Morgunblaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. nóv. 1960
MORClimtJ. AfílÐ
13
Sparisjóður Rauða-
sandshrepps 50 ára
Hinn 8. okt. bauð stjórn Spari-
sjóðs Rauðasaiidshrepps til
veizlu að félagsheimilinu Fagra-
hvammi í tilefni þess að sjóður-
inn er 50 ára á þessu ári. Tii
veizlunnar var boðið hér í sveit-
inni og nágrenni öllum ábyrgðar
mönnum sjóðsins fyrrverandi og
núverandi ásamt konum þeirra,
einnig stjórnendum Eyrarspari-
sjóðs og fleiri. Alls sátu veizl-
una um 60 manns.
Ólafur Magnússon, formaður
sjóðsins, setti samkvæmið, en
fól svo Þórði frá Látrum veizlu-
stjórn.
Snæbjörn J. Thoroddsen, gjald
keri sjóðsins, rakti sögu hans í
stuttu máli, og gat þeirra mörgu
manna, er komið höfðu við
stjórn sjóðsins frá upphafi, auk
þess voru margar ræður íluttar.
Eftir skemmtilegt borðhald við
söng og ræðuhöld, var stiginn
dans af miklu fjöri til kl. 2.
Frú Guðrún Jónsdóttir, Sauð-
lauksdal, lék fyrir söngnum en
Jón Eggertsson skólastjóri Fatr-
eksfirði, fyrir dansinum, og lék
gömlu. dansana enda fles; roskið
fólk, sem þarna var, og gat vel
séð af rokki og tjútti, en „gömiu
dansana“ kannaðist það við.
Sparisjóður Rauðasandshrepps
var stofnaður 16. des. 1910 af
framsýnum og framtakssömum
mönnum, en af litlum efnum.
Skráðir í fyrstu stjórn sjóðsins
voru eftirtaldir menn, þá allir
bændur og sjómenn í heppnum.
Guðmundur Sigurðsson, Vatns
dal, þáverandi hreppsstjori, for-
maður; Hákon Jónsson, Hnjóti,
gjaldkeri; Ólafur E. Thoroddsen,
Vatnsdal, ritari, og meðstjórn-
endur Þórarinn Bjarnason, Kolls
vík, og Guðmundur Sigfreðsson,
Króki. Þrír þeir síðasttöldu, eru
enn á lífi háaldraðir menn, Óí-
afur og Þórarinn í Reykjavík,
en Guðmundur í Lögmannshlíð
við Akureyri.
Núverandi stjórn skipa eftir-
taldir menn: Ólafur Magnússon,
Hnjóti, formaður; Snæbjörn J.
Thoroddsen, Kvígindisdai. gjald-
keri, og Kr. Júl. Kristjánsson,
Efri-Tungu, ritari.
Margir hafa verið 1 stjórn
sjóðsins í Þessi 50 ár, en þessir
hafa lengst starfað:
Formaður hefir lengst verið
Ólafur Magnússon, 16 ár; Gjald
keri lengst verið Snæbjörn J.
Thoroddsen, 47 ár; Ritari lengst
Ólafur E. Thoroddsen, 25 ár og
Daníel Eggertsson, Látrum, hef-
ir verið endurskoðandi í 33 ar.
Sparisjóður Rauðasandshrepps
hefir á margan hátt verið þess-
ari sveit til hagsbóta, jafnvel
meiri en séð verður í fljótu
bragði. -
Að eiga sparisjóð eða banka-
bók fyrir 50 árum, var ekki svo
lítið í afskekktri sveit, og þeir.
sem eignuðust slíka kjörgripi,
börn eða fullorðnir, létu þær
krónur, sem til hrukku og hægt
var að vera án, í sparisjóðsbók-
ina. Innlögin voru ekki stór, en
það litla, sem til féll var geymt
en ekki glatað þar til verðfall
peninganna og önnur óáran i
stjómarherbúðum gerði pað svo
að segja að engu.
Það var einnig handhægt hjá
mönnum, sem þurftu að fá lán,
og gátu tekið lán, að geta tekið
það heima í sveitinni, og þurfa
ekki að ganga til þess fyrir
fyrir stóra menn í Reykjavík,
takandi langar og leiðinlegar
setur á biðstofum, þar sem svo
til sömu setningarnar vekja
menn af dvalanum, oftast fram-
mæltar af yndislegum vörum
fagurlimaðrar stúlku: „Han.n er
upptekinn". „Hann er ekki
við“, þótt frakkinn. hatturinn
og skóhlífarnar séu á öðru máli.
