Morgunblaðið - 26.11.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1960, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIB Laugardagur 26. nóv. 1960 fram tillögu um, að ágreiningn- um >á yrði skotið til aliþjóða- dómsstólsins, gerðu menn sér ljóst, að béín synjun hennar hlyti að verða okkur stórhættu- leg í áliti annarra. Þess vegna hliðraði V-stjórnin sér hjá að svara. Ef ný ráðstefna hefði ekki verið á næstu grösum, hefði ekki verið unnt að skjóta sér undan úrskurði alþjóðadómsstóls. Nú deilt um umþóttunar- tíma Nú er það ágreiningsefni úr sögunni og einungis deilt um það, sem okkur er miklu hættuminna, — einhvern umþóttunartíma Bretum til handa. Möguleikinn á því að við töpum þeirri deilu fyrir dómi kann þó að vera meiri. Úr sker, að dómur um þetta deilu mál fæst ekki upp kveðinn fyrr en eftir 2—3 ár og fer þá að verða mikill vafi á, hvort það borgi sig, jafnvel þótt við vær- um vissir um sigur, að bera mál- ið undir dóm fremur en semja um það nú þegar. Ég hef þá rakið öll þau úrræði, sem til mála hafa komið, um lausn þessarar deilu við Breta. Hnigur þar allt að einu. Það að leita lausnar hennar með viðræð- um við Breta, með samningaum- leitunum eins og segir í stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna, er ekki aðeins eina úrræðið, sem raunverulega hefur verið bent á, heldur beinlínis skylt samkvæmt alþjóðasamningum. Annað mál er, hvort þær viðræður eða um- leitanir leiða til þess að samning ar komist á. Enn er það ekki sýnt. Einungis er verið að kanna, hvort og með hverjum hætti það sé gerlegt. Þá reynir mjög á sanngirni Breta. Við teljum, að hingað til hafi mjög á hana skort. En Bret- ar hafa ekki síður en við ríka ástæðu til að leiða deiluna til lykta. Þar við bætist, að hinir æðstu valdamenn þeirra iáta nú málið miklu meira til sín taka en áður. Þeir vita áreiðanlega, að Bretar hafa ekki haft sæmd af herhlaupi sínu hingað. Verður að ætla, að þeir líti á máiin af meiri skilningi, víðsýni og þar með sanngirni en áður hefur gætt af Breta hálfu. En er þá óeðlilegt, að þeir minnist þess tilboðs, sem íslenzka stjórnin gerði tvívegis á árinu 1958? Tilboð V-stjórnarinnar Af hálfu þáverandi hæstvirtr- ar rikisstjórnar, vinstri stjórnar- innar, var öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, með skeyti dagsettu 18. maí, boðið, að veiða upp að 6 mílna mörkum um þriggja ára tímabil gegn við- urkenningu á 12 mílna fiskveiði lögsögu og öðrum nánar tiitekn um skilyrðum. Þessu tilboði ís- lenzku ríkisstjórnarinnar var þá hafnað. En eftir að sýnt var, að Bretar mundu koma með her- skipaflota hingað til lands, ef ekki yrði að gert, var tilboðið endurtekið í skeyti hinn 22. ágúst sama ár. Því var þá enn hafnað. Þetta endurtekna tilboð vinstri stjórnarinnar sýnir, að þáverandi hæstv. ríkisstjórn taldi sann- gjarnt að veita öðrum nokkurn umþóttunartíma áður en þeir fyr ir fullt og allt hyrfu út fyrir 12 mílna takmörkin. Úr því að tíma bundin fiskveiðiheimild var met- in sanngjörn af íslenzkum stjórn völdum 1958 og beinlínis boðin fram af okkur, er viðbúið, að okkur reynist erfitt að sannfæra aðra um, að brezka stjórnin sýni ósanngirni, ef hún býðst til að semja á þessum grundvelli. Sumir segja: Munurinn er sá, að síðan hafa Bretar beitt okk- ur ofbeldi og það er ætið hættu- legt að láta undan ofbeldismanni. Víst er það fáum okkar að skapi. En hver er það, sem vægir eða verður undan að láta, ef aðgengi leg lausn kynni að finnast á þessum grundvelli? Óneitanlega eru það þá Bret- ar, sem hverfa frá sínum megin- kröfum. Þeir láta niður falla mót mæli gegn 