Morgunblaðið - 30.11.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. nóv. 1960
M O R C Tl 1\ P T 4 fílÐ
11
Verðandi og Einingin 75 ára
GullþvottamaSur að gömlum sið.
nokkra menn í skógræktarráðu-
neytinu, sem ég og gerði og fékk
ágæta fyrirgreiðslu, svo að við
megum búast við trjáfræi frá
þeim frá ýmsum stöðum á næstu
árum.
Fallegt land, en Ijótar
nafnagiftir
Þessi litli baer, sem ég dvelst
f nú heitir Prince George. Þ>að
•r ljóta nafnið. Hér á þessum
(Coast Range) og Klettafjalla
er geysimikil slétta frá norðri til
suðurs. Stundum hefur þetta
hérað verið nefnt Frazerdalur-
inn, en fjandakornið að það sé
dalur, því að svo langt er til
fjalla í vestri og austri, að þau
sjást varla. Bærinn er ekki
nema 700 metra yfir sjávarmáli,
og um 50 km hér fyrir norðan
fer landinu að haUa til Norðurís-
hafsins.
TVÆR elztu stúkurnar, sem
nú eru starfandi í Reykja-
vík, Verðandi nr. 9 og Ein-
ingin nr. 14, eru 75 ára á
þessu ári. Stúkan Verðandi
var stofnuð 3. júlí 1885, en
Einingin 17. nóv. sama ár.
Báðar hafa stúkurnar minnzt
afmælisins á fundum sínum, en
gangast nú fyrir sameiginlegu
hófi í GT-húsinu í kvöld, þar sem
ræður verða fluttar og ýmislegt
annað verður til skemmtunar. —
Meðal annars syngur Árni Jóns-
son, óperusöngvari.
Forráðamenn stúknanna ræddu
við blaðamenn í gær í tilefni af-
mælisins. Björn Pálsson, ljós-
myndari, stofnaði Verðandi, en
með honum voru helztir Sveinn
Jónsson í Völundi og Gísli Lárus
son úr Vestmannaeyjum. Meðai
fyrstu starfsmanna stúkunnar
voru Ásgeir Sigurðsson, konsúll
og síðar Haraldur Nielsson pró-
fessor, Pétur Halldórsson, síðar
borgarstjóri, Sigurður Jónsson,
skólastjóri, Jakob Möller, síðar
ráðherra, Tryggvi Þórhallsson,
síðar forsætisráðherra, Indriði
Einarsson rithöfundur, Pétur
Zophoniasson, ættfræðnngur,
Róbert Þorbjörnsson, bakari og
Sigurður Grímsson prentari. —
Fyrsti æðstitemplar var Matt-
hías Matthíasson, kaupmaður.
í núverandi framkvæmda-
stjórn eru: Gunnar Jónsson,
æðstitempiar, Einbjörg Einars-
dóttir, Þóranna Símonardóttir,
Stefán Þ. Guðmundsson, Grétar
Dalhoff og Stefán H. Stefánsson.
Aðalhvatamenn að stofnun
Einingarinnar voru Jón Ólafsson,
ritstjóri og' alþm. og Guðlaugur
Guðmundsson, síðar bæjarfógeti
á Akureyri, sem var fyrsti æðsti-
templar hennar. Þá má og nefna
Valdimar Ásmundsson, ritstjóra.
Á öðru ári stúkunnar gekk Borg-
þór Jósefsson, bæjargjaldkeri í
hana og var mesti máttarstólpi
I hennar um fjölda ára. Þá störf-
1 uðu og mikið í stúkunni Guð-
I mundur Björnsson, landlæknir,
| Guðmundur Magnússon ( Jón
Trausti), og Einar H. Kvaran.
Núverandi æðstitemplar er
Freymóður Jóhannsson, en aðrir
í framkvæmdastjórn: Kristjana
Benediktsdóttir, örnólfur Valdi-
marsson, Guðni E. Guðnason og
Einar Hannesson.
Freymóður Jóhannsson benti á
hve ástandið í áfengismálum
þjóðarinnar hafi verið ömurlegt,
er Góðtemplarareglan hóf starf
sitt hér á landi. Þá var það alsiða
að menn söfnuðust saman í verzl-
unum og keyptu þar staup og
staup — og þannig hefði margur
maðurinn eytt öllu kaupi sínu.
Eitt fyrsta verkefni reglunnar
var að fá þessa staupasölu bann-
aða. — Við lítum á starf okkar
sem miskunnarverk, sagði Frey-
móður, og höfum bjargað tug-
um manna frá eyðileggingu. Með
an við getum bjargað einu manns
lífi eigum við mikinn tilverurétt.
