Morgunblaðið - 10.01.1961, Side 20

Morgunblaðið - 10.01.1961, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. janúar 1961 .Ceikdómararnir létu auðvitað ekki fara fram hjá sér það, sem lá í augum uppi. í Colorado Springs las ég: „Ungfrú Barry- more var eitthvað óstyrk á fót- unum, en hefði hún ekki verið það, þá hefði hún verið dásam- leg“. — Bob, sagði ég. — Þetta get ur ekki gengið. Við þurfum að fara að gæta okkar . . . Og svo reyndum við að stilla okkur. Þegar við komum aftur til New York, kom mamma til skjalanna. Hún bauð okkur í te. Við komum og hittum þar óvsentan gest. Það var bróðir Bobs, Dr. Ross Wilcox, læknir, sem vann við sjúkrahús í borg inni og bjó þar. Eg fann alveg á mér, hversvegna hann var þarna kominn. Mamma hefði ekki getað boðið honum til annars en þess að Ieika Macbeth móti frú Mac- beth. Sjálf var hún í hvítum kjól, sem dróst við gólfið, og aldrei hafði ég séð hana líkari dýrlingi, með dökk augu og föla hörundslitinn, sem í seinni tíð var orðinn fölari en áður og gaf greinilega til kynna, að hún væri sjúk. En svo fór hún, yfir teinu og kökunum, að skamma Bob, að bróður hans áheyrandi. Hún sagði, að hann lifði á mér. Við byggjum saman, opinber- lega, og blygðunarlaust. Svo drykkjum við of mikið. Þetta væri til háborinnar skammar! Ross, sem hafði ekki búizt við neinu þessu líku, sat þögull og vandræðalegur meðan mamma lét dæluna ganga. En þá tók Bob til máls, og ég hafði aldrei heyrt hann svo hvassan. — Michael, sagði hann, — þú varst einu sinni gift manni, sem hét Leonard Thomas. Að allra dómi var hann heiðarlegur ágætismaður. Hann fór á vígvöllinn. En ekki var hann fyrr kominn út úr borginni en þú fórst að halda við John Barrymore. Og svo dirfistu að vanda um við okkur! Svo sneri hann sér að mér. — Eigum við að fara, Diana? Og ég svaraði: — Jú, elskan. Við stóðum upp og fórum. I marga daga eftir þessa sennu, hringdi mamma mig upp, en ég vildi ekkí tala við hana. En þeg ar vika var liðin, fór ég samt til hennar og við sættumst. Eng inn hafði áður þorað að svara henni svona uppi. Eg var hreyk in af Bob. Drykkjuskaþurinn er viðsjáll. Hann læðist að manni, smátt og smátt. Ég get ekki munað, hvorki upp á dag né mán- uð, hvenær þessi samkvæmis- drykkjuskapur minn fór yfir strikið. Þegar ég var í Holly- wood og feram fjarverandi, drakk ég eins og svampur. Með- an ég var með John Howard, jafnaði ég mig nokkuð. Ég var á einkonar faeilsukúr, fór út á tennisvöllinn klukkan átta á morgnana og þóttist maður að meiri. En einstöku sinnum drakk ég. Mér var orðið það ljóst, að hr. Howard var ekki maður fyrir mig, en ég var of stolt til að kannast við það. Eina skiptið, sem við fórum á fylilíri saman, lentum við í lögreglunni — og blöðunum. Það þótti mér afleitt. Drykkjuskapurinn hafði gert pabba viðkvæman og herskáan á víxl. Líklega var þessu svipað farið um mig. Og ég var að kynnast sjálfri mér betur. Það voru leiðindin, sem ráku mig á vit flöskunnar. Leiðindi og löngunin til þess að hugsa ekki um morgundaginn. En nú, þegar ég var með Bob Wilcox, sem ég elskaði, varð ofurlítil breyting á drykkjusið- unum hjá mér. Langtímum sam- an hafði hvorugt okkar vinnu. En þegóir við höfðum hana, var það ég, sem var ráðin og setti þá jafnan upp, að hann fengi aðal- karlmannshlutverkið. Þeir sem sóttust eftir Barrymore, urðu að taka Wilcox með. Þetta sárleiddist honum og var aðalorsökin til drykkju- skapar hans. Ég hafði aldrei drukkið að morgni dags. Morgunverðurinn minn — sama, hversu framorðið var orðið — var ekki annað en kaffi, en Bob drakk viskí í svörtu kaffi. Þrem tímum seinna, eða svo, fengum við okkur aftur kaffi. Þá fékk ég mér viskí til smekk- bætis, en Bob eintómt viskí. En svo var það einn morgun, að ég hellti viskíi í bollana okk- ar beggja. Og loksins, einn morgun, greip ég sjálfa mig í því að hella í mig