12 mílna fiskveiðilög- Ritari slysavarnadeildarinnar, Soffía Björgúlfsdóttir, afhendir formanni, Þóru Jakobsdóttur, málverk að gjöf frá félagskonum. Slysavarnadeild kvenna í Neskaupstað 25 ára — Ræða Bjarna Benediktssonar Fnamh. af bls. 13. Senniiega þyrftu Bretar þó ekki á synjunarvaldinu að halda, þegar af því, að um það deilu- mál, sem nú er eftir á milli okk- ar og þeirra, þ.e.a.s. vissan frest til afi umþótta sig áður en horfið er af miðum, liggur fyrir frá Genfarráðstefnunni £ vor, að ein- ungis vantaði eitt atkvæði upp á að % hlutar þeirra aðila, sem þar voru, væru Bretum sammála og «úikur andvígir. Þar munaði sem sé atkvæði okkar sjálfra, um hvort Bretar fengju hinn lög- áskilda meirihluta fyrir sínum skilningi í andstöðu við okkur. Nú eru atkvæðahlutföll nokkuð önnur á fundum Sameinuðu þjóð anna en á Genfarráðstefnunni, m.a. af því, að aðilar Sameinuðu þjóðanna eru aðrir en aðilar Genfarráðstefnunnar. H.v. stjórn arandstæðinga telja bersýni- lega harla litlar líkur til þess, að munurinn geti orðið svo mik- ill að við höfum nokkra von á stuðningi tilskilins meirihluta, þ. e. tveggja þriðju, hjá Sameinuðu þjóðunum á okkar málstað í þessu ágreiningsefni gegn Bret- um. Reglur SÞ En jafnvel þótt við ættum þar skilningi að mæta, er þess að gæta, hvað sáttmáli hinna Sam- einuðu þjóða segir um friðsam- lega lausn deilumála. í 33. gr. sáttmálans er kveðið svo á: „1) Aðilar að sérhverju deilu- máli sem með áframhaldi gæti stofnað í hættu heimsfriði og ör- yggi, skulu fyrst leita lausnar á deilumálinu með samningaumleit unum, rannsókn, miðlun, sættar- gerð, gerðardómi, dómsúrskurði, með samningum eða með öðrum friðsamlegum aðferðum, skv. eigin vali. 2) Er öryggisráðinu þykir nauð syn krefja skal það kveðja dcilu aðila til að leita lausnar á deilu- máli sínu á slíkan hátt“. Þessum reglum verða þeir að hlíta, er vilja hljóta vernd Sam- einuðu þjóðanna. En það er ein- mitt vegna þess, að ríkisstjórn- Islands hefur reynt að leiða þessa deilu til lykta með viðræðum við Breta, sem flutt er sú tillaga, er hér er til umræðu. Flutnings- menn hennar vilja sem sagt brjóta þvert í bága við þær meginreglur, sem stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna setur sem skil- yrði þess, að ríki fái þar áheyrn og stuðning. Svo ólíklegt, sem það er að þeirra dómi, að við getum vænzt mikillar hjálpar hjá Sameinuðu þjóðunum i þessu máli vegna þeirrar skoðunar, er vitað er að meirihluti þeirra hef- ur á deiluefninu, þá mundum við firra okkur öllum möguleikum í þá átt, ef fylgt væri ráðum flutningsmanna þessarar tillögu. Ég efast ekki um, að það eru þessar ástæður, sem valda því, að stjórnarandstæðingar hreyfa því nú ekki að kæra deiluna fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, eins og sumir þeirra höfðu þó áð- ur lagt til. Þá kem ég að því úrræði, sem ég vék að, þegar ég ræddi um að leita til Bandaríkjastjórnar eða Atlantshafsbandalags og nefnt er í þessu ákvæði stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna, þ.e.a.s. þvi, að leitað verði til alþjóðadómsstóls um úrskurð deiluefnisins. Er enn hert á því í 3. tl. 36. gr. stofn- skrárinnar, þar sem segir: „Er öryggisráðið gerir tillögur sínar samkvæmt grein þessari, skal það einnig taka til greina, að fylgja skal þeirri venju, að deiluaðilar leggi lagadeilur fyrir alþjóðadómstólinn, í samræmi við ákvæði samþykktar dómstóls ins“. Lítil þjóð, sem allt sitt á und- ir því, að lög og réttur gildi í heiminum en ekki valdbeiting, má aldrei gera neitt það, sem hún sjálf trúir ekki á að standizt fyr- ir alþjóðadómsstóli. íslenzka