Morgunblaðið - 04.12.1960, Page 22

Morgunblaðið - 04.12.1960, Page 22
22 M n n C 11 /V fí J4 Ð 1Ð Sunnudagur 4. des. 1960 Keiluspil U'KKI mun víst unnt að segja, að sjónvarpið eigi sér formælendur fáa, því að það breiðist út um heiminn jafnt og þétt — en þó eru þeir alltaf býsna margir, sem finna því ým- islegt til foráttu og telja það jafnvel til helztu spill ingartækja. En þótt áhrif þess á börn og æskufólk hafi ekki í öllu þótt sem heillavænlegust, hafa menn þó ge ,ð verið nokk urn v»"' n sammála um það, jónvarpið hafi haf . áhrif í þá átt að aa unga fólkinu heima á heimilunum. Og það ætti í sjálfu sér að teljast mikill kostur, ef við gerum ráð fyrir, að réttmætt sé það álit flestra uppeldisfræðinga, að eitt af vandamálum nú tímans sé það, hve mjög æskan leitar út af heim- ilunum og fjölskyldutengsl in slakna þannig eða bresta að meira eða minna leyti — og uppeldið færist út á götuna, ef svo mætti segja. — ★ — En nú er nýúabrumið víða að fara af sjónvarpinu — og þá hvað helzt í Bandaríkjun- um. Þetta kemur ekki sízt komið bandarískum heimil- um „til hjálpar“ í þessu efni. Það er keiluspilið — eða „strýtuleikurinn", eins og það heitir í nýjustu, dönsku orðabókinni okkar. Sjálfir nefna • Bandaríkjamenn leik- inn „Bowling". • BÖRN OG FULLORÐNIR Með keiluspilinu hafa bandarískir foreldrar (og raunar foreldrar víðar um lönd) fengið nýtt tækifæri til að hafa náið samband við börn sín oftar en aðeins á matmálstímum. Allir, börn jafnt sem fullorðnir, geta leikið keiluspil — en "reynd- ar yfirleitt ekki á heimilum sínum, því að fáir eru svo efnum búnir, að þeir hafi ráð á að byggja sérstakan fceilu- leiksal heima hjá sér. En hvað um það — fjölskyldan fær tækifæri til að dveljast saman — skemmta sér sam- an. — Og þessi er einmitt talin meginástæðan til þess, hve geysilega vinsælt keilu- spilið hefur orðið í Banda- ríkjunum á síðustu árum. — ★ — Til dæmis um vinsældir þessa leiks vestur þar er það, að einungis í New York eru starfrækt um 3.000 keiluleik- hús, og eru mörg þeirra opin frá morgni til kvölds. Og að- sóknin er svo mikil, að fólk .verður oft á tíðum að panta leiktíma með viku-fyrirvara — enda þótt allt að því 50 Téikbrautir séu í sumum þessara húsa. — Þær fjöl- skyldur, sem stunda keiluspil aí hinum tíu keilum. sem stillt er upp við fjærsta enda brautarinnar, þannig að þær mynda þríhyming — og snýr eitt hornið fram á móti leik- manninum. — Hinir snjöll- ustu geta sent kúluna frá sér með mismunandi snúningi, ( þannig að hún fari eftir bogadreginni braut — eða, að hún breyti skyndilega um stefnu. Já, jafnvel geta þessir snillingar látið kúluna stanza, eftir að hún hefir fellt eina, vissa keilu. •— Sumir hinna 1 færustu gerast atvinnumenn — taka að sér að kenna al- ( menningi listina. • ÁN ALDURSTAKMARKA Eins og fyrr segir, getur þetta verið íþrótt allrar fjöl- ; skyldunnar. Eiginkonurnar og telpumar eru þar engir eftir- bátar karlmannanna og dug- andi stráka. Hér er ekki um neinar aflraunir að ræða — heldur „aðeins“ það að þjálfa ' hnattauga sitt, ef við getum svo sagt, og að velja sér kúlu af hæfilegri þyngd og með passandi fingraholum. , Bandaríkjamenn hafa flest- um mönnum fremur ánægju af persónulegri keppni — og með tilliti