Morgunblaðið - 26.10.1960, Side 19

Morgunblaðið - 26.10.1960, Side 19
Miðvik'udagur 26. okt. 1960 MORCUNfílAÐIÐ 19 ísland á „FAHT og FORM“ heitir danskt mánaðarrit sem einkum fjallar um bíla og ferðamál. Þetta er mjög vandað tímarit og eitt hið fremsta á sínu sviði á Norður- löndum. „Fart og Form“ kynnir í hverj- um mánuði eitt land. Þessi land- kynning er einkum og sér í lagi sniðin fyrir ferðafólk. I marz- heftinu næsta ár verður röðin komin að íslandi og hingað til lands er kominn einn af starfs- mönnum tímaritsins, Anders Ny- — Skógræktin Franih. af bls. 18. eftirfarandi tillögur: Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, hald- inn í Reykjavík 21.—23. október 1960, beinir þeim eindregnu til- mælum til Alþingis og ríkisstjórn ar, að samþykkt verði átælun um skógrækt hér á landi fyrir a. m. k. næstu fimm ár. Ljóst er, að góð og nákyæm áætlun er skilyrði fyrir því, að störf skógræktarfélaga og Skóg- ræktar ríkisins nýtist sem bezt. Við sérhvért starf er nauðsyn, að það sé vel og skipulega undirbúið. En við skógrækt er það skilyrðis laus nauðsyn að vinna samkvæmt starfsáætlun, þar sem langt er milli sáningar og uppskeru. Fra sáningu trjáfræs unz ungviðið er hæft til gróðursetningar á víða vangi líða 4 ár, og er nauðsyn- legt að hafa tryggt sér gróðursetn ingarland að þeim tíma liðnum. Þá þarf að vera til girt og friðað land til að gróðursetja í og fjár- munir til að flytja ungviðið og koma því niður. Þá þarf að ann- ast hirðingu þess og grisjun um nokkur ár án þess að nokkuð komi í aðra hönd. Fyrir því er það að dómi fund- arins skilyrðislaus nauðsyn fyrir eðlilegum gangi skógræktarmála, að til sé skógræktaráætlun fyrir landið, sem samþykkt sé af Al- þingi og ríkisstjórn. Stefnuatriffin í skógræktarmálum Aðalfundur Skógræktarfélags Islands 1960 telur, með hliðsjón af reynslu undanfarinna ára, að leggja beri áherzlu á eftirfarandi stefnuatriði í skógræktarmálum þjóðarinnar: a) Skógrækt ríkisins kapp- kosti svo sem verið hefur, gróður setningu í stór samfelld svæði, sem valin séu með tilliti til þess, að skóggræðsla geti borið sem beztan árangur á sem stytztum tíma. b) Skógræktarfélag, sveitar eða bæjarfélag og önnur samtök sem að skóggræðslu vinna leggi höfuðáherzluna á það, að valið sé til gróðursetningar hentugt, nægilega stórt og samfellt land- svæði í byggðarlaginu. Sé aðilj- um þeim, er efna til gróðursetn- ingar gert kleift að fá sérstaka spildu til skóggræðslu, ef þeir kjósa það fremur en sameigin- lega gróðursetningu, en allt land svæðið sé innan einnar og sömu girðingar. . c) Skógræktarfélögin stuðli að því, svo sem verið hefur, að kom ið sé upp trjálundum við bæi og býli, til fegurðar og skjóls. Enn- fremur að lögð sé rækt við þá þæjarskóga og trjáreiti, sem hald ið hefur verið í horfi undanfarin lár. d) Stefnt sé að þvl, eftir því sem tímabært telst, að sveitarfé- lög eða innansveitar félagssam- tök taki sér fyrir hendur, gegn nánar tilgreindum skilyrðum, að aðstoða bændur á einstökum jörð Um til þess að koma sér upp skóg arteigum, þar sem skilyrði eru til skógræktar. Ýmsar fleiri ályktanir voru gerðar á fundinum. r Loks voru kosnir 2 menn í stjórn félagsins til þriggja ára: Voru þeir endurkosnir Einar G. E. Sæmundsen og Hákon Guð- mundsson. Varamaður var kos- inn til þriggja ára Ingvar Gunn- arsson. 