stjórnin lýsti sig og fúsa til þess að bera ágreininginn út af stækk un fiskveiðilögsögunnar 1952 und ir alþjóðadómstólinn. Og þegar Bretar báru 1958 Neskaupstað, 21. nóv. SLYSAVARNADEILD kvenna í Neskaupstað hélt upp á 25 ára afmæli deildarinnar laugardags- kvöldið 19. þ.m. með veglegri samkomu í barnaskólahúsinu. Frú Þóra Jakobsdóttir formaður félagsins, setti hófið og stjórn- aði því. Ræddi hún tildrög að stofnun deildarinnar og sögu hennar. Einnig gat Þóra um helztu verkefni deildarinnar, en þau hafa verið mörg. Má þar nefna fjársöfnun til kaupa á tal- stöðvum í norðfirska báta, fjár- söfnun til sundlaugar, til björg- unarskútusjóðs Austfjarða, til fé- lagsheimilis í Neskaupstað og skipbrotsmannaskýla á Austur- landi auk margra annarra verk- efna Eftir ræðu formanns fóru fram ýmis skemmtiatriði, svo sem upp lestur, söngur kvennakvartetts. Einnig söng karlakór Neskaup- staðar, undir stjórn Haraldar Guðmundssonar. Mörg avörp voru flutt og félaginu bárust margar góðar gjafir og fjöldi heillaóska. Eftir þetta var sezt að borðum og veitingar bornar fram af mikilli rausn. Að lokum var dansað fram eftir nóttu og lék H.S.-sextettinn fyrir dans- inum. Um 400 manns voru í afmælis- fagnaði þessum, sem fór allur sérlega vel fram og var allur undirbúningur og framkvæmd félagskonum til mikils sóma. Núverandi stjórn kvennadeild- arinnar skipa Þóra Jakobsdóttir, form., Unnur Zoéga gjaldkeri, og Soffía Björgúlfsdóttir ritari. Meðstjórnendur Lína Jónsdóttir og Gíslína Haraldsdóttir. — S.L. sögu og úr sögunni er krafa þeirra um eilífan fiskveiðirétt innan hennar. Sættir nást þá á sama grundvelli og vinstri stjórn in bauð tvívegis fram strax í upphafi. Hér er þó einungis um grund- völl að ræða. Breyttar aðstæður m.a. í fiskveiðum okkar og nán- ari íhugun allra atvika hljóta að leiða til þess, að með sanngirni verði ekki mælt á móti ýmsum fyrirvörum og viðaukum af okk ar hálfu nú umfram það, er vinstri stjórnin bauð 1958. Við verðum sjálfir að sýna sanngirni í þessu sem öðru verðum við sjálfir umfram allt að sýna sann- girni. Við höfum öðlazt samúð margra vegna þess, að við vor- um beittir ósanngirni, leikurinn milli okkar og Breta var of ó- jafn til þess, að þeir gætu haft af honum sæmd eða samúð. En jafnskjótt og þeir breyta um og bjóða, eða láta þess kost, sem okkur er ótvírætt betra en það, er íslenzka stjórnin sjálf bauð fyrir rúmum tveimur árum, þá er hætta á, að leikurinn snúist við. Þá er yfirvofandi missir þeirrar samúðar, sem er okkur mesti styrkur og við megum sízt án vera. En þó að tilboð vinstri stjórn- arinnar frá 1958, sé óhagganleg staðreynd og þótt erfitt muni reynast að sannfæra aðra um sanngirni okkar, ef við neitum því nú sem umræðugrundvelli, þá kynni einhver að spyrja: Hvernig kemur þetta heim við ályktun Alþingis frá 5. maí 1959? Mundum við ekki vera að minnka fiskveiðilandhelgi okkar eða lögsögu með því að leyfa Bretum fiskveiðar innan hennar, þótt mjög væri bundið tíma og öðrum takmörkunum? Samningur Rússa við Breta Ekki lítur annað mesta stór- veldi heims, Rússland, svo á um sjálft sig. Rússland hefur tekið sér ekki aðeins 12 mílna fiskveiði lögsögu, heldur 12 mílna algera landhelgi. Engu að síður hefur rússneska ríkisstjórnin samið við þá brezku um tímabundinn tak- markaðan fiskveiðirétt Bretum til handa innan landhelgi Rúss- lands. Þetta hefur rússneska stjórnin gert vegna þess, að Rússar hafa metið eyðfngu deilu við Breta út af þessu réttarveizl- unnar virði eða fer.gið e.nhver önnur hlunnindi hjá Bretum í staðinn. Þarna beita Rússar full- veldi sínu yfir