Eða þá, „Hann verður ekki yið
í dag“ og stundum er Öll þessi
fyrirhöfn aðeins til að fá afsvar,
ferðakostnaður tími og fynr.
Sjóburinn hefur
mjög létt undir
v/ð framkvæmd
framfaramála
i sýslunni.
Neðanjarðar
S P A K I R menn þykjast
sjá það fyrir, að innan
fárra ára hætti menn að
byggja ofanjarðar, og
flytji sig undir yfirborð-
ið, ef ekki dregur úr víg-
búnaðarkapphlaupi stór-
veldanna.
Það er e. t. v. fyrsta stig
þeirrar þróunar, að Banda-
ríjkamenn vinna nú kapp.
samlega að því að koma sterk
ustu vopnum sínum fyrir
neðanjarðar. Þó þannig, að á
nokkrum mínútum sé hægt
að flytja þau upp á yfirborð-
ið.
★ ★ ★
Þessar myndir sýna einn
þátt þessa viðbúnaðar. Titan.
flugskeytinu er komið fyrir
i djúpum lóðréttum göngum.
Þar stendur flugskeytið til
taks og ef nauðsyn krefur, er
þungu stál og steinsteypuhler
unum lyft — og þessu 200
tonna bákni er lyft upp. Það
er tilbúið til notkunar innan
fárra mínútna.
Á þennan há.tt telja Banda-
ríkjamenn sig geta varið
vopn sín fyrir gereyðingu, ef
kommúnistar gerðu skyndi-
árás á landið. Öll stjórntæki
flugskeytanna verða brátt
flutt undir yfirborð jarðar —
og þar mun allt starfsliðið
sem annast skeytin, halda sig.
★ ★ ★
Nú þegar eru slíkar flug.
skeytastöðvar á átta stöðum
í Bandaríkjunum og unnið er
að byggingu miklu fleiri. Ráð
stafanir þessar eru hliðstæð.
ar því, að Bandaríkjr.unenn
hafa hluta af sprengju.
flugsveitum sínum á lofti all.
an sólarhringinn, ætíð reiðn-
búnar til að varpa sprengj.
um á fyrirfram ákveðna
staði, ef Rússar gera skyndi-
árás.
Þannig yrði komið i veg
fyrir að kommúnistar gætu
gereytt öllum flugstyrk
Randaríkjanna á jörðu niðri
áður en Vesturveldin áttuðu
sig á því að styrjöld væri haf
in og hægt yrði að senda
þoturnar á loft.
Efri myndin er af trjónu
Titan.skeytisins, þegar hún
birtist á yfirborðinu. Sú
neðri sýnir skeytið fullbúið
tii notkunar.
1800 árum f. Krist
höfn allt til einskis, nei. „hægur
er heima fenginn baggi“, það
mun mála sannast.
Sparisjóður þessi óx því fljótt,
að vöxtum og vinsældum, enda
í forsjá ágætis manna, sem
gerðu hann fljótlega að stoín-
un, sem allsstaðar var borið
traust til, og á núverandi giald-
keri, Snæbjörn Thoroddsen,
sterkastan þáttinn þar í.
Varasjóður sparisjóðsins naði
fljótlega þeirri uþphæð er til-
skilin er, miðað við innstæður,
og var þá farið að verja af hon-
um til nauðsynja og menningar-
mála í sveitinni.
Eitt af því fyrsta, sem sjóð-
urinn gaf, var göngubrú á Hafn
arvaðal, niður við sjóinn. Var
vatnsfall þetta hinn versti farar
tálmi, og stundum alófært gang.
andi manni, einkum um flóð, en
margir áttu þarna leið um Af
þessu varð hin mesta samgöngu
bót. Brú þessi er 24 m milli enda
stöpla. Síðan hefur sjóðurinn
gefið margar gjafir, til dæmis
20 þús. til röntgentækja í sjúkra
hús Patreksfjarðar, til skóla-
byggingarsjóðs Rauðasandsnr.,
og svo til okkar félagsheimilis,
Fagrahvamms, sem hann gaf til
þegar í upphafi 20 þúsund. og
varð til þess að Fagrihvammur
var byggður, og nú í tilefni
þessa afmælis gaf sjóðurinn til
hans 10 þúsund.
