Morgunblaðið - 19.11.1960, Page 11

Morgunblaðið - 19.11.1960, Page 11
i_.augaraagur 19. nðv. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 11 Guttormur Erlendsson: Hvenær eru útsvör frádráttarhæf? GUTTORMUR Erlendsson, for- maður Niðurjöfnunarnefndar hef ur skrifað eftirfarandi grein til Ieiðbeiningar um útsvarsgreiðsl- ur. Við álagningu útsvara á þessu Sárj var tekin upp sú nýbreytni að leyfa til frádráttar útsvör, sem álögð voru árið 1959 og greidd sveitarsjóði að fullu fyr- ir 1. maí 1960. Hafði þetta á- kvæði mjög mikil áhrif til iækk- unar á útsvörum þeirra gjald- enda, sem gert höfðu full skil á útsvörum sínum frá 1959 fyrir 1. maí sl. Hér í Reykjavík.voru útsvarsskyldar tekjur samkv. eldri reglum lækkaðar um ca. ,200 millj. kr. eftir þessu laga- tooði og útsvarsupphæðin um 45—50 millj. kr. Margir hafa um það spurt, hver háttur mundi verða á þessu hafður við álagningu útsvara 1961, og hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja, til þess að heimilt væri að draga álagt útsvar 1960 frá hreinum tekium skattarsins 1961, áðui cn tekjuútsvar væri lagt á þær. Akvæði um þessi efni er að finna í c-’ið 3. gr. laga nr. 43/1960, um bráðabirgðabreyt- ingu á lögum nr. 66/1945, um út- svör. I>ar segir: „Útsvör síðast- liðins árs skulu dregin frá hrein- um tekjum, ef þau hafa verið greidd sveitarsjóði að fullu fyrir áramót næst á undan niðurjófn- un. Sama gildir um útsvör, sem greidd eru að fullu samkv. b-lið 28. gr. útsvarslaganna.“ Byrjað skal á athugun fyrra málsliðsins. Hér er þess fyrst að gæta. að einungis er heimill frádrátt-’r á útsvörum síðastliðins árs. Eldri útsvör, þótt greidd hafi verið fyrir áramót næst á undan niður jöfnun, fást ekki dregin frá hreinum tekjum, áður en á þær er lagt. Gjaldandi, sem greiðir útsvör sín frá 1958 eða 1959 fyrir nk. áramót, fær þau ekki dregin frá hreinum tekjum við álagn- ingu 1961. Slíkan frádrátt fær hann aðeins fyrir álagt útsvar 1960. Nokkuð mörg dæmi eru þess, að lagt er á gjaldanda útsvar í fleiri en einu sveitarfélagi Vaknar þá spurning um það, hvernig frádrætti útsvarar.na skuli háttað, hvort upphæð þeirra samanlagðra skuli öll dregin frá á einum stað eða hvort draga skuli hvert útsvar frá í því sveitarfélagi, þar sem það var lagt á. Frádráttarheim- ild þessi er fyrst og fremst reist á þeirri skoðun, að hún muni örva og auðvelda innheimtu út- svaranna hjá sveitarfélögunum. I>að er hagur hverju sveitarfé- lagi, að álagt útsvar hjá þvi sé sem fyrst greitt í sjóð þess, og það er af þeim ástæðum, að gjaldandanum er umbunað fyrir skilvísina með útsvarsfrádrætt- inum. Af þessum sökum virðist eðlilegast, að í slíkum tilfellum sem þessum sé útsvar einungis dregið frá við næstu álagningu í sveitarfélagi, þar sem það var lagt á, en sé ekki frádráttarbært í sveitarfélagi, sem engin skipti hafði af álagningu þess og einsk- is góðs naut af því. Niðurjöfn- unarnefndin hér í bænum úr- skurðaði kærur þær, sem henni bárust af þessum sökum, eins og nú hefur verið sagt, en ekki er enn kunnugt um, hverja afgreiðslu slíkar kærur hafa fengið á öðrum stöðum. Falskir tékkar í annan stað er það skilyrði sett, að útsvarið hafi verið greitt að fullu fyrir áramótin næst á undan niðurjöfnun. Þessu skilyrði er augljós’ega fullnægt, ef gjaldandi greiðir í síðasta lagi 31. des. peninga til bæjargjaldkera og fær fullnað- arkvittun fyrir útsvari sínu. En ýmis tilbrigði og frávik geta átt sér stað. Algengt er að gjaldendur komi til gjaldkera sveitarsjóðsins 31. des. og greiði með tékka eftir- stöðvar útsvars síns eða það allt. Ekki er unnt að sannreyna sam- stundis, hvort innstæða sé fyrir tékknum á reikningi gjaldandans hjá viðkomandi stofnun. S!