Vagga ýmissa menningarfé-
laga, sem síðar hafa látið mikið
til sín taka hefir verið innan
reglunnar. Þannig voru það til
dæmis félagar úr Einingunni,
sem stofnuðu Leikfélag Reykja-
víkur, en leikstarfsemi var mikil
innan stúknanna. Og það voru
einmitt þessar tvær stúkur, sem
reistu GT-húsið, 1887, sem var
stærsta samkomuhús bæjarins á
þeim tima og lengi síðan.
Félagar Verðandi eru nú að-
eins 130 og Einingarinnar um 170,
en voru flestir um 700 í Verð-
andi 1927 og 630 í Einingunni
1928. — Við höfum átt við erfið-
leika að stríða, sagði Þorsteinn
J. Sigurðsson á blaðamanna-
fundinum, en við gefumst ekki
upp, og eigum eftir að rísa hærra.
Benedikt Bjarklind, stórtempl
ar, benti á hve alvarlegt ástandið
væri í áfengismálum þjóðarinn-
ar. Þar yrði að veita viðnám.
Vakti hann athygli á því hve
mikla vinnu templarar hefðu
lagt í baráttuna gegn þessu böli,
vinnu, sem öll hefði verið unnin
endurgjaldslaust. Um 3600 manns
eru nú í Góðtemplarareglunni
hér á landi.
Reykjavíkurbær hefir látið
reglunni í té lóð undir framtíðar
heimili hennar á Skólavörðuhæð.
Óvíst er enn, hvenær hafizt verð-
ur handa um framkvæmdir þar,
en teikningar að húsinu eru full-
gerðar.
Sendibréi iró
Vesturheimi IV:
Prince George, British
Columbia í Canada,
27. september, 1960.
Hr. ritstjóri Valtýr Stefánsson,
Reykjavík.
KÆRI vinur.
Ég flaug frá Anchorage
skömmu, eftir að ég skrifaði síð-
asta bréfið. Vildi ég fara beint
hingað, en það er allt á sömu
bokina lært hjá amerísku flug-
félögunum. Allt er bundið sér-
leyfum í landi hins frjálsa fram-
taks. Ég varð því að fara allar
■götur suður til Seattle til þess að
komast inn í Kanada. Og það
verð ég að segja, að ekki er þjón-
ustan á flugvélunum hér innan-
lands til fyrirmyndar.
10 gráður. Við vissum ekki fyrir
fram, hve hátt Douglasgrenið
næði upp í fjöllin, og renndum
því nokkuð blint í sjóinn.
Ég hef sjaldan orðið glaðari á
ævi minni en þegar ég sá hvernig
grenið fylgdi okkur upp allar
hlíðarnar upp í 1200 metra hæð,
og við sáum meira að segja hilla
undir það hátt upp í hlíðunum
langt fyrir ofan okkur. Það voru
engin smáræðistré, sem urðu á
vegi okkar. Þau voru um 30
metra á hæð og 60 — 70 cm í
þvermál þó að þau væru undir
100 ára að aldri. Því miður var
hvergi þroskað fræ að finna á
þessum slóðum. Sumarið hafði
verið fúlt og kalt, og því hafði
fræið ekki náð þroska í könglun-
um. En staðurinn er fundinn, sem
líklegur er til fræsöfnunar, og nú
ætlar Wylie að fylgjast með þess-
um skógi á næstu árum og grípa
fyrsta tækifæri til söfnunar.
Skömmu eftir að við höfðum
snúið heim á leið síðari hluta
dags sáum við hvar gamall mað-
ur stóð skammt frá vegi og sag-
aði við í eldinn. Gengum við til
hans og tókum hann tali. Þá kom
í Ijós, að hann heitir Karl Peter-
sen, fæddur í Kristiansánd í
Noregi fyrir 72 árum. Hann hef-
ur búið á þessum slóðum síðan
1902. Fyrst stundaði hann gull-
gröft og síðan vann hann í gulí-
námunum við Wells, sem er
þarna rétt hjá. Þar fékk hann
kísílryk í lungun, svo að hann
er nú nærri þrotinn að kröftum.
Lítið hafði hann að leggja fyrir
sig eftir allt þetta strit og þó að
hann á stundum hefði gert góða
gullfundi. Nú er hann einsetu-
maður í litlu hreysi, sem tekur
vart yfir meira en stofugólf.
