Alþýðublaðið - 01.12.1929, Side 6

Alþýðublaðið - 01.12.1929, Side 6
6 AfcÞVÐUBBAÐIB Jm Beztu tyrtoiesku cigaretturnar í nðkkum, sem kosta KRÓNUR 20 stykkfa 1,25 eru (St|érmálamaðnr). Glgarettur. TurklsEa Westmiuster A. V. í hverjnm pakka eru sams konar fallegar lands lagsmyndir og í Commander-cígarettupökkum. Fást í öllum verzlunum. er STÓKA orðið. kr. 1,25 á borðið. Björn bónda, heldur safna liði“. Er þeim var úthýst úr Garði í Höfn, ’þá varð þeim litið hingað heim. Hér eigum við háskóla, húsnæðislausan ’þó, og svo er þröngt í leiguskýlum hans, að séu tímar vel sóttir, verða stú- dentar að sitja uppi í gluggum og híma úti í hornum með bæk- urnar á hnjánum. Og bekkirnir, sem nemöndum eru ætlaðir til sætis, eru sumir hverjir reknir saman úr einum planka og bak- lausir, og eru því mörgum sinn- um verri og andstyggilegri en hinir alræmdu Iðnó-bekkir, sem allur bærinn vegsamar að skuli nú loks komnir fyrir kattarnef. — En háskólinn veitir,. þótt litill sé og húsnæðislaus, ágæta ment- un, svo Iangt sem hann nær, því að við höfum átt því láni að fagna, að margir ágætir menn hafa valist í kennarastööurnar, og er því eðlilegt og sjálfsagt, að menn sæki þangað nám í þeim greinum, er hann veitir tilsögn í. En hvernig eru þá skilyrÖin til námsvistar hér í Reykjavík? Það er ekki ofsögum sagt, að þau eru afar-óglæsileg. Fram- færsla er hér ölí afar-dýr og keyrir þó húsaleiga hvað mest úr hófi fram. Fátækir menn utan af landi, sem hér stunda nám, verða að vinna fyrir sér baki brotnu og missa þannig tímann frá náminu og heilsuna margir hverjir, áður en lýkur. Af öllum þessum ástæðum réðust stúdentar .í það fyrir nokkruro árum að safna fjár, til þess að byggja Stúdentagarð hér í Reykjavík, sem þeir ættu sjálfir. Hefir fé verið safnað um nokk- urra ára skeið og gengið vonum framar. Þjóðin hefir skilið þýðing þessa máls og mrgir góðir menn gerst stuðningsmenn þess. Síð- ast liðinn vetur grófu stúdentar og nemendur úr Mentaskólanum fyrir grunni hins væntanlega Garðs, og er nú það mikið fé komið í sjóð, að að eins er herzlumunur að hægt sé að halda verkinu áfram. — Það síð- asta, sem stúdentar hafa gert til fjárafla, er stofnun happdrættis til ágóða fyrir Garðinn. Gangj það vel, verður væntanlega hægt að byrja á byggingunni næsta sumar. Um tvo drætti er að ræða, sem sé 4000 krónur í pen- ingum og ágætis bifreið, sem er 6500 króna virði, og verður dreg- ið um þá í júní 1930. Sjá allir, að hér er ekki um neina skran- eða skrum-tombólu að ræða. Stú- déntar hafa sérstaklega einbeitt sér fyrir fjársöfnun til nýjal garðsins 1. dezember ár hvert, daginn,,sem gamla Garði var lok- að fyrir þeim. í dag halda þeir þeim hætti og gefa mönnum kost á að kaupa miða í þessu ágæta happdrætti og halda mönnum fjölbreytta en ódýra skemtun í /Gamla Bíó til ágóða fyrir Garð- inn. Vonandi bregðast xuenn vel við einu sinni enn málefni þessu til styrktar, og menn verða að iskilja það, að þeir stúdentar, sem