íkt tekur ávallt nokkurn tíma. Komi í ljós, að næg innstæða sé fyrir tékknum og hann fáist því inn- leystur, hefur gjaldandinn full- nægt skilyrði laganna um greiðslu „að fullu“ og fær því útsvar sitt frádregið við ntestu álagningu. Verði reyndin hins vegar sú, að ekki sé nægileg innstæða fyrir tékknura og hann fáist því ekki innleystur gegnir öðru máli. Gjaldaadinn hefur þá ekki fullnægt greiðslu skyldu sinni. Upphæð sú af út- svarinu, sem greiða átti með tékknum, stendur því ógreidd, þótt gjaldandinn hafi kvittun gjaldkera fyrir henni. Útsvanð yrði því ekki frádráttarbært við næstu álagningu. Væri líka sannast sagna mikill öfugugga- háttur, að verðlauna slíka kaval- éra fyrir fjársvikin með lækkun útsvara þeirra. Sendi gjaldandi greiðslu á út- svari sínu t. d. í póstá /ísun eða peningabréfi, verður sendingin að hafa borizt gjaldkera í síðasta lagi 31. des., til þess að fullnægt sé skilyrðinu um greiðslu „að fullu“. Gjaldandinn verður því að gæta þess að koma slíkri sendingu af höndum sér það tímalega, að hún komist til gjaldkerans fyrir áramót. Verið getur, að gjaldandinn úrskurðir efri nefndanna hafa ekki gengið um áramót, jafnvel ekki þegar næsta álaguing fer fram. Draga menn þá oft að greiða þann hluta útsvarsins, Guttormur Erlendsson ' sem þeir telja ranglega á sig lagðan, í von um að fá lækkun á síðari kærustigum. Einnig kemur fyrir, að gjaldendur leita álits dómstóla um lögmæti álagn ingarinnar, og greiða bá ekki þann hluta útsvarsins, se’m þeir telja á sig lagðan að ólögurn, fyrr en dómur er fallinn. í tilfellum sem þeim, er nú ! var lýst, geta ýmis vafaatriði vaknað. Fái gjaldandinn enga lækkun á útsvari sínu, virðist einsætt, að ekki getur sá hluti útsvarsins, sem hann kann að hafa greitt, orðið frádráttarbær við næstu [ álagningu, ekki frekar hjá hon- Og í b-lið 28. gr. er ákveðið, að gjalddagi geti ekki verið síðar en 1. nóv. Af þessum ákvæðum leiðir, að gjaldandanum ber skylda tii að greiða til sveitarsjóðsins í síðasta lagi 1. nóv. þá útsvarsupphæð, sem lögð hefur verið á hann, enda þótt hann telji hana of háa. Hann hefur enga heimild til að halda eftir hjá sjálfum sér þeim hluta hennar, sem hann telur ranglega á sig lagðan. Það er því lögbrot af hálfu gjaldandans að skulda sveitarsjóðnum útsvar í árslok. Með hliðsjón af þessu verður að telja, að skuldi gjaldandinn útsvar 31. des. samkv. bókum sveitarsjóðsins, verði útsvar hans ekki frádráttarbært við næstu niðurjöfnun, jafnvel þótt það kunni að verða lækkað um það, sem skuldinni nemur, eftir áramótin. Sama og nú var sagt gildir einnig um eftirgjafir á útsvörum af hálfu sveitarstjornar. Fastir starfsmenn Er þá komið að síðari máls- liðnum, þar sem segir, að útsvör síðastliðins árs skuli dregin frá hreinum tekjum við næstu íuð- urjöfnun, ef þau hafa verið greidd að fullu samkv. b-lið 28. gr. útsvarslaganna. Hér er átt við þá heimi’.d, sern sveitarstjórnum er veitt til að leyfa kaupgreiðendum að greiða þann hluta álagðra útsvara fastra starfsmanna, sem umfram eru svonefndar fyrirframgreiðsl- ur (50% af útsvari næstliðið ár), með sex jöfnum greiðslum 1. á- gúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv., 2. jan. og 1. febr. Koma þá tvær síðustu greiðslurnar á næsta ár eftir gjaldárið. greidd samkv. ákvæðisvinrín. samningi eða öðrum liérstökum samningum, mundu naumast teljast fastir starfsmenn, og þess vegna yrðu þeir ið greiða útsvar sitt fyrir áramót, tii þess að það yrði frádráttartaœrt. Líf- eyrisþegar mundu verða að gera hið sama, enda þótt þeir fái reglulegar, mánaðarlegar greiðsl ur úr eftirlaunasjóðum sínnm eða hjá Tryggingarstofnun ríkis- ins. Reglan er þá í stuttu máli sú, að einungis fastir starfsmenn í þjónustu atvinnurekanda geta haft heimild tit að greiða eftir- stöðvar útsvars síns á næsta gjaldári eftir niðurjöfnun, í síð asta lagi 1. febr., og fá samt út- svarið frádregið við næstu nið- urjöfnun. Allir aðrir gjaldendur verða að hafa gert full skil fyrir áramót, til þess að þeir verði aðnjótandi þeirra hlunninda, sem fylgja útsvarsfrádrættinum. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á því, að falli niður greiðsla á einum þeirra gjald- daga, sem föstum starfsmönnum eru veittir samkv. framanrituðu, eindagast útsvarið allt, og gildir þá ekki reglan um síðustu greiðslu 1. febr., heldur verður þá útsvarið að vera greitt að fullu fyrir áramót, svo að það verði frádráttarbært. Það, sem hér hefur verið sagt, snertir einvörðungu þau atnði, er snúa að útsvörunum sem frá- dráttarbærum gjaldalið. Því má ekki víxla við ábyrgð kaup- greiðenda á útsvari starfsmanna sinna, fastra og lausra. Sú á- byrgð er allt annað mál, sem verða ekki gerð skil hér. telji sig eiga kröfu á sveitar- sjóðinn og vilji gera skuldajöfn- uð á henni og útsvarinu. Vilji sveitarsjóðurinn fallast á þetta, fær gjaldandinn að sjálísögðu kvittun fyrir útsvarinu, eins og kröfunni nemur, gegn því að hann kvitti reikning sinn. Slíkt samkomulag um skuldajöfnun verður að hafa náðzt íyrir ára- mót^ til þess að skilyrðinu um greiðslu „að fullu’* sé íullnægt. Sé um að ræða umdeildar kröf- ur, og fáist ekki skorið úr á- greiningi um þær fyrir áramót, verður útsvarið ekki frádráttar- bært við næstu álagningu. Sama gndir, ef kröfu, sem jtofnað er til fyrir áramót, en ekki fram- vísað fyrr en eftir pau, enda þótt hún sé þá strax viðurkennd og henni skuldajafnað við út- svnxið. Aigengt er, að gjaldandur jkæri útsvar það, sem niðurjcfn- unarnefnd hefur á þá lagt, til yfirskattanefndar og úrskurði I hennar síðan til ríkisskattanefnd , ar. Vill þá oft við breiuia, að j um en öðrum gjaldendum, sem skulda af útsvari sínu, ^nda þótt , þeir hafi ekki kært yfir því. | Sama gildir vafalaust, ef gjaíd- j andinn fær lækkun, en hún nem i ur lægri upphæð en þeirri, sem hann átti ógreidda. Nokkru öðru máli virðist geta skipt, ef útsvar gjaldandans er lækkað eftir áramót um þá upp- hæð, sem hann skuldaði, eða hærri upphæð, þannig að um verði að ræða inneign haris hjá sveitarsjóðnum. Fljótt á litið gæti þá virzt sanngjarnt, að úí- svar hans, eins og það varð eftir lækkunina, sé frádráttarbært við næstu álagningu, þar sem það var „að fullu“ greitt fyrir ára- mót. En hér koma einnig önnur sjónarmið til greina. í 27. gr. útsvarslaganna nr. 66/1945 segir, að gjaldandi geti eigi vegna kæru eða áfrýjunar losazt undan að greiða útsvar sitt á ákveðnum gjalddaga, en verði það fært niður, skuli hon- um endurgreiddur mismunurinn. i Með þessum ákvæðum er veitt undanþága frá reglunni um fullnaðargreiðslu útsvars fyrir áramót, svo að útsvarið verði frádráttarbært við næstu niður- jöfnun. Þarf því að athuga, hversu víðtæk hún er, ef sveit- arstjórn notar heimild sína um þá sex gjalddaga, sem taldir eru hér á undan. Lagaboðið nefnir einungis fasta starfsmenn, sem heimilt sé að leyfa greiðslu á útsvari á næsta gjaldári við það, sem nið- urjöfnun fór fram. Fastir starfs- menn eru almennt ekki aðrir nefndir en þeir, sem hafa íast- ákveðið mánaðarkaup og vinna að staðaldri og óslitið hjá sama vinnuveitanda. Daglaunamenn og vikukaupsmenn mundu því ekki njóta undanþágunnar, þótt þeir ynnu að staðaldri hjá sama vinnuveitanda. Þeir mundu verða að greiða útsvör sín að fullu fyrir áramót til þess að fá þau frádregin hreinum tekjum við næstu niðurjöfnun. Starfsmenn, sem fá laun sín Kapp bezt með forsjá SVOHLJÖÐANDI frétt birt ist í Tímanum í fyrradag. Mótmæla harðlega ,4 tilefni þess, að ríkis- stjórnin hefur ákveðið að taka upp viðræður við Breta um landhelgismálið, skorar bæjarstjórn Ólafs- fjarðar mjög ákveðið á rík- isstjórnina að hvika í engu frá óskoruðum rétti fslend inga til 12 milna fiskveiði- lögsögu og semja aldrei um neinar undanþágur á henni“. Tillagan var borin upp á lokuðum bæjarstjórnarfundi 26. sept. og felld með 5 atkv. gegn tveimur". Mbi. getur upplýst, að alit er rétt í þessari frétt, nema fyrirsögnin! Af því má draga þann Iærdóm, að kapp er bezt með forsjá! Strákar skila stolnum munum TVEIR strákar, sem barnadeik rannsóknarlögrelunnar hefui þurft að skipta sér af, hafa frare selt þar allmarga reiðhjóladyna móa og eina lukt. Segjast þeú hafa stolið þessu á reiðhjóluno við Miðbæjarskólann, Austurbæj arskólann og Sundhöllina og jafn vel víðar. Eru þessir munir í vörzluni rannsóknarlögreglunnar og geta réttir eigendur vitjað þeirra þangað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.