Samt sagðist hann vera ánægður
með tilveruna. Hann ætti svo
ágætan nágranna, sem byggi
ekki nema um klukkustundar
gang í burtu. Nágranninn var
Svíi, rösklega áttræður, en hann
hafði enn fulla heilsu og skolaði
gull úr læk sínum upp á hvern
dag, og sá hefur góð daglaun
sagði Karl. Við spurðum Karl,
hvort ekki væri gull í hans
landi og kvað hann svo vera, en
það iægi svo djúpt að hann hefði
ekki bolmagn til að ná því. En
einhverntíma kemur einhver á
þetta land og henn getur orðið
ríkur, bætti Karl við.
Karl Petersen var hundkunn-
ugur á þessum slóðum og gaf okk
ur ágætar upplýsingar um út-
Framh. á ois. 13.
A Ieið til Kanada —
Frá Seattle fór ég fyrst til höf-
uðborgar British Columbia,
Victoria, og er það ekki nema
20 mínútna flug frá Seattle. En
mikið var notalegt að koma þang
að eftir allt jagið í Seattle.
Victoria er eins og friðsæll
brezkur bær, þar sem menn gefa
sér tíma til að anda. Hér býr
Soffanías Thorkelsson og kona
hans Sigrún. Þau eru gamalkunn
ug mínu fólki og mér, og því
var ekki við annað komandi en
að ég gisti hjá þeim. Soffanías
Alaska er víða kaldranalegra en ísland. Þannig litur landið út þegar flogið er að eða frá Alaska.
slóðum hefur það verið til siðs
að nefna staði eftir allskonar
brezku kóngafólki á öldinni, sem
leið. Bærinn er þokkalegur með
Ferð í Klettafjöll
hefur óbilandi áhuga á skógrækt
heima á Fxóni, og hefur hann
gefið tvær stórgjafir til skógrækt
ar í Svarfaðardalnum. Hann fylg
ist vel með öllu, sem gerist á
hans ættarslóðum, og ekki líkar
honum lognmollan og seinlætið
í fólkinu í hans ættarsveit. Þó
hef&r hann trú á því, að það lag-
ist biáðum.
í Victoria þurfti ég að hitta
breiðum malbikuðum götum.
Hann er verzlunar- og samgöngu
miðstöð, og hefur verið það frá
upphafi, því hann stendur við
stórána Frazer, en það fljót var
þjóðvegur áður en járnbraut og
vegir komu við sögu. Hér þekk-
ist varla annar atvinnuvegur en
skógarhögg, enda er land allt
skógi vaxið. Landslagi er þannig
háttað, að á milli Strandfjallanna
Um 10 km norðvestur af bæn-1 breiðsla stafafurunnar svo tak-
um eru hæðadrög vaxin fallegum mörkuð, að þaðan er erfitt að fá
skógi, en þar býr vinur minn Neil fræsendingar á hverju ári. Stafa
Wylie. Hann er brezkur skóg-1 furan er harðger og nægjusöm,
svo að við megum til að nota
hana meira en gert er enn. Því
er okkur nauðugur sá kostur, að
eig'a jafnan greiðan aðgang að
fræi á hverju ári.
Um mörg ár hefur mig langað
til þess að afla nokkurs af fræi
af svonefndu Douglasgreni, en
það er mesti kjörviður um vest-
anverða Ameríku. Norðurmörk
grenisins er skammt fyrir norð-
an Prince George, en vestur-
mörkin uppi í Klettafjöllum. Því
er að velja sér staði til frætöku,
þar sem úrkoma og lengd vaxtar-
tíma ásamt sumarhita er svipað
og heima.
ræktarmaður, sem flutti hingað
með konu og börnum fyrir 8 ár-
um. Hér á hann ljómandi falleg-
an skóg, sem hann kemur til með
að hafa miklar tekjur af í fram
tíðinni, en atvinna hans nú er
að leiðbeina hinum og þessum
sögunarmyllum og mæla upp
skóga og timbur. Ég hef haft sam
band við Wylie um mörg ár, og
hann hefur útvegað mér nokkuð
af fræi.
Ástæðan til þess að ég fór um
þessar slóðir er sú, að ég vildi
reyna að finna staði, er væru
hentugir til að safna stafafuru-
fræi þau ár, sem lítið er að fá
af því í Alaska. En þar er út-
Ferð upp í Klettafjöll
Eftir nokkrar bollaleggingar
afréðum við Wylie að fara í könn
unarferð upp í Klettafjöllin suð-
ur og austur af Prince George.
Stefndum við því að stað, sem
liggur í 1200 metra hæð yfir sjó,
þar sem úrkoma er um 1000
mm á ári en sumarhitinn röskar