Morgunblaðið - 30.11.1960, Side 10

Morgunblaðið - 30.11.1960, Side 10
10 MORcrisnr. aðið Miðvikudagur 30. nóv. 1960 ropmMfiMfr Utg.: H.f Aivakur Revkjavllc. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók.: Arni Ola, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kriutinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STERKASTA AFLIÐ T SAMTALI við Morgun- blaðið í gær um þing- mannafund Atlantshafsbanda lagsins í París, komst Jó- hann Hafstein alþingismaður m. a. þannig að orði, að_sam- tök NATO-ríkjanna væru í öruggum vexti, og að þau væru tvímælalaust sterkasta aflið gegn útbreiðslu komm- únismans í heiminum. Fyllsta ástæða er til þess að taka undir þessi ummæli. Varnarbandalag lýðræðisþjóð anna var einmitt stofnsett vegna þess, að Rússar og hinn alþjóðlegi kommúnismi, rændu hverja þjóðina á fæt- ur annarri frelsi sínu og sjálfstæði í lok síðustu heims styrjaldar. Á sama tíma sem hinar vestrænu lýðræðisþjóð ir afvopnuðust, létu Rússar heri sína í Austur-Evrópu- löndum hjálpa smáflokkum kommúnista þar til valda með ofbeldi og yfirgangi. — Þegar þannig var komið, mynduðu þjóðir Vestur-Ev- rópu og Norður-Ameríku með sér Atlantshafsbanda- lagið. Þessi varnarsamtök hafa síðan staðið vörð um heimsfriðinn og þeim hefur tekizt að koma í veg fyrir frekari útþennslu kommún- ismans í Evrópu. Engin tilviljun Það er vissulega engin til- viljun, að allt frá upphafi Atlantshafsþandalagsins hafa kommúnistar einbeitt áróðri sínum gegn því og brenni- merkt það sem árásaraðila og „tæki heimsvaldasinna“. — Kommúnistar vita vel að Atlantshafsbandalagið er sá þröskuldur í vegi þeirra, sem þeir hafa ekki komizt yfir. Þess vegna hefur sókn hins alþjóðlega kommúnisma ver- ið stöðvuð á mörgum víg- stöðvum. Það er vissulega vel farið, að þingmannafundur Atlants hafsríkjanna í París ræddi fyrst og fremst um aukna menningarlega, efnahagslega og pólitíska samvinnu NATO ríkjanna. Því aðeins getur samvinna þessara ríkja á sviði varnarmála orðið traust og örugg, að heilbrigt efna- hagsástand ríki meðal þeirra, og að þau haldi jafnframt uppi náinni menningarlegri og pólitískri samvinnu. Efling þessara varnar- samtaka frjálsra þjóða og víkkun starfssviðs þeirra er áreiðanlega eitt raun- hæfasta sporið sem hægt er að stíga til verndar friði og öryggi í heimin- ÍSLAND - KANADA T TÍMARITI, sem kanad- íska utanríkisráðuneyt- ið gefur út, er fyrir skömmu birt grein um ísland. Þar er í stórum dráttum rakin saga landsins og þjóðar þess. Enn- fremur eru rædd skipti Is- lendinga og Kanadamanna. Er þess getið, að í Kanada búi nú 26 þúsund manns af íslenzkum uppruna. Öll er þessi grein mjög vinsamleg og hlýleg í garð íslands. Er þar farið miklum viðurkenn- ingarorðum um íslenzka menningu að fornu og nýju. Getið er ýmissa Islendinga, sem gegnt hafa þýðingar- miklum trúnaðarstörfum í Kanada. Frá því er skýrt, að Thor Thors sé fyrsti íslenzki sendiherrann í Kanada, starfs ferill hans rakinn og farið viðurkenningarorðum um stÖrf hans. í röð fremstu lýðræðis- ríkja íslendingar fagna mjög hinni nánu og góðu sam- vinnu, sem tekizt hefur við Kanadamenn. Óhætt er að fullyrða, að Kanada sé nú í röð fremstu lýðræðisríkja heimsins. Þetta land byggir þróttmikil og dugandi menn- ingarþjóð. íslendingum er sómi að því að eiga slíka þjóð að vin. Við viljum þess vegna halda áfram að treysta menningar- og viðskipta- tengslin við Kanada. Þau tengsl eiga sér djúpar og traustar sögulegar rætur. ís- lendingar eru einnig þakk- látir Kanadamönnum fyrir skerf þeirra til baráttunnar fyrir aukinni verndun fiski- miða. Þeir hafa sýnt glöggan skilning á nauðsyn íslenzku þjóðarinnar til víðari fisk- veiðitakmarka. • NAFNBREYTING í MEXIKÓ Neyzla marihuana hefar þekkzt í 2.500 ár. Hamp-urtin vex eins og illgresi um allt hitabeltið, þar sem menn þurfa ekki annað en að tína hana upp, búa sér til sígarettu og kveikja í. Spánverj- ar fluttu jurtina til Suður. Ameríku árið 1545, og náði hún mestum