Morgunblaðið - 04.12.1960, Síða 24
20
DAGAR
TIL JÓLA
[20
DAGAR
TIL JÓLA
279. tbl. — Sunnudagur 4. desember 1960
Fyrsta vetrar-
veðrið nyrðra
Bylur og slydduhrlð frá Vest-
fjörðum til Héraðs
t G Æ R var eiginlega fyrsta
vetrarveðrið á þessu ári víða
um land og því búizt við að
erfiðir fjallvegir, sem víða
hafa haldizt opnir miklu
lengur en venjulega, mundu
nú lokast. Blaðið hafði sam-
band við þrjá fréttaritara
sína, einn á Vestfjörðum,
annan fyrir miðju Norður-
landi og þann þriðja á Hér-
aði og fékk eftirfarandi
fregnir:
Breiðadalsheiði aldrei fær
svo Iengi
1 Bolungarvík var bylur og
slydduhríð, fyrsti reglulegi snjór
inn á vetrinum. Fram að þessu
hafa fjallvegir verið færir og í
fyrradag kom til Bolungarvíkur
bíll úr Reykjavík. Hefur vegur-
inn yfir Breiðadalsheiði aldrei
verið fær svo lengi fram eftir
vetri, en hann er í 611 m hæð,
sem kunnugt er.
Á Siglufirði var bleytuslydda
og stormur í gærmorgun Ekki
kominn nema lítill snjór í bæinn,
en snjór er í fjöllum. Siglufjarð-
arskarð er lokað, hafði það ver-
ið opnað fyrir nokkrum dögum
áður, en lokazt strax aftur.
Flugfarþegar bíða
Á Egilsstöðum á Héraði var
komin NA-snjókoma í gær. Lítili
snjór er í byggð, en mikill snjór
á Fjarðarheiði og hún ófær.
Aftur á móti komu bílar til Eg-
ilsstaða frá Reyðarfirði í gær,
og er Fagridalur því ekki lokað-
ur enn.
Á Egilsstöðum biðu í gær
nolkkrir fapþegar, sem ætluðu
flugleiðis þaðan, en ekki hefur
verið flogið siðan á þriðjudag.
Veiðir svartfuglinn
á við hundruð togara?
Merkilegar rannsóknir erlendra
fiskifræðinga
A FIMMTUDAGINN var
flutti Guðmundur Jörundsson
útgerðarmaður fróðlegt og
ýtarlegt erindi á fundi í
Verzlunarráðinu um ýmsa
þætti sjávarútvegs lands-
manna. Einn þáttur erindis-
ins fjallaði um verndun fiski-
stofnanna hér á landi. Ræddi
Vetrarhjálpin að hyrja
Úthlutað á 4.
hundrað Jbús. / fyrra
VETRARHJALPIN í Reykja
vík hefur hafið starfsemi
sína og hefur hún skrifstofu
í Thorvaldsensstræti 6, eins
og undanfarin ár. Verður tek
ið þar á móti gjöfum til starf
seminnar, bæði peningum og
fatnaði og afgreiddar hjálpar
beiðnir.
• FatnaSur og matvæli
Sl. ár var úthlutað fyrir á 4
FRAMHALDSAÐALFUNDUR
félagsins verður haldinn í Val-
höll mánudagskvöld 5. des. kl.
8.30 s.d. Á fundinum verða af-
greiddar tillögur til breytinga á
lögum félagsins og eru félags-
menn hvattir til að fjölmenna á
fundinn.
hundrað þúsund kr. til um 650
einstaklinga og fjölskyldna. Að
vísu var ekki um að ræða úthlut
un fyrir háar upphæðir í hvern
stað, en reynslan hefur þó sýnt,
að þessi glaðningur Vetrarhjálp-
arinnar hefur oft komið í góðar
þarfir. Þess skal getið að Vetrar-
hjálpin úthlutar aðeins matvæl-
um og fatnaði og Öðrum brýn-
um nauðsynjum, og þessi hjálp er
aðeins ætluð þeim, sem ekki eru
á opinberu framfæri. Um úthlut-
un fatnaðar er höfð samvinna við
Mæðrastyrksnefnd.
• Skátar fara í hverfin
Skátar munu, eins og áður,
heimsækja bæjarbúa um miðjan
mánuð, og taka á móti framlög-
um þeirra til Vetrarhjálparinnar.
Þá mun og skrifstofa Vetrarhjálp
arinnar í Thorvaldsensstræti 6,
taka á móti framlögum fólks og
veita allar nauðsynlegar upplýs-
ingar um starfsemina. Sími
Vetrarhjálparinnar er 10785.
Stjórn Vetrarhjálparinnar
skipa sr. Óskar J. Þorláksson,
dómk. prestur, Kristján Þorvarðs
son, læknir og Skúli Tómasson,
yfirframfærslufulltrúi, en dag-
lega afgreiðslu annast Magnús
Þorsteinsson. skrifstofumaður.
hann í því sambandi um at-
hyglisverðar athuganir, sem
fram hefðu farið á því að
svartfuglinn sé skaðvaldur á
hrygningarsvæðum.
GUNNAR Guðjónsson formaður
Verzlunarráðsins kynnti Guð-
mund Jörundsson fyrir hinum
fjölsótta fundi.
Guðmundur hóf mál sitt með
því að segja það sína skoðun að
sér þætti það ákaflega miður að
verzlun og útgerð hefðu á und-
anförnum árum fjarlægzt hvort
annað, en það hefði einmitt oft
sýnt sig að í misjöfnu árferði
afla og viðskipta gætu þessir
tveir atvinnuvegir stutt hvorn
annan.
