Morgunblaðið - 30.11.1960, Page 16

Morgunblaðið - 30.11.1960, Page 16
16 |f /> n ^ r v n r inif) Miðvikudagur 30. nóv. 1960 sem í voru Errol i áhyggjufullur. Hann stanzaði við | dyrnar og sagði. — Eg ætla ekki : að koma upp, Diana. káta hópsins, og vinir hans. Einn morguninn kom ég heim, dálítið slagandi. Það hafði verið heldur fjörug nótt hjá klíkunni. Þá, síðdegis, náði Cobina í mig úti á baðströndinni. — Diana, sagði hún, — ég þarf að tala við þig. Þú drakkst allt of mikið i gærkvöldi. Þú varst hávær og hás þarna við barinn. Eg þekkti í þér hiáturinn áður en ég kom inn. Og allir voru farnir að horfa á þig. Ef einhver annar hefði farið að finna að við mig, hefði ég ekki svarað með öðru en þjósti og hroka, en það gat ég ekki þegar Cobina átti í hlut. — Góða mín, svaraði ég, — ég vildi bara skemmta mér sem mest, og ég get ekki að því gert, hvernig ég hlæ. Þú veizt, að ég er ekki ein af þessum hlédrægu — og ef út í það er farið, gerði ég engum neitt. — Það veit ég vel, góða mín, en þú mátt bara ekki drekka svona mikið. Þú veizt hvernig •hann pabbi þinn drekkur — og það gæti gengið í erfðir. Þess- vegna ættirðu að fara alveg sér staklega varlega. Það kemur niður á útlitinu þínu, þannig að þú verður ekki lengi falleg með sama áfiamhaldi. — Æ, vertu nú ekki með þessa vitleysu. Eg drekk alls ekki svo mikið. Cobina var særð. — Heldurðu, að ég væri að þessu, ef það væri ekki þér fyrir beztu? spurði hún og var ströng í málrómnum. Ekki kemur það mér við þó að þú drekkir frá þer allt vit, af það er það, sem þú ert að reyna. En sem gömul vinkona vil ég samt gefa þér þetta ráð, Diana, en svo ræðurðu auðvitað, hvort þú ferð eftir því. Þú ert nú kom in á þann aldur, að þú ættir að vita, hvað sjálfri þér er fyrir beztu. Eg faðmaði hana að mér. — Eg veit, að þú vilt mér vel, og mér þykir vænt um þig! Svo smellti ég á hana kossi og þaut svo út í sjóinn. Mamma nefndi ekki drykkju- skapinn á nafn við mig — þá — annaðhvort af því að hún vissi, að Cobina var búin að því, eða af því hún var hrædd um, að sam- komulagið hjá okkur færi allt í háaloft. Að vísu sagði hún: — Ef þú heldur, að þú munir drekka of mikið af kampavíni, þá taktu eiha teskeið af ólívu- olíu áður en þú ferð út, kisa mín. Þá þolirðu betur. Tony kom á móti mér á stöðina í New York. Eg kyssti hann. — Tony, sagði ég, — það er dá- samlegt. Eg . . . Hann sagði. — Þú ert of mikið máluð, Diana! Mér brá við og varð móðguð. — Finnst þér það. En ég tók nú samt upp blað og þurrkaði það mesta af vörunum á mér. í bílnum á leiðinni heim til min, virtist Tony vera eitthvað — Hversvegna ekki? Hvað gengur að þér? Hann svaraði: — Ja, ég held að mér hafi skjátlazt. Eg held, að við ættum ekki að hittast oftar. Eg varð agndofa. Eg var næst um farin að gráta, þar sem ég stóð. En stoltið varð yfirsterkara. Eg reyndi að hafa hemil á rödd inni þegar ég svaraði: — Gott og vel. Tony. Þá nær það ekki lengra. Góða nótt. Svo yfirgaf ég hann þar sem hann stóð og fór upp í lyftunni. Eg var alveg ringluð. Hafði hann haft fregnir af mér frá Palm Beach? Heyrt um Errol Flynn, samkvæmin og kampavíns drykkjuna? Og þó svo væri! Ekki hafði ég gert neitt rangt. Uppi í herberginu mínu lagði ég aftur hurðina og hallaðist upp að henni og leit kring um mig. Þarna voru myndir af Tony um alla veggi — Tony 1 brúð- kaup; bróður síns — Tony í kynn ingarboðinu mínu — Tony með mér í Storkklúbbnum — Tony og ég í .... Eg sleppti mér alveg. Eg fleygði mér á rúmið og grét eins og krakki. Eg hafði misst Tony. Nú vissi ég það. Og hvað myndi mamma segja? Rétt eins og til áherzlu á eymd mína, las ég í blaði: „Það, virðist