vinsældum í Mexikó, en það var þar sem hún breytti um nain frá hashish I marihuana. Til Bandaríkjanna barst eitrið á árunum 1910—1920. Allt í einu breiddust uppþot út meðal ung- linga í New Orleans. Dætur betri borgaranna þustu æpandi um göturnar. Ungir menn, sem aldrei höfðu komizt undir lögreglu- hendur fyrr, slógu niður saklausa vegfarendur á götunum. Dögregl- an komst yfir nokkuð magn af marihuana sígarettum, og ástæð- an var fundin. ★ Hingað til hefur verið lítið um marihuana í Evrópu. En flugið og velmegunin hefur gert fjarlægð- irnar minni. l>að eru ekki ein- göngu ferðamenn, sem nú streyma til Evrópu, heldur einn- ig ýmislegt annað, er írekar mætti missa si£. Eiturlyfjasmygl gefur góðan arð. Þessi sjómaður var handtek- inn í New York með eiturlyf, sem talið var um 1 millj. króna virði. En á svarta markaöinum har hefði það seht fyrir rúna- lega 20 millj. króna. UTAN UR IIKIMI IMarihuana UNDANFARIÐ hefur farið fram rannsókn á stórfelldu eiturlyfjasmygli í Kaup- maunahöfn. Er þar um að ræða marihuana sígarettur, sem fluttar hafa verið til Danmerkur og Svíþjóðar frá Hollandi. Rannsókninni er Þetta er jurtin, sem marihu- ana er unnið úr. Hún vex eins og illgresi um allt hitabeltið. ekki lokið, en margir hafa verið handteknir, flestir Bandaríkjamenn. — Meðal hinna handteknu er jazz- söngvarinn Nat Russel, handarískur negri, sem búið hefur í Kaupmannahöfn síð- ustu árin og er kvæntur danskri stúlku. Er hann sak- aður um að hafa dreift síg- arettunum í Kaupmanna- höfn. • HVAÐ ER MARIHUANA? En hvað eru marihuana sígarett ur og hverjar eru verkanir þeirra? Það er nokkur huggun að al- mennt er ekki erfiðara að venja sig af neyzlu þeirra en venjulegs tóbaks. Og að áhrif marihuana reykinga eru venjulega horfin eftir góðan nætursvefn. En það hættulega við þetta eitur er að þeir sem eru undir áhrifum þess geta framið tilefnislaus ofbeldis- verk jafnvel morð, og virðast eft ir á svo til hafa gleymt gjörðum sínum. Þar sem það er aðallega ungt fólk, sem fellur fyrir freist- ingunni að reyna þetta eitur, get- ur það oft orðið til þess að eyði- leggja lofandi framtíð. • HASHISH Margir kannast betur við marihuana eitrið undir nafninu hashish. Eitrið er unnið úr hamp- plöntum. Aðallega er þess neytt í sígarettum, en á þann hátt verða áhrifin mest. Fljótlega eft ir að kveikt er í sígarettunni, er neytandinn kominn undir áhrif, og ef hann er fær um að hugsa getur hann hamið áhrifin eftir því hve ört hann reykir. • TRUFLUN Á SKYNJUN Eitrið verkar á stórheilann, og þótt áhrifin séu nokkuð misjöfn og fari eftir einstaklingum, breytist þó skynjunin. Fljótlega eru menn gripnir hugarburðar- tilfinningu og flestir einnig vellíð an. Dauf hljóð heyrast hátt og Nat Russell, bandarískt dægur- lagasöngvarinn, sem nú er i haldi í Kaupmannahöfn. venjuleg birta virðist blindandi, Herbergið, sem setið er í, verð- ur skyndilega að stórum sal, góit ið hallast, andlit verða t. d. fer- hyrnd eða þríhyrnd, fæturnir verða þyngdarlausir og þó virð- ast þeir ótrúlega stórir. Menn líta léttum augum á öll vandamál lífs ins og sjá undursamlegar, litrikar sýnir. • OFBELDISÞÖRF Venjulega eru áhrifin þægileg. En einnig geta birzt óhugnanleg. ar sýnir. Einkennandi fyrir marihuana neyzlu er skyndilegt, óstöðvandi hláturskast. Ef eitrið er tekið í stórum skömmtum, missir neytandinn sjálfsstjórn og getur án minnstu ástæðu framið ofbeldi. Þessi skyndilega þörf fyrlr að fremja ofbeldi er óviðráðanleg. Vitað er um að vísindamenn, sem hafa verið að rannsaka áhrif marihuana eitursins, hafa allt í einu og af öllum mætti reynt að skera sjálfa sig og aðra á háls. Mesta hættan við neyzlu marihuana er hin skyndilega óstöðvandi þörf fyrir að fremja afbrot. Margir afbrotamenn reykja í sig kjark til að fremja fyrirfram ákveðið morð, og af- saka sig svo eftir á með að þeir hafi ekki vitað hvað þeir gerðu, því þeir hafi verið undir áhrif- um eiturlyfs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.