Morgunblaðið - 19.11.1960, Side 16

Morgunblaðið - 19.11.1960, Side 16
1P M o rr c r' w r, t 4 r> j f) Laugardagur 19. nðv. 1960 umst. — Þær mega skammast sín fyrir að leyfa þér það. Og' svo var ég næsta ár flutt í annan heimavistarskóla — Fermata— skólann í Aiken, S.-Carolina. Og þar lauk skólagöngu minni. Pabbi stóð við loforð sitt og ég fékk bréf frá Frederic Marsh í Hollywood. Pabbi hafði sagt hon um, að mig langaði mest í áritaða mynd úr „Merki Krossins". Hann sagðist senda mér hana með á- nægju í sérstöku bréfi. Og svo í næstu viku fékk ég, mér til mikillar furðu, áritaðar myndir frá ýmsum heizfu stjörnunum í Hollywood. Pabbi hafði auðsjáan lega beðið um þær handa mér. Þannig fékk ég myndir ttá Joan Crawford, Charles Laughton og Marie Dressler. Frá Leslie How- ard, sem ég tilbað í laumi, fékk ég svolátandi áritun: „Til Diönu Barrymore — sem ég dáist að úr fjarlægð“. Og svipað frá Phil- ip Holmes. Eg skreytti herbergið mitt með þessum myndum, þannig að myndin af pabba í Sjóskrímslinu var í heizurssætinu yfir rúm- inu mínu, en frá veggnum á móti starði á mig mynd af Lúðvík konungi af Bayern sem var geð- veikur, og þessa mynd hafði Rob in gefið mér, af þvi að ég dáðist svo að honum, en kxing um pabba voru þessir frægu vinir hans, sem höfðu scnt mér svo innilegar kveðjur, og horfðu á mig á kvöld in meðan ég var að sofna, og á morgnana þegar ég vaknaði. VI. Læknarnir sögðu. að pabbi væri að ná sér eftir inflúenzu, en mamma bara snuggaði. — Eg hef nú aldrei heyrt það kallað því nafni fyrr. Hún og Harry og ég vorum að heimsækja hann í sjúkrahús í New York, í apríl 1935. Pabbi sat í stól, í sloppi, gugg- inn en ákafur. — Eg verð slopp inn héðan innan sólarhrings, sagði hann. — Þá veit ég alveg, hvað ég hef að gera. Eg ætla að taka Treepee með mér í siglingu. Hann leit á mömmu, sem var far- in að sýna á sér ýms óveðurs- merki. — Mér er alvara, Fig. Það getur rétt mig alveg við. Og svo er tími til kominn, að ég kynnist minni eigin dóttur. In- fata liggur fyrir akkerum í Miami. Lofaðu mér að taka Treepee með mér og svo hverja vinstúlku hennar, sem hún óskar helzt. Svo hef ég lækninn minn og hjúkrunarkonuna með mér líka. Svo gleypum við sólskinið og veiðum barracuda. — Gerðu það, mamma, bað ég. — Það er hvort sem er páska- leyfið og ég get boðið iienni Inn- es James úr næsta húsi með mér. Mamma lét loksins undan — en með einu skilyrði þó — Harry Tweed færi líka. — Ágætt! sagði pabbi. Harry var líka til í þetta. Mamma dró hann afsíðis. — En með því skilyrði, að Jack drekki ekki. Þú verður að hafa auga með honum, Harry! Við mig sagði mamma, að Harry ætlaði að fara með okkur, sem siðameistari. Eft- ir það, sem gerðist í Baltimore, vildi hún ekki trúa pabba einum fyrir mér. Þegar við komum til Miami, sagði pabbi: — Þú þarft að fá einhver draslföt, Treepee. Þú ætt ir að kaupa síðbuxur, strigaskó og þessháttar. Hann tók seðil upp úr vasa sínum og fékk mér. Eg glápti. Þetta voru hundrað dalir! Eg hafði aldrei séð svo mikla peninga áður. Vasapening arnir frá mömmu voru 2 dalir 75. Svo þutum við Innes i fínustu götuna í Miami og æddum þar búð úr búð. Skemmtisnekkjan var í mínum augum eins og línu skip. — Þið Innes skuluð hafa káetuna mína, sagði pabbi, og fór svo með okkur í afar skraut legt herbergi. (Hann og Dolores höfðu eytt hveitibrauðsdögum sínum um borð í Infata). Aðal- svefnherbergið var með gull- slegnu rauðaviðarrúmi, þar sem gaflinn var með handmáluðu ítölsku landslagi. Þykkar ábreið- ur voru á gólfinu — þetta var alveg