Morgunblaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 24
Landhúnaður 1960 S já blaðsíðu 13. 7. tbl. — Þriðjudagur 10. janúar 1961 Vickers-Armstrong gefur hœtfumerki; Athugið vœngbitana á eldri Viscount-vélunum • * I llslenzku Viscount-vélarnar eru nýjar\ \ og endurbættar, en athugun fer samt fram ) i VICKERS-Armstrong flug- vélaverksmiðjurnar brezku hafa nú látið það boð út ganga, að allir eigendur Viscount-véla af gerðinni 700 skuli láta fara fram rann- sókn á þeim hið bráðasta vegna þess, að eitthvað geti verið athugavert við væng- bitana. Ríkisútvarpið flutti þessa frétt í gær og vakti hún mikla athygli, þar eð Viscountvélar Flugfélags ís- lands eru einmitt umræddr- ar gerðar, nánar tiltekið „759”. - Ástæðulaust reyndist hins veg- ar að óttast, því íslenzku flug- vélarnar eru nýjustu gerðar og vængbitar þeirra voru einmitt styrktir sérstaklega. Gildari og sterkari Forsaga málsins er sú, að sprungur hafa fundizt í vsengbit- um Viscountsvéla í eigu United Arab Airlines í Egyptalandi og Central Afriean Airlines í Rode- síu. Flugfélag Islands fékk strax Guniiar Gunnars- son, rithöfundur mánaðarins í finnska útvarpinu skeyti um málið, en þar sagði, að í vængbitum þessara véla væri efnið DTD-363a. Þær Vis- countvélar, sem Flugfélagið hefði fengið væru hins vegar nýrri gerðar. Vængbitar þeirra væru gildari og i þeim væri ný og sterkarj efnablanda, L-65. Fyrir 31. júní Var Flugfélagsmönnum bent á, að samt væri gott að gera at- hugun á vængbitunum og æski- legt væri, að sú athugun yrði látin fara fram fyrir 31. júní n.k. Hins vegar hvöttu verksmiðj- urnar þau félög, sem eiga eldri gerðina, að gera þessa athugun á öllum sínum vélum innan viku og skynsamlegt væri að fljúga þeim ekki hraðar en 180 hnúta (320 km) þar til athugun hefði farið fram. Meðalhraði Viscöunt Framhald á bls. 23. Fóturinn tœttist upp að mjöðm Slys í Flökunarstöðinni í Keflavík Keflavík í gœr: KLUKKAN tíu í morgun varð alvarlegt slys í Flök- unarstöðinni í Keflavík. — Átján ára piltur, sem var að hefja þar vinnu fór með fót- inn í snigil, sem flytur fisk- úrgang frá flökuninni, með þeim afleiðingum að annar fótur hans tættist upp að mjöðm. — ★ Pilturinn náðist strax úr snigl- inum og var þegar hringt á lög- regluna, er annast akstur sjúkra bifreiðarinnar. En sjúkrabifreið- in varð síðbúin og kom ekki á slysstaðinn fyrr en 40 mínútum eftir að hringt var. ★ Ekki var gert neitt að sárum mannsins á staðnum, en hann fluttur beint í sjúkrahúsið. Líð- an piltsins var frekar slæm í kvöld, en spítalalæknir taldi lík- ur til að hann héldi fætinum. ★ Pilturinn, sem slasaðist, heitir Jón Steinar, ættaður frá Vest- mannaeyjum. Hafði hann aðeins verið við vinnu í Flökunarstöð- inni 3 til 4 klst. — Helgi S. Kalt á Fjöllum en krakkarnir leika sér úti EINS og heyrzt hefur í fréttum hefur verið allkalt á Hólsfjöllum undanfarna daag og í fyrradag komst frost í 27 stig í Möðrudal. í gær hafði Mbl. tal af frétta- ritara sínum á Fjöllum, Vík- ingi á Grundarhóli, og innti hann eftir hvernig Fjalla- bændur bærust af í þessum kulda. — Brakar *ndir fæti Lét fréttamaðurinn lítið af frostinu og sagði, að vegna þess hve lygnt væri, fyndist bændum þeir geta farið á skyrt unni milli bæja. Það brakaði raunar óvenjumikið undir fæti og vatn vildi frjósa í húsum inni, en fróstið settist ekki að fólkinu að öðru leyti og krakk- arnír léku sér úti eins og venju- lega. í gær var frost 21 stig á Grundarhóli. Hart til jarðar Víkingur sagði að veturinn hefði verið Fjallabændum góð- ur fram að jólum, en þá breytti um til hins verra. Setti niður mikinn snjó, sem síðan bleytti Við munum ekki síldar- göngu þar á þessum tíma í frystihúsunum hér í bænum hefur verið lítil atvinna und- anfarið. En þegaE veður tók að lægja, og bátarnir gátu aft- ur hafið síldveiðar, lét síldin ekki á sér standa. Hefur afli Reykjavíkurbáta verið allgóð- ur og í sumurn róðrum mjög góður. Þessi unga stúlka er við síldarvinnu hjá Isbirnimim, en þar voru í gær frystar til útflutnings um 300 tunnur síldar. Sjá grein á bls. 3 um síld i Reykjavík. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.). — segir Sturlaugur Böðvarsson í hinni sænsku dagskrá finnska útvarpsins er þáttur, er nefnist „Rithöfundur mánaðarina“. í þessum mánuði er þátturinn helg aður Gunnari Gunnarssyni. Var flutt samfelld dagskrá um Gunn ar hinn 9. þessa mánaðar. Dag- skránni var þann veg háttað, að fyrst var erindi um skáldið, sem Sten-Olaf Westman flutti. Þá var flutt viðtal, sem Njörður P. Njarðvík átti við Gunnar, og loks var flutt leikritið Bragða- refirnir. í GÆR og fyrradag bárust 5400 tunnur síldar á land á Akranesi samkvæmt upplýs- ingum fréttamanns Mbl. — Veiddist síldin á stóru svæði út af Jökli. Hún var stór, en fremur mögur og var ýmist söltuð eða fryst. Óvenjuleg ganga Sturlaugur Böðvarsson útgerð armaður á Akranesi sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að Akurnes- ingar myndu ekki eftir síldar- göngu þama á þessum tíma. Venjulega hefði verið síld við Snæfellsnes frá því í júní og þar til í september, en þessi síld virtist ekki haga sér eins og sild hefði áður gert. Síldin við Jökul er sumargotssíld, sagði Sturlaug- ur, og tóm, en síldin, sem var að sunnanverðu í Flóanum^ var vorgotssíld. Munu halda áfram til vors Þessir bátar munu halda síld- veiðunum áfram, sagði Sturlaug- ur ennfremur, og mér þætti ekki ósennilegt að þessar veiðar yrðu stundaðar í allan vetur af nokkr um bátum. Maður hefði ekki trú- að því hér áður fyrr, að bátar væru að síldveiðum á vetrarver- tíðinni, en það er ekki verra að veiða síldina en þorskinn þegar svo horfir sem nú. Mikilvæg aðstoð Sturlaugur gat þess að lokum, að Ægir hefði aðstoðað síldar- bátana við veiðarnar og tók sér- staklega fram, að Jakob Jakobsson, fiskifræðingur á Ægi, væri mjög hjálpsamur leið'bein- andi og mundi veiðin vera mun meiri en ella fyrir þá sök að síldarbátarnir nytu leiðbeininga hans. Þegar hann aðstoðaði báta okkar við veiðarnar í Mið- nessjó hérna um árið, óx veiðin um helming, bætti hann við. Afli bátanna Afli einstakra Akranesbáta hefur verið sem hér segir tvo síðustu daga: A sunnudag: Sig- urður Ak 923 tunnur, Höfrung- ur II 888, Höfrungur I 400, Sveinn Guðmundsson 320. I gær: Sveinn Guðmundsson 700 tunn- ur, Sigurvon 700, Sigurður Si 500, Höfrugur II 400, Höfrungur I 400. í og nú er svo til haglaust fyr- ir fé. Því væri heldur ekki beitandi í þessum kulda. Hest- ar ganga hins vegar enn. Fé enn úti Laust fyrir jólin heimtist dilk ær í Hólseli, sem ekki hafði fyrr komið að. Telja bændur að þeir muni enn eiga fé úti, en nú er dagur skammur og annir miklar, svo ekki er hægt að huga að því. Dýrbítur Dýrbíts varð vart fyrir jólin og gerði hann einhvern usla á efri Fjallabæjunum, Víðidal og Möðrudal. Á Miðfjöllum hafa menn hins vegar lítið orðið tófu varir á vetrinum. Vegir til Fjalla eru nú allir lokaðir bifreiðum og var síð- asta póstferð til Mývatnssveit- ar farin á hestum. Jólapóstur- inn var aftur á móti fluttur í jeppa úr Mývatnssveit aust- ur á Fjöll. Ólafur frá Elliða- ey látinn OLAFUR Jónsson frá Elliðaey andaðist s.l. laugardag að Elli- heimilinu Grund hér í Reykja- vík. Hann var fæddur á Garðs- stöðum við Isafjarðardjúp 20. janúar árið 1885. Var hann því tæplega 76 ára að aldri. Olafur bjó lengi í Elliðaey og átti síðan heima í Stykkishólmi. Hingað til Reykjavíkur fluttist hann fyrir fáum árum. Hann var hinn mæt- asti maður. Kona hans, frú Theó- dóra Daðadóttir lifir mann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.