svo sem fjöl- skylda Tony Drexel Duke sé að gera sitt bezta tii að koma trú- lofun hans og Diönu Barrymore fyrir kattarnef, svo lítið beri á . . Tony er náfrændi Doris Duke Cromwell og móðir hans var Cordelia Drexel Biddle frá Phila dephia. Tony, sem er nýhyrjað- ur í Princeton háskólanum, er óumdeilt einhver glæsilegasti ungur maður í Gotham, og Diana er nýkomin frá Palm Beach, dá samlega fallega sólbrennd, og virðist hafa ánetjað hann. En hún mun ekki hitta Duke-erfingjann vif altarið nema þá að óvilja fjölskyldu hans“. Mamma kom heim. Húi. kom inn í herbergið mitt og leit kring um sig með undrunarsvip. — Hvar eru myndirnar af Tony? Hefurðu tekið þær niður? Hafið þið nú farið að rífast? — Við lentum ekki í neinu rifrildi, en þetta er búið að vera. Hún leit á mig. — Hvað gerðir þú? — Eg gerði ekki neitt. Og svo sagði ég henni alla söguna. Mamma settist niður og hugs- aði málið stundarkorn. — Jæja, sagði hún og röddin var sterk og hressileg. — Þú veizt vafalaust, hverjum þetta er að kenna. Mömmu hans. Þeirri manneskju hefur aldrei líkað við þig, fyrsí og fremst. Öll þessi mörgu helgar heimboð voru ekki til annars gerð en reyna að gera ykkur leið hvort á öðru. Hún hnykkti höfði. — Og kannske er þetta fyrir beztu. Hverja hefurðu verið að hitta aðra? Mig langaði að kyssa hana. — O, allskonar ágæta stráka, Hers- chel Williams, Jommy Clark, Francis Kellogg, Stephen Rhod- es . . . Francis Kellog yngri, góður og nærgætinr. drengur, bauð mér á háskóladansleikinn í Princeton um næstu helgi. Fran, sem var í sama klúbb og Tony, sagði: — Mér finnst rétt að segja þér, að Tony verður hérna í kvöld. Allt í einu var ég gripin sár- um söknuði, en herti mig samt upp til að sejja: — Það gerir ekkert til, Fran. Mér er ná- kvæmlega sama. Við dönsuðum. Hinumegin við danssalinn var garðþrep og gras flötur. Eftir að hafa drukkið dá- lítið, sagði ég: — Eigum við ekki að fara þarna út og fá okkur frískt loft? Svo gengum við út í garðinn. Þar, í skugganum, ■ átu Tony og Alice Rudgers og héld ust í hendur. — Halló, Tony! sagði ég. En áður en hann gæti svarað, vorum við Fran komin fram hjá, og svo gengum við niður þrepin og ú. á grasvöllinn. Nokkrum dögum síðar til- kynntu blöðin trúlofun hr. Ant- hony Drexel Duke, crfingja tóbaksauðæfanna, og ungfrú Alice Rudgers, af hinni merku ætt, sem Rudgers-háskólinn var kenndur við. Þá — og þá fyrst — tók ég myndirnar af Tony upp úr skúff unni, sem ég hafði geymt þær í, og fleygði þeim. X. Diana, þú veizt ekki, hvað Duke-, Biddle- og Drexelfólkið sagði um þig sín á milli, né held ur, hvað þa J átti við, með því að „gera sitt bezta“. Þú veizt ekki, hversvegna þau splundruðu trú- lofuninni ykkar — ef það þá hefur verið þeirra verk. Senni- lega færðu aldrei að vita það. En hvað er þetta höfðingjapakk, að það sé gefandi fyrir það tú- skiidingur með gati? Hvaða verðmæti er það fyrir þig? Þessu hefurðu verið að velta fyrir þér lengi. Það kann svo vel að vera, ac þú sért ekki nema hálfgildings dama — en hugsaðu þér líka, hversu ótrúlega spennandi og dá sumlegur hinn helmingurinn er! Hver er til annar, sem er bæði Barrymore og Oelrichs í senn? Og — við skulum bara segja það eins og það er — þetta höfð ingjalið er heldur bragðlaust og Ieiðinlegt. Og viðurkennum við það kannske ekki? Það er ekkert annað en innantómleikinn og hé gómaskapurinn og eilífðarleiðind in, kring um þessi sviknu verð mæti, sem það hefur skapað sjálft og heldur uppi . . . Pabbi þinn er fjórði liður af frægustu leikaraætt, sem til er í heimi, og samt kemst hann ekki enn í dag í Höfðingjaskrána . . . Og hvers virði er líf þitt, sem