eins og skrautherbergi ein hvers indversks þjóðhöfðingja. Þar við hliðina var lítið herbergi með barnarúmi, sem vel hefði get að hæft litlum prinsi. — Eg lét innrétta þetta handa Deedee litlu systur þinni, þegar hún fæddist, sagði pabbi. Hann leit snöggvast kring um sig í þessum skraut- sal og fór svo með okkur út aft- ur þegjandi. Svo kynnti hann okkur skipstjóranum og skips- höfninni, glaður í bragði. Þessi ferð varð nú reyndar engin ferð, þegar til kom. Þegar við vorum komin fimm mílur út frá Bimini, lét pabbi kasta akk- erum. Á hverjum morgni fór hann ásamt lækninum og Harry í báti og veiddu barracuda, en skildu okkur Innes eftir í umsjá hjúkrunarkonunnar. Og svo komu þau á kvöldin rétt fyrir matartíma. Á daginn gerði Innes ekki ann að en liggja í sólbaði, en ég hafði nóg að gera með fyrstu ástina mína. Það var Eddie, káetudreng urinn, sem þar var annars vegar. Hann var hár og grannur, með dökk augu, söng ágætlega, og þegar hann á kvöldin var kominn í hvíta jakkann og söng með eig in gítarundirleik og hallaði sér ' dreymandi upp. að borðstokkn- um, var hann rómantíkin uppmái uð. Þegar við komum aftur til New York, var Innes fallega sól- brún, en ég kom náhvít eins og næpa. Eg hafði verið of önnum kafin að elta Eddie um allt skip ið eins og hvolpur, til þess að geta haft mikið gagn af sólinni. Mamma spurði mig um pabba: — Hvað töluðuð þið Jack um? Eg reyndi að rifja það upp. í raun og veru höfðum við sáralít ið sézt. Hann hafði lítið sagt við mig annað en að bjóða mér góð an daginn og vara mig við því að fara í sjóinn. — Við töluðum eiginlega ekki um neitt, mamma, sagði ég. — Pabbi var alltaf að fiska með honum Harry. — Eg skil, sagði mamma, og í þeim tón, sem enginn hefði leik ið eftir henni. Þó hafði komið einn dagur, þegar pabbi hafði talað við mig — þá talaði hann og bölvaði við alla og var kátur. Þá var hann fullur. Það var hulinn leyndar- dómur, hvar hann hefði náð í áfengi, því að Harry og læknir- inn höfðu rannsakað allt skipið, í leit að áfengi; áður en pabbi kom um borð, og komið öllu í lóg, sem til var. Vínskáparnir stóðu opnir og tómir, og í barnum var ekki annað til en óáfengir drykk ir. Hver sála af skipshöfninni hafði verið tekin í samsærið um að halda pabba ódrukknum. Samt fór það svo, að fimmta dag inn, var pabbi algjörlega alls- gáður við morgunverðinn, en urr andi fullur skömmu síðar. — Það er alveg óhugnanlegt, sagði Harry. Seinna, meðan pabbi var að sofa úr sér, var skip inu öllu snúið við, til þess að leita að þessum einkabirgðum hans, en ekkert fannst. Þá mundi einhver árvakur skipverji eftir því, að pabbi hafði eitthvað verið að snuðra kring um vélarúmið, og leyndardómurinn varð uppvís. Hann hafði tappað næstum fjóra lítra af spíra af kælikerfinu í vélinni. Þá var settur vörður um hana, og í næsta sinn sem pabbi ætlaði að bjarga sér, kom hann öfugur til baka. Hann minntist aldrei á þetta og mér fannst eins ráðlegt að gera slíkt hið sama. Nokkrum dögum eftir að ég kom úr þessari skemmtiferð, kom mamma einn daginn inn til mín, eitt bros. — Robin er kominn! sagði hún. — Hann er að taka upp dótið sitt. — Er hann það? spurði ég spennt. Robin hafði verið að leika í Chicago. Eg hljóp upp í herbergið hans. Robina! æpti ég. Það var gælunafnið, sem ég not- aði á hann. Við föðmuðumst. Þeg ar við urðum stærri, urðum við miklir vinir. Við tilbáðum hvort annað. Hann var nú allur á lofti. —. Kisa! sagði hann, — nú geri ég loksins það sem ég vil sjálfur. Hann hafði verið ráðinn af vini fjölskyldunnar, frú