Morgunblaðið - 25.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNVT4fítfí Laugardagur 25. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík. Fratnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOMMÚNISTAR ÁFELLAST „VINSTRI STEFNU" Fj’inar Olgeirsson kvað fyrst um upp úr um það, hve ískyggilegt það væri að kaup máttur launa hefði ekkert og þess vegna styður hann viðreisnina en er fráhverfur ábyrgðarleysi stjórnarand- stæðinga. Eg ber hatað en h«ýl þó að elska föður minn — segir sonur fjöldamorðingjans landi og kynnum sínum af þeim manni, sem hann þekkti bæði sem föður sinn, þegar hann var korn nafn fyrir því, í hvílíkri hættu hann stöðugt var, varðveitti leynd- armál hans eins og sitt eigið, allt þar til forsætisráðherra fsrael, David Ben-Gurion, ljóstraði því upp við allan heiminn." vaxið hérlendis á 15 árum, meðan hann hefði stórlega aukizt í nágrannalöndunum. — Sérstaklega undirstrikaði kommúnistaforingnn það, að íslenzkir v jrkamenn hefðu haft sömu laun og hinir bezt launuðu í Bandaríkjun- um 1945, en hefðu nú lakari launakjör en þeir, sem verst væru settir í því „auðvalds- ríki“. Enginn maður hefur rækilegar undirstrikað van- mátt þeirrar „vinstri stefnu", sem hér hefur ríkt á þessu tímabili í mismundandi rík- um mæli, í samanburði við styrk hins bandaríska þjóð«- skipulags. í gær heldur Þjóðviljinn áfram þessum hugleiðing- um. Blaðið segir, að heildar- framleiðsla íslendinga frá 1954—1959 hafi aukzt um 35%, en kaupmáttur tíma- kaupsins hafi ekki vaxið. Nú spyrja menn að vonum, hvernig má þetta vera? Allir eru sammála um það, að atvinnuvegirnir beri ekki of mikið úr býtum, og eru stjórnarandstæðingar ó- þreytandi í því að krefjast betri hags sjávarútvegs, land búnaðar, iðnaðar og verzl- unar. En þegar þessi stað- reynd liggur fyrir, að launa- kjör batna ekki og hagur at- vinnuveganna er verri en í öðrum lýðræðisríkjum, þá fer það ekki á milli mála, að ástæðan til þess að við drög- umst aftur úr, er hin ranga stjórnarstefna, sem hér ríkti lengi. Heildarframleiðsla þjóðar- innar hefur aukizt, en engin stétt virðist hafa hagnazt á þeirri aukningu. Ástæð>an er einfaldlega sú, að mjög illa hefur verið farið með fjár- munina, — Uppbótakerfið stuðlaði að einstæðu sukki og höftin, boðin og bönnin leiddu til þess að meiri og minni spilling og ábyrgðar- leysi varð ríkjandi í þjóðfé- laginu. Kyrrstaðan er þannig bein afleiðing „vinstri stefnunn- ar“ og það er einmitt sú staðreynd, sem almenningur er að gera sér grein fyrir, KJARASKERÐING AF AUSTUR- VIÐSKIPTUM Pnn fleiri skýringar eru á því, að kjörin batna ekki hérlendis í sama mæli og annarsstaðar. Ein er sú, að íslendingar hafa orðið að selja mikið af afurðum sín- um austur fyrir tjald og kaupa þaðan lélegar og dýr- ar vörur í staðinn. — Hér í Morgunblaðinu hefur verið minnzt á tvö lítil dæmi um þetta. Hvert kíló af strásykri, sem íslenzkir neytendur kaupa, er 2,50 kr. dýrara en það þyrfti að vera vegna þessarar viðskipta. Þetta er aðeins en vörutegund, en dæmið talar skýru máli. Þá hefur verið á það bent, að nálægt helmingi meira fé hafi verið varið til kaupa á ljósaperum eftir að farið var að kaupa þá vöru í komm- únistaríkjunum. Veit líka hvert mannsbarn hvílíkt rusl sú vara er, en verð hennar hinsvegar sízt lægra en á frjálsum mörkuðum. Margt fleira mætti nefna, en einna kunnust eru bíla- kaupin. Þau kaup hafa mörg um orðið mikil raun, ekki sízt kaup vörubifreiða, sem varla hafa enzt árið, án stór- kostlegs viðhaldskostnaðar. Og nú bíður f jöldi rúss- neskra bifreiða óseldur, þrátt fyrir verðlækkanir, í- vilnanir af ríkisins hálfu og gjaldfrest til að reyna að pranga þessum bílum inn á menn. Þarf ekki að eyða að því orðum, hversu mikla kjara- skerðingu þessi viðskipti hafa haft í för með sér fyrir allan landslýð. LAUN GÆTU VERIÐ 35Jo HÆRRI T nágrannalöndum okkar hefur verið talið eðlilegt að kjör bötnuðu um 2—3% Adolfs Eichmanns „ÉG her eitt hataðasta nafn heimsins — en þó hlýt ég að elska föður minn“, segir Nicolas Eich- mann, 25 ára gamall son- ur milljónamorðingjans Adolfs Eichmanns, í grein, sem hann hefur skrifað í bandaríska vikuritið „Par- ade“. Þar skýrir hann nokkuð frá uppvaxtarár- um sínum heima