40 síbum borg, og hyggst hann dveljast hér um nokkurra vikna skeið, ferðast um landið og afla efnis. —o-O-o— Mbl. hitti_ Nyborg að máli í vikunni og hafði hann þá ferð- azt nokkuð um suðurlandsundir- iendið. — Ég er ekki í vafa um, að Is- land verður hreinasta drauma- land ferðamanna jafnskjótt og þeir uppgötva landið. Danir hafa undanfarin 10—15 ár farið til Frakklands, Ítalíu og Spánar í sumarleyfinu. Þeir eru orðnir þreyttir á suðrinu, vilja nú eitt- hvað nýtt. Svo er líka um fleiri Norður-Evrópuþjóðir. — Og hér er allt svo frábrugð- ið því, sem menn sjá á ferðalagi um sunnanverða Evrópu. —o-O-o— — En þið verðið að reisa fleiri gisti- og veitingahús, ef þið eig- ið að geta tekið á móti þeim ferðamannastraumi, sem kemur til með að leita hingað á næstu árum. Ekki aðeins í Reykja vík, heldur meðfram þjóðvegun- um. Á leiðinni að Gullfossi og Geysi er t.d. aðeins eitt veitinga- hús. Ég segi aðeins það, að Dan- inn kemst ekki í gott skap fyrr en Grænlondsflugið vnkti nthygli I Kaupmannahöfn, 25. okt. L Einkaskeyti til Mbl. — / í DAG flytur Kaupmanna- ! hafnarblaðiff BT undir stórri \ fyrirsögn, frásögnina af Grænlandsflugi Björns Páls- sonar til Daneborg í fyrra- dag, er hann sótti þangaff sársjúkan danskan mann. — Segir blaffið flugferff Björns mikiff afrek miðað viff erfiff- ar aðstæður. — Páll. Hjólaði 1 höfnina RÉTT fyrir kl. tvö í gærdag hjól- aði 9 ára drengur, Ósfcar Jóns- son, Hávallagötu 3, fram af Ing- ólfsgarði, þar sem Vatnajökull liggur. Lenti hann fyrst á skip- inu, en kastaðist þaðan undir bryggjuna og beint í sjóinn. Und ir bryggjunni eru bjálkar og járnfestingar, en drengurinn var svo heppinn að sleppa framhjá þeim, því að ella hefði hann slas azt meira en raun bar vitni. Har aldur Þórðarson, 1. stýrimaður á Vatnajökli, klifraði þegar niður undir bryggjuna og bjargaði drengnum með aðstoð Helga Guð jónssonar, háseta á Vatnajökli, og Erlends Erlendssonar, bíl- stjóra. Drengurinn kvartaði und an eymslum í hné og var fluttur í Slysavarðstofuna en síðan heim til sín. Síldveiði Akranesbáta AKRANESI, 25. okt. — 1100 tunnur síldar komu hér á land í dag. Afli hringnótabátanna var sem hér segir: Höfrungur I. um 400 tunnur, Höfrungur II. 350 tunnur, Sveinn Guðmundsson 122 tn. og Böðvar 54 tn. Reknetabátarnir fengu frá 25—60 tn. hver. Síldin er jöfn- um höndum söltuð og fryst. Mb. Sigrún lætur reknet í land og tekur hringnót um borð. — O. Spilakvöld HAFNARFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæffisfélaganna er í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Verfflaun verffa veitt og síff- ar heildarverfflaun. Anders Nyborg hann hefur fengið góðan mat. — Ég hef komið á helztu veit- ingastaði höfuðborgarinnar, mér líkar þeir prýðilega. Og ferðin hingað með flugvél er svo ótrú- lega skömm, að ég hef á tilfinn- ingunni, að ísland sé á landabréf inu miklu nær meginlandinu en það er í raun og veru. - o-O-o- - — „Fart og Form“ er gefið út í 20 þús. eintokum. En lesendurn- ir eru miklu fleiri, því okkar tíma rit er þannig úr garði gert, að það er gjarnan lagt fram í bið- stofum. Það er lesið í allri Dan- mörku. Tilgangurinn með íslandsferð- inni er ekki aðeins að safna efni á þær 40 síður, sem helgaðar verða Islandi, heldur líka auglýs- ingum. íslandsblað Politiken er okkar fyrirmynd og ég mun leita til sömu auglýsenda og voru í Politiken. Nýtt hefti „Yöku“ FYRIR nokkrum dögum kom út nýtt hefti af „Vöku“ blaði lýð- ræðissinnaðra háskólastúdenta. Eru í því greinar um ýmis mál- efni er stúdenta varða. „Hefjum sókn í Garðamálunum", nefnist ýtarleg grein, þar sem fjallað er um vandamál stúdentagarðanna, en þeir þurfa nú báðir gagn- gerðra endurbóta við. Þá er vak- ið máls á því, að efnt verði til stúdentaþings, til þess að fjalla um mikilvægustu hagsmunamál