Bror Dahl- berg, konu Celotex-kóngsins, sem hafði af sér leiðindin með því að kosta uppfærslu leikrita, og Robin var í flokknum, sem nú var að leika „Græna tréð“. Rob in, sem var nú orðinn tvítugur, hafði reynt sig við ýmislegt, rit störf, málaralist, tónlistarnám í Vín, og tímaritsútgáfu í London, en ekkert veitti honum neina full •nægingu. Nú var hann að róta í farangr inum sínum. — Hérna kemur það! sagði hann, og tók upp mynd, sem hann lagði á borðið. Eg leit á myndina. Fyrst sýnd ist mér hún vera eintóm augu, en svo var þetta reyndar undurfríð ur ungur maður með stór svört augu og ótrúlega löng bráhár, sem næstum vörpuðu skugga á kinnarnar, er augun horfðu dreymandi á mig. Eg sá strax, hvað hún minnti á. Mamma átti brjóstmynd af Apolló í stofunni hjá sér, og þarna var hann kom- inn ljóslifandi. — Guð minn góður, hver er þetta? Robin horíði á myndina með að dáun. — Er hann ekki guðdóm- legur? Þetta er Tyxone Power yngri. Afi hans var hinn mikli írski leikari. Tyrone var í leik- flokknum hennar frú Dahlberg, með honum, og Robin hafði boð í<5 honum að koma til okkar, þegar hann kæmi austur að leita sér að atvinnu, þegar þetta leik- rit væri útgengið. Eg gat ekki gleymt Tyrone Power. Eg andvarpaði og mig dreymdi. Hann ætti að vera kom inn upp á vegginn minn. Eg herti mig upp í að skrifa honum. Kæri hr. Power. Eg hlakka svo til ef þér ætlið að koma og vera hjá okk ur. Robin sýndi mér mynd af yður og mér finnst þér líta út alveg eins og grískur guð. Eg vona, að þér færið mér áritaða mynd af yður. Eg bíð og hlakka til að hitta yður sjálfan. Og svo kom svar frá Tyrone. Kæra Diana min. Þakka þér innilega fyrir þetta indæla bréf þitt. En mér þykir rétt að segja þér, til þess að spara þér vonbrigði þegar ég kem til New York, að ég lít alls ekki út eins og neinn guð, allra sízt grískur. En við höfum nógan tíma til 3|Utvarpiö Laugardagur 19. nóvember 8.05 Morgunleikfiml. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn« laugsson). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur( Stefán Guðjohn- sen). 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son). 17.00 Lög unga fólksins (Þorkell Helga son). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „A flótta og flugi“f eftir Ragnar Jóhann- esson; VII. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Atriði úr „Valdi ör- laganna" eftir Verdi (Maria Menegh- ini-Callas, Carlo Tagliabue, Ric- hard Tucker o. fl. einsöngvarar flytja með kór og hljómsveit Scala-óperunnar í Mílanó. Stjórn andi Tullio Serafin). 20.30 Leikrit: „Eigi má sköpun renna** (Mourning Becomes Electra), þríleikur eftir Eugene O’Neill annar hluti: „Verðandi" iThe Haunted). Þýðandi: Arni Guðna son magister. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikendur: Guð- björg Þorbjarnardóttir, Helga Bachm., Rób. Arnfinss., Helgi Skúlason, Guðmundur Pálsson, Kristbjörg Kjeld, Lárus Pálsson, Valdimar Helgason, Anna Guð- mundsdóttir, Hildur Kalman ov fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Söng- kona: Ester Garðarsdóttir, •1.00 Dagskrárlok. ÞRÍSKIPTAR perur fyrir , ,GoIiat-fatningar í ameríska gólflampa Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687 Skáldið og mamma litla 1) Fyrirgefið, ég finn ekki for- eldra mína. 2) Má ég ekki vera hérna hjá yð- ur, því þá verður .... 3) .. áreiðanlega ekki langt a r u ó I — Nei, Andy !. . . Farðu til | ar Andy ! II 1 Evu! Farðu! . . . Farðu til henn-1 Eva nær taki á skotti Andys!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.