ný- bakaður nýlið: í samkvæmislíf- inu. Fagureygður unglingur, sem ei að reyna að komast að sem varaskeifa í umferðaleikflokki — og reynir það af öllum mætti — er meira virði en þessar innan- tómu samkvæmisstelpur, sem þú ert að zeyna að keppa við á þeirra sviði. Þú veizt, hvað samkvæmislif ið hefur verið þér, hinga^ til. Þú kunnir það svo sem utanbókar fyrirfram. Fara á fætur klukkan tíu — og raunverulega engin fóta ferð, heldur var setið * rúminu, hringt eftir morgurnnatnuir., og síðan var flækzt um borgina — í símanum. Þú og vinstúlkur þin ar — allar í bælinu — skröfuðu um samkvæmið í gærkvöldi, og hvaða tuskum hver var í, og hvað þær hefðu verið dreymandi og daufar. Stundum flettirðu skipu lega gegn um nafnabókina, staf rófið á enda, hringdir allar upp, og blaðraðir við þær alla. . Þær höfðu nógan tima til bess. Og þú líka. Um hádegið dragnaðist þú á fætur og í bað. Og bá var að velja. Guð minn góður, hvaða kjól, hvaða hatt, hvaða skó átti ég að nota í dag? Þegar þú áttir fjörutíu kjóla (þar af fimmtán samkvæmiskjóla), tuttugu hatta, tuttugu pör af skóm, tiu dragiir, þ’-jár loðkápur. Ein aðferðin var a< flokka saman allt svart, blátt eða grænt, loka svo augunum og velja einhvern litinn af handa- hófi. Næst hádegisverður „Eins og hjá Brendu". Það þýðir, að borða hádegisverð með einhverjum og einhverjum. — Halló, elskan, með hverjum borðar þú hádegis verð í dag? Já, ágætt, ég ætla að borða hérna. Því ekki að vera fjórar saman? Gott og vel. Segjum klukkan tvö. Og svo kom hádegisverðurinn og þú þeystist milli borðanna til að skrafa við alla, sem þú hafðir skrafað við í samkvæminu í gærkvöldi, að þeim stúlkum meðtöldum, sem þú varst rétt áðan að rífa í tætl ur i símanum. Hádegisverðurinn tók hálfan annan klukkutíma, jafnvel tvo. Sumar stúlkurnar drukku ver- mút. Þú byrjaðir alltaf á sérrí- glasi, nems þegar þú hafðir drukkið ofmikið kampavín kvöld iC áður. Þá var ekkert eins og viskí, til að rétta sig af. Og þann ig fékkstu smekk fyrir viskíinu. Eftir hádegisverð, nefndarfund ur. Þarna sátu þið í hring, upp- dubbaðar eins og sýninga brúð- ur, og lögðuð á ráðin fyrir næsta dansleik. Rökrædduð og síuðuð piltana, sem átti að bjóða, en það < ar ekki nema formsatriði, því að sjálfar höfðuð þið verið vand lega síaðar; því aðeins voruð þið þarna, á heimili frú Vincent Astor, með ráðagerðir fyrir dans leikinn. Ef þið voruð hégóma- gjarnar, voru strákarnir það enn þá meir, og ennþá varkárari um það, hvert beir fóru að skemmta sér og með hverjum. Ef ekki voru nefndarfundir, þá var það hárgreiðslustofan. Venju lega þrisvar í viku. Eða þá þið fóruð í búðir að gamni ykkar. Vikulegir vasapeningar þínir — og stallsystra þinna — voru venjulega þrjú til fimm hundruð dalir, sem var vel viðunaniegt, fyrir hádegisverði, tilfallandi út- gjöld og minniháttar innkaup. En svo komu fatapenngarnir. Um þá höfðuð þið í rauninni enga hugmynd, því að allt var skrifað, sem þið sáuð og langaði að eiga. i ú á GOOD...£ALU LOGAN 'l AIRFIELD AND TELL TNEM I WANT TO CHARTER A SMALL PLANE / . DO VOU KNOW EXACTLV WHERE THIS MALOTTE'S , CAMP IS, MAKTIN? WT MARTIN, I'M TERRIBLY ' §?