Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur 29. tbl. — Sunnudagur 5. febrúar 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsii Óttazt oð 20 manns hafi farizf er öskuhaugur hrundi LlEGE, Belgíu, 4. febr. (Reuter) Það slys varð í námabænum Moulin-Sous-Fleron í námunda við Liege í gær, að ösku og gjall haugur, um hundrað metra hár, hrundi yfir sex íbúðarhús og eina verksmiðjubyggingu. Allt að tuttugu manns munu hafa graf Eldflaug til iðra jarðar London, Jf. febrúar — fReuter) SOVÉZKIR vísindamenn vinna nú að rannsóknum á „jarðfræði- legri eldflaug“, sem senda á til iðra jarðar. Rússneskur jarðfræðingur, Dmitry Nalivkin, skýrði frá þessu á ársþingi Sovézku vís- indaakademíunnar. Samkvæmt frásðgn Tass- fréttastofunnar, sagði Nalivkin, að merm hefðu nú allgott vald og þekkingu á himingeimnum, en þeir hefðu enn sem komið væri enga hugmynd um hvað um væri að vera 10—20 km undir fótum okkar. Segir Naliv- kin, að rússneskir vísindamenn hafi þegar lagt drög að slíkum rannsóknum, en þær verði mjög umfangsmiklar. Eldflaug sem send yrði að iðrum jarðar yrði að gerast úr sérstökum málm- nm. Annað mál, sem mjög væri xnikilvægt og biði úrlausnar væri að ákvarða nákvæmlega aldur jarðarinnar, sem nú er talin vera þriggja til sex milj- arða ára gömul. En með jarð- efnafræðilegum rannsóknum, eetti að verða mögulegt, að ákvarða aldur hepnar mun nán- ar, sagði Nalivkin. Hitabylgja ó heimskautinu WELLINGTON, Nýja Sjá- landi, 4. febrúar, (Reuter). — Hitabylgja virðist nú ganga yfir Suðurskautslandið. Á a. m.k. tveim athugunarstöðvum hefur hiti mælzt ofar frost- marki undanfarna daga og allt að 5,5 gráðum á Celsíus. Að sögn W.S. Lantermanns, yfirveðurfræðings bandaríska sjóliðsins á Suðurskautinu, hefur veðurfar verið óvenju hlýtt undanfarið og tíðum rigning og slydda. Að öllu jöfnu er slydda ekki óvenju- leg úti við ströndina á þess- um tíma árs, en afar fátið inni í landi. A Byrd-stöðinni, sem ligg- ur undir 18 feta snjólagi, hef ur undanfarna daga verið hiti um frostmark og stormur og regn svo mikið að stórir læk ir mynduðust. Likja menn á- hrifunum helzt við hitabeltis storma. izt undir haugnum og er óttazt að allir hafi farizt. Undanfarna daga hefur mikið rignt í héraðinu og var fyrir nokkru tekið að hrynja smáveg is gjall og renna úr haugnum en síðan hrundi framhlið hans yfir húsin. í nótt og í dag hefur ver ið unnið að björgunarstarfi með jarðýtum og hafa sex lík fund- izt þegar. Neyðaróp og köll heyrð ust úr haugnum í alla nótt, en undir morgun þögnuðu þau ger- samlega. Baudouin konungur og Fabiola lögðu þegar af stað í morgun frá Brússel til slysstaðarins. Enn rignir mikið í suðurhluta lands ins. Kommúnistar óska gerð ardóms í kjaradeilum \VHI Karl Guðjónsson slíka lausn í Eyjum?\ A ALÞINGI haf-a þeir Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjónsson, þingmenn kommúnista, lagt fram frumvarp til laga um gerðardóm í ákveðnum kjaradeilum. Vilja þeir að deilur I um fiskverð það, sem vinnslu- | stöðvar greiði sjó mönnum og út- vegsmönnum skuli leystar með gerðardómi, j§ þar sem opinber embættismaður hafi oddaat- kvæði. Samkvæmt frumvarpinu á gerðardómurinn að hafa endan legt ákvörðunarvald, hvort sem aðilum líkar dómur hans betur eða verr. Þjóðviljinn ræðir í ritstjórnar- grein í gær um kjaradeilur og segir ríkisstjórnina hafa svikið fyrirheit að gerast ekki þátttak- andi i deilum hinna mismunandi stétta þjóðfélagsins. Lætur blað- íð að því liggja, að útilokað sé fyrir stjórnarvöldin að láta vinnu deiiur afskiptalausar, enda var það meginstefna vinstri stjórn- arinnar að vera miðpunkturinn í sérhverjum átökum þjóðfélags- stéttanna um skiptingu arðsins. Með tilliti til frumvarps þess, sem kommúnistar flytja, virðist því verða að skilja þessa rit- stjórnargrein sem stuðning við allsherjargerðardóm í vinnu- deilum. Athyglisvert er það einnig, að í Þjóðviljagreininni er tvívegis vikið að verkfallinu í Eyjum en Karl Guðjónsson, flutningsmaður frumvarpsins um gerðardóm, er Enn óeirðir í Rómaborg RÓM. 4. febr. (Reuter) — morgun urðu hér óeirðir þriðja daginn í röð