eysteins Jónssonar, sem
sjálfsagt hefði orðið að vera
meginuppistaða frétta af um.
ræðunum. Hins vegar höfum við
hinir, sem andvígir erum Fram.
sóknarflokknum, mikinn hug á
að halda til haga sumum yfir.
lýsingum Eysteins í umræðun-
um.
Játar faðernið
Það var góð tilbreyting að
heyra Eystein Jónsson segja
sannleika með tilfinningaþunga,
er hann gaf eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
„Framsóknarflokkurinn léði
alls ekki máls á gengislækkun
nema eiga þátt í henni sjáJfur".
Hitt var ekki síður fróðlegt að
Eysteinn Jónsson skyldi lýsa
yfir höfundarrétti á því, sem
Tíminn hefur kallað „stefnu
Framsóknarflokksins í efnahags-
málum“, en allir aðrir kalla
hringavitleysu. Uppistaða hringa
vitleysunnar er sem kunnugt er
sú, að auka hefði átt yfirfærslu.
gjaldið um ca. 250 millj. króna
og bæta þeirri upphæð ofan á
uppbæturnar. Niðurstaðan af
þeirri athöfn hefði orðið sú,
segja Framsóknarmenn, að dreg.
ið hefði verið úr uppbótunum.
Hinn meginþáttur „stefnunn.
ar“ var að halda „uppbygging-
arstefnunni" áfram að fullum
þrótti en draga jafnframt úr fjár
festingu. Með öðrum orðum, að
fjárfesta meira án þess að festa
fé, byggja meira ási þess að
byggja. Það má með sanni segja
að það er ekki ónýtt að eiga í
þjóðfélaginu galdramenn á borð
við Eystein Jónsson. Gallinn er
bara sá, að fólkið er svo vitlaust
að trúa ekki á galdrana, annars
væri hér allt í stakasta lagi og
Eysteinn f jármálráðherra U1
æviloka.
Rúsínan í pylsuendanum var
svo sú, að engir ættu sparifé
nema hábölvaðir auðmenn og
atvinnurekendur. Og svo værí
ríkisstjórnin búin að setja þá á
hausinn með okurvöxtum af
lánum til atvinnureksturs þeirra.
Semsagt góð Eysteinska. At.
vinnurekendur einir græða á því
að fá háa vexti af fé sínu
og fara á hausinn af því að þeir
þurfa sjálfir að borga þá.
Sementsútflutningur
Cott sumar hefir kvatt
Valdastöðum 22. okt. —
Sólin blessuð sígin er,
senn, að fjalla baki.
Hún í ránar faðminn fer,
fúglar hætta kvaki.
1 DAG er fyrsti vetrardagur. Var
hér í mórgun alhvítt af hélu, sem
sólin að visu hefir leyst upp þar
sem hún nær að skína. En skugg
arnir færast nú óðum yfir um
leið og vetur gengur í garð. Höf-
um við kvatt eitt hið bezta og
blíðasta sumar, sem komið hefur
um langt árabil, eins langt og
eldri menn muna.
Venjulega skiptast á skin og
skúrir, og má segja að svo hafi
einnig verið á þessu liðna sumri.
En þó munu þeir miklu fleiri
hinir björtu og blíðu dagar. Hey-
fengur bænda hefir því orðið
mikill og góður, og ættu þeir því
að vera vel undir veturinn bún-
ir. Jafnvel þó að hann kunni að
anda köldu á stundum.
Uppskera í görðum mun vera
með bezta móti. Heyrt hefi ég
talað um 15. falda uppskeru. og
má slíkt heita ágætt.
Jarðabætur
Allmikið hefir verið unnið að
jarðabótum hér í vor og í sumar,
allt fram á þennan dag, vegna
hins hagstæða tíðarfars.
Unnið hefir verið með skurð-
gröfu á nokkrum bæjum í sveit-
inni. Mest þó á einum bæ, Þránd
stöðum. Þar hafa verið grafin
25 þús. tonn, en annars staðar
mun minna.