í Þýzka- t ^ ^ i>p" á ári hverju, þegar heilbrigð ir stjórnarhættir hafa ríkt. Ef það er rétt að kaupmátt- ur sé nú sízt hærri hér en hann var 1945, sjá menn hversu alvarlegt þetta er. Ef heilbrigð stjórnarstefna hefði ríkt, ætti a.m.k. að hafa verið hægt að bæta kjörin um 2% á ári. Svarar það til þess að kjörin væru nú um 35% betri en þau voru 1946. Verkamannalaun væru þann i ig nálægt 28 kr. á tímann í staðinn fyrir rúmlega 20 kr. o. s. frv. ungur, og síðar sem „Ric- ardo frænda“ í Argentínu. — Nicolas á nú heima í Buenos Aires, og þar er greinin skrifuð. Er hann Þessi mynd af Nicolas Eich- mann, 15 ára) var tekin, þegar hann átti heima hjá hinum ástkæra „Richard frænda“, sem reyndist svo vera ... Auðvitað finnst mönnum það engin ósköp að fá í einu 2% kjarabætur. Þess vegna hefur kommúnistum tekizt að knýja fram stórfelldar launahækkanir, sem kollvarp að hafa grundvelli heilbrigðs efnahags og þannig leitt til þess, að kjör hafa ekki batn- að heldur jafnvel beinlínis versnað. En þegar menn hug leiða það, að eina leið'in til þess að varanlegar kjara- bætur verði, er að fara hægt í sakirnar og forðast umfram allt að eyðileggja heilbrigðan efnahag, þá er ekki að efa að sú leið verð>ur valin. Morgunblaðið hefur marg- bent á, að vinnuveitendur og launþegar eigi að hafa heil- brigt samstarf um að tryggja traustan grundvöll atvinnu- rekstrarins og sjálfsagða hlutdeild launþega í aukn- ingu afrakstursins. Af þessu verður að vinna bráðan bug, svo að efnahagur lands- manna geti batnað jafnt og þétt. ræðir ákærurnar gegn föð ur sínum, sem nú bíður dóms í ísrael, segir hann m.a.: „Það er erfitt fyrir mann að trúa slíku um sinn eigin föður. Mér þótti mjög vænt um hann, þegar ég var smádrengur“ ........og „höndin, sem tengdu okkur, voru jafn- traust og einlæg, þegar ég kynntist honum aftur síð- ar sem Ricardo frænda“. • Strangur faðir Eichmann yngri minnist þess frá bernsku sinni, að fað- ir hans hafi verið „strangur, eins og flestir þýzkir feður, en þau móðir min voru mjög samrýmd og hún hefir alltaf elskað hann.“.. „Eg fékk ekki tækifæri til þess að vera mik- ið með föður mínum á bernsku árunum, vegna styrjaldarinn- ar.“ segir hann enn fremur. „Þegar við hittumst aftur í Argentínu, þóttist ég reyndar kannast merkilega vel við andlit Ricardos frænda, en þó ekki svo að ég þekkti þar aft- ur föður minn. Ég hélt, að hér væri aðeins um að ræða venju legt, sterkt ættarmót. Móðir rmn, sem gerði sér fulla grein • Óttast hefnd „Sem barn styrjaldarinnar og ringulreiðarinnar, sem henni fylgdi, kynntist ég nokk uð ógnum þess“, segir hinn ungi Nicolas Eichmann. „En ég gat aldrei látið mér til hug- ar koma, að faðir jninn aetti minnsta þátt í þeim — og nú er hann einmitt sakaður um hina verstu glæpi stríðsins. — Ungi maðurinn rifjar m. a. annars upp, þegar fjölskylda hans fluttist til hinnar her- setnu Prag-borgar, árið 1941, þar sem „við bjuggum í indælu húsi með stórum trjá- garði umhverfis. Þá sjaldan pabbi var heima, vorum við oft að dunda við það saman að gróðursetja trjáplöntur á lóð- inni“. ,— Nicolas var sex ára, þegar fjölskyldan kom til Prag. — Hann segir og frá því, er faðir hans keypti sér- staklega þjálfaðan lögreglu- hund af Scháfer-kyni, sem skyldi fylgja honum, drengn- um), hvert sem hann fór.. Dregur hann þá ályktun af 1 þessu, að Eichmann hafi ótt-1 azt hefndaraðgerðir gegn fjöl-1 skyldunni. • Til „Ricardos frænda" Eftir því sem leið á styrjöld- ina, sá Nicolas litli föður sinn æ sjaldnar — enda var hann mjög önnum kafinn við út- . . . faðir hanS, milljónamorð- inginn Adolf Eichmann. rýmingu Gyðinganna. Nicolas segist hafa skynjað það á sinn hátt, hvernig ólgan og spenn- an varð meiri og meiri kring- um hann, eftir því sem lengra leið. Og svo kom flóttinn frá Prag. Móðir hans talaði aldrei um það, hvar faðir hans væri þá og þá stundina, en síðar tjáði hún Nicolas, að hann væri talinn í hópi hinna „vermisste“ — þ. e. þeirra, sem saknað var, án þess kunn- ugt væri, hvort þeir voru lífs eða liðnir. — Nicolas Eich- mann fer nú fljótt yfir sögu til ársins 1951, þegar hann hélt til Argentínu með móður sinni. Hann segir, að hún hafi Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.