Þá hefir sjóðurinn átt þátt i
að koma vegamálum okkar í
sæmilegt horf með því að lána
fé til þeirra framkvæmda, þeg-
ar allt hefir verið að stöðvast,
og við legið að fjármunir færu
forgörðum, vegna þess að ekki
væri hægt að ljúka við ákveðið
verk fyrir vetur. Þannig er það
á ýmsan hátt, sem sjóðurinn
hefir stutt til velfarnaðar í
þessari sveit, og við sveitung-
arnir erum þakklátir fyrir.
Þegar sjóðurinn var 10 ára
gamall, voru útlán innan Rauða-
sandshrepps 33% af öllum ián-
um, og innstæður úr hreppnum
73% af innstæðufénu, en úr því
fara þessi hlutföll lækkandi og
eru um síðustu áramót: Útlán
og víxlar innan hreppsins 21%
allra lána, og innstæður 42%.
Þetta minnkandi hlutfall ínn-
stæðna, kemur að sjálfsögðu
verulega til af því að síðan inn-
lánsdeildirnar komu við' kaup-
félögin hefir verulegur hluti af
sparifénu er tilfellur í sveicmni
farið í þær, en þá er það fé
ekki lengur til útlána fyrir
hreppsbúa eða aðra, og þar er
Framh. á bls. 23
AMMAN Jórdaníu, 31. okt. (Reut
er). — Fornleifafræðingar í
‘Jórdaníu tilkynntu að fundizt
hafi eizta borgarhlið sem nokk-
urn tíma hafi verið grafið upp
í Palestínu. Var það leiðangur
frá franska guðfræði og fornleifa
fræðiskólanum í Jerúsalem og frá
Palestínu safninu, sem fann lilið
ið. Fannst það við Tel-Ol-Farah á
vesturbökkum Jórdanfljósins.
Dr. Awni Dajani, forstöðumað-
ur fornleifarannsókna Jórdaníu,
segir að þar sem hliðið fannst
hafi áður staðið stórt þorp og
síðar stórborg umlukt borgar-
múrum. Nafn borgarinnar hafi
verið Tirsa eða Torzah og hafi
hún staðið í nokkrar aldri frá
um 3.000 f. Kr.
Sagði dr. Dajani að hliðið væri
mjög heilt, og hafi það verið í
virkisvegg, sem sennilega hafi
verið reistur um miðja bronzöld
ina eða um 1800 f. Kr.
Einnig fundust þarna íbúðar og
geymsluhús, tvö nýfædd börn,
sem grafin höfðu verið í leir-
kerum og tvö stór grafhýsi.
Kosninff tíl stúdenta-
ráÖs Háskóla íslands
SÍÐASTLIÐINN laugardag fór
fram kosning til stúdentaráðs
Háskóla íslands. Á kjörskrá voru
811 og atkvæði greiddu alls 378
eða 46,6%.
Kjörsókn skiptist þannig miili
deilda: laga. og viðskiptadeúd
137, læknadeild 149, guðfræði-
deild 8, verkfræðideild 21 og
heimspekideild 63.
í laga- og viðskiptad. var kos-
inn Jóhannes Helgason með 83 og!
7/24 úr atkv. í læknadeild var
kosinn Halldór Halldórsson með
80 og 13/15 úr atkv. í guðfræði-
deild var kosinn Björn Bjorns-
son með 8 atkv. í verkfræðideild
var kosinn Þorbergur Þorbergs-
son með 11 og 7/60 úr atkvæði.
í heimspekideild var kosinn
Gylfi Baldursson með 41 og 7/10
úr atkvæði.
Uppbótarfulltrúar skiptast
þannig milli deilda, að lækna-
deild fékk 2, en laga. og við-
skiptadeild 1. Uppbótarfulltrúar
læknadeildar eru Örn Bjarnason
og Bjarni Hannesson, en upp-
bótarfulltrúi laga- og viðskipta-
deildar er Hörður Sigurgestsson.
Auk þessara 8 fulltrúa situr í
ráðinu einn fulltrúi úr fráfar-
andi stúdenuráði, Grétar Krist-
jánsson.