Á vegum skógræktarfélagsins
hafa verið gróðursettar um 6
þús plöntur.
Laxveiðin.
Lax- og silungsveiði var talin
vera í meðallagi. Alls munu hafa
veiðzt yfir 11 hundruð laxar, og
eitthvað á 4. þúsund silungur, á
öllu veiðisvæðinu. Stærsta lax-
inn í Laxá veiddi Eggert Krist-
jánsson stórkaupmaður og var
hann 20 pund.
Enginn dýrbítur.
Ekkert var vart við dýrbít hér
í vor, þegar leitað var, eins og
venja er til. Og nú er ekki talað
um mink.
Ný brú á Laxá
Eins og getið hefir verið um
áður, var byggð brú á Laxá í
sumar. Mun sá kostnaður greið-
ast af fjórum aðiljum, ríkissjóði,
sýslusjóði, sveitarsjóði og tveim
ábúendum í Hækingsdal. Tölu-
verðar vegabætur voru gerðar,
sérstaklega frammi í sveitinni.
Byggingar
Nokkuð hefir verið unnið að
húsabótum, sérstaklega útihús-
um. Á næstunni stendur til að
flytja íveruhús upp að Hækings-
dal, sunnan úr Reykjavík, í heilu
lagi. Viðbótarbygging við íveru-
húsið á Sandi, stendur nú yfir.
Fallþungi dilka.
Ekki er mér fullkunnugt hver
meðalþungi dilka hefir verið hér
í haust, hins vegar er vitað, að
þeir hafa reynzt allmisjafnir til
frálags, frá einum bæ til annars,
hvað sem því kann að valda, þar
sem um svipuð skilyrði virðist
vera að ræða. Annars bar tölu-
vert á óhreysti í fé, hjá sumum
bændum í vor.
Ekki er vitað að bráðapest hafi
gert mikinn usla í fé bænda á
þessu hausti. Þó fórst eitthvað
af hennar völdum, seinnipartinn
í sumar. — St. G.
Flugið vinnur á
London, 21. okt. — (Reuter) —
TILKYNNT var í London í dag
að á fyrstu sex mánuðum þessa
árs hefðu í fyrsta sinn fleiri far-
þegar komið til Bretlands og
farið þaðan flugleiðis en með
skipum.
Til Bretlands komu á þess-
um tíma 1.282.000 manns flug-
leiðis en 1.222.000 sjóleiðis og
þaðan fóru 1.268.000 með flug-
vélum en 1.207.000 með skipum.
í báðum tilfellunum er um
aukningu að ræða. Flugferðir
hafa aukizt um 26%, en sjóferðir
um 2%.
Nú hafa verið gerðir samning-
ar um sölu á 20 þúsund tonnum
af sementi til Bretlands, og er
það i sjálfu sér mikil frétt, að
sement skuli verða orðið útflutn
ingsvara á íslandi. Verðið er
ekki mjög hátt, en það er mjög
algegnt í heimsviðskiptunum,
að selt sé til útlanda á lægra
verði en innanlands, þar sem með
því fæst stærri markaður. Og
seinustu framleiðslueiningarnar
eru að sjálfsögðu mun ódýrari
fyrir framleiðandann en þær
fyrstu. Getur því verið hag-
kvæmt að selja eitthvað af vör-
um við lægra verði en megin
hluta framleiðslunnar. Á hinn
bóginn er ekki hægt að mismuna
hinum einstöku kaupendum á
innanlandsmarkaðinum. Á þessn
mætti þó hugsa sér eina mikil.
væga undantekningu, en það «
ef ákveðið væri lægra verð á
sementi. sem ætlað væri til vega
gerðar, þannig að hægt yrði að
nota meginhluta þess sements,
sem framleiddur væri umfram
venjulegar þarfir, til að bætla
þjóðvegakerfi landsins i stað
I þess að flytja „umframfram-
1 leiðsluna" út.