til þess, getum við vel gert okkur í hugarlund, hvílíkt ,,fjörefni“ keiluspilið hefur orðið mörgum fjöl- skyldum þar í landi, er for- eldrar og börn ganga til skemmtilegrar keppni, með nokkurn veginn jafna mögu- V leika til sigurs — án aldurs- 1 takmarka.... * - sameinar bandarískar fjölskyldur. . . . og það eru engin aldurstakmörk, hvorki upp á viS — né niður á við. -------------------------1 Þannig skal brautin líta út. ar er „reikningsfærslan“ flóknari. Á hinum nýju, bandarísku keilu-leikvöngum er enginn, sem reisir við keilurnar og „heldur reikn- ing“ um leið. Þar er allt sjálf virkt. Vélbúnaður reisir við keilurnar, sem falla, og send- ir kúluna til baka til leik- mannsins. En vélarnar geta ekki fært reikninginn — það verða leikmenn sjálfir að gera. — ★ — Svo er loks það, sem ekki er lítilsverðast. Fólk verður sjálft að finna þá kúlu, sem hentar því bezt til leiks. Kúl- urnar vega þetta frá 4 og upp í 7 kíló. Það þarf sem sé að hitta á hinn rétta þunga. En það er' þó ekki nóg — því að fingraholurnar eru með misjöfnu millibili. Holumar eru þrjár — ein fyrir þumal- fingur, og tvær aðrar fyrir löngutöng og baugfingur. Vísifingur og litli fingur eru notaðir til þess að stýra kúl- unni. Og það má hvorki vera of langt né of stutt milli þumalfingurs-holunnar og hinna tveggja. Það er sem sagt nokkur vandi að velja sér hina réttu kúlu. • HINIR SNJÖLLUSTU Hinn mikli og almenni áhugi í Bandaríkjunum á keiluspili hefur skapað marga meistara, sem eru svo snjall- ir, að segja má, að þeir geti fellt að vild hverja einstaka ^0-00-0 tr.0-00- 0 0\ • „BABY SPLIT“ O. S. FRV. Við sögðum, að keiluspilið hefði ekki í för með sér veruleg útgjöld — og það er rétt, svo langt sem það nær. Stofnkostnaður er raunar nokkur, því að enginn þykir maður með mönnum nema hann stundi leikinn í þar til gerðum búningi, noti sína eigin keiluspils-skó og eigin kúlu, sem hann kemur með til leiksins í eigin keiluspils- tösku. — Hér gildir nokkurn veginn hið sama og um tennis- eða badmin(on-spil- ara. — Og svo er ýmislegt að læra í þessu sambandi — ekki aðeins leikreglurnar. Ef menn vilja teljast gjaldgeng- ir keiluspilarar, verða þeir að kunna skil á ýmsum „fag- orðum“ — svo sem, hvað „baby split“, „pocket“ eða „sleeper“ þýðir. Nú, en það verður nú raunar fæstum þrándur í götu. — Hins veg- fram í því, að æskufólkið hættir að meta það meira að sitja við „arineld heimilisins“ og horfa á sjónvarpið en að sækja skemmtanir þær, er bjóðast á „almennum mark- aði“, ef svo mætti segja. En önnur dægrastytting hefur að raði, eru næstum dagleg- - » , . „ ir gestir í keiluleikhúsunumSGIH XlQIQ ISIlQ^lð IIOQ' — og tilhlökkunin er alltaf söm og jöfn, ekki aðeins af því að á þennan hátt njóta foreldrar og börn samvist- anna í ríkum mæli, heldur vegna þess, að í keiluleikhús- af sjónvarpinu unum gefst tækifæri til að stofna til nýs kunningsskap- ar svo að segja á hverju kvöldi. Og svo er þetta ágæt líkamsþjálfun fyrir unga og aldna — ekki sérlega erfið eða átakamikil, en kemur blóðinu á þægilega hreyf- ingu. Og það er ekki heldur sérlega dýrt að stunda keilu- spil — svo að fjölskyldur með meðaltekjur geta vel leyft sér þann munað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.