Morgunblaðið - 26.10.1960, Page 18

Morgunblaðið - 26.10.1960, Page 18
18 MORGV1SBLAÐ1Ð Miðvikudagur 26. okt. 1960 Á myndinni sést Hans Milds brjóta gróflega á Poul Petersen. Kastaði hann sér fyrir hann, svo Petersen gat ekki skotið í dauðafæri. Danmörk tapabi vegnarangrar leikaðferbar Islendingar keppa v/ð Bandaríkjamenn í körfuknattleik SJALDAN hafe Danir og Svíar beðið með jafnmjkilli eftirvænt- ingu eftir landsleik landanna og þeim, er fram fór í Gautaborg sl. stinnudag, -og 'sjaldan hafa Danir orðið jafn oánægðir með úrslit í landsleik _£ knattspyrnu við „erfðafjandann" Svía. } 25 ár hafeýPanir beðið eftir þvf að danskt fendslið bæri sig- urorð af Svíum í knattspyrnu- kappleik háð.um- á sænskri grund. Eftir vhlna frækilegu frammistöðu dáriska landsliðsins á Olympíuleikönúrh virtist þessi draumur DanalVéra að rætast og ber hinn mikfi fjöldi (10.000) Dana, sem fórú yf'r til Svíþjóð- ar merki um ?að búizt var við dönskum sigri.;— Eftir leikinn'eru dönsku blöð- in full af afsökunum yfir frammi stöðu danska liðsins og segja má að þjóðarsorg ríki ; Danmörku. Hér á eftir verður vitnað í um- sögn hins heimsfræga sænska knattspymumanns, Gunnars Gren, um leikinn: ....... Ég var meðal þeirra mörgu, sem áleit að loksins myndi Dönum heppnast að vinna, en þeir töpuðu sérstaklega vegna lélegrar uppbyggingu. Ef Dönunum hefði lánazt að ná hinni réttu leiksuppbygg- ingu, er liðið það sterkt að það getur boðið hvaða knattspyrnu- liði heimsins byrginn. Jafnvel eftir ósigurinn gegn Svíum, undrast ég ekki yfir frammi- stöðu liðsins á Olympíuleikun- um, því ekki getur komið til greina að liðið hafi leikið þar eins lélega og sl. sunnudag. Stærsti veikleikinn var að mið „tríó“ Svíanna fékk alltof mikið athafnasvæði. Skýringin getur ef til vill verið sú, að Flemm- ing Nielsen, sem var veikur í sl. viku hafi ekki verið búinn að ná fullum krafti. Eg held að hann hafi verið sá Daninn, sem erfiðast átti með að standa í stykki sínu. Það er einnig mitt álit, að vinstri útherjinn Jörn Sörensen, sem við hér í Sviþjóð höfum heyrt svo mikið talað um, hljóti að hafa átt slæman dag. Jafnvel miðframherjinn Harald Nielsen varð okkur mikil vonbrigði, og ég get ekki skilið að hann hafi gengið heill til skógar í þess- um leik. Svo var það einnig að landar mínir höfðu heppnina með sér í örlagaríkum augnablikum leiks ins. Ef Danirnir hefðu hafí ör- lítið af því meðlæti er ekki ó- sennilegt að þeir hefði að minnsta kosti náð jafntefli. Danirnir kölluðu fyrst og fremst ósigurinn yfir sig með því að taka upp langar sending- ar, er þeir sóttu að sænska mark- inu. Þeir hefðu átt að vita að slík leikaðferð er ekki árangurs- rik gegn jafnreyndum bakverði og Orvar Bergmark og miðfram- verðinum Áke Johansson. Þeir voru fljótir að sjá út hvað gera átti og hrundu sókninni á rétt- um augnablikum. Þáttur norska dómarans Bírg- er Nilsen var saga út af fyrir sig. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hefi séð norskan dómara koma fram á sænskri grund eins og hann væri heima hjá sér. Ég var viss um að hann myndi dæma vítaspyrnu, þegar Orvar Berg- mark brá Poul Pedersen illilega. Sjaldan hefi ég verið jafn óá- nægður með dóm í knattspyrnu- kappleik og er dómarinn lét þetta afskiptalaust og leikinn halda áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Ef Danirnir hefðu skorað úr vítaspyrnu, er leikurinn stóð 1:0, hefðu þeir vafalaust náð meiri og betri tökum á leiknum. Það er mín reynsla eftir langan knattspyrnuferil, að það er mjög þýðingarmikið að jafna leik rétt eftir að síðari hálfleikur er haf- inn. Úrslit ieiksins hafa efalaust sannfært Dani um það, hve þýð- ingarmikið það er að ráða leikn- um á miðju vallarins. Þar á að byggja upp samleikinn. Það var sjaldan sem samleikur sást milli dönsku innherjanna og hliðar- framvarðanna. Eg fæ ekki skilið hvernig menn geta látið eftir sér að gera slíka skyssu, en von- andi hefir þessi staðreynd opnað augu Dananna fyrir að gera slikt ekki aftur. NÚ ER að hefjast körfuknatt- leikstímabilið, en áhugi fyrir íþróttinni hefir stóraukizt á und anförnum tveim árum og miklar framfarir að sjá hjá liðunum, bæði í yngri og eldri flokkum félaganna. í tilefni þessa efnir Körfuknatt leiksfélag Reykjavíkur til keppni sem háð verður að Hálogalandi annað kvöld. , Keppt við varnarliðsmenn Keppnin verður háð í tveim leikjum og mætast í fyrri leikn um íslandsmeistarar ÍR og úr- valslið körfuknattleiksmanna af Keflavíkurflugvelli. Síðari leikurinn verður milli KFR og annars úrvalsliðs frá Varnarliðinu, og er það lið val- ið úr tveim efstu liðum keppn- innar á Keflavíkurflugvelli, sem stendur nú yfir. KFR styrkir lið sitt með einum m.anni og er það Ármenningurinn Birgir Birgis, en hann leikur í landsliðinu. f ÍR-liðinu leika 5 landsliðsmenn, en í KFR 6 menn úr íslenzka landsliðinu. . r Æft vel. Varnarliðsmennimir eru aTlir í fullri þjálfun og allir þátttak- endur í keppninni, sem nú stend ur yfir á Keflavíkurflugvelli, en þar er keppt 3 kvöld í viku. Körfuknattleiksmenn ÍR og KFR hafa æft úti í allt sumar og hafa tekið upp æfingar inni fyr- ir nokkru. Þeir eru því í góðri þjálfun. Unglingatímar Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur er eina félagið sem hefir eingöngu körfuknattleik á stefnu skrá sinni og er áhugi mikill fyrir félagsstarfseminni. Til þesa að auka áihugann enn meir, hefir verið ákveðið að í vetur verði sér útbreiðslutímar hafðir fyrir yngstu flokkana, þar sem meist- araflokksmenn félagsins sjá um æfingarnar. Tímar fyrir 4. flokk eru ákveðnir að Hálogalandi á fimmtudögum kl. 20:30 og á sunnudögum fyrir 3. flokk og verða þeir í íþróttasal Háskólans kl. 11 f.h. ^ _ V w ^ í , Þessi mynd tók Sveinn Þórmóðsson, er íslenzkir körfuknatt- leiksmenn kepptu síðast við bandarískt körfuknattleikslið í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Rafmagnstaflan á myndinni sýnir hve mikið er af leiktimanum og stigatöiu liðanna, sem keppa. Bezt að auglýsa í MORGUNBLAÐINU Kaupmenn og kaupfélög Bökurum og öirum þcim er nota pappirspoka, tilkynnum vér, ai mi höfum við allar stærðir úr sterkum gljáandi kraftpappír Vinsamlega berið saman verð okkar við erlenda poka, ef yður verða boðin kaup á þeim. Hvíta poka framleiðum við ekki nema sérstaklega sé um það beðið. — Framleiðsla okkar er ódýrari en sú er- lenda, og lökum við það aftur fram. Berið saman verðið — yðar og okkar vegna Sendið okkur pantanir yðar nú þegar — og endurnýið, ef þér eigið pantanir hjá okkur. Allt verð staðfest af verðlagsstjóra. Vegna fullkomins vélakosts okkar getur erlend framleiðsla ekki keppt við okkur. Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3. Simar 1 28 70, I 30 Simnefni: Kraft. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.