landhelginni til að láta Bretum í té hlunnindi, sem þeir ella nytu ekki. Á sama veg getum við, ef okkur þykir henta, beitt lögsögu okkar svo, að Bretar eða aðrir fái hér tak- mörkuð fiskveiðihlunnindi með þeim skilyrðum, sem við setjum. Sú ákvörðun væri hliðstæð þeirri, þegar eftir setningu fiskveiðilöggjafarinnar 1922 voru veittar undanþágur frá henni. Sú ákvörðun var umdeild en skerti að sjálfsögðu á engan veg full- veldi okkar eða úrslitaráð í þess- um efnum. Maður heldur áfram að vera eigandi húss, þótt hann leyfi öðrum takmörkuð afnot þess, t. d. leigu herbergis um sinn. Menn kann að greina á um, hvort slíkt sé æskilegt eða hyggilegt, en sú ákvörðun haggar eignar- réttinum ekki að neinu. Og vafa- laust mundi sá maður telja sig hafa orðið ofan á í deilu um eignarrétt eða afnotarétt yfir húsi, sem fengi gagnaðila, er héldi því fram, að hann ætti hús- ið með honum eða hefði yfir því eilífa afnotakvöð, til að sætta sig við örfárra ára not gegn fullu gjaldi. í öllum skiptum manna á milli reynist farsælast að láta rólega íhugun og góðvild ráða gerðum sínum. Gremja og heiftarhugur horfa aftur á móti sjaldnast til góðs. Þetta á ekki síður við um samskipti þjóða en einstaklinga. Þess vegna ber okkur að kanna til htítar með hverjum kjörum hægt er að leiða deiluna við Breta til lykta. Enn verður ekki með vissu séð hvort það er hægt með aðgengilegum kjörum. Sumum, til dæmis Finnboga Rút Valdimarssyni finnst tor- tryggilegt, hversu lengi þær um leitanir hafa dregizt. En þegar íhugað er, að það tók Breta og Norðmenn marga mánuði og endurtekin fundarhöld að komast að niðurstöðu í samningum sín- um nú í sumar, þá þarf engan að undra, þótt nokkuð langan tima taki að kanna deilumál okkar og Breta til hlítar, svo miklu meira sem borið hefur á milli Breta og okkar í þessu máli en Norðmanna og Breta. Fyrst þegar málið liggur ljóst fyrir, er tímabært að taka um það ákvörðun. Þegar af þeirri ástæðu er tillaga sú, sem hér er til umræðu vanhugsuð og brýtur á móti hagsmunum ísleözku þjóð- arinnar. Jón Björnsson mólnrnmeistnri fró ísafirði HINZTA KVEÐJA FRÁ BÖRNUM HANS Drottinn gaf og Drottinn tók, dánarfregnin hjartað nísti Þó í sorgum ljós eitt lýsti, ljós, sem hug í harmi jók. Minning björt um bernskudaga, blíðu atlot, kærleiks il. Föðurarmur heimahaga heill æ studdi og kunni á skil. Þó að örlög ill og grimm, okkar sjónum nú þig ræni, elsku pabbi. Á þig mæni andinn bak við élin dimm. Drottinn skilur dýpstu harma, drottinn veitir huggun, þrótt, sorgar börn hans ástar arma, eiga vísa um lífsins nótt. Faðir kær, við þökkum þér, þína föður umsjón alla, er sem heyrum enn þig kalla, okkur börnin. Sálin sér, Yfir okkur vildir vaka, váleg örlög skildu leið, dylst oft merking drottins raka, er dánarklukkan hljómar heið. Hvað er dauði? Hvað er hel? Öllum líkn sem búnir bíða. Búnir hér í heimi að líða, himinn bíður bak við él. Elsku pabbi, vonin vakir, von um sælan endurfund. Frelsuð Jesú fyrir sakir, fögnum við á þeirri stund. B. Þ. Jólakort seld í Miðbæjar- barnaskólanum PRENTUÐ hafa verið jólakort eftir myndum, sem nemendur í Miðbæjarbarnaskólanum hafa teiknað, og verða jólakortm til sölu í skólanum og ef til vill i bókabúðum bæjarins. Samkeppni fór fram milli nem enda á eldrinum 9—13 ára og voru 5 myndir valdar á jólakort- in. Voru það Fanney Valgarðs- dóttir og Ari Guðmundsson, bæði 12 ára, sem báru sigur úr býtum, og voru myndir þeirra prentað- ar á kortin. Ágóðinn af kortasölunni renn« ur til kaupa á hljóðfæri í skól. ann, sem notuð verða til kennslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.