Morgunblaðið - 19.11.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.11.1960, Qupperneq 10
10 MORCTJNBLAÐIÐ Laugardagur 19. nóv. 1960 Utg.: H.f. Arvakur Revkjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar’ Valtýr Stefánsson (ébm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SEMJA ¥¥INAR ýtarlegu umræður um langhelgismálið í Efri deild Alþingis hafa að mörgu leyti skýrt það og varpað yfir það nýju ljósi. Þar hefur það til dæmis sannazt, að vinstri stjórnin bauð Atlantshafsbandalaginu samkomulag um það, bæði áður en reglugerðin um 12 mílna fiskveiðitakmörkin var gefin út og eftir það að er- lendir togarar skyldu fá að veiða á svæðinu milli 12 og 6 mílna í nokkur ár, ef 12 mílna fiskveiðitakmörk yrðu síðan viðurkennd skilyrðis- laust. Það voru þeir Her- mann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, og Guð- mundur í. Guðmundsson, ut- anríkisráðherra, sem forystu höfðu um þetta tilboð. Ábyrgð kommúnista í öðru lagi er það upplýst, að ráðherrar kommúnista og fulltrúi þeirra í utanríkis- málanefnd, vissu um þessar tilraunir forsætis- og utan- ríkisráðherra vinstri stjórn- arinnar til þess að koma út- færslu fiskveiðitakmarkanna í framkvæmd á friðsamlegan hátt. Og forystumenn komm- únisía hreyfðu engum op- inberum andmælum gegn þessum tilraunum og báru að sjálfsögðu fulla ábyrgð á þeim. Til viðbótar þessum stað- reyndum hafa svo þeir, Ey- steinn Jónsson og Hermann Jónasson lýst því yfir á Al- þingi í umræðunum undan- farna daga, að fyrrgreint til- boð þeirra til Breta, um að þeir fengju að veiða milli 6 og 12 mílnanna í nokkur ár, hefðu verið sjálfsögð „til- hliðrunarsemi". Tíminn í fyrradag segir einnig, að fyrrgreint tilboð vinstri stjórnarinnar hafi verið „lítilsháttar tilhliðrun- arsemi“. Þegar á þetta er litið, sætir það ekki lítilli furðu, að bæði kommúnistar og Framsóknarmenn skuli hafa borið landráð og þjóðsvik á núverandi ríkisstjórn fýrir að hafa kannað möguleika á friðsamlegri lausn landhelgis deilunnar. Af hálfu núver- andi stjórnar hefur því þó verið lýst yfir, að hún hafi neitað að fallast á þá „til- hliðrunarsemi“, sem vinstri stjórnin gerði brezku stjórn- inni og Atlantshafsbandalag- inu tilboð um árið 1958, þ. e. a. s. að Bretar fengju að veiða milli 6 og 12 mílnanna án þess þeir fórnuðu nokkru í staðinn. Framsóknarmenn og komm únistar hafa orðið sér til mikillar minnkunnar í um- ræðunum um landhelgismál- ið. Þeir eru nú komnir þar í algera sjálfheldu. VELMEGUN þjóða í austri og vestri eykst svo að segja dag frá degi — og sífellt er stefnt fram á við í þeim efnum með ýmsum markvissum ráð- stöfunum og samtökum. Nægir þar t. d. að nefna stofnun markaðsbandalag- anna tveggja í Evrópu, Fríverzlunarsvæðisins og sameiginlega markaðsins. — Þó eru enn mörg og stór svæði í heiminum, þar sem þróunin er mjög hægfara í þessum efnum, eða alger stöðnun ríkir jafnvel og fólk lifir við hin frumstæðustu skilyrði, eins og forfeður þess gerðu fyrir mörgum öld- um. — — ★ — Myndin hér að ofan var tekin fyrir skömmu í Gör- enie í nágrenni Kayseri í Tyrklandi. — Þarna býr fólk enn þann dag í dag í hellum, sem