Veiðitæknin
Fyrst ræddi Guðmundur Jör
undsson um þróun veiðitækninn-
aL hvernig t. d. nælon hefði rutt
úr vegi baðmull i gerð síldar-
nóta og þorskneta. Öll hin nýju
hjálpartæki í skipunum til leitar
að fiski. Allt hefði þetta haft í
för með sér stórkostleg útgjöld
fyrir útgerðir skipanna. Taldi
ræðumaður í þessu sambandi svo^
komið skiptingu afla milli út-
gerðar og áhafnar, emkum a
síldveiðum, að þar værí ekki
lengur um neinn raunhæfan
grundvöll að ræða. Hinn stórlega
aukna útgerðarkostnað, svo sem
leitartæki og nælonnót sem kost
ar um hálfa milljón, verður út-
gerð fiskiskipanna að borga, þó
í hennar hlut komi aðeins um
45% af aflaverðmætunum.
Hrygningarsvæðum lokað
Þá ræddi Guðmundur um fiski
verndina hér við land. Taldi
hann að íslendingar ættu að
leggja þar meira af mörkum
sjálfir. Það þyrfti að friða til
skiptis hrygningarsvæðin við
suðvesturströndina, og banna
allar veiðar á þeim, meðan ver-
ið er að hvíla þau.
Svartfuglinn skaðvaidur
Þá sagði hann fundarmönnum
frá mjög athyglisverðum athug-
unum þýzkra og brezkra fiski-
fræðinga. Hefðu þeir komizt að
þeirri niðurstöðu, að svartfugl-
inn er ægilegur skaðvaldur á
hrygningasvæðum. Langvíur sem
fiskifræðingarnir skutu í rann-
sóknarskyni, sýndu að í maga
Framh. á bls. 23
t GÆR hófust fyrstu skipu-
lögðu skíðaferðirnar frá
Reykjavík á þessum vetrl og
farið bæði að skíðaskálanum
Hveradölum og í Skálafell.
1 Síðdegis fékk blaðið þær
1 fregnir ofan úr Skíðaskála að
þar væru um 50 manns að
leika sér á skíðum í ágætu
veðri og sæmilegu færi. Væri
1 að vísu heldur lítill snjór,
I en með kvöldinu værl spáð
meiri snjókomu. Gerðu menn
sér því vonir um að dagur-
inn í dag yrði ennþá hagstæð
ari skíðamönnum. Ágæt færð
var á veginum uppeftir í gær,
fært öllum bílum stórum og
i smáum.
(Ljósm.: SigurSur HarSarson).
Glæsilegt
bornaheimili
opnað
í GÆR var opnað í Reykjavfk
nýtt og veglegt dagheimili á veg
um Reykjavíkurbæjar og Barna.
vinafélagsins Sumargjafar. Það
er til húsa í nýrri byggingu að
Fornhaga 8 og nefnist Hagaborg,
en Reykjavíkurbær afhendir
Sumargjöf þá byggingu fuli.
gerða í skiptum fyrir húseign-
ina Tjarnarborg.
Dagheimilið er i fjórum deild-
um, ætlað fyrir 85 börn. Gestum
og fréttamönnum var boðið að
skoða heimilið í gær og siðan
til kaffidrykkju að Skúlatúni 2,
Þar fluttu ávörp Geir Hallgríms
son, borgarstjóri, Páll S. Páls
son, formaður Sumargjafar og ís
ak Jónsson, skólastjóri. Verður
nánar sagt frá dagheimilinu á
þriðjudaginn.
Biluð flugvél
manns lenti í
með 118
Keflavík
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 3.
des. Hér bíða nú 118 manns eftir
því að fá að vita hvort gist verð-
ur hér á flugvellinum, eða hvort
hingað kemur flugvél til að taka
það og flytja á ákvörðunarstað,
í Hollandi.
Það bar við um kl. 8.30 í morg
un, að háloftsfar af Bristol
Britannia-gerð, lenti hér á flug-
vellinum, vegna bilunar á einum
fjögurra hverfihreyfla. Þessi ílug
vél er frá kanadiska flugfélaginu
Canadian Pacific Airlines og var
hún á leið til Amsterdam frá
Vancouver 1 Kanada. Voru með
flugvélinni alls 118 manns, fólk
af ýmsu þjóðerni.
Flugstjórinn á þessari stóru
flugvél hafði ætlað að fljúga án
viðkomu frá Syðra-Straumfirði
í Grænlandi til Amsterdam. Á
milli íslands og Grænlands hafði
einn hreyflanna bilað og ákvað
hann þá að hætta við hið beina
flug til Amsterdam, en lenda í
Keflavík.
í gær snjóaði hér þó nokkuð,
síðar gerði rigningu og í nótt
frysti. VorU flugbrautir því flug
hálar í morgun og lendingaskil-
yrði slæm. Var sandi ekið á
lengstu brautina. Auk þess hafði
hin kanadiska flugvél flogið á
sjó út, hér fyrir vestan flug.
völlinn og tæmt af eldneytis-
geymum fleiri þúsund lítrum af
eldsneyti til að létta flugvélina
og gera lendinguna í senn auð
veldari og hættuminni. Tókst
lendingin vel.
Farþegar eru hér á flugvallar
hótelinu í dag og er ekki vitað
þegar þetta er skrifað hvort
hægt verði að framkvæma við-
gerð á hreyflinum hér eða hvort
send verður önnur flugvél frá
Amsterdam til að taka farþeg-
anna, svo þeir verði ekki fyrir
frekari töfum. — B. Þ.