( WORRIED ABOUT MR. BLAKELV AND 'Z l r-\/c ku'yt dcimæ iki *ri kacz cnn EVE NOT BEING HOME IN TIME FOR . . THE PANCE/ -_________ OH, VES... MR. BLAKELY INFORMED me / r VERV WELL, MADAM / I UNDERSTANI? MADAM/ , — Marteinn, ég hef voðaiegar áhyggjur af því að herra Biak- ely *g Eva verði ekki komin heim fyrir dansleikinn! — Ég skil það frú! — Veizt bú nákvæmlega hvar veiðistöðin er Marteinn? — Já, já. Herra Blakeiy skýrði mér frá því! — Ágætt .... Hringdu til flug vallarins og segðu að ég óski eftir að fá leigða litla flugvél! — Sjálfsagt frú! Þinn fatareikning sá enginn nema Harry Tweed. Svo komu kokteilseturnar síð- degis, síðan kvöldverður eða kvöldverðarboð með dansi á eftir eða annarskonar samkvæmi. Eft ir það samkvæmi annað sam- kvæmi og jafnvel þriðja. Herr- arnir ykkar óku ykkur svo út í Westbury eða einhverja aðra út borgina. Þar var setið við arin- inn í vistlegri veitingakrá eða þá heima hjá einhverjum, engu síður vistlega. Þið sáuð sitt af hverju og tókuð það eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. Allir vissu, að það var ekki óal- gengt, að menn og konur komu hvert út úr annars herbergjum á ótrúlegustu tímum sólarhrings, í þessum vinsælu gistihúsum í Tuxedo Park, Southampton og Westport. Og svo gat þetta sama fólk verið að tala um siðgæðistig leikhúsfólksins/ En hegðun þess ara höfðingja sjálfra hefði of- boðið öllum nema þeim sjálfum — en hvað hafði þetta fólk svo sem annað, til bess að firra sig leiðindum og flýja burt frá sjálfu sér? Já, þetta var skemmtileg hring- iða, en stundum varð það í miðj ur.i þessum óskapagangi, að fjöl- skylda einhvers fór eitthvað of- urlítið að malda í móinn. Mamma gat kannske sagt við Julian eða Francis eða Hobey Clark — síð- asta aðdáandann þinn: — Mér finnst hún Diana taka það held- ur geyst. Fylgdu henni nú snemma heim í kvöld/ Eða Harry sagði kannske: — Heldurðu nú ekki, gamla mín, að þú hefðir gott af að taka það svolítið ró- Iega og vera heima hjá þér eftir hádegisverð á sunnudaginn og lesa Times? Sannleikuriun var sá, að þú last aldrei neitt annað en kannske slúðurdálkana í blöð unum, til þess að leita að nýjustu kjaftasögunum um sjálfa þig og kunningja þína. Hvað öllu öðru viðveik, hefðirðu eins vel getað verið búsett á Mars. Náttúrlega vissirðu, að Hitler var ac leggja undir sig Evrópu, en venjulega léztu þér nægja útvi-rpið hans Lowell Thomas kl. 6,45 um alla aðra heimsviðburði. Nema náttúrlega þú værir í kokteil < g heyrðir hann því alls ekki. Þér þótti gaman að vera daður drós og óhemja og lesa um sjálfa þig í blöðunum, en það var bara allt svo hégómlegt og barnalegt. SllUtvarpiö Miðvikudagur 30. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. -• 8.09 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón» leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.00 Utvarpssaga barnanna: „A flótta og flugi“ eftir Ragnar Jóhannes- son; X. (Höfundur les;. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „Anna Karen- ína“, skáldsaga eftir Leo Tolstoj; Oldfield Box færði í leikritsform fyrir útvarp:IV. kafli. Þýðandi: Aslaug Arnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Ævar Kvaran, Valdimar Lárusson, Her dís Þorvaldsdóttir, Jónas Jónas- son, Jón Sigurbjörnsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Anna Guðmunds- dóttir, Rúrik Haraldsson, Harald ur Björnsson, Rósa Sigurðardótt ir o. fl. — A undan flutningnum verður flutt yfirlit um þrjá fyrstu kaflana. 20.25 Píanótónleikar: Robert Riefling leikur verk eftir Harald Stæ- verud. 20.40 Upplestur: Ur Mýrdal, kafli úr bókinni Island í máli og mynd- um (Einar Ol. Sveinsson prófess- or). 21.10 Einsöngur: Robert McFerrin syngur negrasálma. 21.30 Utvarpssagan: „LæKnlrinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; XIII. lestur. (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla“: Ur ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónaa Hrauni í Oxnadal ,eftir Guðm. L. Friðfinnsson; V. (Höf. les). 22.30 Harmonikuþáttur, sem Högni Jónsson og Henry J. Eyland sjá um. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.