óblönduðu viskíi, án þess að bíða eftir að kaffið yrði tilbúið. Þessi morgundrykkja var það versta; það veit ég nú. Stundum þegar ég átti að hitta fínu kunn- ingjana í hádegisverð á ein- hverjum fínum stað, var ég far- in að drekka klukkustundum fyrir matartíma. Ég vissi, að ég fengi vermút á undan mat, en ég bætti einum klukkutíma framan við. Þegar ég lít um öxl, get ég ekki fundið neina ástæðu til þess arna og heldur enga af- sökun. Ekki þurfti ég þess til að skerpa gáfurnar eða hug- rekkið, og um þessar mundir þurfti ég þess heldur ekki til að eyða timburmönnum. Ég 'þurfti þess sem sagt ekki, en gerði það samt. Einhverntíma reyndi ég að skýra þetta þannig, að þetta væri kameljónið í mér. Ég tæki á mig lit umhverfisins, sem svo auðvitað breyttist með breyttu umhverfi. í Holilywood hafði ég ekki einungis klætt mig í ýmsa liti, allt eftir því, hvaða mann ég átti stefnumót við, heldur gjörbreytti ég allri persónu minni í þökkabót. Það var eins og mig langaði til að verða eitt með þeim — endurskin af þeim. Ég reykti þeirra tegund af vindlingum, las þeirra tegund af bókum, át uppáhaldsmatinn þeirra og hermdi jafnvel eftir talsmáta þeirra. Þegar Bob Wil- cox kom í náttfötum og bað- sloppi, fram í búrið að morgni og greip um vodkaflösku, til að hella í glas handa sér og sagði: — Æ, kannske ég fái einn af þessu líka, til að vakna, þá var ég til með að segja: — Gefðu mér einn líka. Ekki af því að mig langaði neitt í vodka. Hefði Bob fengið sér mjóik eða appel- sínusafa hefði ég sagt á sama hátt: Gefðu mér einn líka. Ég var alltaf kvenhlutinn af hverjum manni, sem ég elskaði. Kannske var þetta bara mín að- ferð til að elska. Við Bob ferðuðumst sumarið 1948 með „Philadelphia Story“, og ég var í hlutverki Katherine Hepburn, en Bob í hlutverki Van Heflins. Þegar við komum aftur til New York, fengum við ekkert að gera. Það var farið að fjara í pyngj- unni hjá mér. Við leigðum okk- ur ódýrari íbúð, tveggja her- foergja, uppi yfir matsöluhúsi í 52. götu Austur. Þetta var svo sem nógu fallegur staður á papp írnum, en í raun og veru var ekker gott við hann nema stig- inn, sem var þrettán þrep og lá frá herbergjunum okkar niður í eldhúsið. Nú var ekkert eftir af því, sem ég hafði erft eftir Rofo- in og þetta fárra vikna sumar- kaup var ekki lengi að fara. Ég fór að taka lán út á lífrentu, sem pabbi hafði keypt handa mér. Af henni hafði ég fengið fimm hundruð dali á mánuði, árum saman. En nú var mér sagt, að ég myndi fá útborgaða tuttugu og fimm þúsund dali þegar ég yrði þrítug — en þang að til voru enn rúm tvö ár. Ég tók því stöðugt lán, en í hvert skipti varð mamma að rita sam- þykki sitt á umsóknina, og þær ferðir voru mér hreinasta eld- raun. Þegar við nú höfðum ekki ann að að gera en skrölta inni í þess ari íbúð okkar, var engin furða þótt flaskan tæki við stjórninni Bob reyndi hvað eftir annað að fá hlutverk á Broadway, en ár- angurslaust, þar sem drykkju- skapur hans var á almanna vit- orði. Og svo reyndi hann að drekkja þessari auðmýkingu sinni í viskíi. — Ég get ekki alið önn fyrir þér, eins og heiðvrður maður ætti að gera, var hann vanur að kveina í örvæntingar- tón. — Þetta máttu ekki segja, elskan, sagði ég oftast. — Svona máttu ekki hugsa. Allt og sumt, sem þú þarft, er að fá tækifæri, og þá kemur hitt af sjálfu sér. Vitanlega þurfti hann aura, til þess að kaupa sér hitt og þetta smávegis, og skammaðist sín fyrir að leita til mín. Ég kom upp bankareikningi á hans nafni. Hann varð mjög hrærður. — Þessu skal ég ekki gleyma, Muzzy, sagði hann og notaði uppáhalds gælunafnið sitt. — Ég skal bæta þér það upp aftur. — Vitanlega gerirðu það, elskan, sagði ég. — Hugsaðu þér bara, að þetta sé lán. Við urðum bæði mjög fegin, þegar umboðsmaður nokkur stakk upp á því, sem hann kall- aði „Barrymore á öldum jós- vakans“, en það var