stúdenta. Hugleiðingar um út- gáfu Stúdentablaðs eru einnig í heftinu undir fyrirsögninni „Efla þarf útgáfu Stúdentablaðs". Loks má geta greinar um „Stúdenta- hópferðir til Evrópu“, en hún fjallar m. a. um þá fyrirgreiðslu og fríðindi, sem íslenzkir stúdent ar eiga kost á í ferðalögum til ann arra landa. — Ritstjóri „Vöku er Styrmir Gunnarsson, stud. jur. — Kongó Frh. af bls. 1 freistað við að koma í veg fyrir komu þeirra til borgarinnar. Þeir eru búnir skotfærum tíl að granda bryndrekum og einnig fallbyssum. Þá hefur yfirstjórn SÞ /. Kongó lagt bann við öilum liðsflutningum Kongóhermanna um landið. Lumumba nú löglega vísaff frá Justin Bomboko, utanríkisráð- herra, gaf í dag út tilskipun þess efnis, að stjórn sú, er Mobutu hefði kveðið til valda hefði nú tekið sér í hendur öll völd. Til- skilur núverandi stjórn sér rétt til þess að setja lög með tilskip- unum. Segir einnig, að nú sé Lum- umba löglega og opinberlega rek- inn frá völdum og muni núver- andi stjórn leita viðurkenningar Sameinuðu þjóðanna. Ritskoðun Mobutu ofursti fyrirskipaði rit skoðun í öllu landinu í dag. Hefur hann áður reynt að banna dagblöð, en það bann var virt að vettugi. Nú er tilkynnt að stjórn in og ráð blaðamanna í Leopold- ville muni sjá um að framfylgja ritskoðuninni. 1 Nokkur síldveiöi nyrðra AKUREYRI, 25. okt. — Engin og Björgvin mun hafa fengið ein síldveiði hefur verið hér undan- hverja veiði í dag. farna viku til tíu daga, þar til í gær, að veiði fór heldur að glæðast. I gær og dag hafa þessi skip fengið afla, sem hér segir: Gylfi landaði í gær um 300 mál- um, sem fóru bæði í bræðslu og frystingu, en í dag um 100 mál- um. Garðar landaði í gær 140 málum í frystingu og 170 málum i bræðslu, en í dag 200 tunnum. Ester landaði í dag 256 málum, Veðrið er sérstaklega gott, logn og sólskin og nokkurt frost. - St. E. Sig. Stúlka oskast í skartgripaverzlun. — Tilboð með upplýsingum um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: „Sarf — 1749“, fyrir 29.þ.m. Ég þakka innilega þeim, sem minntust mín á sjötugs afmæli mínu. Sólveig Danivalsdóttir Móðir okkar GUÐBJÖRG ÓLADÖTTIR Húsavík. lézt mánudaginn 24. október. Börnin. Hjartkær konan mín SÍGRCN björnsdóttir frá Siglufirði, andaðist í Landsspítalanum 24. þessa mÁnaðar. Fyrir hönd barna, tengdasonar og barnabarna. Þórhallur Barðason. Elsku litli dretigurinn okkar HEIMIR GUNNARSSON andaðist 23. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 10,30. Kolbrún Gunnarsdóttir, Gunnar Ingason. Eiginkona mín og móðir okkar PURlÐUR SIGURÐARDÓTTIR Urðarstíg 6, lézt 25. þessa mánaðar. Sigurður Guðmundsson, Sigurjón H. Guðjónsson, Anton Guðjónsson, Pétur Guðjónsson, Rósa Guðjónsdóttir. Kveðjuathöfn um móður okkar ELlNU ÞJÓÐBJÖRGU SVEINBJARNARDÓTTUR frá Eyri, Arnarstapa er lézt að Elli- oghjúkrunarheimilinu Grund 23. þ.m. fer fram frá, Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. okt. kl. 3 e.h. Jarðsett verður að Hellnum laugardag. 29. okt. kl. 1 e.h. Vegna vandaraanna Karólína Kolbeinsdóttir, Jón Kolbeinsson Systir og móðursystir okkar MARGRÉT JÓNSDÓTTIR þerna, Nesvegi 68 lézt þriðjudaginn 18. þ.m. í Bæjarspítalanum. — Jarðar- förin hefur farið fram. — Þökkum innilega sýnda hlut- tekningu. Vandamenn Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför JÓNS JÓHANNSSONAR skipstjóra. Sigríður Pétursdóttir, Jóhann Jónsson, Birta Fróðadóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Óskar Valdimarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Karl Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.