vegna umræðna í þinginu um deilu ítala og Austur ríkismanha um Suður Týról. Hafa þjóðernissinnaðir háskóla- stúdentar staðið fyrir mótmæla göngum og hópfundum, farið hrópandi og syngjandi um götur og tafið samgöngur. Tilraunum lögreglu til að halda reglu hafa þeir mætt með grjótkasti. Nýfasistablaðið II Secolo lof ar mjög og styður aðgerðir stúd enta í dag og gagnrýnir lögregl una f r rir afskipti hennar af málinu. Hinsvegar andmælir blað kristilega demokrataílokksins mótmælaaðgerðum stúdenta og segir að ungir menn innan nýfas istahreyfingarinnar hafi enn einu sinni sýnt berlega hinn heimsku lega hroka sinn Ráðist á fangelsi í Angola 4. febrúar (Reuter). VOPNAÐIR menn réðust á tvö fangelsi og lögregluvarðstöð í portúgölsku nýlendunni Angola í nótt, að því er tilkynnt var af hálfu opinberra aðila í Lissabon í dag. Þrír hópar vopnaðra manna gerðu, hver í sínu lagi, árásir á fangelsi, lögregluvarð- stöð og herfangelsi í Luanda í Angola óg féllu nokkrir menn, bæði úr hópi árásarmanna, fanga varða og fanga, sem ætlunin var að leysa úr haldi. Upplýsinga- málaráðuneytið í Lissabon neit- ar að segja hversu margir hafi fallið. segir aðeins — að þeir hafa ekki verið of margir. Jafnframt segir ráðuneytið að árásarmenn- irnir er eftir lifðu hefðu verið handteknir. einmitt sá mað- ur, sem stendur fyrir því verk- falli. Líklega er Þjóðviljinn að benda Karli á að krefjast þess, að gerðardómur verði látinn fjalla um vinnu deiluna í Vest- mannaeyjum. Virðist ekki úr vegi taka það mál til athugunar, ef kommúnistar eru allt í einu farnir að leggja megináherzlu á að gerðardómur leysi kjara- deilur. Ekkj var honum vanþörf ái að fá dálitla hressingu eftir geimferðina Sjimpansanum I þeim arna. Enda getur sá er | gaf honum eplið varla vænzt j þess að fá innilegra og þakk-r látara bros en hér gefur að I líta. Rifin klœði KARACHI, Pakistan, 3. febr. (Reuter) — Stórt tjald féll í dag í Karaehi, yfir fjölda gesta, er hugðust taka á móti Elisaibetu Englandsdrottningu og manni hennar, sem væntan leg voru á hverri stundu. Fólk ið hafðf leitað skjóls undir tjaldinu, er steypiregn skall á. Sóltjaldið þoldi ekki þunga regnsins og féll yfir gestina, sem máttu sér litla björg veita. Karlmenn drógu upp vasahnífa sína og skáru göt á tjaldið og gátu þannig losað um fólkið. Engin slys munu hafa orðið á mönnum, en skemmdir rniklar á klæðnaði. Komu konur und an sóltjaldinu skólausar og með rfina kjóla. Barnmargar konur óánægðar með eigin- mennina LONDON, 2. febr. (Reuter) — Brezka blaðið Daily Sketch birti í dag niðurstöður skoðana- könnunar, sem það hefur gert í hópi lesenda sinna, um hjóna- bandshamingjuna —. eða hið gagnstæða. — Megin-niðurstöð- urnar eru þær, að 4 af hverjum 10 konum, sem svöruðu spurn- ingum blaðsins, vildu gjarna losna við eiginmenn sína — og 3 af hverjum 10 karlmönnum segjast ekki mundu kjósa að kvænast konum sínum á ný, ef þeir ættu þess kost að velja sér eiginkonu öðru sinni. — Þúsundir lesenda tóku þátt í þessari skoðanakönnun. — ★ — Þá kemur það m. a. fram, að eftir því sem hjón eiga fleiri börn, er það almennara, að kon- an sé óánægð með eiginmann- inn. — Daily Sketch hóf athug- un sína á þessu máli, þegar 33 ára gömul kona, fimm barna móðir, uppgötvaði það eftir 1? ára „hjónaband", að gifting hennar hafði verið ólögleg. — Aðspurð kvaðst hún ekki hafa hug á að giftast manni sínum á ný. — ★ — Síðan skoðanakönnun blaðsins hófst hefur þessi kona þó skipt um skoðun. Hún er nú nýtrúlof uð „eiginmanni“ sínum. Sýnir að Portúgalir standa saman LISSABON, Portúgal, 4. febr. — (Reuter). — Óháða dagblaðið O Seculo segir í dag, að „Santa Mar ia“ málið hafi sýnt heiminum að Portúgalir standi saman. Kem,ur fram í blaðinu nokkur gagnrýni á Bandaríkin, Bretland og Braz- ilíu fyrir að hafa ekki brugðið skjótar við en raun var á, þegar Galvao tók ráð á „Santa Maria“. Nú hverfur „Santa Maria“ og Galvao af forsíðum heimsblað- anna segir O Secula, en málið he^, ur orðið til þess að sýna fram á að Portúgalir standa saman í með læti jafnt sem mótlæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.