Morgunblaðið - 04.12.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 04.12.1960, Síða 2
z 1 ORCTnvpr 4 ÐlÐ Sunnudagur 4. des. 1960 Tvö ár eru síban V-stjórnin andaðist 4. des. 1958 lýsii Hermann Jónasson yfir gjaldþroti stjórnar sinnar E N GIN ríkisstjórn á Islandi hefur hrökklazt frá völdum jafn gjörsamlega ráðlaus og vinstri stjórnin fyrir tveimur árum. — Þetta er sýnu eftirtektarverð- ara þegar haft er í huga að sú stjórn hafði lofað meiru en flest ar aðrar ríkisstjórnir, er hún tók við völdum. 1 uppgjafar- ræðu sinni sagði Hermann Jón- Hermann Jónasson asson, að innan rikisstjórnarinn- ar væri ekki samstaða um nein úrræði í efnahagsmálunum, sem „geti stöðvað hina háskalegu verðbólguþróun, sem verður ó- viðráðanleg, ef ekki næst sam- komulag". Svo er þó forsjóninni fyrir að þakka, að eftir að vinstri stjórn- in hrökklaðist frá, náðist sam- staða milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um að gera ráðstafanir, sem nægja mundu til að forða þeim voða, sem Hermann Jónasson boðaði. Og nú, að tveim árum liðnum, hef- ur ekki einungis tekizt að forða frá hruni heldur hefur einnig verið lagður grundvöllur að nýju framfaraskeiði í efnahags- málum tslendinga. Þannig er íslenzka þjóðin nú þegar langt komin að greiða fyrir synotr vinstri stjórnarinnar og getur horft fram á batnandi kjör. — Athyglisvert er, að v-stjórnin skyldi hrökklast frá í lok þess árs, sem skilaði íslendingum mestum útflutningsverðmætum allra ára m.a. vegna óvenjulegs afla togaranna á Nýfundnalands miðum. Samt gat stjórnin ekki ráuið við efnahagsmálin. Upp- gjafarræða Hermanns Jónasson ar hljóðaði þannig í heild: Herra forseti! Ég hef á ríkisráðsfundi í dag beðizt lausnar fyrir mig og ráðu neyti mitt. Forseti íslands hefur beðið ráðuneytið að gegna störf um fyrst um sinn og hafa ráð- herrar, að venju, orðið við þeirri bsiðni. Éyrir lá, að hinn 1. desember átri að taka gildi ný kaupgreiðslu vísitala, sem fól í sér 17 stiga hækkun. Til þess að koma í veg fyrir nýja verðbólgu, sem af þessu hlaut að rísa, óskaði ég þess við samráðherra mína, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir setn ingu laga um frestun á fram- kvæmd hinnar nýju vísitölu til loka mánaðarins, enda yrðu hin fyrrnefndu 17 vísitölustig þá greidd eftir á fyrir desember, nema samkomulag yrði um ann að. Leitað var umsagnar Alþýðu- sambandsþings um lagasetningu þessa, samkvæmt skilyrði, sem sett var fram um það í ríkis- stjórninni. Alþýðusambandsþing neitaði fyrir sitt leyti beiðni minni um frestun. Boðaði ég þá ráðherrafund að morgni laugar dags, 29. nóv., en þar náðist ekki samkomulag um stuðning við frumv. Af þessu leiddi að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom til framkvæmda um mánaða mótin, og ný verðbólga er þar með skollin yfir. Við þessu er svo því að bæta, að í ríkisstjórn inni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verðbólguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um þær raun hæfu ráðstafanir, sem lýst var yfir að gera Þyrfti, þegar efna hagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi á s.l. vori. Jólapósturinn í Rvík komi lyrir 21. Gjafir til útlanda leyfislaust KOMINN er tími til að fara að hugsa fyrir jólapóstinum, þ.e.a.s. þeim jólabréfum sem lengst eiga að fam og hefur Pósthúsið í Reykjavík sent frá sér upplýs- ingapésa um póstferðir fyrir jól og leiðbeiningar fyrir