fyrir þessu máli berjast, gera það ekki í eigin hagsmuna skyni, því þótt Garðurinn rísi á nfeestu áram, þá verða langflestir þeirra, sem (tnest og bezt hafa beitt sér fyrir ’því, horfnir frá námi og fá því ekki notið þeirra hagsbóta, sem þessi stofnun á að hafa í för með sér. Hér er um málefni að ræða, sem allar stéttir eiga sameigin- legt, því að stúdentar eru í sjálfu sér ekki sérstök stétt, heldur fulltrúar allra stétta. — En þó allar stéttir eigi hér hlut að máli, J)á er þó engum jafn-áríðandi, að mál þetta fái góðan framgang og fátækari stéttinni. Við höfum að vísu heyrt það sagt, að allir eigi jafnan aðgang að háskólanum, sem öðrum skólum. Það eru ósköp falleg orð, en þau era bara tóm; — það gagnar ekki gáfu- manni, að honum er ekki beinlínis bannað að fara í skóla, ef hann verður samt að sitja heima vegna fátæktar. Jónatan Hallvardsson. Fvú Ss&mdL V erzlunarólagið. Fimm ár eru liðin síðan Verk- lýðsfélag Hellnasands var stofn- að. Var kaupgjald þar þá mjög lágt, ‘bæði karla og kvenna. í fyrra lenti félagið í harðri kaup- deilu við vinnukaupendur, sem /endaði með sigri fyrir félagið. Kaup karla er nú á Sandi kr. 1,05 um klst. í dagvinnu og 1,55 um klst. i eftirvinnu. Kaup kvenna er 55 aurar um klst. í dagvinnu og eftirvinna 65 aur. og eftir kl. 10 að kvöldi 75 aur. En kaup kvenna í út- og upp-skipun er 0,75 og 85 aur. á klst. Verk- lýðsfélag Hellnasands hefir eflst mjög mikið á þessum fáu árum og stendur nú föstum fótum þó. að það hafi haft við marga örð- ugleika að striða. Mestu og verstu örðugioikarnir eru verzl- unarfyrirkomulagið. Á Sandi er ein af gömlu selstöðuverzlunun- um, Tang & Riis. Það er hún, sem hefir flesta viðskiftamenn þar, enda kann hún lagið á þvi að fjötra þá fasta á skuldaklaf- ann með háu vöruverði, eins og sýnt skal slðar. Verklýðsfélag' Hellnasands hefir stofnað pönt- unarfélag, þar sem öllum félags- mönnum er gefinn kostur á að' panta nauðsynjavörar sínar, og hefir það gengið mjög vel. En það vantar mikið á að allir geti notað sér pöntunarfélajgið vegna þess, að peningaútborganir hjá verzluninni eru mjög af skornum skamti og fást oft alls ekki, Gamla svarið: Þeir eru ekki til. Enda oftast svo vel fyrir öllu séð af hendi verzlananna, með háu vöruverði og lágu fiskverði. að viðkomandi viðskiftamaður sé1 heldur skuldugur en hitt, að hann eigi inni. Hér fer á eftir sýnis- horn af vöruverði hjá Tang & Riis: Rúgmjöl 50 kg. kr. 21,00 Hveiti I. — — — 30,00 Gerhveiti — — — 40,00 Hrísgrjón — — — 30,00 Kandis — — — 44,00 Höggvinn melis — — — 45,00 Haframjöl — -- — 30,00 Strausykur '— 40,00 Kaffi — — 180,00 Alls kr. 460,00 Vöruverð Pöntunarfélagsins er: Rúgmjöl 50 kg. kr. 16,25 Hveiti I. — — — 24,00 Gerhveiti — —' — 24,00 Hrísgrjón — — 21,50 Haframjöl — — 21,00 Kandis — — — 37,00 Höggvinn melis — — — 32,00 Strausykur —■'■ — — 29,00 Kaffi ’------------- — 143,00 Alls kr. 347,75

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.