útvarps- leikur, sem átti að vera einu sinni á viku, og ég átti að fara þar með dramatísk leikatriði og Bob að leika aðalhlutverk karl- mannsins á móti mér. Þetta voru atriði úr ævi frægra kvenna, svo sem Kleópötru, Maríu Anotoin- ette, Charlottu, keisaraynju í Mexico. Af nógu efni var að taka, svo að ég fór að vona, að þarna væri um framtíðaratvinnu að ræða. Við ætluðum bæði að skapa okkur nýja framtíð. En svo próf aði leikstjórinn Bob og komst að þeirri niðurstöðu, að hann ætti heldur að taka Arnold Moss, sem var leiknari í því að skapa 12000 VÍNNINGAR Á ÁRIJ 30 KRÓNUR MIÐINN — Ég vildi gjarnan tala við Hunt McClune! — Farðu í biðröðina .. Það | — eru margir, sem vilja hitta hann! Uglu Allt í lagi, láttu Hvítu | kjötsbita og komdu honum héð- fá hveitipoka og svína-|an .... Næsti! útlenzkumælandi persónur. Bob tók sér þetta afskaplega nærri, sem hvert annað hnefahögg og móðgun við persónu sína. Með talsverðum tilkostnaði útbjó ég heila sýningu og fór með hana til Bill Paley, forstjóra CBS. Bill var vingjarnlegur, en varð að vísa henni á bug. Éngin ein manneskja gæti með góðum ár- angri leikið svo mörg hlutverk, var álit CBS. Ég gat heldur ekki selt þetta annarsstaðar. Og svo drukkum við og biðum eftir atvinnunni, sem aldrei kom. XXIV. Ég varð agndofa við fréttirn- ar, sem mér bárust frá mömmu. Læknarnir við Minningarspítal- , ann höfðu nú loksins fundið á- stæðuna til þessarar þreytu hennar. Hvítblæði. — Vitanlega er þetta hringavitleysa í þeim, sagði hún og hnykkti höfði. En þegar hún fór, var ég úrvinda. Þetta var sama sem krabbi í 'blóðfrumunum, og var ólækn- andi. Ég hringdi til frægs krabba- meinssérfræðings, sem hún hafði nafngreint við mig. Jú, sagði hann, það var víst engum vafa bundið. Og hún vildi alls ekki láta gera neitt við því. SHÍItvarpiö Þriðjudagur 10. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 14.40 ,,Við sem heima sitjum". Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna: Jón G. Þórarinsson söngkennari stjórnar. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Erindi: Ævintýramaður á Skál- holtsstóli (Björn Þorsteinsson, sagnf ræðingur). 20.35 Frá tónleikum Sovétlistamanna I Þjóðleikhúsinu í nóvember sl.: Rafaíl Sobolevskí leikur á fiðlu og Valentína Klepatskaja syng- ur. Við píanóið: Évgenía Kalin- kovitskaja. 21.20 Upplestur: „Gamli-Rauður“, smá saga eftir Jóhann Hjaltason (Valdimar Lárusson leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn: Thorolf Smith ræðir við menn um ísun á fiski. 22.30 í léttum tón: Þýzkir söngvarar og hljómsveitir flytja lög úr ýms um óperettum. 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. Janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna“: Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný saga: „Átta börn og amma þeirra 1 skóginum“ eftir Önnu Cath. West ly; I Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhaldsleik- rit eftir Leo Tolstoj og Oldfield Box, X kafli. Þýðandi Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson: Leikendur: Helga Val- týsdóttir, Rúrik Haraldsson, Her- dís Þorvaldsdóttir, Ævar Kvar- an, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Stefán Thors o.fl. 20.30 Einleikur á fiðlu: Tomas Magyar leikur vinsæl lög. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn ólfur Thorlacius fil. kand. kynn- ir starfsemi iðnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans með við- tölum við Jóhann Jakobsson o. fl. 21.10 Píanótónleikar: Ketill Ingólfsson leikur sónötu í g-moll op. 22 eft- ir Schumann. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ etftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXVII. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ferðaminningar eftir Sigurð Benediktsson (Baldvin Halldórs- son leikari flytur). 22.30 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.