póstnot- endur. Þar má m. a. sjá að bréf til viðtakenda í Reykjavík merkt jól þurfa í seinasta lagi að vera komin í póst fyrir miðnætti 21. desember, eigi að bera þau út á Þorláksmessu og aðfangadag. Póstur til útlanda Um næstu helgi verður síðasta skipaferð til New York, Selfoss fer þangað 10. og til Norður- landa fer Henrik Danica 12. des- ember. Hvað flugpóstinum við- víkur þarf að skila bögglum í síðasta lagi 18. desember og bréfa pósti til Bandaríkjanna og Kanada fyrir 19. til Bretlands, Norðurlanda og meginlandsins 18. des. Nú er leyfilegt að senda gjafir til útlanda án útflutnings. Framh. á bls. 23 Birgir Kjaran Fagra land — ferðaþættir Birgis Kjarans ÚT er komin fögur bók eftir Birgi Kjaran, sem nefnist Fagra land. í bókinni eru ferðaþættir og er henni skipt í 7 meginkafla, sem nefnast: Hellisganga, Mynd- ir frá liðnu sumri, Úr dagatali heiðarvatns, Svipazt um á Suð- urnesjum, Ferðapistlar af Snæ- fellsnesi, Veiðimannalíf og Ör- æfaslóðir. Bókina prýða margar myndir, sem höfundur hefur sjálfur tek- Nýtt okurmól ú döiinni? DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef ur lagt fyrir sakadómara að láta fram fara rannsókn varðandi ætlaða okurlánastarfsemi Mar- geirs J. Magnússonar, Miðstræti 3 hér í bænum. Hjá sakadómaraembættinu er það Ármann Kristinsson sem rannsóknin? mun hafa með höndum. í gær byrjuðu yfir- heyrzlur og er blaðinu kunnugt um að Stefán Jónsson fréttamað ui, sem hafði „stutt samtal“ við Margeir í útvarpið um lánastarf semi þá er hann hefur rekið var kvaddur fyrir réttinn. ið og henni fylgja formálsorð. í niðurlagi þeirra segir: „Þessar greinar voru skrifaðar mér sjálfum til dægrastyttingar og hvíldar. Mér þætti vænt um, ef þær gætu orðið öðrum hvít fiðrildi, gætu opnað augu ein- hverra fyrir undrum íslands og glatt þá, sem ekki eiga þess kost að gera víðreist. Ef sú yrði reyndin, hefur mér tekizt það, sem ég hef viljað, en ekki þorað að vona“. Sýníngu tnnn- læknn nð ljúka í DAG lýkur í glugga Mbl. sýn- ingu frá Tannlæknafélagi ís- lands, sem sett var þar upp fyrir hálfum mánuði, í þeim tilgangi að veita vegfarendum upplýs- ingar um orsakir og gang tann- skemmda og hvernig helzt megi verjast þeim. Eru í glugganum sýndar hollar fæðutegundir og óhollar fyrir tennurnar, leiðbein- ingar um rétta burstun tannanna o. s. frv. Hefur gluggasýning þessi vakið mikla athygli, en henni lýkur eftir daginn í dag, eins og áður er sagt. I Rússar játa mistök Washington, 3. des. ÞAÐ var opinberlega viðurkennt í Moskvu í dag, að Rússum hefði mistekizt að ná aftur geimskipinu með dýrun- um innanborðs, sem þeir skutu á loft sl. fimmtu- dag. — Skýrði Moskvuútvarp- ið frá þessu, án þess að tilgreina ástæður — sagði aðeins, að geim- skipið hefði brunnið upp, þegar vísindamenn hugðust ná því aftur til jarðar. Er þetta í fyrsta skipti sem Rússar viðurkenna opinberlega, að ekki hafi allt farið eftir áætlun í sambandi við „geim- skot“ þeirra. Lumumba Frh. af bls. 1 í hans valdi stæði, til þess að hindra, að til nýrra óeirða og blóðsúthellinga komi þar. —. Hammarskjöld hefir Sent til- mæli fulltrúanna í símskeyti til Kasavubu, forseta Kongó, og til yfirstjórnar SÞ í landinu Skreiðarsamlagið flutti út 5113 lestir 1959 SL. föstudag var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu 9. aðalfundur Sam- lags skreiðarframleiðenda. Fund arstjóri var Jón Árnason, al- þingismaður, frá Akranesi. Jó- hann