mannshönd- in hefur einhvern tíma endur fyrir löngu höggvið dálítið til, svo að þeir væru hæfari sem bústaðir. Sagt er, að hellabúar séu býsna ánægðir með lífið í þessum myrku og óþriflegu bústöðum — aldalöng örbirgð hefur gert þá ofur nægjusama. — En einnig í Tyrklandi vinnur þróun nútímans sitt verk — og tekur æ stærri skref. Má því ætla, að ekki líði langir tímar áður en þessir fornu hell- ar standi auðir og tómir — aðeins minning um lið- inn tíma. Þá munu fyrr- verandi hellabúar keppast um að kaupa kæliskápa og sjónvarpstæki í nýju „vill- urnar“ sínar.... Barizt gegn þrælahaldi Enskt félag sendir njósnara til þess að afla sannra upp- leitnu þrælasala. — Þessir tveir menn eru virtir háskólakennar- ar heima í Englancfi. Annar þeirra er rúmlega þrítugur, en hinn miðaldra. Báðir tala þeir arabísku reiprennandi og hafa dvalizt í Mið-Austurlöndum. — Þeir eru mannfræðingar að menntun. — ★ — Stjórnarvöld í Englandi vita ekkert um þessar fyrirætlanir —- opinberlega, og geta ekki heldur látið málið neitt til sín Framh. á bls. 13. AFRÍKURÍKIN NÝJU Á þessu hausti hafa hvorki meira né minna en 16 ný ríki verið stofnuð í Afríku. Öll þessi ríki hafa þegar gerzt aðilar að samtökum Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn íslands hefur viðurkennt sjálfstæði allra þessara nýju ríkja og óskað þjóðum þeirra til ham- ingju með fengið frelsi. — Einnig mun það hafa verið rætt innan ríkisstjórnarinn- ar, hvernig hagsmuna Is- lands skuli gætt meðal þess- ara þjóða. Við eigum nú konsúl í aðeins einu hinna nýju ríkja. íslenzkur konsúll hefur um skeið verið starf- andi í Nígeríu. En við Ní- geríumenn hafa íslendingar átt töluverð viðskipti. Megin- hluti skreiðarútflutnings okk ar hefur farið til Nígeríu. Viðskiptamöguleikar Til þess ber brýna nauð- syn að skjótar ráðstafanir verði gerðar til þess að athuga viðskiptamöguleika okkar við hinar nýju Afríkuþjóðir. — Ýmislegt bendir tii þess að þar sé um töluvert ónumið land að ræða fyrir íslenzkar út- flutningsafurðir. í þeim efnum verðum við að hag- nýta alla hugsanlega mögu leika. íslenzka þjóðin samfagnar hinum ungu Afríkuþjóðum með nýfengið frelsi. lýsinga um þrœ/a- hald og þrœlasölu í Saudi-Arabíu H Ó P U R þekktra Englendinga, þar á meðal nokkrir háæruverð- ugir biskupar og ættstórir jarl- ar, hafa samið leynilega áætlun, þar sem gert er ráð fyrir að senda einn eða jafnvel tvo njósnara til erlends ríkis, Saudi- Arabíu — hvorki meira né minna. — Hinir virðuiegu herr- ar eru félagsmenn í samtökum, | er nefna sig „Félag gegn þræla- haldi“, en félagsmenn eru ann- , ars um 500, — og þeir hyggjast nú — eftir „neðanjarðar-leið- , um“ — afla sér sannra upplýs- inga um þrælaverzlunina i Saudi-Arabíu. í ★ Enginn barnaleikur Sem stendur er um tvo menn að velja til þess að tak- ast þessa nýstárlegu njósna- ferð á hendur, — og e. t. v. verða þeir báðir sendir. Þetta verður enginn leikur — og við- ( komandi menn gera sér ljóst, að , þeir leggja sig í lífshættu með i því að njósna um hina ófyrir- MEKKA — pílagrímarnir hverfa . . UTAN UR HEIMI ÞÁ VILDU ÞEIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.