Þ. Jósefsson, framkvæmda stjóri, flutti skýrslu yfir starfs- árið 1959, í veikindaforföllum formanns, Óskars Jónssonar og flutti fundinum kveðju frá. hon- um. Lét Jóhann þess getið að hann hefði sagt starf sínu sem framkvæmdastjóri lausu frá næstu áramótum, en því hefur hann gengt frá upphafi sam- lagsins. Umsetning Skreiðarsamlagsins á starfsárinu 1959 var 5113 lestir af skreið. Til Nigeríu voru flutt- at 4983 lestir, til Ítalíu 124 lestir, til Hong Kong 3 lestir, til Ástra- líu 2 lestir og Austurríkis % lest. Fob andvirði þessarar skreiðar er kr. 47.396.853,00 — Dagskrá Alþingis DAGSKRA Alþingis á morgun kl. 1.30. Neðri deild: 1. Skemmtanaskattsvið- auki, frv. 3. umr. 1. Atvinna við sigl- ingar, frv., frh. 3. umr. 3. BJargráða ■jóður Islands, frv. — 1. umr. 4. Sala eyðijarðarinnar Hellnahóls, frv., 1. umr. i. Sementsverksmiðja, frv. 1. umr. Jóhann Þ. Jósefsson Skýrslunnar verður nánar getið síðar. Reikningar samlagsins voru samþykktir og kosin stjórn fyrir næsta starfsár. í aðalstjóm eru: Ingvar Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík; Jón Gíslason, útgerðarmaður í Hafn- arfirði; 'Sveinbjöm Árnason, framkvæmdastjóri í Garði, Ólaf- ur H. Jónsson, framkvæmda- stjóri í Reykjavik; Sigurður Agústss., alþingismaður í Stykk- ishólmi, Ásberg Sigurðsson, íram kvæmdastjóri á ísafirði; Lúðvík Jósepsson, fyrrv. ráðherra, Nes- kaupstað og Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri á Akureyri. í varastjórn: Ásgeir Stefánsson í Hafnarfirði, Ólafur Jónsson i Sandgerði, Jón Jónsson, Hafn- arfirði; Huxley Ólafsson, Kefla- vik; Jóhann Sigfússon^ Hafnar- firði; Jón Árnason, Akraesi; Karavel Ögmudsson, Ytri-Njarð- vík og Ólafur T. B. Einarsson Hafnarfirði. Aðalendurskoðend ur voru kosnir Jón Guðmunds- son endurskoðandi i Reykjavík og Jón Halldórsson framkvæmda stjóri í Hafnarfirði. Að lokinni stjórnarkosningu flutti Ingvar Vilhjálmsson, út- gerðarmaður Óskari Jónssyni fyrrum formanni og fram- kvæmdastjóra, Jóhanni Þ. Jós- efssyni einkar hlýjar og góðar þakkir fyrir störf þeirra á þess- um frumbýlingsárum .samlags- ins. Var vel undir þetta tekið af fundarmönnum. V' NA 15 hnútar SVS0hnútar k Snjókoma > úii V Sktirír K Þrumur Vtrali Kuldaskil Hilaskil H Hai 1 L L*s*\ Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi, hefur næsta handa- vinnukvöld þriðjudaginn 6. des. kl. 8.3« í Melgerði 1. Kennari Guðrún Júlíusdóttir. — Nefudin. 13 m. háar öldur LÆGÐIN við suðvesturströnd landsins er á hreyfingu austur og verður komin austur um Færeyjar í dag. Má því búast við norðanátt með frosti um land allt, snjókomu fyrir norð an en bjartviðri á Suðurlandi. Á hafinu suðurundan er vestan stormur með skúrum og hagleljum á stóru svæði. Þar er því mikill sjógangur. Á veðurskipinu Indía voru 13—14 metra háar öldur, svo stór skip þurfa það að vera, sem ekki hverfa í slíka öldu- dali. Veðurspáin í gærkvöldi: SV-land og SV-mið: Norð- austan kaldi fyrst en síðar allhváss norðan, víðast létt- skýjað. Faxaflói og Faxaflóamið: NA-kaldi og síðar allhvasst, skýjað og sums staðar él í nótt, en léttir til á morgun. Breiðafjörður og Breiðafj,- mið: Hvass NA, skýjað og víða dálitil snjókoma. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: NA-hvassviðri, síðar stormur, snjókoma. • SA-land og SA-mið: NA- kaldi í kvöld, síðar allhvaas, víða léttskýjað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.